Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 33
þar sem ég kynntist honum einna mest og best sem upphafs- og for- ystumaður um stofnum og rekstur Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar. Ekki er hægt að rekja það frá- bæra starf sem þar hefur verið unnið án þess að nefna þá félaga Hörð, sem fyrsta formann stjórn- ar Hafnar, Hauk Helgason og Kristján Guðmundsson sem var framkvæmdastjóri Hafnar frá stofnun til 31. des. 2013. Af öllum stjórnarmönnum ólöstuðum mæddi meginhluti starfa að stofn- un, rekstri og stefnumótun á þeirra herðum og unnu þeir mjög náið saman. Uppbygging húsanna var gerð í áföngum og náðist að byggja um samfélag þar sem sam- heldni og vinnátta réð rikjum, það er ekki sjálfgefið að svo sé. Það þurfti að byggja upp trún- að og traust við fjölda aðila eins og bæjaryfirvöld, fjármálastofnanir og heilbrigðisyfirvöld, gerðir voru samningar í gegnum tíðina við bæjaryfirvöld um samstarf og hlutdeild vegna matar og þjón- ustu, um tíma var heilsugæslan í öðru húsa Hafnar og þannig mætti lengi telja. Að Höfn stendur fjöldi félagasamtaka í bænum sem lagt hefur til fólk í fulltrúaráð og stjórn sem sinnt hefur sínu starfi af kostgæfni og allt í sjálfboða- starfi. En því er þetta allt nefnt hér? Það er gert því að Hörður var vakinn og sofinn yfir allri upp- byggingu og rekstri og vann af trúmennsku allt sitt starf fyrir Höfn. Til marks um hvernig til hefur tekist með samfélagið á Höfn þá hafa margir af frum- kvöðlum valið að búa á Höfn og nefni ég þá félaga Hörð og Hauk sem dæmi. Ekki er hægt að nefna Hörð án þess að minnast á hans góðu konu Ásthildi Ólafsdóttur, sem ávallt stóð þétt við hans hlið og var það mikill styrkur fyrir Hörð að hafa hugsjónakonu og ötulan félaga sér við hlið. Nú eru tímamót, eftir 22 ára starf eru Öldrunarsamtökin Höfn lögð niður og við hefur tekið eign- arform íbúa með húsfélög og leyfi ég mér að fullyrða að þessi far- sæla lausn sem við náðum er m.a. vegna þess hvernig frumkvöðlar lögðu málin upp og allt utanum- hald var á besta veg en aðstaða í samfélaginu breytist. Ásthildi vinkonu minni og fjöl- skyldunni allri votta ég mína inni- legustu samúð. Blessuð sé minning Harðar Zóphaníassonar, fyrrverandi for- manns Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar, og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Gylfi Ingvarsson, formaður stjórnar Hafnar. Látinn er höfðinginn Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skóla- stjóri Víðistaðaskólans í Hafnar- firði og félagsmálafrömuður. Leiðir okkar Harðar lágu fyrst saman er hann réð mig til smíða- kennslu 1973, þá nýútskrifaðan úr Kennaraskólanum. Í ljós kom fljótt að við áttum sameiginleg áhugamál sem ég átti oft samræð- ur við Hörð um. Þar á meðal var skólastarfið, skátastarf, almennt æskulýðsstarf í Hafnarfirði og samvinnumálefni. Við áttum báðir sterkan bakgrunn í skátahreyf- ingunni og sat ég í nokkur ár í stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga undir forustu Harðar. Hörður var kærleiksríkur og umburðarlyndur maður, sem gaf frá sér hlýju og jákvæða strauma. Hann þurfti ekki annað en hnykla brýnnar til að gefa í skyn hvað hann væri að hugsa, þegar komið var með brýn umhugsunarefni eða verkefni til hans. Hann skeytti aldrei skapi, var lausnarmiðaður og glöggur á að skilja hismið frá kjarnanum. Ég er þakklátur fyrir hans inn- komu í líf mitt. Við munum mörg geyma góðar minningar um hann. Ég votta þér, Ásthildur mín, og öllum aðstandendum ykkar og vinum samúð mína. Pétur Th. Pétursson. