Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist
17. október 1935 í
Nýjabæ á Seltjarn-
arnesi. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 17. maí
2015.
Hún var þriðja
dóttir hjónanna í
Nýjabæ, þeirra
Jóns Guðmundssonar, bónda og
endurskoðanda, f. 14.3. 1899 á
Hvoli í Mýrdal, d. 27.7. 1964, og
Bryndísar Ólafíu Guðmunds-
dóttur, húsmóður, f. 20.6. 1900 í
Nýjabæ á Seltjarnarnesi, d.
23.9. 1966. Systur Ingibjargar
voru: 1) Ragnhildur, f. 5.4. 1929,
d. 28.7. 1985, maki Sigtryggur
Hallgrímsson, d. 24.9. 1994. 2)
Guðrún, f. 21.10. 1932, d. 1.3.
2011, maki Snæbjörn Ásgeirs-
son, d. 9.12. 2012. 3) Elín Jóns-
dóttir, f. 24.7. 1937, d. 31.7.
2011, maki Almar Gestsson. 4)
Guðmunda, f. 7.8. 1939, d. 2.3.
1940.
Hinn 19. september 1959 gift-
ist Ingibjörg eftirlifandi eig-
kvæmdastjóri, f. 23.4. 1969,
kvæntur Julie Gaudette Ólafs-
son, f. 27.2. 1969. Börn þeirra
eru a) Ella Paige, f. 29.12. 2004,
og b) Bryndis Olivia, f. 29.12.
2006. 4) Bryndís Elín, f. 1.12.
1971, d. 26.12. 1988. Ingibjörg
aðstoðaði foreldra sína við upp-
eldið á Guðmundi Jóni Helga-
syni, systursyni sínum, á meðan
hún dvaldi í föðurhúsum og hef-
ur hann æ síðan verið hluti af
fjölskyldunni.
Ingibjörg útskrifaðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1955 og sem lyfjafræðingur
frá Lyfjafræðingaskóla Íslands
1958. Hún starfaði í Reykjavík-
urapóteki 1958-61 og síðan í af-
leysingum til 1964.
Ingibjörg og Einar bjuggu
fyrstu árin í Nýjabæ á Seltjarn-
arnesi, fluttust svo til Lúx-
emborgar 1965, og til Banda-
ríkjanna 1983, þar sem dóttir
þeirra, Bryndís Elín, lést í bíl-
slysi. Ingibjörg og Einar fluttu
aftur til Íslands 1997 og hafa
búið á Söðulsholti, Snæfellsnesi,
síðustu árin. Ingibjörg dvaldi
síðustu rúm tvö árin á hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu Brák-
arhlíð í Borgarnesi, en hún
hafði fengið heilablóðfall 1996
og aftur 1997.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 29.
maí 2015, og hefst athöfnin kl.
13.
inmanni sínum,
Einari Ólafssyni,
forstjóra, f. 27.12.
1935. Foreldrar
hans voru Ólafur
Jónsson, símamað-
ur, f. 24.3. 1903, d.
10.5. 1983, og Hall-
dóra Steinunn
Bjarnadóttir, hús-
móðir, f. 8.10. 1905,
d. 11.7. 1996. Ingi-
björg og Einar
eignuðust fjögur börn. Þau eru:
1. Jón, flugstjóri, f. 13.7. 1961,
kvæntur Sigrúnu Sigurð-
ardóttur, f. 20.6. 1962. Börn
þeirra eru a) Íris, f. 15.5. 1984.
Unnusti hennar er Ragnar Þór
Hilmarsson. Íris á eina dóttur,
Snædísi Sigrúnu Heiðarsdóttur,
f. 6.4. 2006, b) Björn, f. 24.4.
1991 og c) Sigurð Einar, f. 6.11.
1993. Unnusta hans er Rakel
Pétursdóttir. 2. Halldóra, fjár-
málastjóri, f. 5.4. 1964. Unnusti
hennar er Grétar Már Óm-
arsson. Halldóra var gift Vík-
ingi Jóhannssyni, þau skildu.
