Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 þú eldaðir þegar við komum og við vorum öll búin að giska á hver þeirra það væri. Spennan snerist um hver hefði haft rétt fyrir sér. Stundum fékk ég að koma ein út í heimsókn til ykkar og það fannst mér æðislegt, þá fékk ég oft meiri tíma ein með þér á daginn ef afi var að vinna og enginn annar heima. Þá gerðum við ýmislegt saman, eins og t.d. að spila á píanóið sem þú vildi ekki gera ef fleiri voru í kring. Þá fannst mér mjög skemmti- legt að fá að fara í fínu pelsana þína og hælaskó og setja á mig skartgripi og fara í einhvern leik, húsið var svo stórt að það var nóg pláss fyrir litla stelpu að leika sér. Þær voru líka margar bátsferðirnar sem við fórum öll saman í með afa sem skipstjóra og ég hafði mjög gaman af þeim. Ég man vel eftir því þegar þið afi keyptuð húsið í Florida og sýnduð okkur myndirnar. Þarna ætluðuð þið afi að verða gömul saman og spila golf. Ég gleymi aldrei morgninum sem þú fékkst fyrsta áfallið og við sátum öll saman við eldhús- borðið að fá okkur morgunmat. Það var skrýtinn morgunn og ég áttaði mig ekki alveg á hvað var að gerast en þú fórst á spítalann og varst þar í einhvern tíma. Þegar þið komuð svo heim til Íslands tók við langur tími af endurhæfingu og talkennslu. Mér fannst þú mikil hetja að ná þér eins vel og þú gerðir og ég var þakklát fyrir að fá að hafa þig áfram með mér í lífinu. Þetta sumar var húsið í New Canaan selt og ég var með ykkur þar úti þegar verið var að pakka saman – og dótið streymdi nánast enda- laust niður af háaloftinu. Þá gafstu mér hundamerkið hennar Pílu og fleiri hluti sem ég geymi enn og mun alltaf geyma. Rúm- lega ári eftir fyrsta áfallið fylgdi annað áfall. Alveg sama hvað þú reyndir, endurhæfingu og tal- þjálfun, þá kom þinn fyrri styrk- ur aldrei til baka og þú náðir þér ekki. Ég varð mjög reið út í lífið og skildi aldrei og skil ekki enn hvers vegna það þurfti að fara á þennan veg. En maður fær víst ekki svör við öllu og það er alls ekki allt í lífinu sanngjarnt. Elsku amma, það er skrýtið að hugsa til þess að nú ertu far- in. Mér finnst dálítið erfitt að takast á við þennan endanleika en á sama tíma veit ég að þú hefur fengið þá hvíld sem þú átt skilið eftir erfiða baráttu síðustu ára. Nú ertu aftur sameinuð dóttur þinni og systrum, sem voru þér svo nánar. Íris. Þegar ég hugsa til Ingu frænku þá kemur í huga mér gestrisni hennar sem ég var svo heppin að njóta jafnt á Íslandi, Lúxemborg eða í Ameríku. Í minningunni er jafnframt sjálf- stæð kona sem fór sínar leiðir innan þess ramma sem hún setti sér. Fjölskyldan var henni mik- ilvæg og lagði hún mikið upp úr fallegu heimili, hannyrðum og góðum mat enda frábær kokkur en það átti hún ekki langt að sækja. Þegar Inga og Einar fluttu til Connecticut breyttist líf hennar mikið. Ég hafði það á til- finningunni að hún nyti lífsins, fór meðal annars að spila tennis af kappi, það var ákveðin létt- leiki yfir lífi hennar í Ameríku. Það var því mikið áfall er Bryn- dís Elín, yngsta dóttirin, dó af slysförum. Þó Inga bæri ekki sorgina utan á sér vissi ég að missirinn var mikill. Nokkrum árum seinna fékk Inga fyrsta heilablóðfallið og skömmu síðar annað sem tók í burtu möguleika hennar til að segja sínar skoð- anir eða leggja til málanna eins og áður hafði verið. Það er aug- ljóst að það var mikið á hana lagt en ég get ekki varist því að hugsa um hvað við öll þ. á m. barnabörnin fórum á mis við, því þarna var einstaklega vel gefin kona sem hafði svo margt mik- ilvægt að segja. Það var þó ljóst að Inga fylgdist með og á sinn hátt sagði manni fréttir af börn- um og barnabörnum. Hún var ávallt umlukin myndum af fjöl- skyldunni og þegar minnst var á barnabörn og barnabarnabarn þá ljómuðu