Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 38
✝ Bent BjarniJörgensen
fæddist í Reykjavík
21. apríl 1988. Hann
lést 20. maí 2015.
Foreldrar hans
eru Aðalheiður S.
Jörgensen trygg-
ingafulltrúi, f. í
Reykjavík 1956 og
Sigurbjartur Hall-
dórsson bygginga-
tæknifr., f. í Hafn-
arfirði 1956. Systkini Bents
Bjarna eru Sigrún Ásta, f. 1989
og hálfsystir Maria Guðrún Nol-
an, f. 1979. Afi hans og amma í
móðurætt eru Bent Bjarni Jörg-
ensen og Guðrún Jörgensen, í
föðurætt eru það þau Halldór
Hjartarson og Sigrún Ásta Sig-
urbjartsdóttir. Bent
Bjarni ólst upp í Háa-
leitishverfinu þar
sem hann kunni best
við sig og gekk í
Álftamýrarskóla, eft-
ir hefðbundna skóla-
göngu fór hann í Iðn-
skólann eins og hann
hét þá og lagði stund
á stálsmíði. Hann
vann við hin ýmsu
verslunarstörf og
sjómennsku. Bent Bjarni kynnt-
ist barnsmóður sinni Erlu Sól-
eyju 2006, þau eignuðust soninn
Bjart Frey árið 2009, augastein
og yndi hans Bents Bjarna sem
heimur Bents snerist mest um.
Útförin verður gerð frá
Grensáskirkju í dag kl. 13:00.
Á sólbjörtum sumardeginum
fyrsta 1988 var mikil eftirvænting
á Háaleitisbraut 43 eftir sumar-
gjöfinni, ég átti að fá borðspil. Síð-
ar þann dag tilkynnti mamma mér
að nú væri hún að fara uppá spít-
ala og bráðlega yrði ég stóra syst-
ir. Sú sumargjöf var best allra.
Frá fyrsta degi fannst mér hlut-
verkið sem stóra systir stórmerki-
legt og krefjandi í senn og gekk ég
um götur Háaleitishverfis ríg-
montin yfir þessum nýja titli. Ég
fékk að skipta um bleiur, gefa litla
bróður að borða, klæða hann í og
hjálpa við að svæfa, vá hvað ég var
orðin stór.
Þessi fallegi bróðir minn var
hjartnæmur, ljúfur og einlægur
drengur. Fallega og kærleiksríka
hjartað og sál hans sáu þeir sem
þekktu. Hann mátti aldrei neitt
aumt sjá og ekki voru þau fá skipt-
in sem ég tók upp hanskann fyrir
litla bróður. Alla tíð vildi Bent
Bjarni öllum vel og sá ávallt það
góða í fólki. Listrænn og handlag-
inn með eindæmum var hann
fram í fingurgómanna og snerust
spilin fljótlega við þegar Bent
Bjarni fór að taka fram úr stóru
systur í að teikna. Hvers manns
hugljúfi var hann og var ég ekki
tilbúin að deila glókollunum Bent
Bjarna né Sigrúnu Ástu með
hverjum sem var. Ég var stóra
systir þeirra.
Ég þakka Guði fyrir að hafa
veitt mér þau forréttindi að hafa
verið stóra systir Bents Bjarna
míns sem veitti okkur yndisleg ár
og minningar saman. Þær muna
lifa að eilífu.
Ég þakka Guði fyrir fallega
hjartað hans Bents Bjarna og
mun sonur hans, Bjartur Freyr,
veita okkur gleði um minningu
föður síns.
Því miður fá orð því ekki lýst
hversu sárt það er að kveðja þig,
elsku bróðir minn, og verða sporin
þung án þín.
Elska og sakna þín að eilífu,
Bent Bjarni minn.
Guð geymi þig og varðveiti.
María Guðrún, stóra systir.
Elskulegi Bent Bjarni, bróðir
minn, hefur alltaf verið eins og
hinn helmingurinn af mér í gegn-
um lífið, við höfum farið í gegnum
gott og slæmt en fundum alltaf
huggun eða gleði hvort með öðru.