Börn þeirra eru a) Róbert Vik-
ar, f. 9.10. 2000, og b) Inga Dís,
f. 9.10. 2000. 3) Ólafur, fram-
Móðir mín hefur kvatt okkur
og jarðvist sína. Blendnar til-
finningar fylgja þessari kveðju-
stund, en mamma veiktist af
heilablóðfalli, fyrst 1996 og aftur
1997. Sumarið 2012 veiktist hún
aftur og kom að því að hún gat
ekki lengur verið heima. Mikið
hafði ég dáðst að honum pabba
fyrir hugrekkið og þá umönnun
sem hann veitti mömmu öll þessi
ár í blíðu og stríðu.
Mamma var hörkukona og
ákveðin í að ná fullum bata eftir
fyrsta áfallið og gekk það vonum
framar en seinna áfallið var
henni mjög erfitt. Lífsgæðin
skertust mjög, enda lömuð öðr-
um megin og með mikið málstol.
Hún fylgdist þó vel með og lengi
framan af skildi hún margt af
því sem við sögðum við hana, en
hún gat lítið sem ekkert tjáð sig.
Hún tók þessum veikindum af
miklu æðruleysi. Elsta barna-
barn mömmu er eina barnabarn-
ið sem fékk að kynnast ömmu
sinni eins og hún var. Börnin
mín ólust upp vitandi það að
amma þeirra var með bilaðan
fót, bilaða hönd og bilaðan heila.
Þótt við eyddum miklum tíma
með mömmu og pabba á Söð-
ulsholti „þekktu“ þau ömmu sína
lítið.
Minningarnar eru margar,
bæði fyrir og eftir áfall. Mamma
hafði mjög sterkan baráttuvilja
og það að gefast upp var ekki til
hjá henni, enda var hún dugleg
að stappa í okkur stálinu þegar
eitthvað bjátaði á. Hún reyndi
að muna hvernig hún sjálf var
þegar hún var ung, og því var
erfitt að leyna hana einhverju.
Hún var kannski ekki allra, en
hún var mjög trygg og trú þeim
sem henni þótti vænt um, bæði
innan fjölskyldunnar og utan.
Umhyggju og ást sína sýndi hún
frekar í verki en í orðum. Hún
var yndisleg móðir, alltaf til
staðar og alltaf var hægt að leita
til hennar. Hún var alltaf vel til-
höfð og bjó okkur snyrtilegt,
hlýtt og gott heimili. En þegar
mamma var búin að ákveða eitt-
hvað, þá varð því ekki haggað og
veikindin breyttu engu þar um.
Þá ákvað hún oft að reyna að
bjarga sér sjálf með það sem
hún vildi, reyndar með mis-
góðum árangri.
Þegar veikindin bar að varð
hún að þiggja umönnun og um-
hyggju í stað þess að veita hana
og átti hún erfitt með að sætta
sig við það. Og þó, þegar hún
brosti til mín þegar ég kom til
hennar eða strauk mér um vang-
ann, þá leið mér svo vel. Hún
ljómaði þegar barnabörnin komu
og brosti til þeirra er komu í
heimsókn, bæði á Söðulsholt og
á Brákarhlíð. Ég saknaði þess
mikið að geta ekki fengið fleiri
góð ráð hjá mömmu eftir að hún
veiktist og mér fannst börnin
mín missa af miklu að kynnast
ekki ömmu sinni eins og hún var
fyrir veikindin. Þegar pabbi
ákvað að taka mömmu heim sl.
aðfangadag var það ógleyman-
legur eftirmiðdagur og kvöld-
stund, enda kom mikið líf í aug-
un hennar á meðan hún var
heima. Að fá að koma heim var
örugglega besta jólagjöfin til
hennar.
Blendnar tilfinningar, huggun
í harmi, en nú er mamma farin
til að hitta Bryndísi systur sem
og systur sínar. Ég er viss um
að þar hafa orðið fagnaðarlæti
og Bryndís fegin að fá mömmu
til sín.
