Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra og formanns Framsóknarflokks- ins, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að við- stöddu fjölmenni. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Karlakórinn Fóstbræður og Sigrún Hjálmtýsdóttur sungu við athöfnina. Kistuna báru úr kirkju samstarfsmenn Halldórs úr stjórnmálum og stjórnarráðinu ásamt forsætis- ráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Finnur Ingólfsson, Jón Kristjánsson, Einar K. Guðfinnsson, Davíð Oddsson, Guðmundur Bjarnason, Jón Sveinsson og Helgi Ágústsson. Halldór Ásgrímsson jarðsunginn Morgunblaðið/Golli Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til hafnar á Seyðisfirði í gær, á leið sinni frá Hamborg í Þýskalandi. Enn eitt skipið, gæti einhver hugsað með sér, en hið sérstaka við Ocean Diamond er að rekstur þess er á hendi íslensks fyrirtækis, Iceland ProCruises. Skipinu verður siglt nokkrar ferðir kringum Ísland í sum- ar, með heimahöfn í Reykjavík, en fyrsta ferðin er frá Miðbakka næsta miðvikudag. „Þetta eru þáttaskil í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Óttar Sveins- son, talsmaður Iceland ProCruises, en fyrirtækið er að mestu í eigu Guð- mundar Kjartanssonar hjá Iceland ProTravel í Þýskalandi. Ocean Diamond tekur um 220 far- þega og áhöfnin er um 100 manns. Skipstjórinn er norskur og hót- elstjórinn þýskur, sem og kokkurinn. Matur um borð verður að sögn Óttars að miklu leyti unninn úr íslensku hrá- efni og leiðsögumenn og skemmti- kraftar verða íslenskir. Farþegaskipti í Reykjavík Í fyrstu siglingu sinni fyrir Iceland ProCruises hafði skipið viðdvöl í Frakklandi og á Englandi, Írlandi og Skotlandi. Farþegar eru að mestu leyti frá Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Áður en skipið kem- ur til Reykjavíkur næstkomandi mið- vikudag mun það hafa viðkomu á Húsavík, í Grímsey, á Siglufirði og Akureyri, í Vigur í Ísafjarðardjúpi og þann 2. júní verður komið við í Flatey á Breiðafirði. Þaðan liggur leiðin til Reykjavíkur. Að sögn Óttars verða sjö hring- ferðir í sumar og þrjár ferðir til Grænlands í ágúst og september. Flogið verður með farþegana til Ís- lands og skipt um hópana í Reykjavík á tíu daga fresti. Í hringferðunum mun skipið leggjast að í Stykk- ishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Ak- ureyri, Seyðisfirði, Höfn og í Eyjum, auk þess að fara að Flatey á Skjálf- anda. Þá eru 20 Zodiac-gúmbátar um borð, sem Óttar segir gefa tækifæri til að sigla með farþega á staði sem hefðbundin skemmtiferðaskip hafa ekki gert til þessa. Áhersla verður lögð á að fara með farþega í land í hverri höfn. Óttar segir bókanir fara vel af stað. „Miðað við að þetta er fyrsta árið þá lítur þetta vel út, og þegar er farið að bóka í ferðir á næsta ári, þar af eru þrjár fullbókaðar,“ segir hann. Demanturinn mættur til landsins  Íslenskt fyrirtæki stendur fyrir siglingum skemmtiferðaskips kringum Ísland í sumar  Bókanir líta vel út og strax búið að fylla þrjár ferðir 2016  Leiðsögumenn og skemmtikraftar íslenskir Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Íslandsferðir Ocean Diamond við bryggju á Seyðisfirði í gær. Þaðan liggur leiðin norður fyrir og til heimahafnar í Reykjavík kemur skipið 3. júní nk. Sjúklingum og aðstandendum þeirra á sjúkrahóteli Landspítalans við Ár- múla var gert að yfirgefa hótelið þegar keppendur og fylgdarlið sem hingað er komið til að keppa á Smá- þjóðaleikunum kom. Hótelið var tví- bókað og kom það forráðamönnum Landspítalans í opna skjöldu þegar sjúklingum þeirra var sagt að aðrir þyrftu herbergin. Smáþjóðaleikarn- ir fara fram 1.