Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verkfall hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum ríkisins hefur nú staðið yfir í á þriðja sólarhring. Um helm- ingur hjúkrunarfræðinganna sem eru í verkfalli hefur verið í vinnunni og áhrifin eru mismikil eftir sjúkra- húsum. Landspítalinn er núna rek- inn sem bráðaspítali þar sem öllu er forgangsraðað og eingöngu sinnt bráðum aðgerðum. Framkvæmda- stjóri hjúkrunar á spítalanum segir talsvert færri hafa komið á bráða- móttöku það sem af er verkfalli en venjan er. Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Land- spítalanum, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að svo virtist sem fólk hikaði við að leita á sjúkrahúsið og nefndi komur á bráðamóttökuna sem dæmi. „Það er alltaf þannig að nokkur hluti þeirra sem leita á bráða- móttökuna kemur vegna mála sem ættu heima annars staðar, eins og t.d. á heilsugæslu eða læknavakt, og það fólk er hugsanlega ekki að koma þessa dagana. En það útskýrir þetta bara að hluta og það er áhyggjuefni að fólk sé heima með einkenni sem það ætti að láta líta á. Hugsanlega halda einhverjir að bráðamóttakan sé lokuð, svo er ekki heldur er hún lokuð fyrir minniháttar vanda- málum. Þeir sem þangað leita eru metnir og tekin ákvörðun um hvort þeir fái aðstoð á bráðamóttöku eða þeim beint annað.“ Að sögn Sigríðar er ástandið á deildum sjúkrahússins víða þungt vegna lágmarksmönnunar. Sumar göngudeildir séu alfarið lokaðar, aðrar séu með skerta starfsemi og mikið sé um að fólk hringi og spyrji hvort það eigi að koma á sjúkrahúsið eða ekki. Þá sé töluvert um að fólk á biðlistum hafi samband. „Við höfum áhyggjur af þeim sem eru að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu frá okk- ur, við vitum ekki hvernig þeim líð- ur,“ sagði hún. Bera virðingu fyrir aðgerðum Á sjúkrahúsinu er gjarnan unnið í teymum fagfólks þar sem hjúkrunarfræðingar gegna oft lyk- ilhlutverki, að sögn Sigríðar. Spurð hvort ekki sé hætta á að aðrir gangi í störf þeirra í teymunum segir hún að það sé ekki útilokað þar sem verk- efni hvers og eins séu mismikið af- mörkuð. Ekki hafi þó orðið vart við annað en að aðrar fagstéttir á sjúkrahúsinu beri fulla virðingu fyrir verkfallsaðgerðunum. „Það hefur verið lögð áhersla á að taka enga áhættu hvað það varðar að fara hugsanlega inn á verksvið hjúkrunarfræðinga og ég veit ekki til þess að aðrir hafi gert það í verk- fallinu.“ Afar breytilegt er frá degi til dags hversu margir hjúkr- unarfræðingar eru að störfum á Landspítalanum meðan á verkfallinu stendur. Á sjúkrahúsinu starfa um 1.400 hjúkrunarfræðingar í 1.070 stöðugildum. Um helmingur í vinnu Á öryggislista, sem er skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild og á að uppfylla skilgreinda neyðar- mönnun, eru 420 stöðugildi hjúkr- unarfræðinga og því til viðbótar eru veittar undanþágur. 40 slíkar höfðu verið veittar áður en verkfallið hófst á miðnætti á þriðjudagskvöldið og talsvert berst af beiðnum á hverjum degi. „Það er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að að öllu jöfnu séu um 50 hjúkrunarfræðingar til viðbótar á undanþágu, það vantar á kvöldvakt á þessari deild eða dagvakt á einhverri annarri. Svo getur verið kallað út vegna aðgerða sem ekki hefur feng- ist undanþága fyrir, þannig að við erum að tala um að allt að helmingur þeirra sé að störfum í verkfallinu,“ sagði Sigríður. „Það er viðbúið að þegar líður á verkfallið þurfum við að sækja um fleiri undanþágur, það er erfiðara fyrir okkur að útskrifa sjúklinga vegna verkfallsins.“ – Hefur þetta ekki í för með sér mikið álag á þá hjúkrunarfræðinga sem eru að störfum? „Ef þeir eru farnir að sjá um of marga sjúklinga er staðan tekin og í framhaldinu hugsanlega sótt um fleiri undanþágur. Það er mjög mis- munandi eftir deildum hversu marga sjúklinga hver og einn hjúkrunar- fræðingur er með; á gjörgæslu er það oft einn, en fimm til sex á legu- deildum. Svo eru deildir sem þarf að manna þannig að það sé hægt að taka á móti óvæntum atburðum, eins og t.d. slysum.