Í dag kveð ég móður mína í
hinsta sinn með sorg í hjarta. Á
morgun mun ég fagna því að
hún og Bryndís eru sameinaðar
á ný. Hvíl í friði og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Halldóra Einarsdóttir.
Ég hafði vitað af þér og Ein-
ari nánast frá því ég fæddist;
vinir pabba og mömmu sem
bjuggu í Lúx ásamt börnum sín-
um fjórum. Sumarið 1978 fór ég
með foreldrum mínum og systr-
um í Evrópuferð sem hófst og
lauk hjá þér og Einari í Lúx. Þar
kynntist ég systkinunum, eink-
um þó Halldóru, og áttum við
eftir að hittast oft á næstu árum.
Nokkrum árum síðar urðu þessi
kynni til þess að við Jón tókum
tal saman þegar við hittumst í
Hollywood. Hann í stuttu stoppi
á Íslandi á leið til Ameríku að
læra flug. Einhver neisti kvikn-
aði þarna því þegar Jón kom til
landsins á ný og við hittumst í
gleðskap sem Halldóra efndi til,
þá varð ekki aftur snúið.
Við giftum okkur í desember
1983, ég orðin ófrísk að Írisi,og
við fluttum til ykkar Einars í
Ameríku. Þið voruð þá að flytja
þangað eftir 18 ára búsetu í Lúx.
Í rétt eitt ár bjuggum við inni
á heimili ykkar, fyrst á Long Isl-
and og svo við Frogtown Road.
Við fluttum í kjallarann, ekki
þótti mér það leiðinlegt.
Ekki get ég sagt að það hafi
verið erfitt að búa hjá ykkur.
Eftir að við fluttum heim
komum við til ykkar á hverju
sumri og nutum þess að vera
með ykkur, sleikja sólina við
sundlaugina, sigla á IRIS, borða
góðan mat og hlusta á sögur úr
fluginu. Manstu, við vorum nú
stundum soldið þreyttar á því og
gerðum grín að því að við ættum
nú frekar að tala um matarupp-
skriftir, eða eitthvað allt annað.
Strákarnir, Björn og Sigurður
Einar, fæddust, þú hafðir gaman
af að fá okkur öll til þín og við
höfðum gaman af að koma.
Þið keyptuð ykkur hús á Flór-
ída, Einar var um það bil að
hætta að vinna, og þið ætluðuð
að fara að spila golf – voruð
reyndar aðeins byrjuð – dvelja í
Flórída yfir vetrartímann og á
sumrin á Íslandi. Ég held þú
hafir hlakkað til þess, því þú
varst í öll þessi ár alltaf á leið-
inni að flytja heim.
Ég og krakkarnir vorum hjá
ykkur Einari í Flórída vorið
1996 þegar þú fékkst fyrsta
heilablóðfallið. Við sátum
frammi í eldhúsi þegar þú komst
fram í rauða kínanáttsloppnum,
allt virtist í góðu lagi, en þá kom
áfallið, ég man það eins og það
hefði gerst í gær. Þið komuð
heim til Íslands, þú náðir þér
nokkuð vel, málið nánast komið
og allt á góðri leið með að verða
eins og áður. En haustið 1997
fékkstu annað áfall og heilsan
varð aldrei söm. Þið fluttuð til
Íslands og nú var húsið í Flórída
fyrst og fremst notað sem frí-
dvalarstaður.
Þú fórst í sérstaka líkams-
þjálfun og talþjálfun, en allt kom
fyrir ekki, þú náðir aldrei fyrri
heilsu. Við söknuðum alltaf Ingu
eins og þú hafðir verið.
Einar keypti Söðulsholt, þar
gat hann verið með hesta. Það
var gamall draumur hans, en
þar gast þú líka verið með hon-
um, með aðstoð, þegar árin liðu,
eða allt þar til fyrir tæpum
þremur árum. Þá fékkstu inni í
Brákarhlíð. Ég held að þér hafi
liðið vel þar, ekki merktum við
annað.
Þú varst Seltirningur að upp-
lagi og þér þótti vænt um upp-
runann, þið systurnar voruð
nánar enda áttuð þið hús hlið við
hlið við hlið.