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ✝ Guðrún Snjó-laug Snjólfs- dóttir fæddist í Borgarholti í Villingaholti í Ár- nessýslu 12. mars 1935. Hún lést af slysförum á Hrafnistu í Hafn- arfirði 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddný Egilsdóttir húsmóðir, f. 1902, d. 1990, og Snjólfur Snjólfsson bóndi, f. 1899, d. 1966. Guðrún átti fjögur al- systkini; Guðlaugu, f. 1932, d. 2005, Steinunni, f. 1934, d. 2009, Egil Steinar, f. 1938, d. 1961, og Ólöfu, f. 1941, d. 1973. Hálfbræður þeirra systkina, samfeðra, voru Magnús, f. 1925, d. 1929, og Jóhann, f. 1927, d. 1985. Árið 1956 giftist Guðrún eftirlifandi barnsföður sínum, Sigurði Berg Bergsteinssyni, f. 26.10. 1925, en þau slitu samvistir. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Óskar Berg, f. 1956, jarðfræðingur, kvæntur Kat- arzynu Sochacka, sonur þeirra er Markús Georg, f. 1994, og eru þau búsett í Svíþjóð. 2) Sigrún, f. 1957, hjúkrunar- fræðingur, sambýlismaður hennar er Hörður Þór Bene- urborgar. Hún fann sig ein- staklega vel í barnastarfinu og var mjög vel liðin af bæði foreldrum og börnum. Hún var listræn og ljóðelsk og allt lék í höndum hennar. Hún ræktaði blóm, stundaði mat- argerð og bakstur af hjartans lyst. Hannyrðir og myndlist áttu einnig hug hennar allan og var hún sískrifandi ferða- sögur og teiknandi fram á síðasta dag. Síðustu árin vann hún við umönnun aldraðra og fatlaðra. Árið 1978 giftist Guðrún Sigurkarli Magnússyni, f. 1932, d. 1998, þau slitu sam- vistir. Síðustu 15 árin var hún í sambúð með eftirlifandi sambýlismanni sínum, Guð- bjarti Alexanderssyni, f. 1931, hann á tvo syni og sjö barna- börn. Þau bjuggu síðustu þrjú árin á Hraunvangi 1 í Hafn- arfirði. Þau kynntust á sínum efri árum og áttu sterkt vin- áttusamband þrátt fyrir vax- andi heilsubrest. Þau bættu svo sannarlega lífi við árin saman, ferðuðust um okkar fallega land, áttu góðar stundir í sumarbústað í Grímsnesi og fóru margar ut- anlandsferðir. Minnisstæðust er sameiginlega fjöl- skylduferðin okkar til Kan- aríeyja árið 2006 sem mun aldrei gleymast. Síðustu mán- uði þessa árs bjó Guðrún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðrún Snjólaug verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 29. maí 2015, kl. 13. diktsson og dóttir hennar er Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari. 3) Hafdís Björg, f. 1969, hjúkrunar- fræðingur, hennar maður er Óskar Ásgeirsson, dóttir þeirra er Valdís Ingunn hjúkrunar- fræðinemi. Að loknu skyldunámi í sveitinni flutti Guðrún 16 ára til Reykjavíkur. Starfaði við afgreiðslustörf á matstofum, aðstoðarstúlka á Landspít- alanum og vann við heimilis- hjálp í mörg ár. Tvítug að aldri dreif hún sig í Hús- mæðraskólann á Löngumýri i Skagafirði og hafði mikið gagn og gaman af þeirri dvöl. Hún varð móðir ung að árum og við tók hörð lífsbarátta sem húsmóðir þar sem skipt- ust á skin og skúrir. Hún var alltaf bænheit, reglusöm og sterk. Guðrún var mikil umönnunarmanneskja af Guðs náð, hún var mikill kennari heima við og lagði mikla áherslu á lærdóm til barna sinna. Hún starfaði sem dag- móðir um árabil og lengst af vann hún við barnaumönnun á gæsluvöllum Reykjavík- Það er í þínum anda, elsku mamma, að fljúga inn í sumar- landið þitt einmitt þegar vorið er að vakna með nýútsprungnum blómum og syngjandi fuglum himinsins, mér finnst sem ég heyri í fjarska ljúfan svanasöng, já, eins og englahljóm og við vit- um að þér líður