Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Oft er rætt um ís- lenska náttúru sem hún sé upprunaleg og að þennan uppruna- leika beri að vernda. Því miður er varla nokkurt vit í að nota orðið upprunalegt um íslenska náttúru, sér- staklega ekki um gróðurfar landsins. Náttúra er ekki upprunaleg eins og fornbíll eða gamalt hús. Náttúra er sí- breytileg. Náttúruöfl breyta nátt- úrunni í sífellu en líka maðurinn. Í náttúrunni verður aldrei horfið aftur til einhvers sem var. Hjörleifur Guttormsson nátt- úrufræðingur skrifar í Morgun- blaðið 28. apríl og ræðir réttilega mikilvægi þess að setja ný lög um skógrækt og landgræðslu. Ekki er mitt að taka afstöðu til þess hvort þau lög verða ein eða tvenn. Hins vegar vil ég gera athugasemdir við orð Hjörleifs um skógrækt á Íslandi. Hann talar um að grautað sé saman hugtökunum skógvernd og skógrækt, landvernd og land- græðslu. Skógrækt er allt sem maðurinn gerir til að hlúa að skógum, vernda þá, efla, stækka og nýta. Skógvernd er hluti af skógrækt og ef Skógrækt ríkisins hefði ekki verndað skóga í heila öld væru varla nokkrir birkiskóg- ar á landinu lengur, hvað þá aðrir og gjöfulli skógar. Öll landgræðsla er líka land- vernd. Landi er eiginlegt að á því sé gróður og það er landníðsla að viðhalda gróðurlausu eða gróð- urlitlu landi. Nýlega var sagt frá því í fréttum að Ísland væri nú- verandi heimsmeistari í jarðvegs- eyðingu. Undir yfirborði hinna víðáttumiklu auðna Íslands eru enn miklar leifar lífrænna efna úr jarðvegshulunni sem þjóðin eyddi með rányrkju af illri nauðsyn. Upp úr auðnunum stígur koltví- sýringur í ómældu magni því líf- rænu efnin eru enn að rotna. Lík- lega er það stærsta framlag Íslendinga til aukins koltvísýrings í lofthjúpnum að láta þessa losun viðgangast. Að klæða þessar auðn- ir gróðri væri á hinn bóginn mesta landvernd sem Íslendingar gætu ráðist í og þar með stærsta tiltæka fram- lag þjóðarinnar til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Því er beinlínis nauð- synlegt að grauta saman hugtökunum landvernd og land- græðslu. Hjörleifur skrifar að friðun lands fyrir búfjárbeit leysi ein og sér úr læðingi þá krafta sem búi í ís- lensku gróðurríki og skili sér áður en langt um líður í fjölþættu birki- skóglendi á láglendi. Þetta á þó einungis við þar sem eitthvað er enn eftir af birki sem framleitt getur fræ. Annars staðar getur tekið langan tíma fyrir birkið að nema land á ný. Ekki ber mikið á birki á Miðnesheiði þótt hún hafi ekki verið bitin í meira en hálfa öld. Ég hygg að þeir kraftar sem Hjörleifur segir að búi í íslensku gróðurríki séu ofmetnir. Okkur ber skylda til að hjálpa landinu að gróa upp. Ein leiðin er að færa landinu birkið aftur eins og gert er með frábærum árangri í Heklu- skógum. Önnur leið er að nota gjöfulli jurtir eins og lerki eða sta- fafuru. Þær eru engu óæðri en birkið þótt þær hafi borist hingað með mönnum. Allar jurtategundir á Íslandi eru aðfluttar. Hvers vegna ættu þær að vera óæskileg- ar sem borist hafa með hugsandi spendýri á tveimur fótum? Ósanngjarnt er af Hjörleifi að segja að oftar en ekki liggi fyrir ófullkomið mat á ástandi lands sem tekið er undir „svonefnda nytjaskógrækt“. Líklega hefur engin íslensk stofnun á sviði nátt- úruvísinda þróað betri tæki til greiningar lands en Skógrækt rík- isins. Nýlega kom út hjá stofn- uninni ný útgáfa af Kortlagning- arlykli fyrir grunngagnasöfnun við gerð ræktunaráætlana í skógrækt með ítarlegum leiðbeiningum um mat á landgerðum. Þetta tæki nota Landshlutaverkefnin í skóg- rækt við val á skógræktarlandi enda eru nytjaskógrækt nú þegar sett skýr mörk, bæði í lögum og skipulagsákvæðum. Nytja- skógrækt er landbúnaður. Ósanngjarnt er líka af Hjörleifi að segja að hagur af skógrækt sé sýnd veiði en ekki gefin. Löngu er ljóst að nytjaskógrækt á Íslandi er arðbær atvinnugrein sem skap- ar störf, bætir land, byggir upp verðmæta auðlind og veitir marg- víslega vistkerfisþjónustu. Um- hirða í skógum landsins horfir nú mjög til bóta því opnast hefur markaður fyrir grisjunarvið til kísilmálmvinnslu. Sú viðarsala stendur nú undir kostnaði við grisjun