Ég er viss um að þær hafa all-
ar tekið vel á móti þér, og auð-
vitað líka hún Bryndís Elín þín.
Bið að heilsa.
Kveðja,
Sigrún.
Sex vikna gömul fluttist ég
með mömmu og pabba til þín og
afa í Ameríku. Við bjuggum ekki
mjög lengi hjá ykkur en eyddum
samt mörgum sumrum hjá ykk-
ur, allt þar til húsið var selt og
þið fluttuð heim til Íslands, því
þú hafðir veikst.
Þær eru margar minningarn-
ar sem ég á úr sundlauginni í
garðinum á Frogtown Road.
Mér fannst alltaf svo gott að
koma til ykkar og vera hjá ykk-
ur og ég er í dag svo þakklát
fyrir allar minningarnar sem ég
á þaðan og af tímanum mínum
með þér, elsku amma. Það var
alltaf mikil tilhlökkun að koma
út til ykkar, afi kom yfirleitt að
sækja okkur á flugvöllinn og þú
varst heima á meðan að elda
eitthvað gott fyrir okkur. Það
var alltaf mikil spenna að fá að
vita hvað væri í matinn því það
voru ákveðnir fjórir réttir sem
Ingibjörg
Jónsdóttir
✝ Jónas EllertGuðmundsson
fæddist í Ólafsvík
3. maí 1930. Hann
lést 22. maí 2015 á
Dvalarheimilinu
Jaðri í Ólafsvík.
Foreldrar hans
voru þau Guð-
mundur Katarínus
Gíslason, f. 23. jan-
úar 1902 á Þor-
geirsfelli í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi, d. 31.
janúar 1986, og Ágústa Jón-
asdóttir, f. 24. ágúst 1904 á
Búðum í Staðarsveit á Snæfells-
nesi, d. 5. maí 1981.
Jónas átti níu systkini og var
hann fjórði í röðinni. Systkini
eru Anna, f. 28. júní 1925, d. 31.
desember 1935; Egill, f. 10. júní
1927; Guðbjörg Gíslína, f. 18.
ágúst 1928, d. 5. febrúar 1996;
Jón, f. 26. júní 1931; Guð-
mundur Anton, f. 13. október
1935; Anna, f. 25 apríl 1938, d.
29. janúar 1993; Gísli Finnbogi,
f. 27. febrúar 1940; Gústaf Geir,
f. 19. ágúst 1945, d. 6. ágúst
1961; Stefanía Ragnhildur, f.
20. desember 1947.
eru Regína Valbjörg og Birkir
Viðar, Reynir átti fyrir soninn
Ívar Örn. 6) Jónas, f. 16. júlí
1965, maki Kristín Kristófers-
dóttir, f. 17. september 1968.
Börn þeirra eru Hildigunnur,
Þorbjörg og Þórkatla, sem er
látin. Langafabörnin eru 32
talsins auk þess sem tvö eru lát-
in.
Jónas hóf sjómennsku árið
1943, þá aðeins þrettán ára
gamall. Sautján ára er hann
orðinn útgerðarmaður og skip-
stjóri á sínum eigin bát. Í nærri
þrjátíu ár stundaði hann sjóinn
og var góður fiskimaður.
Jónas fór í Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík árið 1954 þar
sem hann útskrifaðist með 200
tonna réttindi. Fyrsti bátur
Jónasar hét Erlingur, annar
báturinn Fylkir, því næst
Bjargþór. Árið 1970 kaupir
Jónas ásamt Erlingi syni sínum
fyrirtækið Valafell hf. og gera
þeir út bátana Valafell og Ólaf
Bjarnason.
Eftir sjómennskuna tók hann
þátt í rekstri nokkurra fyr-
irtækja í Ólafsvík. Hann var
m.a. eigandi og í stjórn Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur. Þá rak
hann fyrirtæki sem hét Net og
vírar hf.
Útför Jónasar verður gerð
frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 29.
maí 2015, og hefst athöfnin kl.
14.
