Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
Hagnaður HB Granda á fyrsta fjórð-
ungi ársins nam 13,8 milljónum evra,
sem jafngildir liðlega 2 milljörðum
króna. Sölutekjur námu 53,3 milljón-
um evra og voru 11,4 milljónum evra
meiri en á sama fjórðungi í fyrra.
Munar þar mest um sölu á loðnu en
afkoma loðnuveiða og -vinnslu hefur
veruleg áhrif á rekstur félagsins, sér
í lagi fyrsta fjórðung hvers árs. Mót-
tekinn loðnuafli til vinnslu nam 67,9
þúsund tonnum fyrstu þrjá mánuði
ársins, samanborið við 21,7 þúsund
tonn á sama tímabili í fyrra.
Rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði og afskriftir, EBITDA,
var 21,4 milljónir evra eða um 3,2
milljarðar króna. EBITDA nam
40,1% af rekstrartekjum á fjórð-
ungnum en hlutfallið var 21,8% á
fyrsta ársfjórðungi í fyrra.
Heildareignir HB Granda námu
393,2 milljónum evra í lok mars og
eigið fé var 233,6 milljónir, eða 34,5
milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall í
lok fyrsta ársfjórðungs var 59,6%.
Skipafloti HB Granda var óbreytt-
ur á fyrsta fjórðungi en fyrr í vikunni
kom nýtt uppsjávarveiðiskip félags-
ins til landsins, Venus NS 150.
Á fyrsta ársfjórðungi var afli skipa
HB Granda 11,5 þúsund tonn af
botnfiski og 57,6 þúsund tonn af upp-
sjávarfiski.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Venus Loðnuveiðar hafa mikil áhrif á afkomu HB Granda á fyrsta ársfjórð-
ungi en nýtt uppsjávarveiðiskip félagsins kom til landsins nú í vikunni.
Bætt afkoma
hjá HB Granda
Mikil áhrif loðnu á fyrsta fjórðungi
Hagnaður fasteignafélagsins Regins
nam 574 milljónum króna á fyrsta
fjórðungi ársins. Rekstrartekjur
námu 1.242 milljónum króna og þar
af voru leigutekjur 1.107 milljónir
króna og hækkuðu um 23% á milli
ára. Rekstrarhagnaður fyrir mats-
breytingar og afskriftir var 799 millj-
ónir sem er 29% hækkun miðað við
sama tímabil í fyrra. Handbært fé
frá rekstri nam 509 milljónum króna.
Bókfært virði fjárfestingareigna í
lok mars var 53,7 milljarðar króna.
Eigið fé var 18,5 milljarðar króna og
eiginfjárhlutfall 33,6%.
Í tilkynningu félagsins til Kaup-
hallar segir að afkoma Regins á
fyrsta ársfjórðungi hafi verið góð og í
samræmi við áætlun félagsins.
Stærstu eignir Regins eru verslun-
armiðstöðin Smáralind í Kópavogi
og Egilshöll í Grafarvogi.
Eik hagnast um 897 milljónir
Eik fasteignafélag skilaði inn sín-
um fyrsta árshlutareikningi í gær
eftir skráningu félagsins á Aðal-
markað Kauphallarinnar í lok apríl.
Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi nam
879 milljónum króna. Rekstrar-
tekjur námu 1.429 milljónum króna
og þar af voru leigutekjur 1.338
milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu og afskriftir nam 993
milljónum króna. Í tilkynningu Eik-
ar til Kauphallar kemur fram að ein-
skiptiskostnaður vegna skráningar
félagsins á markað hafi numið 18
milljónum króna á fyrsta ársfjórð-
ungi, en að auki muni töluverður
kostnaður falla til á öðrum ársfjórð-
ungi vegna skráningarinnar.
Heildareignir Eikar námu 65,5
milljörðum króna í lok mars og eigið
fé félagsins var 20,4 milljarðar.
Eiginfjárhlutfall var 31% í lok fyrsta
ársfjórðungs. Á meðal eigna Eikar
eru Borgartún 21 og 26, Nýi Glæsi-
bær, Turninn í Kópavogi og Smára-
torg. Í tilkynningu til Kauphallar
kemur jafnframt fram að rekstur
Eikar á fyrstu þremur mánuðum
ársins hafi gengið vel og í takti við
áætlanir stjórnenda félagsins.
Góður hagnaður hjá
fasteignafélögunum
Rekstur Regins og Eikar í samræmi við áætlanir á árinu
Helgi S.
Gunnarsson
forstjóri Regins.
Garðar H.
Friðjónsson
forstjóri Eikar.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið vís-
ar á bug fullyrðingu Bankasýslu rík-
isins, sem greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær, um að ráðuneytisstjóri
hafi reynt að hlutast til um skipan
stjórnarformanns fjármálafyrirtækis
í eigu ríkisins og reynt að fá stjórnar-
fundi frestað. Í yfirlýsingu frá ráðu-
neytinu segir að „um þessar staðhæf-
ingar er að segja að þegar sameinig
Sparisjóðs Bolungarvíkur við Spari-
sjóð Norðurlands stóð fyrir dyrum í
júlí sl. var ljóst að óeining var um
sameininguna og að hætta væri á að
hún myndi ekki ganga eftir vegna
óánægju heimamanna á Bolungar-
vík“.
Segir í yfirlýsingu ráðuneytisins að
fjármála- og efnahagsráðherra hafi
óskað eftir því við ráðuneytisstjóra að
þessum upplýsingum um óánægju
heimamanna yrði komið á framfæri
við Bankasýsluna þannig að leita
mætti leiða til að tryggja samstöðu
um sameiningu þessara tveggja
sparisjóða í samræmi við markmið
um hagræðingu í fjármálakerfinu.
Ráðuneytisstjóri hafi í framhaldinu
rætt við bæði þáverandi stjórnar-
formann og forstjóra Bankasýslunn-
ar þar sem þessum áhyggjum og
sjónarmiðum var komið á framfæri. Í
samtölunum hafi komið fram að e.t.v.
væri möguleiki að seinka boðuðum
stjórnarfundi sameinaðs sparisjóðs ef
það mætti verða til að tryggja að sátt
gæti orðið um framhald málsins.
„Ekki var af hálfu ráðuneytisins
óskað eftir sérstökum trúnaði um
þessi samtöl og því fer fjarri að þessi
samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu
ráðuneytisins,“ segir í yfirlýsingunni.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær kemur jafnframt fram í
skýrslu Bankasýslunnar til efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis að skort
hafi lagaheimild til að framselja eign-
arhluta ríkisins í Arion banka og Ís-
landsbanka í hendur slitabúa föllnu
bankanna árið 2009. Ekki náðist í þá-
verandi fjármálaráðherra, Steingrím
J. Sigfússon, vegna málsins í gær.
Hafnar fullyrðingu
Bankasýslunnar
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
ER KOMINN TÍMI
Á SJÓNMÆLINGU?
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Úrval af nýjum
umgjörðum frá