vel í ljósinu án lík- amlegra kvala. Haltu áfram að mála og dansa í frelsinu í nýjum heimi. Þú varst alltaf mikil lista- mannssál og allt lék í höndum þínum. Hafðu hjartans ástar- þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Með djúpri virðingu kveð ég þig í bili, elsku rósin mín. Margs ber að minnast, það er fallegt að útför þín fari fram í miðbæ Reykjavíkur í frelsiskirkj- unni okkar við Tjörnina. Þar tók- um við börnin þín fyrstu sporin okkar með þér, þú kenndir okkur að meta náttúruna með því að fara í Hljómskálagarðinn, læra öll nöfnin á blómunum, klifra í trjánum og steinunum, vera hjá fuglunum við tjörnina og hlusta á svanasönginn með þér. Og takk fyrir að vera einlæg vinkona í gegnum árin og einstök amma hennar Valdísar Ingunnar, dótt- ur minnar, hún er svo lík þér, þú lifir áfram í henni. Þú hefur alltaf verið tilbúin að hlusta og leið- beina mér í gegnum lífið. Þú breiddir út verndandi vængi þína eins og fallegur svanur sem ver unga sína fyrir hættum lífsins. Þú varst mikil umönnunarmann- eskja af Guðs náð og ert okkur fyrirmynd, þess vegna eru marg- ir afkomendur þínir í heilbrigð- isgeiranum. Þú hvattir okkur til umönnunarstarfa með því að vera einstök fyrirmynd. Þú starf- aðir sem slíkur engill alla þína ævi og skilaðir þínu ævistarfi á farsælan veg og getur alltaf borið höfuðið hátt á nýjum, fallegum stað laus undan líkamlegum þjáningum. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þú hélst virðingu þinni allt til síðasta dags þrátt fyrir það sem á þig var lagt. Þú varst sterkur persónuleiki og mikill missir hrjáir mig, en það sem huggar er styrkur þinn sem mér finnst ég finna allt um kring. Þú stýrðir þínu styrka móðurskipi af ákveðni í gegnum lífsins ólgusjó, þú lentir í miklum brimöldum af völdum annarra. Hetjusagan þín er falleg, þú ert mesti sigurvegari lífsins sem ég hef nokkru sinni þekkt, elsku besta mín. Þú studd- ir við bakið á mörgum en gerðir ekki miklar kröfur fyrir þig sjálfa. Ég er þakklát fyrir agann og kennsluna sem ég mun nýta vel inn í framtíðina. Takk fyrir að styrkja mig á erfiðum stundum. Þú sagðir oft og einatt „Það er ekki spurning um hvað kemur fyrir mann í lífinu heldur hvernig þú tekur á því.“ Ég mun ávallt hafa þessi orð þín að leiðarljósi. Mikið er ég þakklát hve ég nýtti tímann vel með þér og fylgdi þér fast eftir eins og þú gerðir alltaf fyrir mig, ég naut hverrar mínútu. Þú kvaddir þennan breyska mannheim mjög snöggt og óvægið. Ég mun starfa áfram í hjúkrun og tileinka þér, mín sterka móðir, að betrum- bæta aðbúnað, fræðslu og um- hyggju, fyrir skjólstæðinga, að- standendur og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Ég votta eftirlifandi sambýlis- manni, Guðbjarti, og systkinum mínum og ömmubörnum samúð mína. Ég mun ávallt sakna þín, elsku mamma mín. Þín elskandi dóttir, Hafdís Björg. Elsku móðir mín kvaddi snögglega en þó með sinni kunnu reisn þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm síðustu árin. Afburðakona á mörgum sviðum, virðuleg, ákveð- in og fylgin sér. Var vel lesin og hafði mikinn áhuga á kvæðum og kunni ótal slík. Teiknað gat hún og málað listavel og voru mótífin helst íslenskt sveitalíf, dýr, fólk og gróður. Einnig var hún mikil hannyrðakona og hafði yndi af að sauma og prjóna á okkur systk- inin og síðar á barnabörnin sem hún var svo óendanlega stolt af. Seinni helming ævinnar naut hún þess að dansa og ferðast í góðum félagsskap innan lands sem utan. Huggun harmi gegn er að vita af þér, elsku móðir, lausri undan heilsuleysi þessa heims í faðmi þeirra sem farið hafa á undan. