Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 ar vináttu við þau Ásthildi og Hörð. Lífsskoðanir og hugsjónir hnigu mjög í sömu átt, fjölskyld- urnar hittust oft og börnin léku sér saman. Eftir flutning okkar frá Ólafsvík undu þau þar ekki lengur og er við settumst að í Kópavogi stofnuðu þau heimili í Hafnarfirði og samskipti héldust eins og verið höfðu fyrir vestan. Þá tóku manndómsárin við, þá barist fyrir sameiginlegum hug- sjónum á vettvangi bæjarstjórna í Hafnarfirði og Kópavogi undir merkjum Alþýðuflokksins, og Hörður lagði víða hönd á plóginn í félagsmálum, nánast alls staðar þar sem honum virtist þörf á svo sem launþegasamtökum, sam- vinnuhreyfingunni, í bindindis- starfi, málefnum eldri borgara og í bæjarfélaginu samfara annasamri skólastjórn við Víðistaðaskólann. Oft gekk hann ekki heill til skógar og aðdáunarvert að sjá af hve mik- illi einbeitni og festu hann gekk fram í hinum ýmsu málum og vann sér alls staðar traust og virð- ingu fyrir réttsýni og gerhygli. – Jafnframt gladdi hann marga með sínum snjöllu ljóðum sem hann orti af ýmsum tilefnum og sendi vinum sínum og samstarfsfólki. Það voru forréttindi að eiga Hörð og Ásthildi að nánum fjöl- skylduvinum. Sameiginleg ferða- lög og leikhúsferðir voru upplifun svo og fjölskyldu- og afmælishá- tíðir þar sem Hörður gaukaði oft ljóðum að okkur, en ekki síst gagnkvæmar fjölskylduheim- sóknir þar sem við áttum langar rökræður um lífið og stjórnmálin, oft langt fram á nótt. – Síðustu sameiginlegu verkefnin með Herði voru að safna saman og skrá skjöl sem til eru um sögu Al- þýðuflokksins sem verður 100 ára 2016. Hafði hann yndi af að fylgj- ast með framvindu þess verkefnis og gaf okkur stundum í lok heim- sóknar yndisleg ljóð um vorið og fegurð náttúrunnar sem hann hafði þá nýlega ort. Börnin okkar leituðu stundum til Harðar þegar þau vantaði ljóð eða söngtexta, alltaf brást hann vel við og skilaði því sem um var beðið. Þau eru nú öll stödd erlend- is en biðja fyrir hlýjar samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans. Við söknum nú vinar og ein- staks sómamanns og vottum fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. Sæunn og Ásgeir. Mikil lifandis ósköp þótti okkur vænt um hann Hörð. Við vorum áreiðanlega ekki ein um það. Það var ekki annað hægt en að þykja vænt um hann. Líklegast var það einfaldlega af því að hann var svo góður maður. Hann hafði svo góða nærveru, hlýr og góðviljaður og nærgætinn. Glensið og glettnin, fína skopskynið gerði alla hluti svo létta og skemmtilega. Við söknum hans, en höfum reyndar gert um nokkra hríð, því að elli kerling spillti samvistum síðustu ár. Hann var gull af manni. Það var gæfa að öðlast hann að vini, eiginkonuna Ásthildi og fjölskylduna alla. Hörður var einbeittur og sannur jafnaðarmaður. Hann var um langt árabil í forystusveit Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði. Stundum var hann í oddvitasætinu í bæjar- stjórn, stundum ekki, en ávallt foringi, leiðtogi eða leiðbeinandi, burðarás í öllu starfi. Það voru stjórnmálin sem leiddu okkur saman. Þar gengum við í gegnum súrt og sætt, nutum sigra, deild- um vonbrigðum. Upphafið var á tímum þrenginga í flokknum; hann var svo blankur að ekki var hægt að koma Hafnarfjarðarmál- gagninu í útgáfu og höfuðstöðvar flokksins í Firðinum, Alþýðuhúsið sjálft, voru í niðurníðslu. Með samhentu