Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Ýmislegt TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stakar stærðir. Tilboðsverð: 2.500.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Bílstjóraskórnir komnir aftur! Teg:413202 Mjúkir og þægilegir her- raskór úr leðri og skinnfóðraðir. Litir: brúnt og svart, stærðir: 40 - 47 Verð: 15.950.- Teg: 305302 Mjúkir og þægilegir herraskór úr leðri og skinnfóðraðir. Stærðir: 40 -46 Verð: 15.885.- Teg: 458404 Þægilegir extra breiðir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir Stærðir: 41-46 Verð: 19.885 Laugavegi 178 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD ✝ Hreinn Heið-mann Jósavins- son fæddist á Auðnum í Öxnadal 7. mars 1929. Hann lést á heimili sínu, Auðnum, 14. maí 2015. Foreldrar hans voru Jósavin Guð- mundsson bóndi, f. á Grund í Höfða- hverfi 17.12. 1888, d. 26.5. 1938, og Hlíf Jónsdóttir, f. á Skógum á Þelamörk 24.5. 1897, d. 13.5. 1972. Systkini Hreins eru Margrét, f. 1915, d. 2003. Steingerður, f. 1919, d. 2007. Ragnheiður, f. 1921, d. 1923. Gunnar Heið- mann, f. 1923, d. 2000. Ester, f. 1925, d. 2005. Ari Heiðmann, f. 1929, d. 2007, tvíburi á móti Hreini. Guðmundur Heiðmann, f. 1931, og Unnur, f. 1932. 27. júní 1959 kvæntist Hreinn, eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Helgu Að- alsteinsdóttur frá Flögu í Hörg- árdal, f. 19.1. 1931. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Guð- mundsson frá Pálsgerði í Höfðahverfi, f. 2.9. 1896, d. tvö barnabörn. 5. Aðalsteinn Heiðmann bóndi, f. 1966. Maki Sigríður Svavarsdóttir, f. 1969. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 6. Ásdís Halldóra nemi, f. 1969. Maki Jón Gunnar Snorrason, f. 1958. Þau eiga eina dóttur, fyrir á Ásdís tvær dætur, faðir þeirra er Hreinn Brynjar Vignisson. Fyrir á Jón Gunnar tvo syni. Þau eiga eitt barnabarn. 7. Jósavin Heið- mann verkamaður, f. 1972. Maki Kristjana Gunnarsdóttir, f. 1976. Þau eiga tvo syni. Fyrir á Kristjana einn son. Hreinn ólst upp á Auðnum og átti þar heima allt sitt líf. Hann gekk í farskóla sveitarinnar. Hreinn lærði á orgel hjá Jakobi Tryggvasyni á Akureyri, einnig sótti hann tíma hjá Björgvini Ingólfssyni tónskáldi. Hann hafði gaman af að spila á org- elið sitt og gerði það alveg fram til þess síðasta. Hreinn og Margrét hófu bú- skap á Auðnum 1958. Hreinn starfaði í U.M.F.Ö, Búnaðar- félagi Öxndæla og var í bygg- ingarnefnd Eyjafjarðar í mörg ár. Hreinn var mjög handlaginn og vann við byggingar og máln- ingarvinnu víða. Öll smíðavinna lá vel fyrir honum og liggja mörg handverkin eftir hann. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 29. maí 2015, kl. 13.30. Jarðsett verður í Bakkakirkjugarði í Öxnadal. 24.7. 1977, og Sig- urlaug Zophonías- dóttir frá Bauga- seli í Barkárdal, f. 24.5. 1896, d. 17.12. 1986. Börn Hreins og Margrétar eru: 1. Hjördís Anna hús- móðir, f. 1954, stjúpdóttir Hreins. Maki Björn Páls- son, f. 1948, þau eiga þrjú börn og sex barna- börn 2. Ragnheiður Guðrún hús- móðir, f. 1959. Maki Leó Viðar Leósson, f. 1953. Þau eiga einn son, fyrir á Ragnheiður tvö börn, faðir þeirra er Jón Gísla- son. Fyrir á Leó einn son. Þau eiga 14 barnabörn. 3. Sigurlaug Una húsmóðir, f. 1963. Maki Páll Vídalín, f. 1949. Þau eiga þrjár dætur, fyrir á Sigurlaug tvo syni, faðir þeirra er Gunnar Hauksson. Þau eiga átta barnabörn. 