Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Peter Souter, stjórnarformaður og sköpunarstjóri TBWA\London, kann sitthvað fyrir sér í markaðs- setningu. Eflaust hafa margir les- endur rekið augun í greinar í síð- ustu viku um fagurblátt hús á floti niður ána Thames. Þar var Peter og teymi hans að störfum og markmiðið að vekja athygli á lagabreytingu sem leyfir Lund- únabúum að leigja íbúðir sínar út á Airbnb. Uppátækið vakti at- hygli í fjölmiðlum um allan heim. Nú er Peter kominn til Íslands og heldur hann erindi á ráðstefnu SFS á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Peter ætlar að reyna að svara því hvort, og þá hvernig væri hyggileg- ast að haga markaðssetningu ís- lenskra sjávarafurða á alþjóðamark- aði. Fjárfesting, ekki útgjöld Um þörfina á að markaðssetja hefur hann það að segja að mark- mið fyrirtækja eins og TBWA sé alltaf að skila viðskiptavininum fleiri krónum í kassann. „Markaðs- starf á ekki að snúast um útgjöld heldur um fjárfestingu. Úthugsað markaðsstarf á að skila sér í auk- inni markaðshlutdeild, meiri eft- irspurn og þar með aukinni sölu og hærri verðum. Hættan er líka sú að ef markaðsstarfið mætir afgangi þá sæti keppinautarnir lagi og hrifsi til sín stærri skerf af sölunni.“ Peter leggur einnig á það ríka áherslu að ekki sé sama hvernig að markaðsstarfinu er staðið. Það sé ekki endilega ávísun á árangur að eyða fúlgum fjár í langar sjónvarps- auglýsingar eða veggfóðra neðan- jarðarlestakerfið í London með plakötum. „Eins og málið horfir við mér ætti að vinna að því að skapa íslenskum sjávarafurðum heildstætt vöru- merki, og styrkja þetta vörumerki í hugum neytenda. Mér kemur til hugar danskt beikon sem dæmi um sterkt merki af þessum toga, sem í huga almennings er orðið tákn um gæði. Sama hver framleiðandinn er getur kaupandinn stólað á að ef pakkningin er merkt „danskt beik- on“ þá er varan fyrsta flokks.“ Grátur og gleði Með þennan útgangspunkt til hliðsjónar þarf svo að huga að því hvernig markaðsefnið er útfært. Þar segir Peter þurfa að fylgja þeirri grunnreglu að fá áhorfandann til að hlæja, gráta eða hugsa. Að öðrum kosti skapist ekki nægilega sterk hugrenningatengsl. Íslenskar sjávarafurðir standa þar vel að vígi að því leyti að hægt er að nota hreinleika afurðarinnar og ábyrgar fiskveiðar sem eitthvað fyrir neytendur til að „hugsa um“. En hvað með hlátur? Er matur eitthvað til að gantast með? „Bandarísku mjólkurauglýsing- arnar, Got milk? eru gott dæmi um hvernig má gera þetta vel. Mjólk er jú bara mjólk, og kannski er fiskur bara fiskur, en með léttleikanum er hægt að gera áhugaverðan hlut úr vöru sem er í grunninn hversdags- matur.“ Peter segir markmiðið með ferð sinni til Íslands einmitt ekki síst að hvetja íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til að þora að nálgast markaðs- starfið á frumlegan hátt. „Stjórn- endurnir þurfa að vera reiðubúnir að taka áhættu og hafa kjarkinn til að gera eitthvað verulega fyndið, eða verulega hrífandi, ef á að gera alvöru breytingar á neysluvenjum markhópsins.“ Þarf heildstætt vörumerki Morgunblaðiði/Skapti Hallgrímsson Vara Fiskvinnsla á Dalvík. Hvernig ætli væri hægt að ná fram réttum hug- hrifum í markaðsefni sem á að auka eftirspurn eftir íslenskum fiski?  