átaki og nýjung í vinnu- brögðum tókst að koma út blaðinu. Hörður var þar í lykil- hlutverki. Svo heppnaðist að rétta við fjárhaginn. Síðar komu at- kvæði og áhrif. Þetta basl, sam- vinna og samstarf lagði grunninn að mikilli vináttu, sem enst hefur síðan. Það var alltaf gott og gaman að vera með Herði og Ásthildi. Þau fórum við að finna oft; stund- um ákveðinna erinda, en annars líka innlit í sunnudagsgöngu, jafn- vel í hríðarbyl, og síðar viðkoma í ferð til landsins af erlendri grund. Aldrei slitnaði þráðurinn. Fyrir allt þetta; samstarfið, samveru- stundirnar, rabbið og vangavelt- urnar, vináttuna og tryggðina þökkum við Irma á þessari kveðjustund. Ásthildi, börnum og fjölskyldunni stóru allri saman vottum við samúð okkar. Vertu kært kvaddur Hörður. Kjartan Jóhannsson. Það eru fáir sem hafa haft jafn mikil áhrif á mig og mín lífsviðhorf og Hörður Zóphaníasson. Honum kynntist ég þegar ég hóf störf við Víðistaðaskóla 1978. Hörður var þá þegar þekktur sem mikill skólamaður og frumkvöðull í skólastarfi. Hann hafði haft for- ystu um opið skólastarf, sem á þeim tíma var nýjung í skólastarfi á Íslandi. Nú í seinni tíð hefur opið skólastarf verið að ryðja sér aftur til rúms, og sýnir þetta hversu Hörður var framsýnn og um leið tilbúinn að ryðja nýjar brautir með tilraunum í skólastarfi. Hörður var hagmæltur og glöggskyggn á hið spaugilega í til- verunni. Í skólanum stofnuðum við kennararnir sönghóp sem nefndur var Söngskeytaþjónust- an. Hlutverk Söngskeytaþjónust- unnar var að færa þeim starfs- mönnum sem áttu stórafmæli söngskeyti í tilefni tímamótanna. Minnisstæð eru mörg þau ljóð sem Hörður samdi af þessum til- efnum, hnyttin og skemmtileg, en fyrst og fremst full af manngæsku og hlýju sem hann átti í svo ríkum mæli. Hörður hafði forgöngu um stofnun foreldrafélags við skólann og var það fyrsta foreldrafélag við grunnskóla á Íslandi. Hörður var fenginn til að kynna þetta frum- kvöðlaverk sitt og aðstoða við stofnun foreldrafélaga víða um land. Foreldrafélögin hafa síðan þótt ómissandi í öllu skólastarfi. Hörður samdi námsefni, m.a. í stærðfræði og samfélagsfræði. Má þar sérstaklega nefna náms- efni um Hafnarfjörð, sem var sér- lega vel heppnað og á hann miklar þakkir skildar fyrir það. Skóla- starfið var honum ástríðufullt metnaðarmál. Að skila af sér góðu verki, sem sómi var að, skipti öllu máli. Þótt Hörður hafi látið af störf- um sem skólastjóri Víðistaðaskóla árið 1992 hélt hann ætíð góðum tengslum við skólann. Þau Hörður og Ásthildur, sem einnig hafði starfað við skólann um langa hríð, komu iðulega í heimsókn í skólann í kaffi og spjall allt fram á síðustu ár. Trygglyndi af þessu tagi hlýtur að vera einstakt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, Og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég þakka Herði samfylgdina um áratugaskeið og votta Ásthildi, börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Sigurður Björgvinsson, fyrrverandi skólastjóri Víðistaðaskóla. Leiðir okkar Harðar Zóphaní- assonar lágu saman fyrir tæpum sextíu árum. Var það í starfi fyrir Samband ungra jafnaðarmanna. Þau kynni urðu upphaf áratuga vináttu. Áttum þá hugsjón saman að berjast fyrir réttlátara þjóð- félagi með jafnaðarstefnuna að vopni. Hörður var ljúfur maður, heil- steyptur, einlægur, sanngjarn og framsækinn. Það var sóst eftir honum til trúnaðarstarfa