Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 í Hafnarfirði. Þessum frumherja- hópi stýrði Hörður af festu og fé- lagslegum þroska í tvo áratugi. Hann var sannkallaður félags- málagarpur, sem undirritaður lærði margt af og færi ég honum nú þakkir fyrir. Það gengu allir betri af fundi Harðar. Hörður kom víða við á langri ævi sinni sakir eðliskosta sinna. Fyrst og síðast var hann skóla- maður, fræðari og uppeldisfröm- uður, skátahöfðingi, og flinkur vísnasmiður. Eftir hann liggja ljóðabækur. Hann var einnig bæj- arfulltrúi og nefndamaður í Hafn- arfirði. En að baki öllu þessu var lífshugsjón hans, jafnaðarstefnan, reyna að gera öllum jafnhátt undir höfði. Hörður var hamingjumaður í einkalífi og um það vitnar Ásthild- ur, hans ágæta kona, og börnin þeirra sjö. Hörður var barngóður með eindæmum. Okkur hjónum er mikil þökk í að hafa átt vináttu þessara mætu hjóna. Við sendum fjölskyldunni allri hugheilar sam- úðarkveðjur við andlát Harðar. Vertu Guði falinn, kæri vinur. Margrét og Kristján Guðmundsson. Hörður Zóphaníasson er látinn. Hörður var skólastjóri Víðistaða- skóla frá stofnun skólans árið 1970 til 1992 í 22 ár. Hörður var frum- kvöðull í skólastarfi og tókst að hrífa aðra með sér. Hann stofnaði fyrsta foreldrafélagið í Hafnar- firði og lagði drög að opnum skóla þar sem ákveðið svæði í skólanum var helgað þeirri hugmynd. Hann og eiginkona hans Ásthildur störf- uðu bæði við skólann og höfðu mikil áhrif á skólastarfið. Hörður var hagmæltur og á mannamótum var oftar en ekki sungið lag við texta eftir Hörð. Eitt af hans kvæðum er skólasöngur Víð- istaðaskóla. Við þökkum Herði af alhug það sem hann gaf skólanum. Minning hans lifir. Skólasöngur Víðistaðaskóla Gott er að vera létt í lund, leikur bros á brá. Góða skapið styttir stund, stöðugt vinnur á. Íþróttir og andans tal, ekki skal því gleymt. Í Víðistaðaskóla skal skrafað, numið, dreymt. Hressum upp á heimsins þel, heiminn bæta má. Alltaf skulum vinna vel, verkin stór og smá. Að leita, finna, spyrja, spá, spurning heimtar svar. Lífsins gátur leysa má leysa hér og þar. Vináttunnar bestu bönd bindum, þú og ég. Og leiðumst saman, hönd í hönd um heimsins grýttan veg. Í erfiðleikum ekki neinn annan svíkja má. Þá vinnum saman, öll sem einn já aldrei slökum á. Sækjum fram með söng á vör, sýnum kjark og þor. Ólund skal ei aftra för áfram liggja spor. Upp við merkið hefjum hátt, hál er lífsins braut. Siglum öll í sólarátt, sigrum dagsins þraut. Fyrir hönd starfsfólks Víðistaðaskóla, Anna Kristín Jóhannesdóttir, Þórdís S. Mósesdóttir. Mannvinur og ljóðskáld. Fé- lagsmálamaður fram í fingur- góma. Skólamaður af bestu gerð. Sókndjarfur málafylgjumaður. Einn af bestu sonum Hafnarfjarð- ar. Glaðvær og brosmildur. Þekk- ingarbrunnur. Jafnaðarmaður af hjartans hugsjón. Barngóður fjölskyldumaður. Traustur vinur. Þetta var hann allt og svo miklu meira, hann Hörður Zóphanías- son, sem nú hefur kvatt þetta jarð- líf; og skilur eftir sig djúp spor. Sá sem þetta ritar var heima- gangur á heimili Harðar og fjöl- skyldu á Tjarnarbrautinni í Hafn- arfirði strax sem stráklingur, þar sem við Tryggvi, annar sona Harðar, vorum góðir vinir þá og erum enn. Það var líflegt á Tjarn- arbrautinni í þá daga, enda barn- margt heimili og mörg verkefni í gangi. Þar stýrði kraftmikil eigin- kona Harðar, Ásthildur Ólafsdótt- ir, en um leið var hin milda og trausta hönd Harðar ekki síður alltumlykjandi. Mál þróuðust síð- ar á þann veg að við Hörður bund- umst miklum vinaböndum þrátt fyrir aldursmun, ekki síst fyrir nána og góða samvinnu á vett- vangi Alþýðuflokksins um áratuga skeið. Vorum m.a. tveir bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði á kjörtímabilinu 1982-1986. Faðir minn, Stefán Gunnlaugsson, var þar samskipa Herði 1970-74 og við Tryggvi sonur Harðar síðan 1986-1994. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Aldrei bar skugga á samstarf okkar Harðar. Eiginleiki hans til að vinna á jafnréttisgrundvelli með fólki var einstakur. Hörður var langt í frá skaplaus og undir ljúfu yfirbragði sló heitt hjarta, sem vildi gjöra rétt en þoldi ei órétt. Heilindi og vandvirkni í lífi og starfi voru hans rauði þráður – og hann gerði þær kröfur líka til annarra. Þrjóskur gat hann verið með stundum. Hann gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana, ef um hjartans skoðun var að tefla. Ef honum mislíkaði eitthvað, þá setti hann í brýrnar. Þá var eins gott að vera á varðbergi og tala varlega. En stríðinn og spaugsamur var Hörð- ur líka, þegar slík færi gáfust. Þegar á móti blés hélt Hörður alltaf ró sinni og bar vitni um æðruleysi þess sem veit að ekki ber allt upp á sama daginn í lífinu. Hann hafði svo sterk áhrif með nærveru sinni og orðum. Hörður var umfram allt heill og traustur mannasættir. Og skilaði árangri. Minnisstæðar eru stundir okk- ar við útgáfumálin í pólitíkinni og margar voru þær næturnar þegar við tveir vorum að ganga frá út- gáfu Alþýðublaðs Hafnarfjarðar. Það var mér góður skóli. Nætur- verkin voru drjúg og þar var mikið spjallað og lagt á ráðin. Tíð og vönduð útgáfa málgagnsins á þessum árum lagði ekki síst grunn að endurreisn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosn- ingum árið 1986. Það var gott að eiga Hörð að vini. Það jafngilti jafnframt vin- skap við hans stóru og samheldnu fjölskyldu. Harðar Zóphaníassonar verður sárt saknað. En minningar og verkin hans eru og verða ljóslif- andi og munu halda merkinu hátt á lofti um langa tíð. Samúðarkveðjur sendum við Jóna Dóra og börnin okkar til Ást- hildar, barna, tengdabarna og annarra afkomenda á kveðju- stund. Guð veiti látnum ró en þeim líkn sem lifa. Guðmundur Árni Stefánsson. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum (Jóh. 15.5). Þegar Harðar Zóphaníassonar er minnst koma þessi orð frelsarans í huga og andblær vors og hvítrar sunnu er gefur vöxt í ríki hans. Frá því að við Þórhildur komum í Hafnarfjörð var Hörður okkur kær af góðum kynnum og mann- kostum. Hvarvetna sem hann lét að sér kveða kom hann góðu til leiðar. Hörður reyndist farsæll skólastjóri, afburða skátaforingi er með forystu sinni og fjörgandi skátasöngvum setti varanlegt mark á íslenska skátahreyfingu og hann var traustur bæjar- fulltrúi. Orð Harðar höfðu vægi enda „þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund“. Hann glæddi samkennd og lífs- virðingu hjá samferðamönnum sínum og beitti sér fyrir félagslegu réttlæti. Þótt Akureyringur væri að uppruna varð Hörður mikill Hafn- firðingur og lét sig mjög varða hag Hafnfirðinga. Átthagafræði hans, er lýsir sögu og umhverfi Hafn- arfjarðar, sýnir skilning á því hve miklu varðar að börn og ung- menni, sem rit hans var einkum samið fyrir, eigi traustar rætur í heimahögum. Hörður var Krists og kirkjuvinur svo sem ljóðin hans vitna um. Hann prédikaði í ská- taguðsþjónustum í Hafnarfjarðar- kirkju, líka í hátíðarmessu á ný- ársdegi og las ítrekað upp fjörleg ljóð eftir sig í veislukaffi í Hásöl- um Strandbergs á uppstigningar- degi. Ég fór þess á leit við Hörð að hann stýrði útgáfu 90 ára afmæl- isrits Hafnarfjarðarkirkju og gerði hann það með miklum sóma svo sem ritið ber með sér. Við upp- haf jólavöku á aðventu 2004 er haldið var upp á afmælið flutti Hörður frumsamið hátíðarljóð í kirkjunni sem birtist í afmælisrit- inu. Hörður bar oft ásamt ungskáta friðar- og bænarljós frá