augun. Fljótlega eft- ir komuna til Íslands fluttu Inga og Einar á Söðulsholt á Snæ- fellsnesi. Þó Inga gæti ekki lengur rekið bú eins og áður var þá tók hún á sinn sérstaka hátt virkan þátt í því sem Einar tók sér fyrir hendur. Hún naut at- hafnaseminnar sem alltaf hefur verið í kringum Einar og þegar maður spurði um hestamennsk- una hló hún þessum sérstaka hlátri sem bjó yfir svo mikilli væntumþykju og stolti. Það var aðdáunarvert að sjá hversu vel Einar hugsaði um Ingu og hversu ákveðinn hann var í að gefa henni reisn í lífinu með því að hafa hana eins lengi og hægt var innan veggja heimilisins. Síðustu árin var Inga hinsvegar í góðu yfirlæti á Hjúkrunar- heimilinu í Borgarnesi. Þar naut hún umhyggju starfsfólks og fjölskylda og ættingjar sóttu hana gjarnan heim. Síðastliðinna jóla naut hún svo í faðmi fjöl- skyldunnar á Söðulsholti og af myndum sem Halldóra sendi má sjá þá miklu gleði sem það veitti henni. Ég hitti Ingu síðast þegar ég var á Íslandi í byrjun þessa árs. Fregnir höfðu borist af því að hún væri ekki hress og að mestu rúmliggjandi. Þrátt fyrir það þá var ljóst af handtaki og augnaráði að hún var fullmeð- vituð um hver var í heimsókn. Hún tók í höndina á mér og strauk um giftingarhringinn hennar mömmu sem ég hef bor- ið síðan hún lést fyrir fjórum ár- um. Ég var ekki viss hvort hún væri að segja mér að ég líktist mömmu eða kannski var hún að segja að tími væri kominn fyrir sig til að hitta mömmu aftur. Það eru skrítnar tilfinningar þegar komið er að lokum hjá þeim sem manni þykir mikið vænt um, þegar maður veit að það er þörf á hvíld en langar samt ekki að sleppa, því þegar stundin kemur þá er hún svo óafturkallanleg. Á þessum tíma eru minningarnar mikilvægar og þar er ég svo heppin að hafa fengið að kynnast svo stórbrot- inni konu. Það er mikill sökn- uður en líka þakklæti – ekki bara fyrir allt það sem Inga gerði heldur líka fyrir þá mann- eskju sem hún hafði að geyma og var um fram allt fram á síð- ustu stund. Bryndís H. Snæbjörnsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Við andlát Ingu frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, leita á hugann margar góðar minningar. Ég kynntist Ingu þegar við hófum nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1951, en þá kom fyrst saman sá hópur sem nú fagnar 60 ára stúdentsaf- mæli. Í áramótafagnaði 1951-2, heima hjá Ingu, leit ég fyrst augum glæsilega unga stúlku, sem mér leist svo vel á, að hún varð síðar eiginkona mín. Lillý mín og Inga voru svo góðar vin- konur eftir skólaárin í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og sú vinátta þeirra hélst alla tíð. Inga og Einar gengu í hjóna- band 19. september 1959 og bjuggu í Nýjabæ. Áttum við saman margar góðar stundir, þar og annars staðar, ásamt vin- um okkar Sigrúnu og Sævari, lækni okkar allra. Inga lauk Exam. pharm. prófi í lyfjafræði árið 1958 og starfaði nokkur ár í Reykjavíkurapóteki, en svo varð breyting á högum þeirra þegar Einar gerðist stöðvarstjóri Loftleiða í Lúxem- borg og við tók um það bil 30 ára dvöl erlendis, fyrst í Lúx- emborg og síðan í Bandaríkj- unum. Eftir að Einar varð for- stjóri Cargolux flugfélagsins þurfti hann vinnu sinnar vegna að vera mikið á ferðinni víða um heim og kom þá í hlut Ingu að gæta bús og barna og fórst henni það vel úr hendi. Eðlilega varð minna um sam- fundi okkar við Ingu og Einar. Þó hittumst við af og til hérna heima og nokkrum sinnum heimsóttum við þau í Lúxem- borg og alltaf var gagnkvæm ánægja þeirra vinkvennanna að hittast og spjalla saman. Fyrir um átján árum fékk Inga heilablóðfall, sem reyndist minni háttar en nokkrum mán- uðum síðar kom annað og alvar- legra áfall sem olli svo mikilli lömun að hún átti örðugt með hreyfingar og tal