Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Nú stendur yfir endurbygging á einu af gömlu húsunum í Innbænum, Gamla Apótekinu, sem er númer 4 við Aðalstræti en stendur reyndar uppi á hæð, alveg við Spítalaveg. Húsið á sér merka sögu, var byggt 1859 af Jóni Chr. Stefánssyni bygg- ingameistara og var lengst af ein glæsilegasta bygging bæjarins að margra mati.    Margir munu eflaust gleðjast, eins og dyggur lesandi Morg- unblaðsins, Karl G. Smith, bendir á í pósti og sendi einmitt meðfylgjandi mynd með. Húsið var múrhúðað ut- an fyrir áratugum og gluggum breytt en verður fært til fyrra horfs.    Húsinu verður lyft af grunninum og flutt á meðan nýr kjallari verður steyptur. Að því loknu verður húsið flutt aftur á sinn stað og endurbygg- ingu haldið áfram. Minjastofnun stendur að breytingu hússins. Frá og með næsta mánudegi, 1. júní, þurfa íbúar Akureyrar klippi- kort til þess að komast inn á gáma- svæðið við Réttarhvamm (sem nú er reyndar farið að kalla gámavöll), til þess að losa sig við eitt og annað. Íbúar eiga að fá sent klippikort heim og er nauðsynlegt að hafa það ætíð meðferðis.    Ýmis úrgangur verður áfram ógjaldskyldur; dagblöð, fernur, plastumbúðir, pappi, jarðvegur og málmar, svo eitthvað sé nefnt, en greiða þarf til þess að losa sig við annað, t.d. gras og annan garðaúr- gang, timbur og grófan úrgang.    Hvert „klipp“ er upp á 0,25 rúmmetra, sem svarar til einnar 240 lítra heimilistunnu. Þess vegna verð- ur mikilvægara en áður að safna saman því sem á að henda, en ekki fara með það í smáum skömmtum. Ef kort klárast þá verður hægt að kaupa aukakort á 8000 krónur.    Hljómsveit sem leikur tónlist Guns N’Roses rokkar á Græna hatt- inum í kvöld í tilefni 30 ára afmælis þeirrar amerísku. Platan Appetite For Destruction verður leikin í heild en einnig fleiri af bestum lögum Guns N’ Roses. Söngvari heið- urssveitarinnar er rokkarinn Stefán Jakobsson.    Hin gamalkunna hljómsveit Q4U leikur á Græna hattinum annað kvöld og þar verður söngkonan Ellý fremst í flokki. Hljómsveitin hætti fyrir margt löngu en kom saman aft- ur 2010 og undirbýr nú útgáfu fyrstu plötunnar síðan 1983.    Listasafnið á Akureyri tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík þegar Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir frem- ur gjörninginn Mannlegt landslag, í Listasafninu, Ketilhúsinu á morgun, laugardag, klukkan 15. Aðgangur er ókeypis.    Mannlegt landslag er tilvist- arstúdía og skoðun á því að vera í andartakinu og í sköpunarferli undir áhrifum af stað og stund, og í sam- bandi við áhorfendur innan rým- isins, segir m.a. í tilkynningu. Ljósmynd/Karl G. Smith Fallegt hús Gamla apótekið, húsið númer 4 við Aðalstræti. Mikið verk er framundan við breytingar á húsinu. Gamla apótekið endurbyggt BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar Meistarafélags iðnaðar- manna í Hafnarfirði (MIH) töluðu árum saman fyrir daufum eyrum hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði er þeir ræddu hug- myndir um að fjölga ódýrari íbúðum við Valla- hverfið. Ágúst Péturs- son, formaður MIH, vildi vekja athygli á þessu í kjölfar umfjöllun- ar í Morgun- blaðinu í gær um skort á lóðum undir fjölbýlishús í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Nýjar og ódýrar íbúðir í hverfinu hafa selst hratt og segjast verktakar tilbúnir að byggja fleiri fjölbýlishús ef til væru lóðir. Skorturinn líklega að aukast Fram hefur komið að skortur hef- ur myndast á íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu og mun sá vandi að óbreyttu magnast á næstu misser- um. Er því áfram útlit fyrir spennu á leigumarkaði og að framboðsskortur muni þrýsta á verðhækkanir. Til upprifjunar var haft eftir Har- aldi L. Haraldssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í Morgunblaðinu í gær að unnið sé að breyttu skipulagi í hverfinu Skarðshlíð, norður af Vallahverfinu. Þær lóðir verði boðn- ar út um eða eftir næstu áramót. Ágúst segir Meistarafélag iðnað- armanna í Hafnarfirði hafa í kjölfar hrunsins vakið athygli skipulagsyfir- valda á því að skipulagðar hefðu ver- ið of dýrar íbúðir í fyrirhuguðum hverfum miðað við aðstæður í sam- félaginu. Þær yrðu of dýrar fyrir marga kaupendur. Viðhorf yfirvalda hafi fyrst breyst með nýjum meiri- hluta í bæjarstjórn í fyrra. „Félagið hefur allt frá árinu 2009 þrýst á að skipulagið í Hafnarfirði yrði endur- metið og því breytt til að nálgast þá stöðu