Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 43
ar í dag“ Ég svaraði kallinu, sótti um og var hjá IBM til 1984.“ Með kaupum Erlings og Gunnars Ólafssonar á Gísla J. Johnsen hf. það ár og síðar á Skrifstofuvélum hf. hófst 30 ára tímabil hjá Erling við framkvæmdastjórn tæknifyrir- tækja. Erling var framkvæmdastjóri Radíóstofunnar hf. og Norsk Data á Íslandi hf. 1990-92, varð síðan einn af framkvæmdastjórum Nýherja hf., en Nýherji varð til við samruna IBM á Íslandi og Skrifstofuvéla hf. Þann- ig var Erling kominn aftur á fornar slóðir. Við stofnun Sense ehf., sem er dótturfélag Nýherja, varð Erling framkvæmdastjóri þess. Þar lýkur hann nú hálfrar aldar starfsferli við tölvur og tæknibúnað. „Frá samtal- inu við meistara minn, Einar J. Skúlason, og til dagsins í dag hef ég aldrei gefið mér tíma til að líta um öxl. Fyrir framan mig hafa stöðugt verið ný og spennandi verkefni. Ég get þess vegna gert núverandi ein- kunnarorð Nýherja að mínum: „Við höfum góða reynslu af framtíðinni.““ Erling sat í bæjarstjórn Garða- bæjar 1990-2014 er hann dró sig í hlé. Hann sat í bæjarráði í 24 ár, þar af formaður í 17 ár, var oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ á árunum 2006-2014, gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveitarfélagið og á nú sæti í siðanefnd Sambands sveitar- félaga og stjórn Hönnunarsafns Ís- lands. Erling var formaður Siglinga- klúbbsins Vogs í Garðabæ, sat í stjórn Siglingasambands Íslands, í stjórn UMF Stjörnunnar, formaður knattspyrnudeildar og sat í lands- liðsnefnd KSÍ. Hann er Paul Harris- félagi í Rotaryklúbbnum Görðum, formaður Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps og á sæti í Hornstrandanefnd. Erling var sæmdur gullmerki ÍSÍ, gullmerki GKG, gullmerki Stjörn- unnar, starfsmerki UMSK, heiðurs- viðurkenningu frá ÍTG og er heið- ursfélagi UMF Stjörnunnar. Fjölskylda Eiginkona Erlings er Erla Þor- láksdóttir, f. 23.1. 1947, fyrrv. bankastarfsmaður. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Pétursdóttir, f. 8.9. 1922, d. 5.2. 2007, húsfreyja, og Þor- lákur Sigurðsson, f. 29.8. 1922, d. 9.12. 2005, sjómaður og netagerð- armaður. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Börn Erlings og Erlu eru Heimir Erlingsson, f. 1969, viðskiptafræð- ingur í Garðabæ, en kona hans er Soffía Ketilsdóttir lögfræðingur og eru barnabörnin Hrannar, f. 1993 (móðir hans er Hrund Grétars- dóttir), Axel Örn, f. 2003, Eva Mar- grét, f. 2005, Aron Freyr, f. 2009, og Thelma Lind, f. 2012; Viðar Erlings- son, f.1975, verkfræðingur í Garða- bæ en kona hans er Ágústa Björg Bjarnadóttir mannauðsstjóri og eru barnabörnin Dagur Ingi, f. 2003, Andri Felix, f. 2006, og Erla Björg, f. 2010; Elfa Björk Erlingsdóttir, f. 1982, viðskiptafræðingur í Garðabæ en maður hennar er Sigurður Bjarni Sigurðsson viðskiptafræðingur, og eru barnabörnin Ingibjörg Erla, f. 2006, og Rósa María, f. 2010. Systkini Erlings: Anna Ásgeirs- dóttir, f. 22.3. 1947, stjórnar- formaður í Kópavogi; Ingibjörg Ás- geirsdóttir, f. 12.4. 1953, hjúkrunar- forstjóri í Hafnarfirði; Ásgeir Ásgeirsson, f. 7.10. 1960, MBA. Foreldrar Erlings: Ásgeir Jóns- son, f. 7.12. 1920, d. 28.9. 2010, skó- kaupmaður, og Guðríður Jónsdóttir, f. 29.7. 