Bent Bjarni minn hefur alltaf ver-
ið með hjarta gert úr gulli, ljúfur,
viðkvæmur og góður maður.
Hann kenndi mér margt sem stóri
bróðir minn, kenndi mér að spila á
gítar, meta góða tónlist, teikna og
vera stolt af því sem ég var að
gera í lífinu.
Ég er heppin að geta sagt að ég
átti svona fallegan og góðan bróð-
ur sem stóð alltaf með mér í gegn-
um allt og geta átt svona mikið af
fallegum minningum sem við
bjuggum til saman með fjölskyld-
unni, Bjarti Frey, vinum og kunn-
ingjum.
Stundirnar sem ég sá Bent
hamingjusamastan í endanum
voru þegar hann var með litla
drenginn sinn, hann Bjart Frey,
sem var litla fallega ljósið hans
sem hann gaf skilyrðislaust af ást
og umhyggju.
Elska þig ávallt, elsku bróðir
minn. Mun aldrei gleyma þér. Þú
munt alltaf vera með stórt pláss í
mínu hjarta. Ég mun reyna að
gera allt í mínu valdi til að gefa
honum Bjarti litla fallega og
bjarta framtíð í samvinnu með öll-
um í fjölskyldunni.
Sigrún Ásta, litla systir.
Það voru sorgarfréttir að heyra
að frændi minn, Bent Bjarni, væri
látinn. Við vorum jafnaldrar og ég
á um hann margar góðar minn-
ingar, allt frá þeim árum sem við
lékum okkur saman sem börn hjá
ömmu og afa á Klettahrauninu
eða ég heimsótti þau systkinin hjá
pabba þeirra. Þegar ég hugsa um
þær góðu stundir minnist ég þess
er við sátum tímunum saman við
að líma saman flugmódel og um
ótæmandi dótaskúffuna hjá ömmu
sem leiddi af sér heimatilbúið
kúlublys. Árin liðu, tölvuleikirnir
tóku við, við uxum upp úr þeim og
hittumst stundum í tónlistarstúd-
íóinu hjá vinum mínum. Bent var
fjölhæfur og hæfileikaríkur tón-
listarmaður, hann kom mér sífellt
á óvart með laglínum og færni á
mismunandi hljóðfæri. Mér þykir
afar leitt að hafa ekki átt nánara
samband við frænda minn síðustu
ár, en mér þótti hann alla tíð vera
yndisleg manneskja og góður vin-
ur. Ég varðveiti með mér minn-
ingu um ljúfan og góðan frænda
og votta syni hans, Bjarti Frey, og
fjölskyldu innilega samúð.
Halldór.
Bent Bjarni
Jörgensen
HINSTA KVEÐJA
Það er með söknuði sem
við kveðjum Bent Bjarna í
dag. Hann skilur eftir hjá
okkur góðar minningar
sem lifa áfram þótt sjálfur
sé hann farinn. Minningar
úr fjölskylduboðum, frá jól-
um og fallegum sumardög-
um í sumarbústað ömmu og
afa í Skorradal. Við vottum
syni hans og fjölskyldu
innilega samúð okkar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Erla, Kristinn og Geir.
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
Hjartkær föðurbróðir minn,
ÁSGEIR AUÐUNSSON
frá Minni-Völlum,
verður jarðsunginn frá Skarðskirkju
laugardaginn 30. maí kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Auðunn Ágústsson.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar
kveðjur vegna andláts og útfarar
elskulegrar frænku okkar,
ÓSKAR JÓNSDÓTTUR
frá Grímsey,
Snorrabraut 32,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á fjórðu hæð á
hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun og séra Sigurður
Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju.
Guð blessi ykkur öll.
.
Systrabörnin.
Ástkær stjúpfaðir okkar og bróðir,
EIRÍKUR LEIFUR ÖGMUNDSSON,
Denni,
Stórahjalla 33,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 25. maí.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 3. júní kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Alfreð Erlingsson, Birna Bragadóttir,
Sæunn K. Erlingsdóttir, Ragnar G.D. Hermannsson,
systkinin og fjölskyldur.