“ Hryggjarstykkið í starfseminni Hjúkrunarfræðingar eru um þriðjungur starfsmanna Landspít- alans. „Þeir eru hryggjarstykkið í starfseminni og án þeirra gengur starfsemin ekki. Núna er Landspít- alinn rekinn sem bráðaspítali sem þýðir að við erum ekki að sinna fjöl- mörgum hlutverkum sem við gerum að öllu jöfnu. Svona getur þetta ekki gengið lengi,“ sagði Sigríður. Anna Sigrún Baldursdóttir sem starfar á skrifstofu forstjóra LSH segir að við eðlilegar aðstæður séu gerðar 50-60 aðgerðir á hverjum degi. Núna séu þær 25-30 og þá ein- ungis þær aðgerðir sem eru skil- greindar sem bráðaaðgerðir. Ingibjörg Hauksdóttir er hjúkr- unardeildarstjóri á B5, sem er bækl- unarskurðdeild á Landspítalanum í Fossvogi. Þegar Morgunblaðið leit þar inn í gær voru tveir hjúkrunar- fræðingar á vakt, en eru yfirleitt fjórir. Ekki hefur verið sótt um undanþágur fyrir fleiri og full- mannað var af öðru starfsfólki. Þar eru rúm fyrir 18 sjúklinga, í gær var meira en helmingur þeirra tómur, þar sem einungis átta sjúklingar voru á deildinni. Ingibjörg hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í um 30 ár og á þeim tíma hafa komið upp nokkrar kjaradeilur. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég upplifi að það gæti tekið nokkurn tíma að leysa deiluna,“ sagði Ingibjörg. „Aftur á móti upplifi ég mikla jákvæðni meðal starfsfólks Landspítalans og mér finnst aðdáun- arvert hversu fólk heldur ró sinni.“ Sárt að horfa upp á tóm rúm Nú er 931 á biðlista eftir bæklunarskurðaðgerðum, eins og t.d. aðgerðum á hnjám og lið- skiptaaðgerðum og meðalbiðtími er a.m.k. átta mánuðir. Ekki er útlit fyrir annað en að hann muni lengjast enn frekar við verkfall hjúkr- unarfræðinga. Nokkuð er um að fólk á biðlistum hafi samband á deildina til að spyrjast fyrir um hvenær það fari í aðgerð. „Sumir eru með gíf- urlega verki. Það er sárt að horfa upp á þessi tómu rúm og vita af þess- um langa biðlista og að mörgum líði illa,“ sagði Ingibjörg. Flestir þeirra sjúklinga sem nú liggja á B-5 eru rosknir og Ingibjörg segir suma þeirra óttast að þeir verði sendir of snemma heim. „Ég upplifi ótta hjá þeim, en hér verður enginn sendur heim í aðstæður sem hann ræður ekki við.“ Útskrifa fólk um leið og hægt er „Við sinnum bráðastarfsemi en getum ekki gert miklu meira,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkra- húsinu á Akureyri. „Við útskrifum fólk um leið og við getum, en erum t.d. ekki að bíða fram yfir hádegi eins og í venjulegu ástandi því við verðum að halda opnum rýmum fyr- ir bráðatilfelli.“ Engum deildum hefur þurft að loka á sjúkrahúsinu. Í verkfallinu hefur um helmingur hjúkrunarfræð- inga verið við störf. Sumir þeirra eru á öryggislista, fyrir aðra hefur feng- ist undanþága. Hildigunnur segist verða vör við kvíða hjá sjúklingum. „Fólk verður öryggislaust, það veit ekki hvernig framhaldið verður. Við sendum engan heim sem ekki er fær til þess, en öll þessi óvissa veldur fólki vanlíðan.“ Hildigunnur segir ástand sem þetta hugsanlega geta gengið í nokkra daga en ekki miklu lengur. „Við höfum virkilegar áhyggjur.“ Að störfum Á B5 voru átta sjúklingar í gær, þar er pláss fyrir 18. Rekinn sem bráðaspítali  Um helmingur hjúkrunarfræðinga Landspítalans var ekki í vinnunni í gær  Sjúklingar hika við að leita á sjúkrahúsið  Átta sjúklingar á 18 rúma bæklunardeild þar sem meira en 900 eru á biðlista Verkfallið nær til allra heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur, auk hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ýmsum ríkisstofnunum eins og t.d. Embætti landlæknis og Umhverfisstofnun. Um miðjan dag í gær höfðu undaþágunefnd hjúkr- unarfræðinga borist 145 umsóknir um undanþágur, þar af 92 af Landspítalanum. „Sjúklingar eiga að njóta vafans, það er ekki okkar ætlun að neinn hljóti skaða af þessu verkfalli,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem segir flestar undanþágubeiðnirnar hafa verið sam- þykktar. Boðað hefur verið til fundar í dag. Ólafur vill ekki gefa upp kröfur hjúkrunarfræðinga, einungis að þess sé krafist að launin verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með jafnlanga menntun. „Við teljum að það eigi að ræða einstök atriði við samningaborðið, ekki opinberlega. Til að jafna kjörin við aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn þyrftu launin að hækka um 14-25%.“ Sjúklingar njóti vafans 145 UNDANÞÁGUBEIÐNIR HAFA BORIST Ólafur G. Skúlason Auð rúm Sjúkrahúsin sinna nú einungis bráðaþjónustu. Hjúkrunarfræðingar Þær Kolbrún og Steinunn á B5. Morgunblaðið/Golli Deildarstjórinn Ingibjörg Hauksdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á B5 og segir sárt að horfa upp á tóm rúm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.