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku móðir. Sigrún. Þá ertu farin, elsku mamma, ég vissi svo sem að það myndi koma að því, en ég var að vona að það yrði seinna, helst miklu seinna. Svo núna flýg ég heim á leið til kæra Íslands sem svo oft áður en í þetta skiptið með þögn í hjarta og þyngd yfir mér. Ég þóttist við þessu búinn en sú var ekki raunin. Ég sakna þín núna en mun sakna þín enn meira. Ég syrgi þig núna en mun syrgja þig meira. Svo er ég líka reiður og leiður yfir því hvernig þú varst hrifsuð svona snöggt frá okkur. Takk elsku mamma fyrir að taka svona vel á móti syni mínum Markúsi þegar hann kom til Ís- lands í þrjú sumur, við munum aldrei gleyma þeirri ást og um- hyggju sem þú sýndir honum. Þú ert og verður alltaf hetjan mín og besta fyrirmyndin mín. Þér vil ég líkjast. Hjá þér leitaði ég öryggis og trausts. Þú kenndir sjálfsálit án monts og án sjálfs- meðaumkunar. Þú fannst til með öðrum og hjálpaðir öllum sem til þín komu og þurftu á hjálp að halda. Þú settir alltaf fjölskyld- una í fyrsta sæti. Þú kenndir sjálfstæði og sjálfsbjörg, allt lék í höndum þér. Þú varst jafnrétt- indakona í bæði stóru og smáu. Þú varst í langtímanámi í hinum erfiða skóla lífsins og varst ekki enn útskrifuð, alltaf að læra eitt- hvað nýtt og alltaf að kenna. Ég óska þess að þú fáir frelsið til að gera það sem þú vilt núna, án kvaða og án skyldu. Ástkær er minning þín, sem ég geymi í hjarta mínu, hvíldu í friði. Þinn elskandi sonur, Óskar. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum og um leið kveðja tengdamóður mína. Árið 1994 lágu leiðir okkar saman þegar ég kynntist Hafdísi dóttur hennar. Þær mægður voru mjög nánar og því vorum við í miklum samskipt- um við Guðrúnu. Því verður seint gleymt hversu umhugað henni var um okkur Hafdísi og Valdísi. Guðrún var skarpgreind og henni var margt til lista lagt. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig hún gat komið græðlingum til feg- urstu blóma. Ef vetrarveður geisuðu utanhúss, þá ríkti sumar í Edengarðinum hennar Guðrún- ar. Þessi árangur hennar við blómarækt spannar í raun allt hennar líf því hún starfaði lengst af við barnagæslu og umönnun- arstörf þar sem umhyggja henn- ar og hógværð blómstraði. Þín verður sárt saknað og ég er þér ævarandi þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Óskar Ásgeirsson. Elsku amma. Það er ein minn- ing um þig sem stendur alltaf upp úr. Það er þegar ég gat ekki sofn- að inni í herbergi hjá þér og þú lást (að mér finnst) hálfa nóttina og taldir kindur með mér. Hver ein og einasta kind hafði sérstaka lýsingu, háttalag og persónuleika og ég gat séð þær allar ljóslifandi fyrir mér. Ég held þú hafir sofn- að á kind númer 100 en ég man að ég sofnaði með bros á vör þá nótt- ina. Takk fyrir það, og svo margt fleira. Ég man það sem barn að ég marg- sinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína margsinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofni við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson) Sofðu vel. Þín dótturdóttir, Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir. Að beina athyglinni að hrynj- andi árstíðanna og um leið birt- unni sem kveikir vonarljós á lífs- brautinni og hinni óræðu er styrkjandi. Eftir veturinn kemur vorið og greinar trjáa sem misstu laufblöð sín og virtust eins og dauðar voru það ekki. Þar inni fyrir duldist líf, líf sem