sem nú er á markaði og við spáðum. Okkar tillögur gengu út á að taka bílastæðin upp úr jörðinni og að slegið yrði af kröfum um allt að þrjú bílastæði á íbúð. Við bentum á að fólk sem hefði ekki efni á milljón króna bíl hefði vart efni á þriggja milljóna króna bílastæði. Einkennileg sjónarmið Mér fannst sjónarmið skipulags- yfirvalda oft á tíðum einkennileg. Þau voru ekki tilbúin að taka mark á félagi sem telur sig hafa góða tilfinn- ingu fyrir stöðunni á markaðnum. Það kom fram í samtölum við full- trúa skipulagsyfirvalda að þessar breytingar myndu rýra lífsgæði íbúa. Þá benti ég gjarnan á Norður- bæinn í Hafnarfirði og að þar væri mikið af íbúðum án bílastæða í kjall- ara og að ég teldi þetta fólk ekki búa við minni lífsgæði,“ segir Ágúst. Hann segir nýja byggingarreglu- gerð hafa í för með sér að bygging- arkostnaður á 115 fermetra íbúð aukist um tvær milljónir. Við það bætist 3-4 milljónir króna á íbúð ef bílastæði þarf að fylgja í kjallara. Hann segir MIH telja það for- sendu uppbyggingar í Skarðshlíðinni að raflína verði flutt frá hverfinu. Tafði byggingu ódýrra íbúða  Kröfur skipulagsyfirvalda í Hafnar- firði sagðar hækka íbúðaverð mikið Ljósmynd/Ástak/Birt með leyfi Klukkuvellir 1 Ódýrar íbúðir í þessu nýja fjölbýlishúsi seldust hratt. Ágúst Pétursson Bítlakrás fyrir Grensás – With a Little Help from My Friends! nefn- ast tónleikar sem haldnir verða til styrktar Grensásdeild í Háskólabíói á laugardaginn og hefjast kl. 18. Birgir Ingimarsson, grafískur hönnuður, er helsti hvatamaður tónleikanna. Hann kynnti hug- myndina fyrir stjórn Hollvina Grensásdeildar og í kjölfarið fékk hann fjölda listamanna til þess að koma endurgjaldslaust fram á skemmtuninni. Öll lögin sem leikin verða á tón- leikunum eru eftir John Lennon og Paul McCartney, auk þess sem boð- ið verður upp á sögusýningu. Meðal þeirra sem koma fram eru Björn Thoroddsen, Ari Jónsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Þuríður Sig- urðardóttir. Kynnar verða Bogi Ágústsson og Helgi Pétursson. Aðgöngumiðar á tónleikana eru til sölu á midi.is og kosta 4.700 krónur. Listamenn Hópurinn sem stendur að styrktartónleikunum á laugardag. Styrktartónleikar fyrir Grensásdeild Sýningin Frí- merki 2015 verð- ur haldin um helgina á vegum Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara í félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Sýningin mun standa laugardag og sunnudag kl. 13-17 og er ókeypis aðgangur. Á sýningunni verða söfn ein- staklinga frá Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum. Þar á meðal verða sýnd frímerkjasöfn þriggja Íslend- inga sem nýverið hlutu verðlaun fyrir söfn sín á Alþjóðlegu frí- merkjasýningunni í London. Frímerkjasýning um helgina Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, verður haldin í 18. sinn laugardaginn 30. maí. Fjölbreytt dagskrá fer fram um allt hverfið, þar á meðal útimessa sem að þessu sinni verður í garði við Eirborgir. Hefst hún kl. 11:30 og lýkur um kl. 12. Söngvinir Graf- arvogskirkju syngja undir stjórn Hákonar Leifssonar organista. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur flytur hugleiðingu og leikmenn lesa ritningarorð. Útimessa á Grafar- vogsdeginum STUTT Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 - Fæst á heimkaup.is Sumarið er komið! Raftæki tilvalin í SUMARBÚSTAÐINN 60 ára reynsla á Íslandi • 5 lítrar alhliða eldunartæki • Burstað stál • Stórt LCD skjár 24 stunda „timer“ • Auðvelt að þrífa – non-stick húðun • 11 prógröm • Heldur heitu • Aukahlutir mega fara í uppþvottavél • 900W Cook@Home Multi Cooker • Olíufrír heilsu djúpsteiking – heitt loft • Heilsusamleg leið í samanburði við djúpsteikingu • 3 lítra hólf fyrir mat • 60 mín. timer, slekkur sjálfkrafa á sér • Stillanlegur hiti upp í 220°C • Inniheldur 4 mismunandi bakka • Fjölnota tæki til að elda franskar kartöflur (ferskar eða frosnar), kjöt, fisk, grænmeti, baka köku, o.fl. • Má setja matar ílát í uppþvottavél Purifry Health Fryer - Multi • Olíufrír heilsu djúpsteiking • Heilsusamleg leið í samanburði við djúpsteikingu • 2 lítra hólf fyrir mat • Hægt að aðskilja matarhólf • 60 mín. timer, slekkur sjálfkrafa á sér • Stillanlegur hiti upp í 200°C • Fjölnota tæki til að elda franskar kartöflur (ferskar eða frosnar), kjöt, fisk, grænmeti, baka köku, o.fl • Má setja matar ílátið í uppþvottavél Purifry Health Fryer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.