-6. júní. Sjúkrahótelið er hugsað sem úr- ræði fyrir þá sem þurfa heilsu sinn- ar vegna að dvelja fjarri heima- byggð vegna rannsókna og meðferða. Það nýtist einnig þeim sem hafa dvalið á sjúkrahúsi sem lið- ur í frekari endurhæfingu og bata. Ekki er hægt að gista á hótelinu nema læknir eða hjúkrunarfræðing- ur hafi skrifað upp á tilvísun þess efnis. „Við vissum ekki af þessu og erum að bregðast við eins og er. Þetta kom svolítið aftan að okkur og við erum að átta okkur á stöðunni,“ seg- ir Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsmaður á skrifstofu forstjóra LSH. Verkfall hjúkrunarfræðinga og starfsmanna í BHM sé nægur vandi og því megi lítið útaf bera. „Við erum auðvitað í vandræðum vegna verkfallsins,“ bætir hún við en vandamálið var svo nýtt af nálinni að engar lausnir voru komnar. Hvorki náðist í Óskar Örn Guðbrandsson, verkefnastjóra leikanna, né Rögnu Ingólfsdóttur, verkefnastjóra kynn- ingarmála. benedikt@mbl.is Sjúklingar yfirgefa sjúkrahótel LSH Morgunblaðið/Golli Tvíbókað Hótelið nýtist þeim sem hafa legið á sjúkrahúsi en búa úti á landi.  Enn bætist við vanda Landspítalans  Sjúkrahótelið reyndist vera tvíbókað Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- nesbæjar hefur samþykkt breyt- ingar á deiliskipulagi fyrir lóð Thor- sil í Helguvík. Niðurstaða ráðsins er að fyrirhuguð stóriðja í Helguvík muni vera innan þeirra meng- unarmarka sem krafist er í lögum, reglum og starfsleyfi. Einnig hefur Umhverfisstofnun auglýst tillögu að starfsleyfi fyrir nýtt kísilver Thorsil. Í fundargerð umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjanesbæjar frá í gær er farið ítarlega yfir athugasemdir sem bárust og síðan segir „í ljósi alls þessa sem að framan getur og þess að deiliskipulagsbreytingin sam- ræmist aðalskipulagi samþykkir um- hverfis- og skipulagsráð breyting- una á deiliskipulagi í Helguvík“. Alls bárust ráðinu 287 athugasemdir frá einstaklingum, sem eru nánast sam- hljóða í megindráttum, og frá sjö fé- lögum og fyrirtækjum. Segir í fundargerðinni að rétt sé að loftmengun aukist með tilkomu kísilvers að Berghólabraut 8 en síð- an er vitnað í álit Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum Thorsil í Helguvík þar sem segir „að í matsskýrslu Thorsil sé sýnt fram á að styrkur ryks og köfnunarefnisox- íða vegna samlegðaráhrifa með kís- ilverksmiðju United Silicon og álveri Norðuráls verði innan marka reglu- gerðar...“ Deiliskipu- lagi breytt í Helguvík  Starfsleyfi fyrir Thorsil auglýst Ferðamönnunum tveimur sem slös- uðust alvarlega í bílslysi við Hellis- sand í gærmorgun er haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans. Fólkið er af kínversku bergi brotið og var á ferð ásamt fjórum öðrum þegar bíllinn valt. Þau voru flutt á sjúkra- hús með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru þau þungt haldin og verður haldið sofandi áfram. Yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á Vesturlandi segir að umferð- aróhöppum þar sem útlendingar koma við sögu hafi fjölgað mikið í vetur. Skýringin sé meðal annars sú að þeir séu óvanir veðri og veg- um landsins. Tveir ferðamenn þungt haldnir eftir veltu við Hellissand

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.