4. Hlíf Sum- arrós leikskólakennari, f. 1965. Maki Friðrik Pálmason, f. 1967. Hlíf á fyrir þrjú börn. Feður þeirra eru Vignir Jónsson og Kristján Eggertsson. Þau eiga Mér þótti það skrýtið þegar Kristjana kom í vinnuna til mín, sagði mér að þú værir dáinn, við fórum heim í sveitina þar sem ástvinir komu saman, kvöddum þig og áttum ljúfsára stund. Mér fannst tíminn standa í stað og margar minningar komu upp í hugann. Áhugamál þín og ástríður voru bústörfin og smíðarnar. Þú vildir skila öllu verki vel unnu frá þér og ef eitthvað var ekki vel unnið leið þér ekki vel, sér- staklega ef það bitnaði á skepn- unum. Ég leit alltaf upp til þín, því allt sem þú gerðir gerðir þú vel, hvort sem var innan- eða ut- andyra. Það var sama hvaða verk maður vann með þér, það var bæði lærdómsríkt og gaman þó svo að þau hafi nú ekki verið öll skemmtileg, svo sem girðing- arvinnan blessaða. Þú sást oft spaugilegar hliðar tilverunnar, komst með hnyttin tilsvör og hafðir lúmskan húmor þó svo þú hafir ekki legið á skoðunum þín- um þegar svo bar við. Jólin voru alltaf yndislegur tími með þér og mömmu, enda varstu mikið jólabarn og vildir hafa mikið af skrauti og ljósum og var ég svo heppinn að geta verið með ykkur í því að skreyta heimilið fyrir jólin. Gaman var að hlusta á þig spila á orgelið þitt hvort sem var um jólin eða á öðrum tíma og sérstaklega stendur upp úr þegar þú spil- aðir jólalögin og sálmana. Það léttist alltaf brúnin á þér þegar daginn tók að lengja, líf kviknaði, lömbin fæddust, skepnurnar fóru út og gróður fór að grænka. Þú hafðir yndi af búskapnum, gerðir vel við skepnurnar og varst fjárglögg- ur maður. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að eiga fleiri stundir saman við að setja upp jólaljósin, vera í sveit- inni og Gloppu, fara í sumarbú- staði og ferðast en við munum hittast aftur seinna. Elsku pabbi, takk fyrir að vera besti pabbi minn og takk fyrir árin 43 sem við áttum sam- an en ég er nú jafngamall og þú varst þegar ég fæddist. Hvíldu í friði pabbi minn. Þinn Jósavin (Brói). Það er margs að minnast frá, mörgum okkar góðu fundum. Heppinn ég, að fá, að fá, fjölda með þér af stundum. Í dag fylgi ég mínum elsku- lega pabba í hinstu ferð hans moldu ofar. Já, pabbi, þú varst ekki bara pabbi minn, þú varst líka einn af mínum bestu og traustustu vin- um. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur, alltaf hvattir þú mig áfram en sagðir hiklaust ef þér fannst betur mega fara. Þú kenndir mér að öll verk ætti að vinna vel því annars kæmi það niður á mér seinna. Það er sterkt í æsku- minningunni að hlusta á þig spila á orgelið og fá að vera með þér í girðingarvinnu, dreifa skít, stinga út úr fjárhúsunum eða bera tilbúinn áburð á tún. Þá var gaman að sitja í fangi þínu og fá að stýra Rauðku eða Bláku gömlu, löngu áður en ég náði með fæturna niður á gólf. Seinna þegar þú fórst að láta mig keyra sjálfan, þá var ekkert öruggt að biðja um það, þú sagðir gjarnan þegar ég átti hvað síst von á: Jæja, ætli sé ekki best að þú keyrir núna. Það var eins með bílana, þú lést mig keyra löngu áður en ég fékk bílpróf. Gott dæmi um það traust sem þú sýndir mér var fermingarárið mitt. Þá var fjár- húshlaðan í byggingu og þurfti að bakka með heyhleðsluvagn- ana meðfram skurðinum suður og niður að hlöðu, og þú lést mig gera það, en keyrðir sjálfur með þá út á tún. Einu get ég ekki sleppt hér, en það er hvernig þú hugsaðir og vannst að því 1987 þegar ég og Sirrý vorum að taka við hér og eins árið 2000 þegar við keyptum af ykkur. Það er til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni, enda margir búnir að dást að þér hvað þetta varðar. Þú sagðir „ég hef aldrei haft áhuga á titlum eða ráðskast með fólk“ og við það stóðst þú alla tíð. Það var svo yndislegt að fá að hafa þig hér með börnunum okkar og fylgjast með hvernig þú hafðir óendanlegan tíma fyr- ir þau, og varst svo glaður að fá fréttir af því, sem þau voru að gera. Ég veit að það hafði sterk áhrif