Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég byrjaði óvart að æfarugby fyrir fimm árum,eiginlega var það fyrirmisskilning,“ segir Krist- inn Þór Sigurjónsson, formaður Rugby Ísland. „Ég var staddur á Ak- ureyri þar sem ég var að prófa snjó- bretti í fyrsta skipti og hafði rúllað niður fjallið í heilan dag þegar ég hitti Breta sem búsettur er hér á landi. Hann sagði að ég væri tilvalinn með- limur í nýstofnað rugby-félag, ég gæti komið vel að notum á vellinum vegna stærðar minnar. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvað rugby var, ég hafði mynd af krikketi í kollinum þegar ég sagðist vera til í að vera með. En þeg- ar ég mætti á fyrstu æfingu fann ég að þetta var einmitt íþróttin sem mig hafði vantað þegar ég var strákur. Ég hafði ekki fundið mig í neinni íþrótt, en þarna passaði ég fullkomlega.“ Viljum endilega fleiri konur Rugby gengur út á að koma boltanum yfir marklínuna og láta hann snerta grasið þar. Boltanum mega leikmenn aðeins kasta aftur fyrir sig, og fyrir vikið er oft hlaupið með boltann í átt að marki. „Þetta virðist kannski vera óskipulögð slagsmál á grasvelli, en það eru afar stífar reglur. Það sem heillar mig mest við rugby eru gildin fimm: virðing, heilindi, ástríða, sam- staða og sjálfsagi. Þetta eru ekki að- eins orð á blaði, þetta á við allt starf- ið í tengslum við rugby. Í rugby er fullkomin virðing fyrir dómaranum, það er aldrei rifist við hann og hann stýrir leiknum,“ segir Kristinn og bætir við að rugby sé hin fullkomna hópíþrótt, af því allir geta verið með. „Þetta er fyrir stóra og litla, þunga og létta, því það þurfa líka að vera einstaklingar sem eru fimir og fljótir að hlaupa mikið. Og rugby er ekki aðeins fyrir karla, hér á landi eru tíu konur virkar á æfingum og við viljum gjarnan að þeim fjölgi. Rugby er mest vaxandi hópíþrótt í heiminum og langmest vaxandi kvennaíþrótt í heiminum.“ Krakkar opnir fyrir rugby Rugbyfélag Reykjavíkur var stofnað árið 2010 af nokkrum Bret- um og Skotum sem höfðu búið lengi á Íslandi ásamt nokkrum áhugasöm- um Íslendingum. Ári síðar var íþróttin viðurkennd hér á landi af ÍSÍ og Ísland varð aðili að Rugby- sambandi Evrópu. „Í gengum það höfum við fengið stuðning í formi kennslu frá skoska rugbysambandinu, hingað koma menn einu sinni á ári til að leiðbeina okkur og þjálfa og einnig stendur okkur til boða að fara út til þeirra og fá leiðsögn,“ segir Kristinn og bætir við að auk Íslendinganna sem æfa rugby hér séu það Englendingar, Skotar, Írlar, Frakkar og Spánverj- ar. „En til að geta spilað rugby í landsliði Íslands þarf viðkomandi að hafa verið búsettur hér í þrjú ár eða lengur eða eiga foreldri eða afa og ömmu sem eru Íslendingar.“ Kristinn segir krakka vera mjög opna fyrir rugby, þeim sé á einhvern hátt eðlislægt að hlaupa með boltann. „Við höfum verið að kynna rugby bæði í grunnskólum og fram- haldsskólum og líka í Háskólanum í Reykjavík. Stelpur eru sérstaklega Stelpurnar eru mun áhuga- samari en strákarnir Hann segir rugby vera hina fullkomnu hópíþrótt, af því allir geta verið með. Rugby er fyrir stóra og litla, þunga og létta, karla og konur. Þótt rugby virðist vera óskipulögð slagsmál á grasvelli, þá eru afar stífar reglur. Kristinn Þór Sigurjónsson er heillaður af íþróttinni og fer með landsliðinu út að keppa um næstu helgi. Morgunblaðið/Eggert Upprennandi Kristinn í liðsbol Rugby Ísland með yngstu dóttur sinni sem skartar smekk sem prýddur er ensku rugby-rósinni, gjöf frá pabba að sjálfsögðu. Hann segist hlakka til að kynna stúlkuna fyrir rugby-íþróttinni. Morgunblaðið/Ómar Heitt í kolum Í fyrra tókust Haukar á við Rugbyfélag Reykjavíkur á Hlíð- arenda. Haukar eru rauðir en Rugbyfélag Reykjavíkur í bláum búningi. Hinn árlegi Morgunn í matjurtagarði Grasagarðsins í Laugardalnum í Reykjavík verður haldinn á morgun laugardag, kl. 11-13. Þá gefst gestum og gangandi tækifæri til að spyrja og spjalla við garðyrkjufræðinga Grasa- garðsins og félaga og starfsfólk Garðyrkjufélags Íslands um allt sem viðkemur ræktun krydd- og matjurta; meðal annars sáningu, útplöntun, umhirðu og uppskeru. Café Flóra verður með heitt pipar- mintute á könnunni. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Morgunn í matjurtagarði Spjallað og spurt í garðinum góða Morgunblaðið/Eggert Sólríkur sumardagur Þá er sérlega notalegt að sitja á kaffihúsinu Flóru. Missið ekki af margrómaðri hand- verkssýningu félagsstarfsins í Gerðu- bergi sem staðið hefur frá 2. maí og hlotið einróma lof gesta. Á lokadegi sýningarinnar sunnudaginn 31. maí næstkomandi kl. 14-16 verður mark- aðsstemning. Þá ætla sýnendur að vera á staðnum og fallegt handverk þeirra verður til sölu. Í félagsstarfinu í Gerðubergi starfa fjölbreyttir handverkshópar. Á vor- sýningunni má meðal annars sjá bók- band, bútasaum, gler, handavinnu, málun, pappamódel, postulínsmálun, tálgun og útskurð. Sýnendur eru yfir níutíu talsins auk þess sem sumir þeirra taka þátt á fleiri en einu sviði, sýna til að mynda bæði útskurð og pappamódel eða bæði málverk og glerverk. Sýningin stendur í fjórar vikur, sem er óvenjulegt fyrir sýningu af þessu tagi því oftast standa fé- lagsstarfssýningar einungis yfir eina helgi eða örfáa daga. Verkin á sýning- unni eru einkar fjölbreytt og frágang- ur sýningarinnar vandaður. Félagsstarfið er mikilvægur þáttur í daglegu lífi fjölmargra borgarbúa en starfið er öllum opið óháð aldri. Vor- sýningunni er ætlað að gefa góða mynd af því öfluga starfi sem fram fer í félagsstarfinu og hvetja þannig enn fleiri til þátttöku. Allir velkomnir. Vorsýning í Gerðubergi Markaðs- stemning á lokadegi Útskurður Eitt af því sem sýnt er. Fjölbreytt Kennir margra grasa. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18, laugard. 11-15 Vor og sumar 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.