sem hann rækti af mikilli prýði. Það var enginn asi eða óðagot á Herði. Samstarfsmenn skynjuðu strax að þar fór vitur maður, sem lagði góðum málum lið. Hann unni sér aldrei hvíldar fyrr en mál voru leyst eða komið áleiðis. Ævistarf Harðar var kennsla og skólastjórn. Í því starfi var hann mjög farsæll og kom mörg- um nýjungum á framfæri í kennslustarfi. Hann var skáti lífið í gegn, – ávallt viðbúinn. Hann var virkur þátttakandi í starfi Alþýðu- flokksins, einkum í Hafnarfirði en einnig á landsvísu. Hann var mað- ur sátta og beitti sér fimlega er deilur risu. Hann var ein megin- stoð Allþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi. Þar kom óvenju mikil ritleikni hans sér vel. Hann stýrði Alþýðubrautinni, blaði Al- þýðuflokksins í kjördæminu og gerði það vel. Þar var engin minni- máttarskrif að finna, enda Al- þýðuflokkurinn sterkt afl í kjör- dæminu. Fáa þekki ég jafn ritfæra og Hörð Zóphaníasson. Það er margt sem liggur eftir hann bæði sem ritstjóra og á sviði útgáfumála um hin ýmsu efni, m.a. kennslubók og tvær ljóðabækur. Hörður hefur ort við hverskon- ar tækifæri. Hann hefur verið einskonar hirðskáld skátahreyf- ingarinnar og fjölmargir skáta- söngvar munu sungnir um ókomna tíð. Hann hefur ort um gaman og alvöru, tækifæriskvæði og hátíðaljóð, trúarleg stef, ver- aldlega þanka og afmælishvelli, sem flestir hafa verið lesnir upp eða sungnir í afmælisveislum. Orðið skáld er stórt orð. Hörð- ur vildi aldrei kenna sig við skáld- anafnið, aldrei. Honum hefur nægt að gleðja fólk við hin ýmsu tækifæri og lyfta hugum fólks í já- kvæðar áttir. Okkur sem þekkjum til hans finnst hann hafa verið skáld því mörg ljóða hans eru ynd- isleg, frábær. Er við vorum báðir þátttakend- ur í stjórnmálum hittumst við oft tveir einir til að ræða málin. Við kölluðum það að „hugsa saman“ og var þá verið að skipuleggja og velta framtíðinni fyrir sér. Seinni árin hittum við Þórdís þau Ást- hildi alltaf annað slagið hvar spáð var í spilin. Hildur var oftast ræðnari en Hörður, en þau voru yndisleg saman. Létt og spaug- söm og alltaf var baráttuhugurinn og réttlætiskenndin augljós. Nú er Hörður farinn heim, eins og við skátarnir segjum. Harðar verður minnst fyrir mikið atgervi, dýrmætt ævistarf. Hann var alltaf viðbúinn. Þess naut samfélagið. Við Þórdís sendum Hildi og af- komendum öllum dýpstu samúð- arkveðjur og þökkum samfylgd- ina. Enginn efast um að hann á góða heimkomu. Karl Steinar Guðnason. Hörður Zóphaníasson var lengst af sínum starfsferli starf- andi við Víðistaðaskóla í Hafnar- firði sem skólastjóri. Þegar fréttist að vinur okkar, Hörður Zóphaníasson, ljúfmenni og sannur jafnaðarmaður, væri látinn komu upp í hugann vinátta og samstarf í gegnum um 30 ár. Hörður hafði þá eiginleika að bera, að öllum leið vel í kringum þennan ljúfa mann. Það sem ég vil fyrst og síðast þakka Herði fyrir er starf hans fyrir Félag eldri borgara í Hafn- arfirði. Þar vann hann geysimikið starf sem forgöngumaður í mörg- um nefndum á vegum félagsins. Sérstaklega er minnisstætt allt starf hans í kringum þorrablót fé- lagsins með dyggum stuðningi eiginkonu hans, Ásthildar. Á mörgum skemmtunum komu einnig frá þeim margar skemmti- legar uppákomur í bundnu og óbundnu máli, sem margir glödd- ust yfir. En ég tel samt að stærsta verkefni sem Hörður skilur eftir sig fyrir okkur er að hann skráði sögu félagsins