Morgunblaðið - 29.05.2015, Side 49

Morgunblaðið - 29.05.2015, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin 7.-9. ágúst næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjök- uls og verður það í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Dagskrá hennar liggur nú fyrir og hvaða tónlistarmenn og hljóm- sveitir koma fram, þ.á m. Biosp- here, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnos- is, Dj Flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Future- grapher, Ruxpin, Skurken og Jóhann Eiríksson. „Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um raf- rænt landslag,“ segir Pan Thorar- ensen, skipuleggjandi hátíðarinnar. Biosphere hinn norski, réttu nafni Geir Jenssen, er meðal virtari tón- listarmanna heims á sviði sveim- tónlistar og þykir plata hans Subst- rata frá árinu 1997 sígild í sveim- heimi. Frekari upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.extremechillfestival.com. Biosphere á Extreme Chill Festival – Undir jökli Íslandsvinur Biosphere hefur áður leikið á Extreme Chill Festival. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Óperufélagið Norðuróp frumsýnir í kvöld og aftur á morgun gaman- óperuna Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart í Hjóma- höll í Reykjanesbæ en óperan er ein af þeim vinsælustu sem Mozart samdi. Norðuróp setur óperuna upp í samvinnu við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og Hljómahöll og er hún flutt við píanóundirleik, í leikmynd og búningum með leikhúslýsingu. Fram koma margir af bestu og efnilegustu söngvurum af Suðurnesjum, Akra- nesi og höfuðborgarsvæðinu. Brúðkaup Fígarós er líflegur farsi sem segir af greifa nokkrum, konu hans og þjónustufólki. Hún gerist á brúðkaupsdegi Fígarós, sem er þjónn greifans, og Súsönnu, þernu greifafrúarinnar. Greifinn er leiður á konu sinni og leitar að ævintýrum annars staðar, þá aðallega hjá Sús- önnu, og þá hefst mikil og skemmti- leg atburðarás. Kennaraverkfall seinkaði öllu Söngvarinn Jóhann Smári Sæv- arsson er listrænn stjórnandi Norð- uróps, leikstjóri verksins og tónlist- arstjóri. Hann segir tvær frum- sýningar á verkinu þar sem báðir söng- og leikendahóparnir séu jafn- góðir. Þar á meðal eru Júlíus Karl Einarsson og hinn nýútskrifaði Dav- íð Ólafsson, sem fara með hlutverk Fígarós, Jelena Raschke og Guð- björg Hilmarsdóttir, sem fara með hlutverk Súsönnu, Júlíus Karl Ein- arsson og Magnús Guðmundsson í hlutverki greifans og í hlutverki greifafrúarinnar þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Hanna Þóra Guð- brandsdóttir. „Hugmyndavinnan hófst síðast- liðið vor og átti frumsýningin að vera í mars. Við ætluðum að byrja í haust en út af kennaraverkfallinu í skólunum gátum við ekki byrjað fyrr en í febrúar,“ segir Jóhann Smári og bætir við að sökum tímaleysis hafi verið ákveðið að sýna aðeins tvo þætti verksins, fyrsta og fjórða. „Með nemendur í hlutverkum sem hafa aldrei staðið á sviði áður gátum við ekki æft í venjulegu æfinga- prógrammi. Þá urðum við að finna lausn,“ segir hann. Sagan gengur upp Jóhann Smári segir þá sem ekki þekkja verkið ekki endilega átta sig á því að sleppt sé öðrum og þriðja þætti verksins, enda sami hluturinn oft endurtekinn í óperum. „Sagan gengur upp. Það vantar í hluta, eins og í venjulegu óperunni er löng sena þar sem Súsanna plottar hvernig hún ætlar að leika á greifann eftir að hann biður hana að hitta sig úti í garði. Maður verður bara að leysa hlutina,“ segir hann. Alls verða sýningarnar fjórar, tvær nú um helgina og hinar tvær sýningarnar 3. og 4. júní, allar í Bergi í Hjómahöll sem tekur eitt hundrað manns í sæti. Jóhann segir samstarfið við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Hljómahöll hugsað sem vott af óperustúdíói, fyrir þá sem eru búnir með söng- nám til þess að afla sér reynslu. „Ég sit og stjórna þótt við séum bara með píanó,“ segir hann en Kristján Karl Bragason leikur á hljóðfærið. „Það er fullt af nemendum sem eru ekki vissir hvort þeir vilji fara út í þetta og þeir vilja kynnast aganum sem þarf til þess að syngja og leika. Að syngja óperu er eins að stunda íþrótt á sama tíma og þú ert að leika, það tekur á og það er margt sem óp- erusöngvari þarf að huga að,“ segir Jóhann og bætir við að fyrir sér snú- ist þetta aðallega um að ungir söngv- arar fái tækifæri til þess að kynnast ferlinu og því að undirbúa sig fyrir hlutverk á sviði. Hægt er að nálgast miða á óperuna á vefsíðunni www.hljomaholl.is. Brúðkaup Fígarós flutt í Hljómahöll  Norðuróp í Reykjanesbæ setur upp gamanóperu Mozarts Ljósmynd/Haraldur Árni Haraldsson Óperuflytjendur Jóhann Smári Sævarsson, leikstjóri verksins, segir ungu söngvarana, sem hér eru, afla sér reynslu með þátttöku í uppfærslunni. Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus FORSÝND Í KVÖLD KL. 22:35 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.