Betlehem inn í Hafnarfjarðarkirkju á að- ventunni og gerði frá altarinu djúpri hljómþýðri röddu grein fyr- ir merkingu þess. Ljósmyndir af skátunum Herði og dóttursyni hans, Gunnari Þór, sem teknar voru á jólavöku í kirkjunni fyrir tæpum áratug munu birtast í söguritinu, Helgistaðir við Hafn- arfjörð. Ánægjulegt var að geta um jólaleytið fært Herði og Ást- hildi, ástkærri eiginkonu hans, þessar myndir stækkaðar. Hörður var í forystuliði við að reisa Öldrunarmiðstöðina Höfn. Þar komu þau hjón sér vel fyrir er aldur sagði til sín en Hörður varð þó að dveljast á Sólvangi síðustu æviárin. Hörður sótti jafnan guðs- þjónustur þegar hann gat og þær voru í boði í Geisla, kapellu og samkomusal Sólvangs. Síðast gerði hann það á helgum páska- degi, er Þórhildur leiddi þar guðs- þjónustu, og hefur fagnað upp- risuboðskapnum dýra og horft fram í trúarljósi hans. Er við á 2. páskadegi 2011 sóttum eftirminni- legt áttræðisafmæli Harðar í sam- komusal Hauka á Ásvöllum flutti ég honum átta erinda afmælisljóð auk eins að auki. Ljóðið ber heitið „Dáð og dugur“ og vottar hjartans þökk okkar Þórhildar fyrir gef- andi samleið með honum og um- hyggju Harðar fyrir Hafnarfjarð- arkirkju og prestum hennar. Guð gefi góðan ávöxt af verkum Harðar Zóphaníassonar, blessi brottför hans héðan úr heimi og heimkomu inn í upprisuljóma frelsarans og lýsi fjölskyldu hans og ástvinum veginn fram. Gunnþór Þ. Ingason. Mig langar að setja á blað nokkur kveðju- og þakkarorð um Hörð Zóphaníasson. Okkar sam- vinna var í gegnum pólitíkina, fyrst í Alþýðuflokknum og seinna í Samfylkingunni. Sú samvinna spannaði áratugi og var mér ómet- anleg. Það var gefandi að vinna með Herði. Hann kunni svo margt og hafði á reiðum höndum svör og lausnir hvort sem verið var að vinna að pólitískri stefnumótun, blaðaútgáfu, kosningabaráttu eða einhverju af þeim ótalmörgu verk- efnum sem fylgja stjórnmálaþátt- töku. Hörður var öflugur stjórn- málamaður, afbragðs skólamaður, virkur skáti og einstaklega góð manneskja. Og hann var gott skáld. Á þeim tíma sem Hörður var virkastur í pólitísku starfi var starf okkar kvennanna í Sam- bandi alþýðuflokkskvenna líka frjótt og öflugt. Hörður þekkti það starf mjög vel og studdi það. Við sungum baráttusöngva í anda jafnréttis og jafnaðar eftir Hörð og þeir blésu okkur bjartsýni og trú á framtíðina í brjóst. Já, hann Hörður kunni að setja hugsjónina um jafnréttissamfélagið í baráttu- ljóð. Eftirlætissöngvarnir okkar voru „Vaknaðu kona veröldin hlær“ og „Við eigum saman litla rauða rós“ og mikið sungnir á okk- ar fundum. Textarnir hans Harð- ar segja mikið um manninn sem orti. Hann var sannur jafnaðar- maður og góð fyrirmynd í starf- inu. Það var líka auðvelt að leita til Harðar og hann var einn þeirra sem endalaust voru tilbúnir að leggja af mörkum og taldi ekkert eftir sér þegar sóknin fyrir bættu samfélagi var annars vegar. Eig- inlega var aldrei hægt að nefna Hörð nema segja Ásthildur líka. Ásthildur og Hörður voru bæði einlægir jafnréttissinnar og komu alltaf fram sem slík. Á kveðju- stund er ljúft að líta um öxl og minnast ótal góðra stunda þar sem hann kom við sögu. Við Sverrir vottum Ásthildi og allri stóru fjöl- skyldunni þeirra innilega samúð við fráfall Harðar um leið og ég þakka vináttu, samvinnu og eftir- minnilega samfylgd. Blessuð sé minning Harðar Zóphaníassonar. Rannveig Guðmundsdóttir. Hörður Zóphaníasson er farinn heim. Eldur skátans aldrei deyr, né áhrif kynninganna. Á hugann leitar hjartans þeyr frá hafi minninganna. Við munum spor um móa og fjöll og mall við lækjarniðinn, hugarflug og hlátrasköll, hamingjuna og friðinn. (HZ) Þeim fer óðum fækkandi frum- kvöðlunum sem stóðu fyrir