Segir að við markaðssetningu á íslensku sjávarfangi þurfi að búa til markaðs- efni sem fær fólk til að hlæja, gráta eða hugsa  Frumleiki kallar á kjark Ráðleggingar » Íslenskur sjávarútvegur þarf að hafa kjarkinn til að fara frumlegar leiðir. » Markaðsstarfið á að snúast um að skila fleiri krónum í kassann. Peter Souter stjórnar og framkvæmdastjóra námu 16 milljónum. Heildareignir sjóðsins voru í árslok 5,4 milljarðar króna. Eig- infjárhlutfall sjóðsins er 97,5%. NSA fjárfesti fyrir 390 milljónir króna á síðasta ári. Fjárfest var í tveimur nýjum sprotafyrirtækjum Sling og Kaptio og í sjö fyrir- tækjum sem NSA átti þegar eign- arhlut í. Á árinu fjárfesti NSA einnig í fjárfestingasjóðnum Frumtaki og fer þar með ráðandi hlut, 37%. Um síðustu áramót átti NSA hlut í 34 fyrirtækjum, stærstu eignarhlutarnir, 30% eða meira, eru í Gogogic, Frumtaki GP, Líf- eind, Norrænum myndum, Trans- mit, AMP, Stika, 3Z, Admit, Co- oori, Gangverði, Oxymap og Stjörnu-Odda. Á árinu seldi NSA eignarhlut sinn í fyrirtækjunum Primex, Kerecis og Alur álvinnslu. NSA hóf starfsemi 1997 og er í eigu ríkissjóðs þar sem umsjón með sjóðnum er í höndum atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra. Fjárfestingar NSA hafa verið yfir 150 frá stofnun. margret@mbl.is Hagnaður Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, NSA, var 201 milljón króna á síðasta ári í samanburði við 13 milljóna króna hagnað árið á undan. Rekstrartekjur námu 448 milljónum króna samanborið við 310 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld voru 246 milljónir króna, þar af voru færðar 102 milljónir króna í afskriftir sem varúðarniðurfærsla. Laun og tengd gjöld voru 78 milljónir króna en hjá sjóðnum starfa 6 starfsmenn. Laun og þóknanir til NSA með 201 milljón króna í hagnað  Fjárfest fyrir 390 milljónir króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Valfells framkvæmdastjóri. ● Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% milli mánaða og mælist því verðbólgan 1,6% fyrir 12 mánaða tíma- bil. Verð á mat og drykkjarvörum hækk- aði um 0,95%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,30% frá apríl. Vísitala neysluverðs samkvæmt út- reikningi Hagstofunnar núna er 428,2 stig og gildir til verðtryggingar í júlí. Verðbólgan komin í 1,6% í nýrri mælingu ● Eignarhaldsfélagið Hofgarðar ehf., sem er einkahlutafélag í eigu Helga Magnússonar, varaformanns stjórnar N1, keypti hlutabréf í N1 fyrir 109 millj- ónir króna í gær. Þar sem um kaup fruminnherja er að ræða voru þau til- kynnt í Kauphöllina en keyptar voru þrjár milljónir hluta á genginu 36,30. Í nýbirtu árshlutauppgjöri hjá N1 kom fram að afkoma á fyrsta ársfjórðungi væri betri en á sama tíma í fyrra. Helgi kaupir fyrir 109 milljónir króna í N1                                    !"#$ !$ #$" %  #%  # !#!$ $$!#  %# &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  " !#$ !%% #% %!$ $$   !$ $"#%  %  # !" $ !$! #%%$ %# #%   !$%" $%  % !#%$ Orkuveita Reykjavíkur, OR, skilaði 3,3 millj- arða króna hagn- aði á fyrsta árs- fjórðungi. Rekstrartekjur voru rúmir 11 milljarðar króna og nam veltufé frá rekstri rúm- um 6 milljörðum króna. Eigið fé hefur hækkað frá áramótum og var í lok tímabils 107 milljarðar króna. Vegna uppskipt- ingar OR í upphafi síðasta árs er ekki gefinn upp samanburður við fyrra ár í árshlutareikningnum. Í skýrslu um fjár- og áhættustýr- ingu sem gefin var út í gær kemur fram að mikill árangur hafi náðst á því sviði í rekstri OR. Góð af- koma OR Rekstrartekjur OR voru 11 milljarðar.  Hagnaður 3,3 millj- arðar í fjórðungnum ● Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlag til Tækniþróunar- sjóðs umtalsvert í samræmi við að- gerðaáætlun Vís- inda- og tækni- ráðs. Þetta kom fram í ávarpi Ragn- heiðar Elínar Árna- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á ársfundi Nýsköp- unarsjóðs sem haldinn var á Grand hót- el í gærmorgun. Í ár er framlag til Tækniþróunarsjóðs 1.372 milljónir króna og er gert ráð fyrir að bæta um einum milljarði króna við árið 2016. Tækniþróunarsjóður fær meira fjármagn Ragnheiður Elín Árnadóttir STUTTAR FRÉTTIR ... Garðsláttuvélar og garðtraktorar Mikið úrval sláttuvéla, garðtraktora og ásetusláttuvéla ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.