Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstanga Þorkell Zakaríasson er 100 ára í dag, 29. maí 2015, en hann er síð- ast kenndur við Brandagil í Hrúta- firði. Hann fæddist á Bæ í Króksfirði, sonur hjónanna Zakaríasar Ein- arssonar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, einn af 15 systkinum, en tvö dóu ung. Þorkell býr nú á Heil- brigðisstofnuninni á Hvamms- tanga, ótrúlega ern, minnugur og með góða heyrn, en sjónin að mestu farin. Foreldrar hans voru ávallt leigu- liðar og fluttu oft heimilið, en síð- ast að Gili í Bolungarvík. Þorkell ólst upp á Guðlaugsvík í Hrútafirði frá 12 ára aldri til tvítugs. Hann stundaði vegavinnu um áratuga- skeið, fyrst sem verkamaður á Holtavörðuheiði sumarið 1935, og segist hafa verið eftirsóttur til að byggja ræsi úr steinsteypu. „Þau biluðu aldrei, ræsin mín,“ segir hann sposkur, og gefur í skyn að önnur hafi ekki reynst eins vel. Fékk prófið hjá Bíla-Bergi Þorkell keypti snemma vöru- bifreið, FORD 1942 árgerð, trú- lega með 3-4 tonna burðargetu. Þá var hann ekki kominn með bílpróf, en fór á Akranes til að taka það. „Ef þú getur bakkað milli þessara tveggja bíla, með jafnt bil á milli, þá færðu prófið, sagði Bíla-Bergur við mig, og ég gerði það.“ Þorkell stundaði akstur eigin vörubíla mestallan sinn starfs- aldur; vegagerð, mjólkurflutninga úr V-Hún til Blönduóss og Borg- arness, kjötflutninga frá Óspaks- eyri og annað sem til féll. „Vetr- arakstur með mjólk til Blönduóss var oft mjög erfiður, þurfti að moka snjó víða í Línakradal, bölv- að puð,“ segir Keli. Skemmtileg minning kemur fram: „Það var þegar við Böðvar á Þóroddsstöðum fórum á tveimur boddíbílum sem ég átti, með um 30 manns um Bröttubrekku á hesta- mannamót að Nesodda í Dölum. Þá var mikið sungið og hlegið, ég held það hafi ekki verið tími til að skoða hestana. Og svo var farið á ball í Hreðavatni.“ Syngur á föstudögum Söngur og ljóðaflutningur er Kela hugleikinn, hann kann reið- innar býsn af ljóðum, og Hrútfirð- ingar minnast vel réttardaga við Síká, þegar Keli sat í kaffiskúrnum og söng langtímum saman. Enn syngur hann flesta föstudaga á dvalarheimilinu, og fær gjarnan vini sína með sér. Þorkell byggði sér íbúðarhús, Hveravík, á Reykjatanga, lauk byggingunni árið 1954 og kvæntist það ár Jóhönnu Sigurðardóttur frá Neðra-Vatnshorni. Eiga þau son- inn Sigurð og þrjú barna- og barnabarnabörn. Síðar fluttu þau á hluta jarð- arinnar Brandagil í Hrútafirði. Þar hafði hann kindur í húsum í nokk- urri fjarlægð frá íbúðarhúsinu. Sjónin var farin að dofna mjög, en með ráðsnilld sinni setti hann hvítar plastfötur á girðingarstaur- ana, svo hann gat ekið á milli, utan vegar. Á efri árum hirti hann sauðfé fyrir Staðarbændur í um áratug. Mikilvæg björgun Að lokum kom saga: Matthías Johannessen og Steingrímur Her- mannsson voru ungir drengir í vegavinnu á Vatnsskarði. Um nótt- ina kviknaði í tjaldi þeirra, en Keli var á heimleið frá Sauðárkróki. Hann segist halda að þarna hefði orðið slæmt slys, ef hann hefði ekki náð tjaldbúum út. „Svo varð hann helvíti gott skáld, hann Matt- hías,“ segir Þorkell og hlær dátt. Bjargaði Steingrími og Matthíasi úr brennandi tjaldi  Þorkell Zakaríasson á Brandagili er 100 ára í dag  Er ótrúlega ern Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson 100 ára „Þau biluðu aldrei, ræsin mín,“ segir Þorkell Zakaríasson. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er óhemjumikill snjór á hálend- inu,“ sagði Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann fór ásamt fleirum í Hrafn- tinnusker um hvítasunnuhelgina. Þangað er enn fært á mikið breytt- um jeppum, snjóbílum og sleðum. Ferðafélagsmenn hafa farið á hverju vori árum saman til að huga að opn- un fjallaskála sinna. „Það hefur ekki verið jafnmikill snjór á hálendinu og nú í manna minnum,“ sagði Páll. „Að skálanum í Hrafntinnuskeri er hátt í þriggja metra djúpur snjór. Þetta er 5-6 metra hátt hús og maður stóð jafnfætis þakbrúninni. Gönguleiðin í nágrenni við Hrafntinnusker er að verulegu leyti á kafi í snjó. Á leiðinni niður í Álftavatn er líka mikill snjór og við skálann þar er um eins og hálfs metra djúpur snjór. Það er allt á kafi í snjó. Nú fer sólin að bræða snjóinn og framundan er mikill krapi.“ Hrafntinnusker er næsti skáli við Landmannalaugar á vinsælustu gönguleið hálendisins sem kölluð er Laugavegur. Miðað við meðaltal síð- ustu 15 ára hefur Laugavegurinn verið orðinn göngufær í kringum 20. júní. Sum árin hefur tekist að opna leiðina fyrr en í öðrum árum hefur hún ekki opnast fyrr en í byrjun júlí. „Eins og útlitið er núna lítur ekki vel út með opnun snemma,“ sagði Páll. Hann sagði að kæmi góður hlý- indakafli, sólskin með roki, hefði það mikil áhrif. „Það er kuldi í kortunum og vetraraðstæður á hálendinu. Við höfum heyrt af hópum sem hefur snjóað á upp á síðkastið.“ Tilhneiging hefur verið til að teygja ferðatímabilið í báða enda. Fyrstu gönguhóparnir nú eru bók- aðir í göngu um Laugaveginn 15. júní. Þetta eru stórir hópar útlendra göngumanna á vegum ferðaskrif- stofa. „Það getur orðið mjög erfitt í að- stæðum eins og þessum. Við höfum átt fundi með þeim sem skipuleggja ferðir, Vegagerðinni og Umhverf- isstofnun. Við ætlum að gera allt sem við getum til að fara af stað eins fljótt og aðstæður leyfa, við getum og leyfi fást til. Við höfum undirbúið okkur með að flytja vistir í skálana. Skálaverðirnir gætu þurft að fara gangandi í skálana. Hópar gætu þannig byrjað á að ganga milli skál- anna með létta dagpoka. Ef það verður með nokkru móti hægt að komast inn í Landmannalaugar og ganga ætla menn að reyna það.“ Páll sagði að mikil hætta væri á að það myndaðist mikill krapi á göngu- leiðinni þegar færi að hlána. Hópar sem hefðu farið snemma sumars á Laugaveginn hefðu lent í því að ösla krapa upp í hné á köflum. Fólkinu varð kalt, það var blautt og hund- óánægt sem von var. Kæmu hlýindi og góður vindur hyrfi snjórinn hratt og svæðið þorn- aði. Það gæti gerst hratt. Óhemjumikill snjór er á hálendinu  Mikill snjór er víða á Laugaveginum  Ferðafélag Íslands hefur flutt vistir í skála á gönguleiðinni Ljósmyndir/Páll Guðmundsson Velkominn inn Það þurfti að grafa djúpt svo hægt væri að opna útidyrnar á skálanum í Hrafn- tinnuskeri. Skálinn er einn viðkomu- og áningarstaða á Laugaveginum vinsæla. Hrafntinnusker Skálinn er 5-6 metra hátt hús. Snjórinn nam við þakbrúnina og var því um þriggja metra djúpur. Kunnugir hafa aldrei séð þar jafnmikinn snjó á þessum árstíma. Páll Guðmundsson Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur 7.900 kr. 4 litir 40–56/58Str: Færir þér fréttirnar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.