á 40 ára afmæli þess og út kom 2008 bókin „Dýr- mæt ár“ sem er góður minnisvarði um þennan frábæra félaga. Að lokum viljum við Bogga þakka fyrir öll ljóð er við höfum fengið á jólum og tyllidögum. Ásthildi og stórfjölskyldunni sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi. Jón Kr. Óskarsson, formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði. Vorið 1954 útskrifaðist frá Kennaraskólanum hópurinn, sem nefndi sig Bekkjarfélagið Neista. Sumir í hópnum höfðu verið í skól- anum í fjóra vetur en nokkrir í þrjá. Þrátt fyrir að þetta unga fólk kæmi frá öllum landshornum með margvíslega lífsreynslu og að mörgu leyti ólíkar skoðanir á þjóð- málum myndaðist fljótt góð vin- átta, sem haldist hefur alla tíð. Það er ánægjulegt að rifja upp þessi gömlu kynni og það sem bekkjar- félagið tók sér fyrir hendur á skólaárunum enda voru í bekkn- um margir góðir hagyrðingar og nokkrir sem urðu síðar þekktir fyrir skáldskap. Bekkjarblaðið var fljótlega gefið út, að vísu í litlu upplagi. Margir höfðu tiltækt efni til birtingar og var Hörður einn þeirra, sem margt höfðu til mál- anna að leggja. Það var sama hvað til stóð í hópnum, hann var sífellt kallaður til, því að hógvær nær- vera hans og traust framkoma kallaði á afskipti hans. Langur tími er liðinn síðan þetta unga fólk kvaddi Kennara- skólann, enda hefur fækkað í hópnum, tæplega þriðjungur enn á lífi, sem minnist þeirra sem gengnir eru með söknuði og hlý- hug. Nú hefur enn á ný einn úr hópnum verið kallaður á brott. Við söknum hans en minnumst hans sem góðs félaga og einstaks ljúf- mennis og vinar. Við sendum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. bekkjarfélagsins Neista, Alfreð Eyjólfsson. Við fráfall Harðar Zóphonías- sonar sjáum við jafnaðarmenn eft- ir einum okkar dyggasta félaga. Hörður var í forystusveit hafn- firskra jafnaðarmanna um ára- tugaskeið og bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins árum saman, starfssamur og hollráður. Ég kynntist Herði og Ásthildi þegar ég bauð mig fram til þing- setu í Suðvesturkjördæmi árið 2006. Þau mættu á alla félagsfundi í Hafnarfirði og alltaf jákvæð og uppbyggileg í allri málafylgju. Ein mynd fer aldrei úr huga mér. Ég sat með oddvitum framboða allra flokka á opnum framboðsfundi sem sýndur var beint í sjónvarpi fyrir kosningarnar 2009. Þegar ég settist í sæti mitt gerði ég mér allt í einu grein fyrir að við höfðum engar ráðstafanir gert til að tryggja mætingu okkar fólks á fundinn. Ég bjó mig því undir fjandsamlegan sal og erfiðan fund. En ég brosti í kampinn þegar inn stormuðu Hörður og Ásthildur og fjöldi annarra úr hörðustu sveit hafnfirskra jafnaðarmanna. Það þurfti ekkert að biðja þetta góða fólk um liðsstyrk eða minna það á að mæta. Þau voru alltaf boðin og búin. Hörður var félagsmálafrömuð- ur og kom víða við. Það sást í áttræðisafmæli Harðar fyrir fáum árum þegar gríðarlegur fjöldi kom til að samfagna honum og þakka ævistarfið. Þegar ég hugsa til Harðar hugsa ég ávallt líka til Ást- hildar. Það var sérstakt að verða vitni að þeirra nána sambandi og þeirri miklu og djúpu virðingu og ást sem þau báru hvort til annars. Missir Ásthildar er mikill. Hörður hefur um skeið átt við vanheilsu að stríða og dauðinn færði nú líkn frá þraut. Ásthildur og börnin hafa sinnt Herði af stakri alúð í langvinnum veikind- um. Ég vil að leiðarlokum þakka allt