✝ Björgvin fædd-ist í Rang-
árþingi 10. mars
1932. Hann lést á
Landakoti 18. maí
2015.
Foreldrar Björg-
vins: Kjartan Jó-
hannsson, f. 24.10.
1903, bjó á Bjólu í
Djúpárhreppi og
síðar á Brekku í
Holtum, og Guð-
finna Stefánsdóttir, f. 4.3. 1905,
húsfreyja. Systkini Björgvins:
Ásgeir, f. 24.3. 1933, látinn, Stef-
án, f. 1.11. 1934, Jóhann, f. 13.1.
1937, og Sigurður, f. 29.11. 1949.
Björgvin fæddist í Rang-
árþingi og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá ML árið
1955 og prófi frá viðskiptadeild
Háskóla Íslands árið 1961.
Björgvin hóf störf að lokinni
skólagöngu hjá Útgerðarstöð
Guðmundar Jónassonar í Sand-
gerði. Þar starfaði hann til 1966
er hann tók við aðalbókarastarfi
hjá Jóni Loftssyni hf. í Reykja-
vík. Árið 1970 hóf Björgvin störf
hjá Ísal og starfaði þar mest af
sinni starfsævi.
Björgvin kvæntist
árið 1959 Þuríði
Jónsdóttur, f. 23.9.
1932, d. 9.3. 2013.
Börn þeirra Þur-
íðar eru Þórunn
Birna, f. 20.1. 1959,
gift Guðna Jónssyni
og dætur þeirra
eru Þuríður Björg,
í sambúð með
Darra Erni, saman
eiga þau börnin Hilmar Örn og
Þórunni Ýri; Rósa Björk í sam-
búð með Ásgeiri Skorra, saman
eiga þau Hildi Emmu; Guðný
Birna. Guðmundur Þröstur, f.
9.10. 1962; Árni, f. 21.2. 1966,
kvæntur Svövu Sæberg og börn
þeirra eru Árni Sæberg og Jó-
hanna María Sæberg; Kjartan
Björgvinsson, f. 6.3. 1966, og er
sambýliskona hans Eva Lísa
Reynisdóttir, börn þeirra eru
Andrea og Björgvin Nói. Kjartan
á soninn Elís Viktor úr fyrra
sambandi en hann er í sambúð
með Hugrúnu Hlín.
Útförin fer fram frá Vídalíns-
kirkju í dag, 29. maí 2015, kl. 13.
Nú hefur afi Björgvin fengið
hvíld eftir erfið veikindi. Afa verð-
ur minnst með mikilli hlýju af öll-
um sem til hans þekktu.
Við dvöldum oft hjá afa og
ömmu þegar við vorum lítil þegar
foreldrar okkar voru í vinnu og
var afi afskaplega duglegur að
lesa fyrir okkur og kynna fyrir
okkur sumar af uppáhaldssögun-
um sínum og dældi í okkur fróð-
leik um fornsögurnar, goðafræði,
landafræði og já, bara allt milli
himins og jarðar, enda var afi
ótrúlega fróður, vel lesinn og
minnugur.
Eitt af því sem gaman var að
gera með afa var að fylgjast
með spurningakeppnum í sjón-
varpi eða útvarpi því afi vissi
svörin við nánast öllu en ekki
vitum við til þess að hann hafi
tekið þátt í svona keppnum.
Hann var ekki mikið fyrir að
trana sér fram og kunni best við
sig heima við í rólegheitum eða
uppi í sumarbústað í Landsveit-
inni þar sem afi og amma undu
sér hvað best.
Eitt af því sem afi velti hvað
mest fyrir sér var hvað það væri
sem gerðist eftir dauðann. Við
vonum að hann hafi fengið svar og
sé ánægður með það.
Árni Sæberg og
Jóhanna María Sæberg.
Nú er komið að kveðjustund og
skrifum við þessi orð með trega
og söknuði, við erum að kveðja
einstakan afa sem við erum svo
þakklátar fyrir að hafa átt.
Við vorum svo heppnar að alla
tíð hefur afi búið í göngufjarlægð
frá okkur systrunum og höfum
við alltaf verið með annan fótinn á
heimili þeirra ömmu.
