Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á þriðja hundrað manns undirbúa nú opnun Fosshótelsins á Höfða- torgi í Reykjavík á mánudaginn. Þar af eru 60-70 starfsmenn hót- elsins og vel á annað hundrað iðn- aðarmenn á vegum Eyktar sem byggir húsið og leigir það Fosshót- elum. Húsið er sextán hæðir. Alls 320 herbergi eru á hótelinu og rúmar það 650 næturgesti. Þegar Morgunblaðið leit þar inn um hádegisbilið í gær voru fáeinar klukkustundir í lokaúttekt heilbrigð- iseftirlitsins á eldhúsinu á Haustinu, veitingahúsi á jarðhæð. Um fimmtán manns, iðnaðarmenn og starfsfólk í eldhúsi, voru þá að ganga frá tækj- um og koma fyrir innréttingum. Eldunartækin voru í prófun og var matarilmur í lofti. Vestanmegin á jarðhæð turnsins unnu iðnaðarmenn og málarar við lokafrágang á anddyrinu og fyrir ut- an húsið var verið að ganga frá hellusteinum. Á sextándu hæð var verið að teppaleggja og koma fyrir húsgögnum. Á fjórðu hæðinni voru herbergin nær tilbúin. Þar var að- eins lokafrágangur eftir. Athygli vakti að gatan fyrir utan var sundurgrafin en þar er verið að skipta um lagnir. Á gatan að vera orðin ökufær á mánudaginn. Lengra virðist í að hún verði malbikuð. Allt að 140 starfsmenn Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segir að um 140 manns muni starfa á hót- elinu þegar mest lætur yfir sumarið og annasömustu mánuðina. Tæpur þriðjungur muni starfa í veit- ingadeildinni og sama hlutfall í mót- töku og á skrifstofu. Þá verði um 40% starfsmanna þernur. Hann segir alla mánuði ársins orðna annasama í hótelgeiranum. Nýting á hótelum í Reykjavík í jan- úar til mars sl. hafi verið 80-95%. Hallgrímur Magnússon, bygging- arstjóri Höfðatorgs, segir kostn- aðinn við turninn um átta milljarða. Kostnaðaráætlun hafi haldist. Bjórgarðurinn og veitingahúsið Haust eru hönnuð af Leifi Welding. Báðir staðirnir eru á jarðhæð. Leif- ur og starfsfólk hans hafa hannað fjölda veitingahúsa á undanförnum árum og má þar nefna Kol, Grill- markaðinn, Kopar og nýtt veitinga- hús við Geysi í Haukadal. Leifur sýndi blaðamanni salar- kynnin og útskýrði hönnunina. Ætl- unin er að skapa hlýlegan íslenskan Gert klárt Matreiðslumenn höfðu í nógu að snúast við að standsetja eldhúsið í gær. Myndin í miðjunni er úr Bjórgarðinum. Þórunnartúnið var sundurgrafið í gær, skömmu fyrir opnun hótelsins. „Hér verður allt stærst“  Her manna vinnur að lokafrágangi Fosshótelsturnsins á Höfðatorgi  Opnað á mánudaginn  Hönnuður veitingastaðar og bjórgarðs á hótelinu segir alla hluti með stærsta móti á risahótelinu Morgunblaðið/Golli Jarðlitir haustsins Veitingahúsið Haustið verður í þessum sal á jarðhæð. Þegar staðurinn verður fullbúinn verður búið að hólfa borðin meira af. Á Haustinu Leifur Welding hönnuður, Thelma Theodórsdóttir og Davíð Torfi Ólafsson, starfsmenn Íslandshótela sem reka Fosshótelkeðjuna. Anddyrið Móttakan var langt komin í gær. Á myndinni í miðjunni má sjá ráðstefnuherbergi í 70 fermetra svítu á 16. hæð. Myndin til hliðar sýnir svo útsýnið úr herberginu yfir Reykjavík. stað innan um stórhýsin sem hafa og eiga eftir að rísa á Höfðatorgi og tekur hönnun, efnisval og lýsing mið af íslensku hausti. Með því sé gest- urinn kominn í annan heim. Móttak- an, Haustið og Bjórgarðurinn skapi ólíka upplifun. Við gluggana á Haustinu hanga gylltar, silfurlitaðar og koparlitaðar ljósakrónur yfir borðum og tákna lauf í vindi á hausti. Þetta eru jarðlitir íslenska haustsins. Milli borða við gluggana verða eikarplötur með útskornum trjágreinum, sem skornar eru út með leysigeisla. Borð verða ekki dúklögð heldur mun viðurinn fá að njóta sín. Lögð er áhersla á að hót- elið verði umhverfisvænt og er allt leður í stólum og annar efniviður í húsgögnum á Haustinu endurunn- inn. Íslenska haustið sem þema kemur líka fram í matseðli í vali á hráefni. Leifur segir mjúkar línur ein- kenna Haustið. „Það er ekkert horn- rétt í veitingasalnum. Því var ekki hægt að hanna hann á sígildan máta fyrir hótel, með beinum línum. Við vildum það heldur ekki. Þvert á móti vildum við gera þetta að meira en morgunverðarsal. Morgunverðurinn á ekki að verða síðri upplifun en kvöldverðurinn. Við settum inn bogadregnar og mjúkar línur til að skapa hér heillandi veitingastað.“ Lýsingin skapi stemninguna Ekki var búið að setja upp gard- ínur á Haustinu og sagði Leifur að stemningin myndi breytast mikið þegar hægt yrði að stilla lýsinguna og laga hana að hönnun staðarins. „Gestir hótelsins eru komnir til Íslands til að upplifa landið og menninguna. Við viljum því að þeim líði eins og þeir séu á Íslandi,“ segir Leifur og sýnir blaðamanni því næst anddyri Bjórgarðsins sem ætlunin er að opna fyrir aðra helgi. Þar blasir við hár veggur með grjóti sem sótt var til Hellu og vega þyngstu steinarnir allt að 90 kíló. „Það hentaði vel að steypa grjótið upp á vegginn, enda er það flatt. Þetta er dálítið í stíl við gamla Drápuhlíðargrjótið en í ýktari mynd. Stykkin voru aldrei svona stór,“ seg- ir Leifur og vísar til þeirrar tísku á Íslandi fyrr á árum að raða flögu- bergi upp á innveggi. Var það sótt í Drápuhlíðarfjall, skammt frá Stykk- ishólmi. „Þetta er í stíl við alla hönn- un á hótelinu. Við viljum að gestirnir upplifi eitthvað íslenskt. Þeir eru komnir hingað til að upplifa Ísland.“ Stærsta ljósakróna landsins Sitthvorumegin við grjótvegginn verða tvær risastórar bjórtunnur úr kopar. Á vegg til vesturs er málverk eftir Arngrím Sigurðsson myndlist- armann og gegnt þeim vegg, í her- berginu til austurs, er svört ljósa- króna úr járni sem Leifur hefur heimildir fyrir að sé sú stærsta á landinu. Á austurveggnum standa bjórtunnur úr veggjunum. „Hér verður mesta úrval landsins af bjór og jafnframt stærsta bjór- dæla landsins. Hún verður þrír metrar og tengd við samtals 22 bjór- stúta. Hér verður stærsti bjórgarð- ur á Íslandi í stærsta hóteli á Ís- landi. Hér verður allt stærst,“ segir Leifur og slær á létta strengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.