Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 1
Svona lítur miðbær Reykjavíkur út frá sextándu hæð nýja Fosshótelsturnsins á Höfðatorgi. Á þessari efstu hæð hótelsins verða eingöngu svít- ur og mun nóttin í þeim dýrustu kosta 160 þús- und á háannatíma. Fundasalur er í stærstu svít- unum. Risahótelið verður opnað á mánudag. »17 Svíturnar á risahótelinu að verða tilbúnar Morgunblaðið/Golli F Ö S T U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  124. tölublað  103. árgangur  RUGBY HIN FULLKOMNA HÓPÍÞRÓTT ALLT UM GRILLIÐ OG GARÐVINNUNA ÓPERU-LÍSA BLUNDAÐI Í HÁLFA ÖLD 24 SÍÐNA BLAÐAUKI FURÐUVERÖLD LÍSU 46ÍÞRÓTT FYRIR ALLA 10 Ljósmynd/Páll Guðmundsson Skálinn í Hrafntinnuskeri Gríðarmikill snjór er nú víða á hálendinu.  „Það er óhemjumikill snjór á há- lendinu,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands. Hann fór ásamt fleirum í Hrafntinnusker um hvítasunnu- helgina. Ferðafélagsmenn hafa far- ið á hverju vori árum saman til að huga að opnun fjallaskálanna. „Það hefur ekki verið jafnmikill snjór á hálendinu og nú í manna minnum,“ sagði Páll. „Að skálanum í Hrafntinnuskeri er hátt í þriggja metra djúpur snjór. Þetta er 5-6 metra hátt hús og maður stóð jafn- fætis þakbrúninni.“ »9 Ekki jafnmikill snjór á hálendinu í manna minnum Staðan » Yfirlýsing um aðgerðir stjórnvalda verður lögð fyrir ríkisstjórnarfund í dag. » Ef samningar hafa tekist verða drög kynnt í félögum í dag og skrifað undir síðdegis. » Samið er til rúmlega þriggja ára, til loka árs 2018. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samningamenn í Karphúsinu voru seint í gærkvöldi að ljúka frágangi á síðustu málunum í nýjum kjarasam- ingi. Stefnt er að því að bera samn- ingana undir stjórnir félaga beggja vegna samningsborðsins um hádegið og skrifa undir samninga í kjölfarið. Nokkur stór mál vöfðust fyrir samninganefndunum á lokametrun- um eftir að búið var að ganga frá megintexta samningsdraganna og öllum bókunum sem þeim eiga að fylgja. Meðal þeirra var krafa verka- lýðsfélaganna um sérstaka launa- hækkun fyrir fiskvinnslufólk. „Þetta er úrslitaatriði til þess að samningar fáist samþykktir í félögunum,“ sagði Arnar G. Hjaltalín, formaður Dríf- anda stéttarfélags í Vestmannaeyj- um. Tókst að ljúka þessu máli um klukkan tíu í gærkvöldi. Þá voru verslunarmenn enn í viðræðum við atvinnurekendur um sérmál. „Þetta er mjög kostnaðarsamur kjarasamningur fyrir atvinnulífið. Miklar hækkanir, sérstaklega á lægstu launin,“ sagði Þorsteinn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri SA, en bætti við að vonir væru bundnar við að með samningi til svo langs tíma tækist að vinna áfram á grundvelli aukins kaupmáttar og áframhald- andi stöðugleika. Síðustu hnútarnir hnýttir  Samningamenn unnu fram eftir kvöldi við að finna lausn á kröfum fiskverka- fólks  Kostnaðarsamir samningar fyrir atvinnulífið, segir framkvæmdastjóri SA MStefnt að undirritun »4 Morgunblaðið/Golli Á sjúkrahúsi Þorgerður Egilsdóttir ásamt Brynhildi dóttur sinni. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Landspítalinn er núna rekinn sem bráðaspítali þar sem öllu er for- gangsraðað og eingöngu sinnt bráðum aðgerðum. Um helmingur hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu er að störfum í verkfallinu. Verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á sjúkrahúsum ríkisins hefur nú staðið yfir í á þriðja sólarhring. Að öllu jöfnu liggja 18 sjúklingar á deild B5, sem er bæklunarskurð- deild á Landspítalanum í Fossvogi. Í gær voru þeir átta og einn þeirra var Þorgerður Egilsdóttir. Hún er áttræð og var flutt á Landspítalann eftir að hafa lærbrotnað á heimili sínu á þriðjudaginn. Hún beið í sól- arhring eftir að komast í röntgen- myndatöku og fór í framhaldinu í aðgerð. Þorgerður og dóttir henn- ar, Brynhildur Inga Einarsdóttir, segjast vel verða varar við verkfall hjúkrunarfræðinga en ítreka að þeir sem séu að störfum leggi sig alla fram. „Vissulega hefur maður áhyggj- ur af aldraðri móður sinni á sjúkra- húsi sem er ekki fullmannað,“ segir Brynhildur. „Manni finnst að mað- ur þurfi að fylgjast vel með henni.“ Á ekki að gerast Mæðgurnar segjast styðja kröfur hjúkrunarfræðinga. „Þetta á ekki að gerast á sjúkrastofnunum,“ seg- ir Brynhildur. „Fólk á að fá mann- sæmandi laun svo það þurfi ekki að fara út í svona aðgerðir.“ Verkfallið hófst á miðnætti á þriðjudagskvöldið, en boðað hefur verið til sáttafundar í kjaradeilunni í dag. »6 Forgangsraðað og helmingur í vinnu  Beið í sólarhring eftir röntgenmyndatöku  Engir fundir hafa verið boðaðir  Sameinuðu þjóðirnar eru að endurskoða sam- starf sitt við Al- þjóða knatt- spyrnusam- bandið, FIFA, vegna ásakana um stórfellda spillingu. Helstu styrktar- fyrirtæki knattspyrnu í heiminum, Coca-Cola, Adidas, McDonald’s og Visa, leggja fast að FIFA að gera hreint fyrir sínum dyrum og setja sér strangari siðareglur. Öll spjót standa á Sepp Blatter, forseta FIFA, en hann virðist telja sig öruggan um að ná endurkjöri í dag, þrátt fyrir andstöðu aðild- arþjóða í Evrópu. »20 og Íþróttir Öll spjót standa á Sepp Blatter Sepp Blatter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.