Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jakob Jakobsson, eigandi og veit-
ingamaður Jómfrúarinnar við
Lækjargötu, segir að jazzhátíðin
Sumarjazz á Jómfrúnni verði hald-
in í 20. skiptið nú í sumar, en há-
tíðin er jafngömul veitingastaðn-
um, sem Jakob
stofnaði árið
1996 og verður
því 20 ára á
næsta ári.
„Við Sigurður
Flosason, list-
rænn stjórnandi
Sumarjazz, saxó-
fónleikari og
tónsmiður, vor-
um einmitt að
handsala sam-
komulag um há-
tíðina í sumar nú í hádeginu, og
fyrstu tónleikarnir verða á
Jómfrúartorgi fyrsta laugardaginn
í júní, þann 6. Við stefnum að því
að vera með slíka tónleika hvern
laugardag í júní, júlí og ágúst.
Þeir hefjast kl. 15 og þeim lýkur
kl. 17,“ sagði Jakob í samtali við
Morgunblaðið.
Höldum því sem vel gengur
„Jómfrúin er bara þannig að við
breytumst lítið. Þegar við byrjum
á einhverju sem gengur vel, þá
bara höldum við því, hvort sem
það er matseðill, starfsfólkið eða
jazztónleikar,“ sagði Jakob.
Jakob segir að ekki sé alveg
komin endanleg mynd á dagskrá
tónleikaraðarinnar, en hann eigi
von á því að dagskrá tónleikanna
verði birt alveg á næstu dögum.
Eins og kunnugt er hafa miklar
framkvæmdir staðið yfir við
stækkun Hótel Borgar og þar af
leiðandi hefur plássið sem Jómfrú-
in hefur til umráða við torgið til
þess að halda jazztónleikana
minnkað talsvert. Jakob var
spurður hvaða áhrif þessar fram-
kvæmdir hefðu á tónleikahaldið
hjá honum. „Áhrifin eru fyrst og
fremst þau að ég hef mikið minna
svæði. Ég hef fengið að nota allt
torgið, sem við höfum kallað
Jómfrúartorg, en nú er ekki nema
um einn þriðji af því sem ég get
notað, sem þrengir þetta til muna.
Svoleiðis verður það bara að
vera,“ segir Jakob, „því ferðaþjón-
ustan er alltaf að stækka og ég tek
þátt í því.“
Jakob segir að byggingakran-
arnir séu farnir af svæðinu, sem sé
vissulega til bóta. Reist hafi verið
sérstakt grindverk í fyrravor, til
þess að afmarka byggingarsvæðið.
Sami háttur hafi verið á í fyrra og
verði nú í sumar. Þeir hafi aðeins
haft þetta skerta svæði til afnota
þá eins og verði nú.
Jazz áfram á Jómfrúartorgi
Sumarjazz á Jómfrúnni í 20. skiptið Hátíðin verður alla laugardaga í þrjá
mánuði Jazzhátíðin er jafngömul smurbrauðsveitingastaðnum Jómfrúnni
Morgunblaðið/Eggert
Jazzgeggjarar Tónlistaráhugamenn og jazzunnendur geta glaðst yfir því að fyrstu tónleikar Jómfrúarinnar á
jazzhátíðinni Sumarjazz á Jómfrúartorgi verða á laugardaginn eftir viku og svo á hverjum laugardegi í sumar.
Jakob
Jakobsson
Ákveðið hefur verið að fresta því um
hálfan mánuð að heimila stangveiði á
urriða með beitu í Þingvallavatni.
Áður hafði verið auglýst, að slík
veiði yrði heimil eftir 1. júní en nú
hefur verið ákveðið að fresta þeirri
heimild til 15. júní. Fram kemur á
vef Þingvalla að helsta ástæða fyrir
þessari skyndilokun sé sú að maí-
mánuður sé sá kaldasti frá 1977. Því
sé allt lífríkið á eftir áætlun og beri
að bregðast við því til að vernda urr-
iðastofninn.
Á vef Þingvalla segir að mikil upp-
bygging hafi átt sér stað á urriða-
stofninum í Þingvallavatni und-
anfarin ár og hætt sé við því að stórt
skarð yrði höggvið í stofninn ef beiti-
veiði myndi hefjast þar 1. júní. Ekki
bæti úr skák að bleikjan sé einnig á
eftir áætlun og varla farin að sjást í
vötnum landsins þannig að álag á
þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn
meira fyrir vikið þar sem veiðiálag
dreifist lítið á önnur vatnasvæði.
Fresta upp-
hafi urriða-
veiðinnar
Urriði Kalt vor hefur áhrif á fiskistofna.
Mildasti maímán-
uður frá 1977
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Sylvía
Löggiltur fasteignasali
sylvia@fr.is
Brynjólfur
brynjolfur@fr.is
Enn mun Sjávarútvegsskólinn, sem
upphaflega var kenndur við Síldar-
vinnsluna, færa út kvíarnar og í ár
verður starfssvæði hans allt Austur-
land, eða svæðið frá Vopnafirði til
Hornafjarðar. Auk sveitarfélaga við
sjávarsíðuna mun Fljótsdalshérað
taka fullan þátt í skólahaldinu. Í
samræmi við þetta hefur nafni skól-
ans verið breytt og ber hann nú heit-
ið Sjávarútvegsskóli Austurlands.
Kennt á sex stöðum
Í ár gefst ungmennum sem fædd
eru árið 2001 kostur á að sækja
Sjávarútvegsskólann, en ráðgert er
að kenna á sex stöðum, þ.e. í Nes-
kaupstað, á Eskifirði, Fáskrúðsfirði,
Vopnafirði , Höfn og Seyðisfirði.
Nemendum frá þeim byggðarlögum,
sem ekki verður kennt í, verður ekið
til og frá kennslustað.
Sumarið 2013 hóf Síldarvinnslan
að starfrækja Sjávarútvegsskóla
Síldarvinnslunnar. Skólastarfið stóð
yfir í tvær vikur og fengu nemendur
greidd námslaun sem voru sambæri-
leg launum í Vinnuskóla Fjarða-
byggðar. „Meginástæða þess að efnt
var til skólahalds sem þessa er sú að
skólakerfið leggur litla áherslu á
fræðslu um þessa undirstöðu-
atvinnugrein. Einnig hefur verið
bent á að í sjávarplássum nútímans
er hægt að alast upp án þess að sjá
nokkurn tímann fisk,“ segir á heima-
síðu Síldarvinnslunnar.
Fleiri bætast við
Starfsemi Sjávarútvegsskóla Síld-
arvinnslunnar vakti athygli og önnur
fyrirtæki í Fjarðabyggð sýndu því
áhuga að taka þátt í skólastarfinu.
Niðurstaðan varð sú að Sjávarút-
vegsskóli Fjarðabyggðar tók til
starfa í fyrra og auk sjávarútvegs-
fyrirtækjanna Eskju og Loðnu-
vinnslunnar komu Vinnuskóli
Fjarðabyggðar og Austurbrú til liðs
við Síldarvinnsluna.
Ljósmynd/Sigurður Steinn Einarsson
Sjávarútvegsskólinn Hópur nemenda frá Norðfirði í heimsókn á Eskifirði í
fyrrasumar. Uppsjávarskipið Jón Kjartansson og Hólmatindur í baksýn.
Sjávarútvegsskól-
inn eflist eystra