Afi fylgdist því með okkur,
hjálpaði okkur við lærdóminn og
tók virkan þátt í lífi okkar alla tíð.
Afi var einstaklega klár, jarð-
bundinn, nægjusamur og
skemmtilegur afi. Það má eigin-
lega segja að hann hafi verið
gangandi google og ef einhverjar
upplýsingar vantaði þá var svo
sannarlega gott að fletta upp upp-
lýsingum úr kollinum á afa.
Hann hafði gaman að því að
ræða ættfræði, guðfræði, landa-
fræði, tungumál, heimspeki en
hann hafði ótrúlegan eiginleika
að ræða málefnalega og fullorð-
inslega við okkur þrátt fyrir ung-
an aldur, hann sýndi okkur ávallt
einstaka athygli og skilning í dag-
legu lífi. Við erum óendanlega
þakklátar fyrir þau lífsgildi sem
afi hefur kennt okkur, allt sem við
höfum lært bæði með honum og
af honum.
Við varðveitum minningu hans
í hjörtum okkar og munum hon-
um aldrei gleyma.
Góðar minningar geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þínar afastelpur,
Þuríður, Rósa og Guðný.
Kveðja frá Kiwanisklúbbnum
Setbergi, Garðabæ
Það var fyrir rétt tæpum 40 ár-
um í sumarbyrjun 1974 að nokkr-
ir karlar í Garðahreppi komu
saman til að stofna Kiwanisklúbb.
Fæstir gerðu sér grein fyrir um
hvað málið snerist, en vissu þó að
þeir ætluðu að láta gott af sér
leiða fyrir bæjarbúa og þá sér-
staklega ungu kynslóðina í ört
vaxandi sveitarfélagi.
Þremur árum síðar, þegar
Björgvin Kjartansson gekk til liðs
við klúbbinn, fengum við góðan
liðsmann. Björgvin hefur starfað
óslitið síðan og gegnt mörgum
ábyrgðarmiklum störfum fyrir
klúbbinn. Sérstaklega var leitað til
hans varðandi fjármál og endur-
skoðun. Þar var réttur maður á
réttum stað, nákvæmni og trú-
mennska í heiðri höfð. Áhuginn
alltaf mikill fyrir öllum verkefnum
og lá hann ekki á liði sínu, jarð-
bundinn og raunsær, rólegur og
yfirvegaður með skemmtilegan og
hnyttinn húmor sem særði engan.
Í Kiwanisstarfinu var hann ekki
einn. Kona hans, Þuríður Jóns-
dóttir, Þura eins og hún var ætíð
kölluð, starfaði einnig í Sinawik
sem er klúbbur eiginkvenna Kiw-
anismanna sem studdi við starf-
semi Setbergs og þá sérstaklega
það sem tilheyrði klúbbhúsinu
okkar við Faxatún. Voru þau hjón
samhent í starfi og var sérstaklega
skemmtilegt þegar klúbbfélagar
höfðu viðkomu hjá þeim góðu
hjónum á sveitarsetri þeirra í
Rangárþingi. Það var enginn betri
en Björgvin að hafa fararstjórn,
enda þekkti hann alla staði eins og
lófann á sér og ef eitthvað vantaði
uppá fyllti Þura upp í eyðurnar.
Árið 1997 kynntist ég nýjum
Björgvini. Eftir að hann hætti í ál-
verinu tók hann að sér störf að-
stoðarkirkjuvarðar í Garðasókn
þar sem Þura sá um veitingar.
Þessi störf eins og annað unnu
þau af sérstakri trúmennsku og
óeigingirni. Öllum sem kynntust
þessu góða fólki þótti mjög vænt
um þau, enda ekki annað hægt.
Eftir að Þura dó var Björgvin
ekki samur.
Fyrir störf sín í þágu Setbergs
og allt samstarf í klúbbnum minn-
ast félagar Björgvins og drúpa
höfði í virðingu og þökk. Að leið-
arlokum þakka ég persónulega
mjög ánægjuleg samskipti við
Björgvin sem aldrei bar skugga á.