á þau og munu þau bera þess merki alla tíð. Þar sann- aðist máltækið hvað ungur nem- ur gamall temur. Sem dæmi um það þarf ekki nema sjá til Dav- íðs á vélum og þeirra allra við skepnuhirðingu, að þau hafa til- einkað sér gætni þína og natni. Það er bara eins og þú sért þar á ferð. Svo snérust hlutirnir við og þú fórst að vera með okkur við bústörfin og við að kenna þér á yngri tækin. Á hverju vori varstu eins og lítill strákur, það sagði Sirrý, tilhlökkunin að vera á vélum var engu lík. Enda varstu með okkur eins og þú vildir og gast. Öll jarðrækt og heyskapur var þér sérstakt áhugamál. Hún mun fylgja mér alla tíð hér eftir, sú sjón þegar ég spurði þig í fyrrasumar hvort þú vildir koma og raka fyrir mig suður á túni hér á Auðnum. Slík varð gleðin hjá þér, að fara um þau eftir 14 ára hlé. Það er mér mikils virði að aldrei bar skugga á samskipti okkar öll þessi ár. Elsku pabbi, takk innilega fyrir allt. Þinn Aðalsteinn Heiðmann (Alli). Margs er að minnast þegar ég fylgi tengdaföður mínum til hinnar hinstu hvílu. Ég var ekki gömul þegar ég kom til ykkar Grétu í sveit og hjá ykkur átti ég alltaf öruggt athvarf í minni barnæsku. Alltaf var gott að koma til ykkur og finna hlýjuna frá ykkur. Þegar við Alli byrjuðum að búa á Auðnum varstu alltaf til staðar, og tilbúinn að hjálpa ef þurfti. Aldrei var neitt mál að aðstoða okkur og það gerðir þú. Þegar börnin okkar fæddust eitt af öðru áttu þau alltaf öruggt og hlýtt skjól hjá afa. Nóg pláss var fyrir þau í þínu hjarta. Alltaf varstu tilbúinn að leika við þau og vera til staðar fyrir þau. Mikið er það dýrmætt fyrir þau að hafa fengið að alast upp með afa sér við hlið. Ég á þér margt að þakka, t.d. þegar við unnum saman á vélum sem ekki var sjaldan. Og minn- ist góðu stundanna sem við eyddum saman í spjall um gamla daga, en þar kom maður ekki að tómum kofunum. Sér- staka minningu á ég þegar við gengum saman í gegnum Mel- rakkadalinn, þú sagðir mér sög- ur og frá kennileitum þar, sem þú þekktir eins og fingurna á þér. Þú elskaðir jörðina þína og kenndir mér að gera það líka. Það er mér dýrmætt að hafa fengið að kynnast þér, vinna með og læra af þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Takk elsku tengdapabbi fyrir allt Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Sigríður Svavarsdóttir. Elsku afi, mikið sem við erum heppin að hafa átt þig að. Alltaf gátum við stokkið til afa og fengið eins og einn kandís, sæti á hné eða klapp á kinn. Þú varst ekki maður margra orða en mikið sem knús, klöpp og bros eða eitt „huhhh“ glöddu okkur og með því sýndir þú okkur alla þá væntumþykju í heiminum sem þú barst til okkar. Alltaf tókstu á móti okkur, al- veg sama hvað þú varst að gera, við fengum að vera með hvort sem við gátum tekið beinan þátt eða bara sátum og horfðum á. Því alltaf varstu að smíða eitt- hvað eða föndra og eigum við ófáa hluti sem þú hefur töfrað fram. Þú hafðir ótrúlega þolin- mæði gagnvart því sem okkur datt í hug. Hvort sem það var að leyfa okkur að greiða þér eins og Björk, kenna okkur að spila, dýfa sykurmolanum í kaffið þitt, leika við okkur í fótbolta á ganginum eða liggja á gólfinu í traktoraleik, alltaf stökkstu til. Það var alltaf gaman að fá að vera með afa í litlu vélinni í hey- skapnum og kenndir þú okkur öllum að garða. Það er leitun að manneskju sem leggur eins mikinn metnað í það að garða og þú gerðir. Alltaf var stutt í grínið og stríðnina og hafa ófáar klípur af smjöri farið til spillis því alltaf þurftirðu að klína smá á nefið á okkur. Við eigum svo margar góðar minningar og erum endalaust þakklát. Það er samt sárt að hugsa til þess að fá ekki afaknús sem var svo þétt næst þegar við fáum okkur kaffibolla í gamla húsinu. Eða að það verður ekki spilaður jóker með þér um næstu jól eins og svo mörg ár áður. En við hlýjum okkur við minningar um spilakvöld, spjall, grín og glens. Takk afi. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum) Ásta, Arnór, Birkir og Davíð. Hreinn Heiðmann Jósavinsson Sólin skein bjart þetta síðdegi, þeg- ar síminn hringdi. Það er vor í lofti. Í símanum tilkynnti Setta frænka að Ólafur pabbi væri látinn. Allt í einu var eins og þessir töfrar vorsins hyrfu eins og dögg fyrir sólu. Hugur minn hvarflaði aft- ur til unglingsáranna, um 1970, þegar ég sem lítill pjakkur eyddi gjarnan nokkrum dögum á Ísafirði, á Urðavegi 15, þar bjuggu þau hjón Ólafur, eða Óli Villa eins og hann var ávallt kallaður, og Helga, kona hans, sem nú er látin fyrir fáeinum árum. Það er margs að minnast frá þeim tíma. Óli Villa var mik- ill búmaður. Sauðfé átti hug hans allan og honum þótti vænt um kindur sínar. Það var frið- sælt á þessum tíma, fyrir margt löngu, er ég ásamt frændum og frænkum var við leik í gömlu hlöðunni ofan við Urðarveginn, við grófum göng í heyið og sveifluðum okkur í kaðli er Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson ✝ Ólafur Svein-björn Vil- hjálmsson fæddist 26. júlí 1927. Hann lést 10. maí 2015. Ólafur Svein- björn var jarðsung- inn 16. maí 2015. hengdur var í bita. Einhverju sinni er ég stökk út úr hlöðunni vildi ekki betur til en svo að ég lenti á hrífu- skafti sem brotn- aði. Tyllti ég hríf- unni svo lítið bar á upp við vegg. Skömmu síðar kom Óli frændi gang- andi í rólegheitum upp að hlöðunni og hugðist taka hrífuna sem datt í sundur. Leit hann yfir til okkar krakkanna og sá í andlitinu á mér hver sökudólgurinn var. Lagði hann hrífuna frá sér varfærnislega og gekk til mín, lagði hönd á öxlina á mér og við gengum í rólegheitum að steini ekki langt frá, þar settumst við niður í þögn. Ég leit í skömm niður í grasið. Við þögðum um stund, það var líkt því að tíminn stæði í stað. Ég áræddi að líta upp til hans og greinilegt var að hann var hugsi. Loks eftir nokkra stund segir hann við mig: „Hafðu ekki áhyggjur af hríf- unni, skaftið var hvort sem er sprungið, svo nú hef ég ástæðu til að setja nýtt skaft á.“ Fagra- nesið, eða Fagginn eins og Djúpbáturinn var ávallt kallað- ur, sigldi rólega út fyrir tang- ann á leið sinni út á Djúpið áleiðis að Vigur og skildi eftir sig langt kjölfar og breiðar bó- göldur á sléttum pollinum. Vél- argnýrinn ómaði á milli fjallanna í kyrrð vorsins þennan dag. Hann sleit upp strá og setti upp í sig og tuggði rólega. Þetta atvik lýsir Óla vel, hvað hann var leikinn í að setja sig í spor annarra. Við sátum þarna um stund og nutum vorsins, fuglarnir sungu og kind jarmaði skammt frá. Óli Villa var ekki einungis laginn við fólk og kind- ur, hann var býsna laginn við vélar og í áratugi ruddi hann ófærar heiðarnar og oft mátti litlu muna að illa færi, en hann lét sér lítið bregða, jafnvel þó að hann færi niður með veghefli sínum, niður brekkur vegna ófærðar og slæms skyggnis. Löngu síðar, er hann var sestur í helgan stein, hélt hann áfram að huga að kindum sínum. Sauðburðurinn var honum mik- ilvægur tími og sat hann löngum tímum við að hjálpa kindum sínum. Oft var hann orðinn þreyttur að þeim tíma liðnum. Nú þegar lífsbók Óla Villa er lokið, bók sem er þétt- skrifuð af góðmennsku og vin- semd, þá er minning um góðan dreng sem lifa mun um langa framtíð. Lífið er hverfult, líkt og kyndlar ofurseldir hvössum gjósti. Við vottum börnum hans, barnabörnum og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Hansína og Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.