Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Vorhefti Skírnis, tímarits Hins ís- lenska bókmenntafélags, er komið út. Að vanda er efni ritsins fjöl- breytilegt en greinar um bók- menntir og þjóðfélagsleg málefni fyrirferðarmestar. Meðal efnis í heftinu má nefna grein Svans Krist- jánssonar, „Forseti fólksins verður guðfaðir útrásarinnar“, um forseta- tíð Ólafs Ragnars Grímssonar árin 2004 til 2008, þar sem hlutur forset- ans í útrásinni er skoðaður. Tveir fyrrverandi meðlimir Stjórnlaga- ráðs, Salvör Nordal og Þorvaldur Gylfason, skrifa hvort sína grein um Stjórnarskrármálið. Þá er í Skírni grein Hjalta Hugasonar guð- fræðings um siðferðilegt hrun á sið- bótartímanum. Að vanda hefst Skírnir á ljóði, að þessu sinni þýðingu Bergsveins Birgissonar á kunnu ljóði Cecille Löveid, Refsing, sem fjallar um ódæðisverk Anders Behring Brei- vik í Noregi árið 2010. Að öðrum greinum ná nefna end- urmat Róberts H. Haraldssonar á síðustu skáldsögu Gunnars Gunars- sonar, Brimhendu, og greinar um bók Kristjáns Jóhanns Jónssonar um Grím Thomsen og Örlagaborg- ina, bók Einars Más Jónssonar. Helga Kress skrifar um elsta ís- lenska leikritið eftir konu, Sigríði Bogadóttur, sem varðveitt er, og Sveinn Einarsson skrifar um leik- ritaskrif Guttorms J. Guttorms- sonar. Þá er Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður Skírnis og skrifar Valur Antonsson um verk hans. Fjölbreytt efni í vorhefti Skírnis Morgunblaðið/Einar Falur Fjölhæfur Hrafnkell Sigurðsson er myndlistarmaður Skírnis að þessu sinni. „Solid Hologram“, nýtt verk eftir tónskáldið Þuríði Jónsdóttur, verð- ur frumflutt í kvöld kl. 20 á tón- leikum á Listahátíð í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu, auk verka eftir Beethoven, Sofiu Gubaidulina og Sergei Prokofjev. „Á fyrstu tón- leikum sínum á Íslandi flytur Ni- cola Lolli, nýr konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, ásamt píanistanum Domenico Codispoti, verk sem spanna tvö hundruð ára tímabil. Frá síðustu sónötu Beetho- vens, meistarastykki klassískrar fegurðar, fullkominna hlutfalla og einstaks samtals til frumflutnings á nýrri tónsmíð Þuríðar Jónsdóttur sem ber heitið „Solid Hologram“ og samin er að beiðni Listahátíðar. Ferðalagið heldur áfram með magnþrungnum óði til lífsins í verki Sofiu Gubaidulinum „Dancer on a tightrope“ og lýkur með ljóðrænni en áhrifamikilli fiðlusónötu Sergeis Prokofiev í f-moll,“ segir um tón- leikana á vef hátíðarinnar. Þuríður hefur samið verk af ýmsu tagi, m.a. fyrir barokkfiðlu og hljóðvoðir, flautukonsert með hljóð- um skordýra og verk fyrir um- snúna, erfðabreytta hljómsveit og hafa verk hennar hafa verið til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna og á Rostrum, alþjóðlegu tónskáldaþingi útvarpsstöðva (UNESCO). Hún var tilnefnd til Tónskáldaverðlauna Norð- urlandaráðs 2006, 2010 og 2012. Lolli hefur komið fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, National Taiwan Normal Univers- ity Symphony Orchestra, Salieri Orchestra og Orchestra dell- ’Università di Pisa og hefur unnið til verðlauna í ýmsum keppnum. Codispoti hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum píanókeppnum og komið fram sem einleikari með fjöl- mörgum hljómsveitum, m.a. Luzer- ner Sinfonieorchester, Orchestra Filarmonica Italiana, London Chamber Orchestra og SÍ. Morgunblaðið/Eggert Tónskáld Þuríður Jónsdóttir. Frá Beethoven til Þuríðar Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar Íslands var haldinn í gær og fór þá einnig fram önnur úthlutun úr hönnunarsjóði á þessu ári. 140 um- sóknir bárust og var alls sótt um yf- ir 300 milljónir króna en í þessari úthlutun voru veittar rúmlega 20 milljónir. Hægt var að sækja um í fjórum flokkum; þróunar- og rann- sóknarstyrki, verkefnastyrki, mark- aðs- og kynningarstyrki og ferða- styrki. 