Eftirlifandi eig-
inkona Jónasar er
Lára Jóna Ólafs-
dóttir, f. 20. sept-
ember 1931. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Bjarnason
og Laufey Þor-
grímsdóttir. Börn
Jónasar og Láru
eru: 1)Björn Er-
lingur, f. 6. janúar
1950, maki Kristín
Vigfúsdóttir, f. 27. febrúar
1949. Börn þeirra eru Vigfús
Kristinn, Lára Jóna og Gyða
Hlín. 2) Hreinn, f. 28. maí 1951,
maki Ingunn Jóna Gunn-
arsdóttir, f. 28. nóvember 1952.
Börn þeirra eru Gunnar, Vignir
og Ellert. 3) Ágústa, f. 4. októ-
ber 1953, maki Stefán Hjalta-
son, f. 11. apríl 1953. Börn
þeirra eru Halldóra, Sigurður
og Jónas. 4) Magnús, f. 3. sept-
ember 1955, maki Sædís
Einarsdóttir, f. 12. október
1956. Börn þeirra eru Heiðar,
Elva Ösp og Orri Freyr. 5)
Laufey, f. 28. febrúar 1960,
maki Reynir Viðar Georgsson,
f. 21. janúar 1954. Börn þeirra
Elsku pabbi minn.
Núna hefurðu fengið hvíld eft-
ir löng veikindi og líkaminn alveg
búinn, en aldrei kvartaðir þú,
sama hvernig þér leið.
Þú varst góður eiginmaður,
pabbi og afi. Þú byrjaðir ungur til
sjós og varst hörkuduglegur og
góður skipstjóri.
Þegar ég var lítil hafði ég mikl-
ar áhyggjur ef þú komst seint í
land. Þá horfði ég út um opinn
gluggann á herberginu mínu og
hlustaði, því ég þekkti vélarhljóð-
ið og siglingaljósin i mastrinu á
bátnum þínum. Þegar þú varst
kominn í höfn, fór ég upp í hjóna-
rúmið ykkar mömmu og þóttist
vera sofandi og þú tókst mig í
fangið og fórst með mig yfir í mitt
rúm, það var svo notalegt.
Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa og redda öllum hlutum, og
fylgdist vel með hvað var í gangi
hjá öllum í fjölskyldunni.
Þegar ég og eiginmaður minn
Reynir ákváðum að hefja sam-
búð, ég þá 17 ára gömul, þá fórstu
að skellihlæja, settist upp á eld-
húsborðið, krosslagðir hendur og
sagðir „Vertu velkomin aftur eft-
ir viku“, en með ykkur Reyni
myndaðist góð vinátta, báðir góð-
ir sjómenn. Mörgum árum seinna
fór Reynir að vinna hjá þér í fyr-
irtækinu Neti og Vírum sem þú
áttir þá. Síðar þegar Reynir var
skipstjóri á togaranum Má, fórst
þú sem háseti um borð og þótt þú
værir kominn af léttasta skeiði,
þá gafstu hinum ekkert eftir og
áttir það til að standa bak við
Reyni uppi í brú og segja honum
til, aðeins að hafa puttana í þessu.
Börnin okkar, Regína, Birkir
og stjúpsonur minn Ívar, minnast
þín með gleði i hjarta. Þú varst
góður afi.
Elsku pabbi, þú varst orðinn
mjög veikur þegar þú fékkst inni
á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafs-
vík, og þú varst kominn aftur í
tímann og það var alltaf brjálað
að gera hjá þér. Þið voruð að
fiska vel og einu sinni hringdir þú
í Reyni og sagðir að hann yrði að
panta lása og keðjur fyrir þig, því
þú hefðir tapað þessu úti á sjó.
Það var dásamlegt að sjá hvað
starfsfólkið á Jaðri hugsaði vel
um þig og þér leið vel hjá þeim.
Yndislegur staður og frábært
starfsfólk.
Elsku mamma, það er mikill
harmur fyrir þig að missa pabba,
og votta ég þér innilega samúð.
Takk fyrir allt, pabbi minn, ég
geymi minningar um þig í hjarta
mínu og ég veit að við hittumst
aftur seinna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Guð blessi þig og varðveiti.