og tjáningar. Allan þann tíma sem liðinn er síðan þetta skeði hefur Inga not- ið aðhlynningar Einars og fjöl- skyldu heima, lengst af í Söð- ulsholti en seinustu árin á Dvalarheimilum á Akranesi og Borgarnesi. Megi Einar hafa heiður og þökk fyrir sinn hlut í umönnun Ingu. Ég sendi Einari, börnum og allri fjölskyldunni innilegar sam- úðaróskir og óska Ingu velferðar á þeirri braut sem hún hefur nú lagt út á. Ólafur G. Karlsson. Því fylgir ávallt söknuður að kveðja nána vini. Andlát Ingu kom okkur ekki alveg á óvart, svo lengi hafði hún mátt þola heilsubrest af völdum heilablæð- ingar fyrir um 18 árum. Kynni okkar hófust í Mennta- skólanum í Reykjavík, við urðum stúdentar 1955 og síðar í hópi þeirra sem giftust innan ár- gangsins. Inga og Einar. Ranna og Siggi. Þessi kunningsskapur leiddi til vináttu sem staðið hef- ur æ síðan, þrátt fyrir að fjar- lægð landa á milli væri áratug- um saman. Þau heimsóttu okkur þar sem við í nokkur ár bjugg- um í Bandaríkjunum. Seinna fluttu þau til Lúxemborgar, bjuggu þar og störfuðu í ein 18 ár og síðan til Bandaríkjanna í um 15 ár í sama tilgangi. Við hjónin heimsóttum þau til beggja landa, en þau bjuggu vel um sig í hvoru landinu fyrir sig og virtist lítið mál að taka á móti 5 manna fjölskyldu í gistingu og fullt fæði svo dögum skipti. Okk- ur leið þar í raun eins og heima værum, þannig var viðmót þeirra Ingu og Einars. Þetta voru ævintýralegir tímar, við ásamt dætrum okkar að ferðast út í heim, hefja ferðalagið hjá þeim og halda svo á vit ókunnra landa með góðum leiðbeiningum af þeirra hendi. Seint fullþakkað. Á þessum tímum kynntust líka börnin okkar sem óbeint leiddi síðar til hjónabands sonar þeirra og dóttur okkar. Því átt- um við frekari samleið, m.a. við að gleðjast yfir fæðingu fyrsta barnabarnsins. Framhaldið varð alls þrjú systkinin sem við höf- um notið að sjá vaxa úr grasi og við hefur bæst yndisleg lang- ömmu- og langafastelpa. Við áfall Ingu tók við tími endurhæfingar sem fara þurfti fram hér á landi, en endurhæf- ing talmáls varð að eiga sér stað á frummálinu. Endurhæfing skilaði ekki þeim árangri sem vonast var til, Inga þarfnaðist aðstoðar við ýmsar athafnir dag- legs lífs en gat komist um með hækju. Hún þráði að vera heima og þeim óskum mætti Einar á þann hátt sem honum einum var lagið og aðeins einlæg væntum- þykja fær áorkað. Í framhaldinu keypti hann jörðina Söðulsholt á Snæfellsnesi, þangað fluttu þau og þarna gat hann fengið útrás fyrir starfsorku sína, bæði með því að að rækta jörðina, halda hesta o.fl. en jafnframt hugsaði hann um Ingu og heimilið. Með tíð og tíma réð hann aðstoðar- stúlkur til heimilishaldsins. Inga fylgdist vel með sínu fólki svo lengi sem heilsan leifði. Einar var raunar hennar aðal- fréttablað, en börnin tvö og fjöl- skyldur þeirra sem hér á landi búa, ásamt ættingjum og vinum lögðu sitt af mörkum. Fyrir tæp- um þremur árum urðu svo þau umskipti á heilsu hennar að ekki var mögulegt að hún dveldi leng- ur heima og fékk hún þá innlögn á Dvalarheimili í Borgarnesi, þar sem vel fór um hana. Við kveðjum Ingu með þakk- læti fyrir liðnar samverustundir og sendum fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. Rannveig Gunnarsdóttir, Sigurður Tómasson. hann notaði ekki afganginn af kaffinu frá því um morguninn til að drýgja tíukaffið. En svona var hans kynslóð enda gengu þau í gegnum bæði kreppu og stríð sem setur mark á fólk. Eins og ég sagði leigðum við fyrstu árin í kjallaranum hjá tengdaforeldr- um okkar og elsti sonur okkar var aðeins litlu yngri en yngsti sonur þeirra hjóna. Jónas passaði að gefa þeim báðum gjafir svo enginn yrði nú útundan. Ég kveð tengdaföður minn með sorg í huga, en einnig þakk- læti fyrir allt og allt. Guð blessi minningu