ekkert auga sér. Þegar vorið rennur upp og sólin skín, þá kem- ur undrið allt í ljós. Guðrún, mín góða vinkona, elskaði fegurðina sem fólst í gró- andanum, græn litbrigði lauf- blaðanna ásamt blómunum sem tóku að lifna við og springa út. Vorið var hennar tími. Hún var með græna fingur eins og sagt er. Hún hafði unun af að hlúa að garðinum sínum og hlusta á og fylgjast með fuglum himinsins, einnig hafði hún gam- an af að mála myndir og festi á pappír fjölbreytilega litadýrð árstíðanna. Hún hafði fallega rit- hönd og skrifin hennar voru mjög ljóðræn. Guðrún var sannarlega listakona. Mikil ánægja fylgir því að lesa jóla- og tækifæriskortin sem hún sendi til mín og okkar dásamlegu, sameiginlegu fjölskyldu. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að þekkja Guðrúnu, þessa umhyggjusömu, góðu, miklu hetju og hæfileika- ríku konu, móður Hafdísar Bjargar, minnar kæru tengda- dóttur. Á sorgarstundu þegar ástvina- missirinn er mikill má finna birtugefandi huggun í ljósi von- arinnar. Undri ljóssins, ljósi heimsins. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Ég votta Hafdísi Björgu, Sig- rúnu og Óskari Guðrúnarbörn- um, Valdísi Ingunni, Heiðu og Markúsi ömmubörnum, tengda- börnum, og Guðbjarti sambýlis- manni Guðrúnar mína dýpstu samúð. Bið Guð í Jesú nafni að styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu og sorgin fái næði til að breytast í góðar, bjartar minningar. Ég minnist Guðrúnar með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Helga Óskarsdóttir. Guðrún Snjólaug Snjólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma heyrirðu í mér? Hvar ertu? Er mig að dreyma? Þetta er svo óraunverulegt. Við munum þér aldrei gleyma. Ég get ekki hætt að gráta. Þú lifir áfram í okkar hjörtum, svo friðsæl, svo falleg, með kærleikanum björtum. Takk fyrir samveruna elsku amma mín, við minnumst yndislegra stunda. Þú veist hve sárt ég sakna þín, ég hlakka til okkar endurfunda. Valdís Ingunn, barnabarn og Hörður Páll. Lárus Jóhannsson missti móður sína ungur og var frá sama tíma einnig langtímum fjarri föð- ur sínum. Ómögulegt er að gera sér í hugarlund hvernig þessi bitra lífsreynsla hefur mótað Lárus og hvernig hann vann úr áfallinu. Á þeim tíma er ekki víst að það hafi ver- ið mikið rætt. Lárus Jóhannsson ✝ Lárus Jóhanns-son fæddist 5. maí 1933. Hann lést 5. maí 2015. Útför Lárusar fór fram 12. maí 2015. Æðruleysi og glaðværð ein- kenndi Lárus. Það breyttist ekki síð- ustu árin þrátt fyrir mikil veik- indi. Annað sem einkenndi Lárus var útsjónarsemi, fyrirhyggja og þol- inmæði. Lárus var bóngóður öllum sem til hans leit- uðu. Mér tók hann alltaf opnum örmum þegar ég kom til hans með bilaða bíla á fyrstu búskaparárum okkar Jónínu. Mannleg samskipti vöfðust ekki fyrir Lárusi. Hann aðstoð- aði marga erlenda ferðalanga meðan hann vann á veghefli hjá Vegagerðinni. Þá skipti ekki máli hvaða tungumál viðmæl- andinn notaði. Lárus talaði ís- lensku og ferðamennirnir sitt móðurmál án teljandi vandræða. Glaðværðin og þolinmæðin brúuðu flestar brýr. Lárus hafði góða nærveru. Hann kunni að hlusta. Þess fengu barnabörnin að njóta síð- ustu árin. Lárus var brosmildur og ylj- aði sínum nánustu um hjarta- rætur fram á síðasta dag. Bless- uð sé minning hans. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Lárusar, börnum og barnabörnum samúð mína um leið og ég þakka hon- um fyrir ánægjulegar samveru- stundir. Sigurður Traustason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.