1924, fyrrv. verslunarmaður og húsfreyja. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi. Úr frændgarði Erlings Ásgeirssonar Erling Ásgeirsson Hermann Sigurðsson b. á Læk og Sæbóli Guðrún Finnbjarnardóttir húsfr. á Læk og Sæbóli Jón Sigfús Hermannsson útvegsb. á Sæbóli og Læk Elenóra Guðbjartsdóttir húsfr. á Sæbóli og Læk í Aðalvík Ásgeir Jónsson kaupm. í Kópav. og Grb. Guðbjartur Guðmundsson b. á Hesteyri Þorbjörg Finnsdóttir vinnukona á Hesteyri Þórður Guðlaugsson frá Bröttuhlíð á Rauðasandi Helga Guðmundsdóttir frá Seljalandi, A-Barðaströnd Jón Þórðarson skipstj. og útgerðarm. á Patreksf. Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. á Patreksfirði Guðríður Jónsdóttir verslunarm. í Kóp. og Grb. Ólafur Björnsson b. í N-Botni Málfríður Arngrímsdóttir húsfr. í N-Botni í Sperlahlíð Jón Már Héðinsson skólam. MA á Akureyri Elín Héðinsdóttir bankam. á Akureyri Jóhannes Héðinsson skipstj. á. Patreksf. Freyr Héðinsson vélstj. á Patreksf. Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Patreksf. Héðinn Jónsson skipstj.á Patreksf. Erling Formaður undirbúnings- nefndar um sameiningu Garða- bæjar og Álftaness. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Finnur fæddist á Akureyri29.5. 1858. Foreldrar hansvoru Jón Borgfirðingur, bók- bindari, fræðimaður og lögreglu- maður í Reykjavík, og k.h., Anna Guðrún Eiríksdóttir. Meðal systkina Finns voru Klem- ens, landritari og ráðherra, og Vil- hjálmur Borgfjörð, cand. phil. og póstmeistari í Reykjavík. Kona Finns var Emma Heraczek, en sonur þeirra var Jón kaupmaður í Óðinsvéum. Finnur varð stúdent frá Reykja- víkurskóla 1878, tók próf í málfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1883 og varð dr. phil. þar 1884 með rit- gerðinni Kritiske studier over en del af de ældste norske og islandske skjaldekvad. Finnur kenndi við Hafnarháskóla frá 1885, varð dósent þar 1887 og prófessor í norrænni textafræði 1898, skipaður 1911, en fékk lausn frá störfum sökum aldurs 1928. Finnur sinnti fræðistörfum og umfangsmiklu útgáfustarfi og má þar nefna Egils sögu, Konungsbók eddukvæða, ljósprentun handritsins með nákvæmri útgáfu textans, Hauksbók, og Heimskringlu í fjór- um bindum. Eitt mesta stórvirkið á útgáfusviðinu var dróttkvæðaútgáf- an mikla, Den norsk-islandske skjaldedigtning, útg. 1912-15, og Lexicon poeticum antiquae linguae septentrionalis, útg. 1913-16. Þá er fornbókmenntasaga Finns í þremur bindum afar ítarlegt grundvallarrit: Den oldnorske og oldislandske litte- raturs historie. Auk þess vann hann að fornleifarannsóknum á hofrústum hér á landi, einkum norðanlands. Finnur var einn afkastamesti nor- rænufræðingur síns tíma og var í áratugi talinn fremstur fræðimanna í þeirri grein. Hann varð heiðurs- doktor við Háskóla Íslands 1921, í Vísindafélaginu danska 1898, Kung- liga Vetenskaps- och vitterhets- samhället i Göteborg 1905, bréfa- félagi í Kungliga Vitterhets-, Historie- och Antikvitetsakademien 1908 og í fjölda annarra vísinda- félaga, sat í stjórn fornritadeildar Fornfræðafélagsins, var formaður þess og stjórnar Árnasafns. Finnur lést 30.3. 