stofn- un St. Georgsgilda (skátagilda) ís- lenskra skáta upp úr miðri síðustu öld. Hugsjónin var sterk og engin tilviljun að einkunnarorðin „Eitt sinn skáti – ávallt skáti“ séu mörg- um hugleikin. Það er lífsstíll að vera skáti og eftir að unglingsár- um lýkur með bakpokaferðum upp um fjöll skapast oft tómarúm. Ekki geta allir verið í forystuhlut- verkum en langar samt að vera með og halda áfram að efla skáta- andann. Þetta vissu og skildu þeir sem í yfir 60 ár hafa haldið merki St. Georgsgildanna á lofti því þar er rúm fyrir alla fullorðna sem vilja halda í og þroska sinn skáta- anda. Hörður var skáti og gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna. Hann var landsgildismeistari St. Georgsgildanna 1997-2003. Hörð- ur kom mörgu góðu til leiða en hæst stendur hlutdeild hans í að koma friðarljósinu frá Betlehem til Íslands 2001 og stuðla að varð- veislu þess æ síðan. Hörður var mikill hagyrðingur, oft var stutt í húmorinn og því fengu samferða- menn oft að kynnast. Margar sög- ur tengdar Herði um þátttöku í gildisstarfi koma upp í hugann. Eitt sinn hafði hann verið beðinn að annast hádegisverð á landsgild- isþingi en af einhverjum orsökum steingleymt því erindi. Að áliðnu hádegi var hnippt í Hörð og spurt hvar súpan væri? Ekki er að spyrja að, þar sem Hörður átti mörg vænleg börn, að súpan kom brátt og allir urðu mettir. Við gleðskap um kvöldið var kominn 10 erinda bragur um súpuna góðu. Þetta lýsir Herði mjög vel því ekki vílaði hann fyrir sér að gera grín að sjálfum sér. Fjölmörg minn- ingabrot eru tengd Herði og þeirri lífsorku sem hann gaf af sér en nú er mál að linni. Íslenskir gildisskátar þakka Herði Zóphaníassyni samfylgdina og færa Ásthildi og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Því miður haga örlögin því svo að við undirrituð getum ekki fylgt Herði síðustu sporin en biðjum fyrir góðri heimkomu. Að lokum er fallega ljóðið hans Harðar sem íslenskir skátar syngja oft á hátíðastundum. Þökkum, þegar sólin blikar, þökkum fyrir regn og vor. Þökkum er lax í straumi stikar, stökkin kallá á þor. Þökkum, þegar eldur brennur, þökkum fyrir söngsins mál. Þökkum er áfram ævin rennur, alveg laus við tál. Þökkum, þegar finnst oss gaman, þökkum fyrir söng og þrá. Þökkum er allir syngja saman, sækjum brattann á. Þökkum, þegar tjöldin rísa, þökkum hverja fjallasýn. Þökkum er landið elds og ísa augunum við skín. Þökkum, þegar þegar kvölda tekur, þökkum fyrir nýjan dag. Þökkum allt sem vorið vekur, vorsins fagra lag. Þökkum, þennan æskuskara, þökkum fyrir glaða lund. Þökkum þeim sem koma og fara, þökkum helgistund. Elín Richards, fv. landsgildismeistari, Þorvaldur J. Sigmarsson, landsgildismeistari. Það eru næstum 40 ár frá því ég kom sem kennari í Víðistaðaskóla. Það var mikil gæfa og fyrir það vil ég þakka. Hópurinn var stór en Ásthildur og Hörður stýrðu hon- um eins og kærleiksríkir foreldr- ar. Hún skammaði okkur þegar við áttum það skilið, hann örvaði okkur með sinni einstöku kímni. Minningin er bæði björt og hlý. Vorferðirnar – ratleikur sem end- aði með fjársjóðskistu grafinni í jörð eða fjallkonu sem steig fram úr kletti svartklædd með skauta á höfði og flutti ættjarðarljóð eftir Hörð. Afmælin – þar sem Hörður flutti afmælisbörnunum heilu ljóðabálkana og stundum söng Söngskeytaþjónustan. Hlaupárs- dagarnir – þegar starfsfólkið fór í búninga til að skemmta nemend- um en ekki síst sjálfum sér. Einn slíkan dag mætti Hörður í rauðum síðkjól af Ellu með stóran stráhatt sem keyptur var í Afríku. Fyrstu gestir morgunsins voru foreldrar með nýjan nemanda. Hörður al- varlegur, foreldrarnir ráðvilltir. Hvernig skóla voru þau að setja barnið sitt í? Þeim