hið mikla framlag Harðar til hreyfingar jafnaðarmanna um áratugi og stuðning hans við okk- ur forystufólk flokksins í Suðvest- urkjördæmi. Ég votta Ásthildi, börnum þeirra og afkomendum öllum mína innilegustu samúð fyr- ir mína hönd og okkar allra í Sam- fylkingunni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Höfðingi hefur kvatt, jafnaðar- maður hefur ort sitt síðasta ljóð en okkar er að minnast. Það er vissu- lega svo margs að minnast, mörg- um öðrum miklu meir en mér, þó streyma fram góðar minningar tengdar Herði og hans konu Ást- hildi Ólafsdóttur. Fyrir mér voru þau og verða áfram eitt, Ásthildur og Hörður. Ég kynntist Herði strax og ég hóf að sýsla í ýmsum verkum með Alþýðuflokknum í Hafnarfirði. Ég var fljótur að læra og þekkja til sögunnar, hafði góða kennara. Hörður var einn af þeim, en hann átti sér langa og farsæla jafnaðar- mannasögu og um leið sína eigin stjórnmálasögu. Hörður tók við sem oddviti á framboðslista Al- þýðuflokksins 1970, fyrir þann tíma og öll árin þar á eftir ræktaði Hörður forystuhlutverk sitt með virðingu og sóma. Hörður var til staðar fyrir flokkinn og félagana, var til staðar þegar erfið mál voru til úrlausnar, leiðbeindi eins og sannur skáti og kennari. Enda er ég ekki í nokkr- um vafa um að kennslustörfin og fórnfúst starf í skátahreyfingunni í áratugi hafa stutt hvað við annað og hjálpað til að þroska ungan jafnaðarmann og efla hann til dáða. Þá er ekki frátalinn hinn mikli og sanni skógræktaráhugi og hlýja gagnvart Skógræktar- félagi Hafnarfjarðar, þar er mikill missir félaganna. Ljóðin, sagna- listin og textasmíðin stendur eftir, bækurnar og sumar hverjar árit- aðar með kveðju, allt geymist vel og horfir móti sól, gott að grípa til þegar hugurinn vill ná sér í einn konfektmola í erli dagsins. Að leiðarlokum vil ég sérstak- lega minnast Harðar fyrir gott vinarþel á erfiðum tímum allra stjórnmálamanna á vetrardögum 2008-2009. Þó ég þurfi að rjúfa trúnað þá standa efst í huga mér ógleymanleg lokaorð í einlægu bréfi til okkar sem stóðum í eldlín- unni þennan vetur; með vinar- kveðju og óskum um að þið finnið hamingjuna í störfum ykkar. Þá á jafnaðarstefnan nokkra lífsvon, því að hamingjan er í því fólgin að vera sjálfum sér og lífsgildum sín- um traustur og trúr. Það hefði ekki getað verið betur orðað. Lífsgildum sínum traustur og trúr, því lífið er kærleikur. Ásthildur, börn, ættingjar og vinir. Með Herði Zóphaníassyni er genginn einn sá vandaðasti maður sem ég hef kynnst. Samúðar- kveðjur til ykkar allra, samhugur ríkir í Hafnarfirði öllum. Minning- in lifir. Gunnar Svavarsson, fv. alþingismaður. Hörður Zóphaníasson var bæj- arfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði um langt árabil, fyrst á árunum 1966-1974 og síðar 1978- 1986. Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sat í framkvæmdastjórn og var formaður kjördæmaráðs Reykja- neskjördæmis. Hann tók þátt í starfi Samfylkingarinnar frá stofnun, var ötull hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd og ein- stakur félagi. Hann var einstak- lega hjálpsamur og ráðagóður og við sem yngri erum fengum svo sannarlega að njóta nærveru og stuðnings þeirra hjóna Harðar og Ásthildar. Við minnumst eins besta félaga sem hreyfing jafnaðarmanna hef- ur átt. Hann Hörður okkar var ekki eingöngu jafnaðarmaður af lífi og sál, hann var Jafnaðarmað- urinn. Hann