hans. Kristín. Elsku afi. Það var sárt að frétta að þú værir farinn frá okk- ur en samt um leið huggun að vita að þú þjáist ekki lengur. Ég er þakklát fyrir minningarnar sem ég á um þig, þú varst svo góður maður. Takk fyrir ferðirnar í sum- arbústaðinn með þér og ömmu, mér fannst alltaf svo gaman að fara með ykkur í ferðalag og bú- staðurinn ykkar í Borgarfirði var algjör griðastaður. Takk fyrir að leyfa mér að koma með þér að veiða, mér fannst það svo ótrú- lega spennandi þótt mér hafi þótt það erfitt á köflum að hafa svona hljótt í langan tíma (svo ég trufl- aði ekki fiskana). Það var áber- andi hvað þú naust þín með veiði- stöngina. Takk fyrir að spila við mig lönguvitleysu í hádegishléinu þínu þegar þú varst búinn að borða fiskinn þinn og leggja eins og einn kapal. Þegar ég var í pössun hjá ykkur ömmu beið ég svo spennt eftir að þú kæmir heim í hádeginu svo við gætum spilað saman. Takk fyrir að lauma að mér lakkrís þegar við horfðum saman á sjónvarpið. Þú varst alltaf svo mikið fyrir lakkr- ísinn og ég naut oftar en ekki góðs af því. Takk fyrir að hringja og athuga hvort við hefðum ekki örugglega komist heil á leiðar- enda þegar við fórum frá Ólafsvík og til Reykjavíkur. Þú varst ekki í rónni fyrr en þú vissir að við hefð- um komist heim heil á húfi. Takk fyrir umhyggjuna. Takk fyrir að kalla mig „Ynd- isblíð“, gælunafn sem ég gaf nú ekki mikið fyrir þá en það sem mér þykir vænt um það í dag. Takk, afi minn, fyrir allar góðu stundirnar. Þín Regína. Elsku afi okkar, Jónas Guð- mundsson, hefur nú kvatt þetta líf . Það eru ekki nema um þrjár vikur síðan við héldum saman upp á 85 ára afmælið hans á Dval- arheimilinu Jaðri. Við erum afar þakklát fyrir að hafa átt hann að enda var hann yndislegur maður sem hafði góða nærveru. Hann var mikið ljúfmenni og vildi öllum vel. Hann vildi allt fyrir okkur gera og var alltaf tilbúinn að að- stoða ef þess þurfti. Við að minnast afa kemur allt- af upp í huga okkar hvað hann var mikill tóbakskarl, neftóbaks- dósin og tóbaksklúturinn var aldrei langt undan hjá honum og var í raun auðvelt að rekja slóðina á eftir honum um allt. Sjórinn heillaði hann frá unga aldri og var hann mikill fiskimað- ur. Sjómennskan og allt tengt því var líf hans og yndi. Ekki nóg með að hann var alltaf að vinna við eitthvað tengt fiski heldur þurfti hann alltaf að eiga nóg af fiski í frystikistunni líka, enda borðaði hann alltaf fisk í hádeg- inu ásamt fullum potti af kart- öflum. Afi vann alveg þar til hann var að nálgast áttrætt enda átti hann erfitt með að sitja aðgerðarlaus. Eftir að hann hætti alveg að vinna varð hann stundum svolítið órólegur yfir því að hanga bara heima við en þá tók hann rúntinn niður á pláss og fór í sendiferðir fyrir ömmu í bankann og búðina. Það var alltaf gott að koma til hans og ömmu og vitum við að eftir að hann veiktist og fór á Dvalarheimilið Jaðar varð tóm- legt í kotinu hjá ömmu og sökn- uður og missir hennar mikill. Kveðjum við þig með söknuði og djúpri virðingu. Minning þín lifir með okkur og börnum okkar um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku afi okkar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín barnabörn, Elva Ösp, Heiðar og Orri Freyr. Elsku afi minn, nú ertu kominn á þinn hinsta hvíldarstað. Í hjarta mínu veit ég að það verður tekið vel á móti þér. Ég á góðar minningar um þig og það eru tvær sem standa sér- staklega upp úr, kóteletturnar þínar og að leggja kapal. Þegar við fjölskyldan kíktum upp í sum- arbústað til þín og ömmu þá varstu ekki lengi að draga fram grillið. Á grillið var síðan kóte- lettum skellt og voru þær ein- staklega vel grillaðar. Síðan var borðað með bestu lyst og aldrei fór maður svangur frá ykkur. Einnig deildum við sameigin- legu áhugamáli, að