1934. Merkir Íslendingar Finnur Jónsson 100 ára Þorkell Zakaríasson 90 ára Andrés Þ. Guðmundsson Sólveig Eggerz Pétursdóttir Svava Brynjólfsdóttir 85 ára Erla Jakobsdóttir Guðrún Jóhannesdóttir Ólafur Kr. Guðmundsson 80 ára Jónína Sigríður Óskarsdóttir Olga Ingibjörg Ólafsdóttir Stefanía Bergþóra Önundardóttir 75 ára Eygló Kortsdóttir Flosi Ingólfsson Sigurbjörg Viggósdóttir Sóley Björk Ásgrímsdóttir 70 ára Arína Guðmundsdóttir Axel Axelsson Bjarni Guðmundsson Guðmundur Eyjólfsson Hans Agnarsson Hjörtur Ingólfsson Kristinn Sveinbjörnsson Kristján Ævar Arason Maria Elvira da Silva Oddur Valur Möller Gunnlaugsson 60 ára Anna Lilja Pálsdóttir Bergur Mekkinó Jónsson Guðlaugur Þór Pálsson Jón Finnur Ögmundsson Oddný Hafdís Jónsdóttir Sigurður Pétur Eiríksson Skúli Einarsson Sveinn Daniel K. Lyngmo 50 ára Björg Traustadóttir Erna S. Jóhannsdóttir Guðmundur Flosi Guðmundsson Gylfi Engilbert Rafnsson Halldór Jónasson Hanna Kristín Pétursdóttir Hrafnhildur Haraldsdóttir Hrönn Kristinsdóttir Jóhannes B. Þórarinsson Magnea B. Magnúsdóttir Margrét Gróa Björnsdóttir Rúnar Már Jónsson Sigríður Gunnarsdóttir Sigríður Klara Árnadóttir Tao Kongsbak 40 ára Árni Björn Helgason Árni Örvar Daníelsson Brynhildur M. Sölvadóttir Daníel Már Sigurðsson Elínrós Erlingsdóttir Haraldur Guðnason Hulda Guðný Jónsdóttir Ingi F.H. Ágústsson Linda Rán Ómarsdóttir Pálína Árnadóttir Róbert Styrmir Helgason Sólveig Anna Jónsdóttir Trausti Veigar Hilmarsson Þórey Árnadóttir 30 ára Björg Gunnarsdóttir David Garcia-Balbuena Egill Halldórsson Hákon Jónsson Kristín M. Guðmundsdóttir Martina Skultétyová Nikolajs Dambitis Scott Ryan Clary Trausti V. Gunnlaugsson Til hamingju með daginn 30 ára Marella ólst upp á Akranesi, býr þar, lauk prófum í tískuljósmyndun í London College of Fash- ion og er ljósmyndari. Maki: Valgeir Sigurðsson, f. 1978, upptökumaður og tölvufræðingur. Foreldrar: Steinn Helga- son, f. 1954, húsasmíða- meistari og kennari við FVA, og Elín Klara Svav- arsdóttir, f. 1953, kaup- maður í Römmum og myndum. Marella Steinsdóttir 30 ára Hjörtur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum frá leiklistardeild LHÍ og er leikari hjá Borg- arleikhúsinu. Maki: Brynja Björnsdóttir, f. 1982, leikmyndahönn- uður. Sonur: Óskírður, f. 2015. Foreldrar: Jón Hjartar- son, f. 1942, leikari í Reykjavík, og Ragnheiður Tryggvadóttir, f. 1958, framkvæmdastjóri Rithöf- undasambandsins. Hjörtur Jóhann Jónsson 30 ára Atli Freyr ólst upp í Reykjavík, býr í Kópa- vogi, lauk prófum sem tækniteiknari og starfar hjá Mannviti verkfræði- stofu. Systkini: Hafdís Runólfs- dóttir, f. 1976, og Daði Arnar Runólfsson, f. 1980. Foreldrar: Runólfur Run- ólfsson, f. 1950, banka- maður, og Gerður Hulda Hafsteinsdóttir, f. 1957, athafnakona. Atli Freyr Runólfsson Þýskar hágæða pönnur frá AMT Allt fyrir eldhúsið • AMT eru hágæða pönnur úr 9mm þykku áli. • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita. • 3 ára ábyrgð á verpingu. • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna. • Nothæf fyrir allar eldavélar. • Má setja í uppþvottavél. Íslenska og þýska kokkalandsliðið nota AMT pönnur. WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan” according to VKD, largest German Chefs Association * Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.