létti stórum þegar Hörður í lok samtalsins út- skýrði klæðnað sinn. Þannig var Hörður, alltaf stutt í glensið. Hann lét sér annt um fólk- ið í kringum sig. Hörður var gull af manni. Hans verður lengi minnst og sárt saknað. Bryndís Skúladóttir. Kær skátabróðir, Hörður Zóphaníasson, er „farinn heim“ eins og við skátar segjum gjarnan. Ég minnist þess þegar við Hörður hittumst í fyrsta sinn. Ár- ið var 1959. Ég var ungur og óreyndur erindreki Bandalags ís- lenskra skáta og heimsótti sem slíkur skátafélögin á landsbyggð- inni. Hörður var þá skólastjóri Barnaskólans í Ólafsvík og hafði blásið lífi í skátastarf á staðnum. Ég fór vestur með rútu frá Reykjavík og að sjálfsögðu gisti ég heima hjá þeim Herði og Ást- hildi. Ég man m.a. eftir kvöldvöku sem við héldum með stórum hópi barna og ungmenna – þá var gam- an. Best man ég þó samræður okkar Harðar um skátastarfið og hugsjónir skátahreyfingarinnar. Hörður hafði mikla og góða reynslu af skátastarfi á Akureyri þar sem hann hafði verið „einn af strákunum hans Tryggva“. Hann hafði líka starfað í skátafélagi sem nemendur í Kennaraskóla Íslands höfðu stofnað og starfaði með blóma um nokkurt árabil – en Hörður útskrifaðist úr Kennara- skólanum 1954. Það liðu þó ekki mörg ár áður en Hörður og Ásthildur fluttu til Hafnarfjarðar, heimabæjar Ást- hildar. Þar hóf Hörður kennslu- störf við Flensborgarskóla. Seinna gerðist hann svo skóla- stjóri Víðistaðaskóla sem hann stýrði í mörg ár. Það leið ekki á löngu áður en Hörður var orðinn virkur í skátafélaginu Hraunbú- um. Þar lágu leiðir okkar aftur saman. Mér eru minnisstæðar margar stundirnar sem við Rúnar heitinn Brynjólfsson áttum við eldhúsborðið hjá Herði og Ásthildi á Hvaleyrarbrautinni við undir- búning á margs konar viðburðum, námskeiðum og útgáfum fyrir skátastarfið í Hraunbúum. Þar man ég að við æfðum t.d. „Tann- læknaóperuna“ og oft fór þar fram eins konar generalprufa á nýjum textum eftir Hörð við alls konar lagboða – sem síðar urðu vinsælir skátasöngvar. Oft var líka rætt um menntun- arhlutverk skátahreyfingarinnar. Mér er nær að halda að þessar samræður okkar Harðar og Rún- ars um uppeldisgildi skátastarfs- ins hafi haft þau áhrif að ég sótti um inngöngu í Kennaraskóla Ís- lands og útskrifaðist svo sem kennari þaðan tíu árum á eftir Herði og nokkrum árum á eftir Rúnari. Margs er að minnast frá sam- starfinu við Hörð á vettvangi skátastarfsins. Undirbúningur og framkvæmd vormótanna, kvöld- vökurnar, endurbygging Hraun- byrgis eða skipulagning foringja- námskeiða – alltaf var Hörður reiðubúinn. Þegar við Benjamín Axel Árnason vorum að vinna við endurskoðun á starfsgrunni skáta og útgáfu handbóka fyrir leiðtoga í skátastarfi fyrir tveimur árum leituðum við til Harðar. Það stóð ekki á viðbrögðum frá honum. Það var ekki liðinn dagurinn þegar hann hafði samband og var þá bú- inn að yrkja tíu erindi – eitt fyrir hverja grein skátalaganna – til að láta fylgja umfjöllun um þau í bók- unum. Hér er eitt þeirra – erindi sem í mínum huga tengist beint minningunni um Hörð sjálfan: Ýmsum verkum einn ei veldur, ekki bogna, láttu heldur samvinnunnar mátt og megin málið leysa, ryðja veginn. Við Pétrún vottum Ásthildi og fjölskyldunni allri innilega samúð við fráfall Harðar. Minningin um góðan dreng og traustan félaga lif- ir. Ólafur Proppé. Hörður Zóphaníasson, leiðtogi og foringi okkar jafnaðarmanna í Hafnarfirði til margra ára, er fall- inn frá. Forysta Harðar var á ýmsum vettvangi mannlífs okkar hér í Hafnarfirði eins og í pólitík, í skátastarfi, innan Samvinnu- hreyfingarinnar, í skólamálum sem farsæll skólastjórnandi og Hörður Zóphaníasson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.