15 hönnunarverkefni voru styrkt að þessu sinni og að auki hlutu 11 verkefni ferðastyrk. Verkefnið Doppelganger- Homeland collection hlaut styrk upp á 3,5 milljónir króna en Doppel- ganger er umhverfisvænt fatamerki sem sækir innblástur í íslenskan þjóðararf. As We Grow ehf. hlaut tvær milljónir króna til markaðs- setningar á prjónuðum barnafatnaði í Japan. Sömu upphæð hlaut verk- efni Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Skordýr í matinn, en það er tilraun til þess að vekja áhuga fólks á nýt- ingu skordýra í matvæli sem nýtt og spennandi innihaldsefni. 1,5 millj- ónir hlutu Aurum by Guðbjörg til markaðs- og sölusóknar í Bretlandi; Erla Sólveig Óskarsdóttir til fram- leiðslu og kynningar á frumgerðum ruggu- og hægindastólanna Rokka og Mokka; Steinunn Sigurd ehf. til frekari þróunar og framleiðslu á á kvenmanns- og karlmannslínu undir fatamerkinu STEiNUNN fyrir vet- urinn 2015; Ingibjörg Dóra Hansen og Elísabet V. Ingvarsdóttir fyrir verkefnið Falinn skógur, rekaviður í hönnun og Katrín Ólína Péturs- dóttir fyrir verkefnið Cumulab2, skart-verndargripi sem hannaðir eru í gegnum persónuleikapróf á netinu og þrívíddarprentun. Eina milljón króna hlutu verkefnin Or Type, Hirðteiknari Íslands, Íbúðir (ný kynslóð íbúðarhúsa), Bólstur og Designs from Nowhere. Hálfa millj- ón króna hlutu verkefnin Emergent Timepiece og Guja Dögg Hauks- dóttir fyrir bókina Högna Sigurð- ardóttir arkitekt; efni og andi í byggingarlist. 15 hönnunarverkefni styrkt Morgunblaðið/Eggert Styrkþegi Halldóra Vífilsdóttir afhendir Guðrúnu Lárusdóttur styrk.  Úthlutun úr hönnunarsjóði fór fram í gær Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson - síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar Hystory (Litla sviðið) Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Fim 4/6 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Lau 30/5 kl. 20:00 Síðusta sýning Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. leikhusid.is FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – ★★★★ – SV, MBL HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta sýning. Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 6/6 kl. 14:00 Lau 6/6 kl. 17:00 Sun 7/6 kl. 14:00 Áhugasýning ársins. María Ólafsdóttir leikur Ronju í Þjóðleikhúsinu. Ofsi (Kassinn) Fös 5/6 kl. 19:30 Lau 6/6 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu. MagnusMaria (Stóra sviðið) Mið 3/6 kl. 20:00 Ópera um rétt kyn eftir Karólínu Eiríksdóttur. Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 29/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00 Enter Club Festival nefnist ný hátíð sem haldin verður 12. og 13. júní á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. „Ætlunin er að skapa klúbbastemn- ingu eins og þú kemur til með að finna á stærstu skemmtistöðum er- lendis og hafa plötusnúðarnir Ja- mie de Rooy og Steven React Sharp úr WRONG! verið fengnir til lands- ins til að spila á viðburðinum, en þeir eru með vinsælustu tech house-plötusnúðum Bretlands,“ segir í tilkynningu. Auk WRONG! koma m.a. fram Blaz Roca, Johann Stone, Þriðja hæðin, Herra Hnetusmjör, Basic House Ef- fect, Smokin Joe, Elements Iceland og Átrúnaðargoðin. Klúbba- stemning á Spot Blaz Roca Erpur Eyvindarson verður á Enter Club Festival. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.