Þín dóttir,
Laufey Jónasdóttir.
Jónas minn. Þá er kallið komið
hjá þér, elsku vinur, að kveðja.
Ég held að þú hafir verið sáttur
og tilbúinn að fara og þakklátur
almættinu fyrir það.
Minningarnar um Jónas
tengdapabba tengjast persónu
hans. Hann var einstakur maður
með stórt hjarta fullt af kærleika.
Slíka menn hittir maður ekki oft
á lífsleiðinni. Ég nefndi það
stundum við son hans, Jónas
yngri, að pabbi hans fengi örugg-
lega hásæti í himnaríki þegar
hans tími kæmi. Hann var mikill
mannvinur, traustur og mjög
nægjusamur maður. Ég held að
veraldleg auðæfi hafi ekki skipt
Jónas máli. Hans einkunnarorð
voru að sælla er að gefa en
þiggja. Honum þótti gaman að
gleðja aðra með gjöfum og jóla-
gjafir þeirra hjóna voru alltaf
rausnarlegar. Jónas var alla tíð
mjög vinnusamur og lét aldrei
verk úr hendi falla meðan hann
hafði getu til. Ég minnist þess
þegar hann var orðinn aldraður,
búinn að vera farsæll sjómaður
lengi, að hann skellti sér á togara
til að afla tekna. Svona var Jónas,
alltaf vinnandi og hafði gaman af
því. Þegar við hjónin lentum í
þeirri erfiðu lífsreynslu að missa
barnið okkar þá var Jónas gamli
mættur okkur til stuðnings. Sá
gamli stóð eins og klettur við hlið-
ina á okkur. Hann sagði ekki mik-
ið en nærvera hans var einstök.
Hann var alltaf til staðar, tilbúinn
að hjálpa og gera öðrum greiða.
Hann var sjálfum sér nægur,
hafði enga þörf fyrir viðurkenn-
ingu frá öðrum á verkum sínum
heldur lét einfaldlega verkin tala.
Jónas minn, með ást og virð-
ingu kveð ég þig og bið guð að
varðveita þig. Far vel.
Kristín Kristófersdóttir.
Í dag er elskulegur tengdafað-
ir minn Jónas Ellert Guðmunds-
son borinn til grafar.
Ég var kornung þegar ég trú-
lofaðist syni hans og frá því
fyrsta var hann mjög góður við
mig. Við bjuggum nokkur ár í
kjallaranum hjá tengdaforeldr-
um mínum, en ég ólst upp í næsta
húsi og allan þann tíma hefur sú
nálægð verið átakalaus. Jónas
gerði út bát og maðurinn minn
reri með honum til að byrja með.
Fyrst var hann skipstjóri á Er-
lingi SH og svo seinna á Valafelli
SH og jafnan var hann fiskinn.
Seinna var stofnuð útgerð og
ávallt unnu þeir feðgar saman,
síðustu árin vann hann hjá okkur
og ók Jónas vörubíl fyrirtækisins.
Ég man líka vel eftir Citroën-bif-
reið sem hann átti lengi og var
merkileg hönnun. Það var hægt
að hækka þá og lækka og hélt
hann lengi í þennan bíl.
Jónas var mikill laxveiðimaður
og veitti það áhugaefni honum
margar gleðistundir. Einnig tók
hann í spil, einkum brids. Hann
var ákveðinn, traustur, mjög
vanafastur og hugsaði vel um sitt
fólk, en alla tíð útsjónarsamur.
Síðustu árin hellti hann alltaf upp
á kaffi fyrir okkur á morgnana og
svo aftur í morgunkaffinu og
þurfti ég stundum að passa að
Jónas Ellert
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Afi minn, við söknum þín
verndarenglar koma til þín.
Við eigum góðar minningar
minningar sem hlýja okkur.
Nú er lífi þínu lokið.
Við elskum þig alltaf.
(Þorbjörg Jónasdóttir)
Ég sakna þín og er viss
um að þú verður vernd-
arengillinn minn. Þitt
barnabarn,
Þorbjörg.