skóga og skilar skógareig- endum jafnvel svolitlum arði. Því eru horfur á að umhirða íslenskra skóga verði með eðlilegum hætti áður en langt um líður og skóg- arnir þar með verðmætari. Hjörleifur segir að áhætta sé tekin með víðtækri útplötun lerkis hérlendis. Ég held því fram að ræktun lerkis sé aldrei áhættusöm því jafnvel þótt illa gangi og ekki verði úr lerkinu timburskógur bætir lerkið og byggir upp jarð- veg. Ef stálpað lerki lítur illa út má fella það og gróðursetja í frjó- saman svörðinn aðrar tegundir sem njóta góðs af jarðvegsbótum lerkisins. Í staðinn yxi upp verð- mætari skógur en stofna lerkisins mætti selja sem iðnvið. Umræða um náttúruvernd á Ís- landi er út og suður. Hvað á að vernda? Á að vernda land sem eyðilagt var með rányrkju og skilja það eftir í tötrum? Vernda verður náttúruvætti, hveri, hraun- myndanir, merkileg gróð- urvistkerfi og önnur slík verð- mæti. Þeim stafar þó engin hætta af skógrækt. Skóg má auðveldlega fella ef hann er fyrir. Skógrækt breytir vissulega ásýnd lands en náttúran sjálf breytir stöðugt um ásýnd. Verndum landið með rækt- un. Verndum landið með ræktun Eftir Pétur Halldórsson »Náttúra er ekki upp-runaleg eins og hús eða fornbíll. Skylda okk- ar er að klæða auðn- irnar gróðri. Í skógrækt og landgræðslu felst besta landverndin. Pétur Halldórsson Höfundur starfar að kynningar- málum hjá Skógrækt ríkisins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is 28 pör hjá Bridsfélagi eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 26. maí var spilaður tvímenningur með þátttöku 28 para. Efstu pör í N/S (% skor): Þorleifur Þórarinss. - Lúðvík Ólafss. 57,0 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 56,9 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 54,6 Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 53,6 Bjarni Þórarinss. - Axel Lárusson 49,9 A-V: Sigtryggur Jónss. - Jón Hákon Jónss. 60,6 Jens Karlsson - Sigfús Skúlason 60,0 Skarphéðinn Lýðss. - Stefán Ólafsson 58,3 Kristján Þorlákss. - Óskar Ólafss. 57,4 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 54,7 BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flata- hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13:00 Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson og hjálpar hann til við myndun para ef spilarar mæta stakir. Sumarbrids Það mættu 20 pör til leiks þann 25. maí. Lokastaðan: Ómar Freyr Ómarss. og Örvar Óskarss. Guðm. Sveinss. og Daníel Sigurðss. Kristján Snorras. og Sigurjón Harðars. Þorgerður Jónsd. og Elsa Bjartmarz Kristín Andrewsd. og Jórunn Kristinsd. Nú stefnir í óefni í landinu vegna víðtækra verkfalla. Mannslíf kunna að vera í hættu vegna verkfalla á sjúkrahúsum. Þar stefnir í allsherj- arverkfall á næstunni ef ekki semst áður. Höfum við Íslendingar ekki séð þetta allt saman áður? Samið er um meiri kauphækkanir en grund- völlur er fyrir, lánin hjá fólki hækka og verðbólga fer af stað og atvinnu- leysi kann að aukast. Allt er þetta kunnuglegt. Það er vonandi að samningsaðilum takist að komast upp úr þessu gamalkunnu hjólförum og semji um kauphækkanir sem ekki ógna stöðugleikanum. Hjá frændum okkar Dönum og Norðmönnum er öðruvísi staðið að kjarasamninga- gerð, ekki samið um meiri kaup- hækkanir en grundvöllur er fyrir. Nú virðast VR og Flóabandalagið hafa náð eitthvað saman, svo von- andi semst í yfirstandandi kjaradeil- um án þess að til lagasetningar þurfi að koma. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Verkföll Morgunblaðið/Árni Sæberg Matvæli Verkfall dýralækna hefur áhrif á kjötborð verslana. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 20.05.15 - 26.05.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Gönguleiðir að Fjallabaki Íris Marelsdóttir Ég á teppi í þúsund litum Anne B. Ragde Gæfuspor Gunnar Hersveinn Ekki snúa aftur Lee Child Hilma Óskar Guðmundsson Handbók í lyflæknisfræði Ari J, Davíð Arnar, Runólfur, Sigurður Blóð í snjónum Jo Nesbø Skutlubók Villa Vilhelm Anton Jónsson Risaeðlur í Reykjavík Ævar Þór Benediktsson Iceland in Bag Ýmsir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.