Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sumarblað um Tísku & förðun föstudaginn 5. júní. Fjallað verður um tískuna sumarið 2015 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 1. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Sýningin Hin leitandi manneskja undir norrænum himni verður sýnd í Gamla bíói á morgun kl. 20 og í Hofi á Akureyri 2. júní kl. 18. Hin leitandi manneskja undir norræn- um himni er fjöllistasýning með þátttakendum frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, stór sýning sem sýnd verður bæði á Íslandi og erlendis, skv. upplýsingum á Fa- cebook-síðu hennar. Að sýningunni koma um 60 þátttakendur á öllum aldri, nemendur, kennarar og fag- fólk sem vinnur með tungumál, leiklist, myndlist, hrynlist, tónlist, söng, dans og sirkus. Leiksýningin miðlar hinni norrænu goðafræði, hugmyndaheimi hennar og hugs- unum um lífið og sterk tengsl mannsins við náttúruna. Leitandi manneskja undir norrænum himni Samvinna Kynningarmynd fyrir sýn- inguna sem 60 manns koma að. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti heldur tónleika í kvöld kl. 18 með hljómsveit sinni á heldur óhefð- bundnum tónleikastað, uppi á Esju, nánar tiltekið hjá Steini. Flytja þarf heilmikinn tónleikabúnað með þyrlu upp á fjallið og er áætlað að ellefu þyrluferðir þurfi til. Líklega er óþarft að nefna að aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Tónleikarnir hefjast með skífu- þeytingum Dj Yamaho og kl. 20 stíg- ur Ásgeir á svið með hljómsveit sinni. Þyrluþjónustan Helo verður með þyrlur á staðnum og geta tón- leikagestir flogið upp að tónleika- svæðinu frá Esjurótum, gegn gjaldi. Ásgeir Trausti og hljómsveit hans hafa í rúm tvö ár flakkað um heim- inn og fylgt eftir plötu hans Dýrð í dauðaþögn með tónleikahaldi. Fé- lagarnir eru nýkomnir heim úr tón- leikaferð um Ástralíu með bresku hljómsveitinni Alt-J sem heldur tón- leika hér á landi í næsta mánuði. Ás- geir og félagar léku í fimm borgum Ástralíu fyrir um 40.000 gesti og hef- ur Ásgeir upplýst að tónleikar hans í Hörpu verði þeir allra síðustu í bili, þar til næsta plata kemur út. Esju-tónleikar öðru sinni Tónleikarnir í kvöld eru ekki þeir fyrstu sem haldnir eru á Esju því fyrirtækin Nova og Helo héldu í fyrra tónleika með plötusnúðinum Margeiri og söngkonunni Ásdísi Maríu. Þóttu þeir heppnast vel og gestir skemmtu sér hið besta. Þeir sem hyggjast sækja tónleika Ás- geirs Trausta í kvöld eru hvattir til að klæða sig vel og tekið er fram í til- kynningu að ekkert aldurstakmark er á tónleikana. Nánari upplýsingar um þá má finna á vef Nova, nova.is. Ásgeir leikur á Esju Morgunblaðið/Kristinn Leikur á fjalli Ásgeir Trausti fetar í fótspor plötusnúðarins Margeirs.  Talið að ellefu þyrluferðir þurfi til að flytja tónleikabúnað upp að Steini Good Kill 16 Herflugmaðurinn Thomas Egan hefur þann starfa að ráðast gegn óvinum Banda- ríkjanna með drónum sem hann flýgur úr öruggu her- stöðvarskjóli, fjarri átaka- svæðinu sjálfu. Metacritic 65/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.55 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 22.40 Sambíóin Keflavík 22.20 Spooks 16 Þegar hryðjuverkamaður sleppur úr haldi við hefð- bundna fangaflutninga gengur Will Crombie til liðs við M15-leyniþjónustuna þar sem Harry Pearce ræður ríkjum. IMDB 6,8/10 Smárabíó 20.00, 22.20 Háskólabíó 22.10 Borgarbíó Akureyri 22.15 Hot Pursuit 12 Vanhæf lögreglukona þarf að vernda ekkju eiturlyfjasala fyrir glæpamönnum og spilltum löggum. Metacritic 49/100 IMDB 3,2/10 Sambíóin Egilshöll 18.00 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00 Spy 12 Susan Cooper er hógvær starfsmaður CIA; hún vinnur í greiningardeildinni en er í rauninni hugmyndasmiður- inn á bak við hættulegustu verkefni stofnunarinnar. Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 22.35 Sambíóin Egilshöll 22.40 Borgarbíó Akureyri 22.00 Avengers: Age of Ultron 12 Morgunblaðið bbbmn IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 18.00 Sambíóin Akureyri 17.00 Bakk Tveir æskuvinir ákveða að bakka hringinn í kringum Ís- land. Bönnuð yngri en sjö ára. Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Pitch Perfect 2 12 Morgunblaðið bbbmn IMDB 7,2/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.15, 20.00, 22.30 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Water Diviner 16 Eftir orrustuna við Gallipoli árið 1915 fer ástralskur bóndi til Tyrklands til að leita að þremur sonum sínum sem er saknað. Metacritic 51/100 IMDB 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Paul Blart: Mall Cop 2 IMDB 4,0/10 Smárabíó 17.45 Child 44 16 Morgunblaðið bmnnn IMDB 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Loksins heim Geimveran seinheppna Ó kemur til jarðar og hittir hina ráðagóðu Tátilju, sem sjálf leitar móður sinnar sem rænt var af geimverum. Metacritic 48/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Keflavík 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Ástríkur á Goðabakka Júlíus Sesar ákveður að reisa glænýja borg til að um- kringja Gaulverjabæ. IMDB 7,0/10 Smárabíó 15.30 Fúsi 10 Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 64/100 IMDB 7,7/10 Háskólabíó 17.30, 20.00 Bíó Paradís 18.00 Citizenfour Bíó Paradís 18.00 Blind Bíó Paradís 22.15 The New Girlfriend Bíó Paradís 17.45, 20.00 Wild Tales Bíó Paradís 22.00 Goodbye to Language Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 20.00 Black Coal, Thin Ice Morgunblaðið bbbmn IMDB 6,7/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyðileggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fámáll og fáskiptinn bardagamaður. Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 21.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.40 Mad Max: Fury Road 16 Bræðurnir Gummi og Kiddi eru sauðfjárbændur á sjötugsaldri sem hafa ekki talast við áratugum saman. Laugarásbíó 16.00, 18.00 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.45, 17.45, 20.00, 20.00, 22.10, 22.10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Hrútar 12 Casey er venjuleg stelpa sem finnur nælu sem leiðir hana í framtíðarheim. Metacritic 60/100 IMDB 6,9/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.20, 18.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.20, 20.00 Tomorrowland 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.