Ég óska honum góðrar ferðar
til austursins eilífa og verði hann
Guði falinn.
Matthías Guðm. Pétursson.
Enginn stöðvar tímas þunga
nið og nú hefur hann hrifið enn
einn úr hinum samhenta hópi ML
5́5 sem fagnar 60 ára stúdentsaf-
mæli á þessu vori. Við vorum 25
sem útskrifuðumst frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni 14. júní
1955 og í þeim hópi var Björgvin
Ottó Kjartansson sem hér skal
minnst. Hann var bóndasonur úr
Rangárþingi, þéttur á velli og
þéttur í lund, söngmaður góður,
hjartahlýr ljúflingur sem vildi
hvers manns vanda leysa, enda
varð hann gæfumaður í einkalífi.
Hann eignaðist einstaka mann-
kostakonu, Þuríði Jónsdóttur,
fyrir eiginkonu og mikilhæf börn.
Hann lauk prófi í viðskiptafræði
frá Háskóla Íslands og þau fræði
sköpuðu honum lífstíðar starfs-
vettvang, lengst af sem aðalbók-
ara álversins í Straumsvík.
Starfsframinn breytti honum þó í
engu og voru þau hjónin samhent
í höfðingsskap sem við bekkjar-
systkinin fengum oft að njóta
ómælt. Hvers vegna örlögin
ákváðu að grípa um taumana þeg-
ar notaleg elliár voru hafin verður
hvorki skýrt né skilið, áföllin riðu
yfir hvert af öðru. Fyrst ótíma-
bært andlát Þuríður og aðeins
fáum vikum síðar heilablæðing
Björgvins sem svipti hann heilsu
að miklu leyti. Hann var umvafinn
kærleik og umhyggju barna sinna
og barnabarna allt til hinstu
stundar og hafi þau öll einlæga
þökk okkar allra sem nú söknum
vinar í stað.
Fyrir hönd ML ’55,
Nína Sveinsdóttir.
Leiðir okkar Björgvins O.
Kjartanssonar lágu saman í mjög
ánægjulegu og skemmtilegu kór-
starfi í Garðakórnum, kór eldri
borga í Garðabæ. Hann var mjög
liðtækur í kórnum og söng bassa.
Björgvin var gjaldkeri í kórnum
til fjölda ára og leysti það starf af
höndum af mikilli trúmennsku og
samviskusemi. Við áttum einnig
saman mjög ánægjulegt samstarf
í sambandi við kirkjuna okkar.
Þar og í stjórn kórsins var Björg-
vin afskaplega tillögugóður og
skemmtilegur samstarfsmaður.
Það var ógleymanlegt þegar kór-
inn fór í heimsókn til Björgvins og
hans yndislegu konu, Þuríðar
Jónsdóttur, í sumarhús þeirra;
Bjalla, austur í Landsveit, fyrir
nokkrum árum síðan og nutum
þar frábærra veitinga, ásamt
miklum söng. Hafi þau innilegar
þakkir fyrir. Það er mannbætandi
og þakkarvert að hafa fengið að
kynnast og hafa átt þess kost að
eiga samleið um nokkurra ára
skeið með honum. Ég vil nota
þetta tækifæri og færa þeim hjón-
um, Björgvin og Þuríði, sem nú
eru bæði farin yfir móðuna miklu,
þakkir fyrir samveruna og inni-
legar samúðarkveðjur til barna og
barnabarna þeirra og þó sérstak-
lega til dóttur þeirra, Þórunnar
Birnu, sem við, kórfélagar og ég,
höfum átt sérstaklega ánægjulegt
og gott samstarf við.
Kveðjur frá félögunum í Garða-
kórnum,
Helgi K. Hjálmsson.
Björgvin Ottó
Kjartansson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi.
Okkur þykir svo vænt
um þig og við söknum þín
svo mikið. Það er svo skrít-
ið að geta ekki heimsótt þig
lengur og ótal spurningar
sem við fáum ekki svör við.
Okkur langar að kveðja
þig með þessari kvöldbæn.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig
Guð í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Þín langafabörn,
Hilmar Örn, Þórunn
Ýr og Hildur Emma.