leggja kapal. Við sátum við eldhúsborðið heima hjá ykkur ömmu og lögð- um kapal. Þú kenndir mér ófáa kapla og þótt ótrúlegt sé þá náði ég að kenna þér einn eða tvo sem þú kunnir ekki. Það vakti mikla kátínu hjá okkur báðum. Þetta gátum við dundað okkur við í langan tíma, sitjandi hvort á móti öðru og lagt kapal. En jæja, afi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Hvíl í friði, minn kæri. Þitt barnabarn, Hildigunnur. Ég hef notið þeirrar gæfu að eiga bæði settin af öfum og ömm- um á lífi. En eins og segir í text- anum „eitt sinn verða allir menn að deyja“. Það er skrýtið að hugsa til þess þegar hluti af fjöl- skyldunni fellur frá. Ég á margar góðar minningar um afa Jónas. Hann var gjafmild- ur, víðsýnn og sá tækifæri í hverju horni. Afi var fyrir mér hinn eini sanni sjómaður, hann tók í nefið, var með tattú (mynd af akkeri vafið íslenska fánanum) og svo átti hann til að blóta hressilega. Hann var mikill herramaður og bar mikla virð- ingu fyrir ömmu sem hann bar á höndum sér alla tíð. Mér er minn- isstætt hversu djarfur hann var að velja flotta kjóla á frúna þegar hann var í siglingum erlendis, alltaf pössuðu þeir og voru glæsi- legir á henni. Afi var mikill áhugamaður um laxveiði og þekktur fyrir ótrúleg aflabrögð. Í seinni tíð þegar ég hef staðið við bakkann hefur mér þótt ótrúlegt að hugsa til þess er afi kom heim úr laxveiðitúrum með skottið fullt af löxum. En allar veiðisögurnar hans afa munu lifa um ókomin ár. Ég kveð þig hinstu kveðju, elsku afi minn, með djúpum sökn- uði en þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Lára Jóna Björnsdóttir. Það var blindaþoka, sást ekki út fyrir borðstokkinn. Jónas Guð- mundsson skipstjóri stýrði Vala- felli SH 157 með sjálfstýringuna og dýptarmælinn einan að vopni. Meira þurfti hann ekki. Þekkti sínar heimaslóðir, trúlega manna best. Þrátt fyrir þokuna fann hann hverja baujuna af annarri. Þokan truflaði ekki Jónas. Enn einn daginn skilaði hann sínu heilu í höfn. Jónas Guðmundsson var þannig. Engin átök, engin læti. Heldur farsæld. Kornungur fór ég til sjós. Var munstraður um borð í Valafell, hjá sómamanninum Jónasi. Móð- urbróðir minn og nafni fórst í hörmulegu sjóslysi á Breiðafirði þegar mamma gekk með mig. Henni var ekki rótt þegar ég síð- ar var á sjó á Breiðafirði. Henni leið illa þegar veður var vont. Það var uppihald á Valafellinu og það leið að jólum. Jónas var í Reykjavík og gerði sér far um að leita mig uppi. Kom heim, hringdi bjöllunni, ég var ekki heima en mamma kom til dyra. Hann kynnti sig, spurði um mig, lét mömmu hafa ávísun handa mér, vildi tryggja að ég yrði ekki aura- lítill um jólin. Mamma sagði að eftir að hafa tekið í hönd Jónasar, talað við hann og séð hefði hún hætt að ótt- ast um mig á sjónum. Hún þurfti ekki lengri tíma til að átta sig á að þar sem Jónas fór, fór traustur, heiðarlegur og úrvalsmaður, úr- valssjómaður. Ég var óharðnaður táningur þegar Jónas munstraði mig um borð. Ég efast ekki eitt augnablik um að hann hafi þurft að sýna þolinmæði vegna reynsluleysis, líkamlegs atgervis míns, en það gerði hann þannig að ég fann samt til mín. Aldrei stóryrði, aldrei niðurlæging eða meiðandi orð eða athafnir. Ég hef, frá fyrstu kynnum okkar Jónasar, verið honum þakklátur fyrir margt. Hann kenndi þeim yngri með fínni leið- sögn og látleysi. Eitt var það þó sem hann gat ekki sannfært mig um, og það var almætti neftób- aksins. Mig minnir að hann hafi metið mátt þess svo mikinn að það átti að duga sem meðal við tannverkjum, magaverkjum, græða sár og hvað eina. Kæra fjölskylda Jónasar Guð- mundssonar, ég sendi ykkur samúðarkveðjur og þakka um leið viðkynninguna við ykkur öll. Sigurjón Magnús Egilsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.