Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 11
Frá Evrópumótinu í fyrra Phil Jones reynir að ná leikmanni Bosníu niður og Stefán Jónsson er á spretti til hliðar. áhugasamar og vonandi getum við fljótlega boðið upp á barnastarf, en við þurfum að komast inn í íþrótta- félögin til þess.“ Leikreynsla nauðsynleg Kristinn fer með íslenska lands- liðinu til að keppa í C-deild Evr- ópumótsins í rugby í Zenica í Bosn- íu-Hersegóvínu um næstu helgi. „Þetta verður mjög stíf dagskrá í tvo daga og á síðustu leikunum má gera ráð fyrir að nokkuð verði farið að draga af mönnum. Við förum út að keppa til að öðlast leikreynslu, það er gott fyrir okkur að spila við lið sem eru sterkari en við. Þetta er í þriðja sinn sem við keppum í Evrópu og við viljum vinna okkur upp úr C- riðli og komast í B-riðil.“ Áhuga- samir geta haft samband á facebook- síðunni: Rugby Ísland, eða sent tölvupóst: rugby@rugby.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Upphitun fyrir Evrópumótið verður á velli Þróttar í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag, föstu- dag, kl. 18. Íslenska landsliðið sem og tvö önnur munu þar mæta frönskum sjóliðum af frei- gátunni Larouche Tréville. Leikn- ir verða nokkrir 7 manna rugby- leikir, einnig nefnt ólympískt rugby, en þá er hver leikur að- eins 14 mínútur. Allir eru vel- komnir á völlinn til að fylgjast með og, eða, kynna sér rugby- íþróttina og hvetja okkar menn til dáða. Yfirleitt þegar herskip leggj- ast að um stund hér, þá hefur skipstjórinn samband við sendi- ráð og spyr hvort hægt sé að spila rugby við heimamenn og það hafa liðsmenn Rugby Ísland gert með glöðu áður, bæði við Frakka og Breta, því ekki gefst oft tækifæri fyrir íslensku liðs- mennina til að spila við ein- hverja aðra en þá sem eru í Rugby Ísland. Krakkar eru sérstaklega vel- komnir, það verður krakkabolti á staðnum og stendur til boða að kynna og kenna rugby, ef næg þátttaka verður. Mæta frönskum sjóliðum í dag ÖLLUM VELKOMIÐ AÐ KOMA OG FYLGJAST MEÐ Um daginn var ég stödderlendis í verslunarferð.Þar sem ég reif mig úrog klæddi mig í ýmsar múnderingar á ljóshraða fór ég að hugsa um hversu oft ég hefði verið í þessum sömu aðstæðum, semsagt sveitt í mátunarklefa. Tilhugsunin var hrollvekjandi enda hef ég farið í ófáar verslunarferðir, bæði inn- anlands og utan, og ég einfaldlega treysti mér ekki til þess að áætla hvort fjöldi ferða minna í mátunar- klefa fataverslana sé talinn í tug- um, hundruðum eða þúsundum. Ég á mjög mikið af fötum en ég hef mátað enn fleiri. Ég hef mátað föt hér og þar, í mörgum löndum Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og meira segja í verslunarmiðstöð í Kostaríka. Það er augljóst að ekki hafa öll þau föt sem ég hef mátað ratað með mér heim inn í skáp og þá fór ég að hugsa: Hvar eru þau eiginlega? Þarna byrjaði ég að svitna fyrir alvöru. Eitthvað sem er svo náið manni, föt sem maður hefur klætt sig í, eru bara fljót- andi um alla veröld. Kannski er einhver heimsfræg popp- stjarna einmitt núna í buxum sem ég pass- aði ekki í fyrir þrem- ur árum. Eða kannski ákvað ein- hver fyrrverandi glæpamaður að kaupa sér kjól sem ég hef einhvern tím- ann klæðst í mát- unarklefa. Kannski fjöldamorðingi! Þetta eru eitthvað svo óþægilegar hugs- anir. Hvað þá þegar ég fer að hugsa út í öll þau föt sem ég hef selt á fatasölum í gegnum tíðina. Hvar eru þau í dag? Þau eru hjá ókunnugum. Ókunnugir Íslend- ingar ganga um í gömlu fötunum mínum. Hrollvekjandi segi ég. Önnur undarleg pæling er leigubíl- stjórar. Þetta er fólk sem maður þekkir ekki neitt og það bara keyrir mann hingað og þangað. Maður treystir þessu fólki fyrir lífi sínu án þess að vita neitt um það. Jú, maður veit að það á bíl. Það er það eina. Hvað ætli með- almanneskja í Reykja- vík hafi oft farið í leigubíl? Hvað ætli þetta séu margir bíl- stjórar sem hafa keyrt mig í gegnum árin? Hvar eru þeir í dag? Ætli þeir séu all- ir á lífi? Ætli einhver hafi „meikað það“ í Ísland Got Talent? Spurning- arnar eru fleiri en svörin, það er víst. »Kannski er einhverheimsfræg popp- stjarna einmitt núna í bux- um sem ég passaði ekki í fyrir þremur árum! HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audur@mbl.is PRÓFAÐU Búnaður í Outlander Intense: 18" álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir, tvískipt tölvustýrð miðstöð, upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan, regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá: 5.050.000 kr. NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði FYRIR HUGSANDI FÓLK Mitsubishi Outlander Intense er fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll sem dúxar í sparneytni og lágum útblæstri kolefnis en skilar samt framúrskarandi afköstum. Háþróaður öryggis- búnaður, bakkmyndavél og handfrjáls símabúnaður eru bara örfáar ástæður til að hjálpa þér að gera upp hug þinn. Komdu og prófaðu ævintýralegan Outlander Intense.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.