stóð vaktina með okkur og fyrir okkur öll í gegnum súrt og sætt, sigra og ósigra og var ávallt til staðar, bæði fyrir grasrótina og þá sem stóðu í brúnni. Ekki eingöngu mætti hann á hverjum morgni fyrir kosningar með smurðar flatkökur fyrir frambjóðendur heldur mætti alltaf, á meðan heilsa leyfði, á fundi og brýndi fyrir okkur hver grunnkjarni okkar hugmynda- fræði og stefnu væri, hvort sem það var í ræðu eða bundnu máli. Að eiga Hörð og Ásthildi að var fjársjóður fyrir félagsskap sem berst fyrir hugsjónum og sam- félagi byggðu á jafnrétti, bræðra- lagi og frelsi. Þótt sorg og söknuður ríki inn- an félagsins er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa alltaf haft þennan mikla höfðingja með okk- ur í liði. Elsku Ásthildur og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Fyrir hönd félaga í Samfylkingunni í Hafnarfirði vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir, Adda María Jóhannssdóttir, Ófeigur Friðriksson, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúar og varabæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Þegar ég heyrði um andlát Harðar Zóphaníassonar setti mig hljóðan. Þrátt fyrir að hann hafi verið veikur um nokkurt skeið og verið á Hjúkrunarheimilinu Sól- vangi þá trúir maður því ekki að hann sé farinn yfir móðuna miklu. Við Hörður unnum saman í tæp tuttugu ár, hann sem skólastjóri Víðistaðaskóla og ég sem yfir- kennari, eins og það hét þá. Skól- inn var mjög fjölmennur og þang- að áttu um tíma erindi á hverjum degi tæplega 10 prósent bæjarbúa og þá eru aðeins taldir nemendur og starfsfólk skólans. Oft var mik- ill erill eins og gefur að skilja á svo fjölmennum vinnustað. Hörður haggaðist ekki, var alltaf rólegur, úrræðagóður, traustur eins og klettur og heilsteyptur í starfi. Hann leysti hvers manns vanda. Hörður var mjög góður penni, skrifaði m.a. kennslubækur, ljóða- bækur og margt fleira. Hann samdi m.a. sex óperur sem fluttar voru til skiptis á litlu jólunum af nemendum. Þar fengu margir nemendur að stíga sín fyrstu skref á sviði. Ég minnist þess þegar við Hörður ásamt Ásthildi konu hans sátum og spjölluðum saman. Þar voru rædd ýmis mál, bæði það sem efst var á baugi í þjóðfélaginu á þeim tíma, skólastarfið og ým- islegt annað. Á þessum árum var ég í forystusveit kennarasamtak- anna og gott var að leita ráða hjá þeim hjónum. Þau hlustuðu og veltu málum fyrir sér og gáfu síð- an góð ráð. Eftir að ég fór til ann- arra starfa saknaði ég alltaf þess- ara stunda. Fáir menn hafa haft jafnmikil áhrif á mig og Hörður. Ég mun ávallt vera honum og Ásthildi þakklátur fyrir þann vinskap og hlýju sem þau sýndu okkur Erlu. Jafnframt sendi ég Ásthildi og fjölskyldu hennar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Að lokum vil ég gera þessi orð Harðar að mínum. Bjarta von og bestu kveðju sendi. Bros og tár, þau eru í drottins hendi. (H.Z.) Loftur Magnússon. Látinn er öðlingurinn Hörður Zóphaníasson. Við áttum um langt árabil daglegt náið samstarf sem aldrei bar skugga á. Hörður var farsæll í störfum, vitur og úrræða- góður. Hann hafði sterka réttlæt- iskennd og var laginn að finna sáttaleiðir. Hann var að mínum dómi Njáll á Bergþórshvoli nú- tímans. Við hittumst fyrst að vorlagi 1991 á fyrsta formlega stjórnar- fundi Hafnar, öldrunarmiðstöðvar SJÁ SÍÐU 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.