Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Nú færðu ab mjólk frá Mjólku í nýjum handhægum 1 lítra umbúðum. abmjólk í nýjum umbúðum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Öðrum finnst þú þurfa lítið að hafa fyrir hlutunum af því að þú berð ekki utan á þér hve vandlega þú vinnur störf þín. Haltu þínu striki. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki teygja þig út í rökræður sem þú veist fyrir fram að þú hlýtur að tapa. Reyndu að ná samkomulagi um af- not af sameiginlegum eignum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Breytingar breytinganna vegna hafa ekkert upp á sig – eru aðeins flótti frá raunveruleikanum. Reyndu að hugsa málið til enda áður en þú talar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stemningin í vinnunni einkennist af hressleika og vinarþeli. Þú gætir fengið óvæntar gjafir eða góss í dag, sennilega fyrir milligöngu vinar. Notaðu tækifærið til að fegra umhverfi þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú nýtur mikilla vinsælda þessa dag- ana. Gættu þín á vafasömum athöfnum. Helsta samband í lífi þínu er að umbreyt- ast en það er ekkert að óttast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að kveikja eld er lykillinn að því að lifa af í óbyggðunum. Allt sem maður get- ur sigrast á í huganum getur maður yf- irbugað í raunveruleikanum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt rekast á gamlan félaga þar sem þú áttir síst von á honum svo það verða fagnaðarfundir. Reyndar líður þér eins og fjörugum krakka þessa dagana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt einhverjir séu með stríðni í þinn garð. Hafðu dómgreindina til hliðsjónar að þessu leyti, þannig verður þú líka góður leiðtogi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eitthvað í fari félaga þíns vekur með þér ugg enda á ýmislegt eftir að koma á daginn. Brettu upp ermarnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þörf fyrir líkamlega áreynslu kallar á aðgerðir. Fæst er eins og virðist í fljótu bragði svo það skiptir sköpum að þú gefir þér nægan tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samskipti þín við maka þinn verða lífleg og skemmtileg í dag. Taktu því ábyrgð á sjálfum þér áður en það verður of seint. Öllu gríni fylgir einhver alvara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu ekki að eltast við að hjálpa þeim sem ekki vilja fá aðstoð. Gleymdu ekki velgjörðarmönnum þínum. Ég sagði í gær frá ljóðakverinu„Út í vorið“ eftir Ljóðahóp Gjábakka. Þar er þetta skemmti- lega ljóð Tómas eftir Unni Gutt- ormsdóttur: „Með hönd undir kinn situr Reykja- víkurskáldið hugsi á bekk við Tjörnina. Fætur krosslagðir og ekkert, ekki einu sinni heimtufrekar gæsirnar, fá raskað ró þess. Þegar ég sest, lítur það þó hægt upp, horfir djúpt í augu mér og segir seiðandi röddu: Heyrið þér, frú mín góð, eruð þér að reyna að svipta mig titlinum?“ Ég hef verið að blaða í ljóð- mælum Páls Ólafssonar og rakst á þetta ljóðabréf Helga Indriðasonar í Skógargerði, 17. des. 1892. Hann bjó þá enn á Hallfreðarstöðum en fluttist um vorið að Nesi í Loð- mundarfirði: Ill er tíðin ytra hér og illt er hjarnið. Hvernig líður Löpp hjá þér með litla barnið? Er hún feit, eða’ er hún mögur eins og fleiri? Út á sveit hér engar sögur um það heyri. Þú hafir tínt í trippin strá mig tíðum dreymir og með því sýnt þá mest á lá hvern mann þú geymir. Ef þú tjóðrar um þau, meðan endast holdin, þau með fóðri færðu héðan fullu goldin. – – – Maður breytist mér er þrotin mærð í elli. Höndin þreytist, hníg því lotinn hér að velli. Þetta er vel ort og skemmtilega. En síðan rakst ég á síðasta erindið eilítið öðru vísi, eins og oft hendir þegar skáld rifja upp vísur sínar og þykjast geta gert betur! Maður breytist! Mér er þrotin mærð í elli. Hjartað þreytist, hníg því lotinn hér að velli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skáldum Í klípu „VIÐ ÞURFUM AÐ FARA AÐ HLUSTA Á VIÐSKIPTAVINI OKKAR“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞIG LANGAR AÐ BORÐA INNI Á SKRIFSTOFU, KOMDU MEÐ SAMLOKU!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að vera alltaf falleg að hans mati. - SÍMHLERANIR - NJÓSNA- BÚNAÐUR - STAÐSETN- INGARBÚNAÐUR - HLERANIR JÁ? ÉG ER HÉR TIL AÐ VINNA BUG Á GRÆÐGI, SYND, HEIMSKU OG ILLSKU ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ HRÓLFI HRÆÐILEGA. HANN BÝR NEÐST Í GÖTUNNI, TIL VINSTRI OG SVO SOFNAÐI ÉG. HEFUR ÞÚ TEKIÐ EFTIR AÐ FLESTAR SÖGURNAR MÍNAR ENDA ÞANNIGÞ egar þið verðið búnir að taka upp úr töskunum og jafna ykkur á tímamuninum getið þið skroppið vestur á Mela og farið í fótbolta, sagði Ingólfur við strákana eftir að þeir höfðu komið sér fyrir norðan við Tjörnina í Reykjavík fyrir tæplega 1.150 árum. x x x Víkverji er viss um að eitthvað áþessa leið hafi upphaf fótboltans verið á Íslandi. Enda fór svo að fyrsti íþróttavöllur landsins var lagður á Melunum 1911 og í vöggu fótboltans var Melavellinum komið fyrir. x x x Melavöllurinn var helsti knatt-spyrnuvöllur borgarinnar í ára- tugi eða þar til hann varð að víkja 1984. Þar hófst fótboltatímabilið í áratugi og þar lauk því, þar fór Reykjavíkurmótið fram, Íslands- mótið, bikarkeppnin og landsleikir. x x x Þegar Melavöllurinn var og hétréðu framsýnir menn stjórninni í borginni og auk mikilvægra mann- virkja eins og Melavöllurinn var skipulögðu þeir hverfi með götum og gangstígum svo íbúar borgarinnar kæmust leiðar sinnar. Melatorgið varð þannig til og er eina sjáanlega minningin um völlinn, en ekki kemur á óvart að það verði fjarlægt, þegar borgarstjórnin breytir Hringbraut í eina akrein í hvora átt. x x x Vegna breytinga er kannski óþarfiað undrast að menn, sem annars vita allt um fótbolta og fótboltamenn, skóstærð þeirra, hæð, þyngd, helstu venjur innan sem utan vallar og svo framvegis, viti ekki að torgið á mót- um Suðurgötu og Hringbrautar heit- ir Melatorg, eins og fram kom hjá slíkum mönnum í umræðuþætti á fot- bolti.net á dögunum. x x x Víkverji er hins vegar á því að mik-ilvægt sé að halda örnefnum og staðarnöfnum til haga, vegna þess að fljótt fennir í sporin. Nýhafin söfnun Hallgríms Jökuls Ámundasonar hjá Árnastofnun á örnefnum og heitum í Vesturbæ Reykjavíkur er því þarfa- þing. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóhannesarguðspjall 10:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.