Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sepp Blatter, forseti Alþjóða knatt- spyrnusambandsins FIFA, neitar að segja af sér vegna spillingarmála innan sambandsins þrátt fyrir mik- inn þrýsting. Hann heldur sínu striki og sækist eftir endurkjöri í dag. „Fólk segir að ég sé ábyrgur, en ég get ekki alltaf fylgst með öllum allt- af. Ef fólk vill breyta rangt þá mun það einnig reyna að fela það,“ sagði Sepp Blatter í setningarræðu árs- þings FIFA í Sviss í gær. Hann sagðist ennfremur vera viss um að fleiri slæmar fréttir myndu fylgja á næstunni. Þá ítrekaði hann stuðning sinn við rannsóknina á spillingunni því hann segir að hún hafi varpað ljótum skugga á FIFA og spill- inguna verði að uppræta. Í lokin klykkti hann út með því að segja að í sameiningu þyrfti að vinna traustið til baka. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er á meðal þeirra sem hafa hvatt Blatter til að segja af sér, þá hefur hann einnig hvatt stuðn- ings- og styrktaraðila til að endur- skoða stöðu sína ef Blatter verður endurkjörinn sem forseti. Forseta- kosningarnar fara fram í dag þrátt fyrir þrýsting um að fresta þeim, m.a. frá utanríkisráðherra Frakk- lands, Laurent Fabius. Michael Platini, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, krafðist afsagnar Blatters á neyðar- fundi FIFA í gærmorgun. Sagði að það væri of seint „Ég bað hann um að segja af sér: Nú er mælirinn fullur, Sepp. Hann hlustaði en sagði mér jafnframt að það væri of seint,“ sagði Platini um það sem fór á milli þeirra tveggja. „Ég segi þetta með tárin í aug- unum. Mér líkar ekki hvernig staðan er en það eru hreinlega of margir skandalar,“ sagði Platini ennfremur. Hann talaði tæpitungulaust um að uppræta þyrfti spillinguna og breyt- ingar væru brýnar í FIFA. UEFA hvetur allar þjóðir til að kjósa ekki Blatter í forsetakosning- unum en hann hefur verið forseti síð- ustu 17 ár. Platini fullyrti að meiri- hluti Evrópuþjóða myndi styðja mótframbjóðanda Blatters, prinsinn Al bin al Hussein. Prinsinn er 39 ára gamall Jórdani og sonur Husseins Jórdaníukonungs. Sá hefur lýst því yfir að hann hyggist beita sér fyrir hreinsunum og endurskipulagningu innan FIFA. Til að sigra í fyrstu umferð í kosn- ingunum þarf tvo þriðju atkvæða fulltrúa FIFA en þeir eru 209 tals- ins. Ef til annarrar umferðar kemur þá dugar meirihluti atkvæða til að ná forsetakjöri. Evrópuþjóðirnar í UEFA munu hittast 6. júní og fara yfir stöðuna ef Blatter sigrar. „Við munum skoða alla möguleika,“ sagði Platini. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort þjóðir innan UEFA myndu mögulega snið- ganga næsta heimsmeistaramót og draga sig út úr FIFA. Englendingurinn David Gill, stjórnarmaður í UEFA og fulltrúi sambandsins í framkvæmdastjórn FIFA, tilkynnti að hann myndi ekki sitja áfram í framkvæmdastjórninni ef Blatter yrði endurkjörinn. Platini vonar innilega að til þess komi ekki. Rannsókn á staðarvali Styrktarfyrirtæki knattspyrnu í heiminum, Coca-Cola, Adidas, McDonald’s og Visa þrýsta nú á FIFA um það að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fyrirtækin krefjast þess að FIFA setji sér frekari siða- reglur sem það vinni eftir. Fyrirtæk- in hafa greitt hundruð milljóna bandaríkjadala fyrir auglýsingar tengdar HM í knattspyrnu. Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt að lögreglurannsókn sé hafin á þeirri ákvörðun FIFA að HM í fótbolta fari fram í Rússlandi 2018 og í Katar 2022. Þau segja jafnframt að Blatter verði ekki yfirheyrður vegna rann- sóknarinnar. Bandaríska dómsmála- ráðuneytið gaf út 14 ákærur á hend- ur einstaklingum og fyrirtækjum á miðvikudaginn fyrir spillingu og mútuþægni. „Nú er mælirinn fullur, Sepp“  UEFA krefst afsagnar Sepp Blatter, forseta FIFA, sem situr sem fastast  Blatter segist ekki bera ábyrgð á spillingu innan FIFA í setningarræðu  UEFA styður jórdanska prinsinn í kjöri til forseta AFP Aðgangsharður Michel Platini, for- maður UEFA, krafðist afsagnar. AFP Þingsetning Linda Barras situr við hlið kærasta síns, Sepp Blatter, forseta FIFA, sem sagðist í setningarræðunni ekki bera ábyrgð á spillingu innan FIFA. Blatter (fyrir miðju) ræðir hér við Ueli Maurer, íþróttamálaráðherra Sviss. „Núna þarf ég einn að sjá um fjöl- skylduna mína. Guð einn veit hvern- ig ég fer að því,“ sagði Mallayia Bad- dula, 76 ára gamall Indverji, við CNN eftir að hann frétti að sonur hans hefði látist. Sonurinn, Venka- tesham, sem var 38 ára, lést af sól- sting sem hann hlaut þegar hann var að ná í lyf fyrir gamla manninn. Nú þarf afinn að sjá fyrir konu sinni og tveimur barnabörnum, 13 ára gam- alli stúlku og átta ára dreng, en móð- ir þeirra lést fyrir nokkrum árum. Venkatesham er einn af 70 sem hafa látið lífið í Nalgonda og einn af 340 sem hafa dáið í Telanghéraði undanfarið í hitabylgjunni sem geis- ar á Indlandi. Alls hafa um 1.500 beðið bana í hitabylgjunni á Indlandi á einni viku. Flestir hafa látist í héraðinu Andhra Pradesh í suðurhluta landsins, þar sem hitinn hefur orðið hvað mestur. Þar hafa um 1.020 manns látist frá 18. maí, um helmingi fleiri en allt síð- asta ár. Hitinn hefur mest farið upp í 47 gráður á Celsius. Fyrr í vikunni bráðnaði malbik á götum úti vegna hitans. Sjúkrahúsin á Indlandi eru yfirfull vegna hitabylgjunnar. Þeir sem verða verst úti eru heimilislausir og þeir sem búa í fátækustu héruðum landsins. Í borgunum reyna heimilis- lausir að finna sér skjól víðs vegar og eru dæmi um að þeir leggi sig á steinsteyptum klumpum sem að- greina akreinar á götum. Undanfarið hefur meðalhitinn verið allt að sjö gráðum hærri en venjulega. Ekki er útlit fyrir að veðr- ið verði bærilegra á næstu dögum. Hitinn hefur í raun aukist þar sem heitir og þurrir vindar blása. Ind- verska veðurstofan telur að hita- bylgjan verði í fjóra til fimm daga í viðbót. Á hverju sumri deyja hundruð manna vegna hitans en aldrei hafa fleiri dáið frá árinu 1995, en þá létust alls 1.677 manns. thorunn@mbl.is Hitabylgjan er ekki í rénun  Afi á áttræðisaldri orðinn fyrirvinnan AFP Hitabylgja Litla fólkið reynir líka að kæla sig eins og það getur. „Þetta er augljóslega tilraun til að koma í veg fyrir endurkjör Sepp Blatter sem forseta FIFA og er ský- laust brot á grundvallarreglum í starfi alþjóða- samtaka,“ sagði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í sjónvarpsávarpi í gær. Hann fordæmdi handtökur Bandaríkjamanna á yfirmönnum FIFA. Pútín sagði ennfremur að bandarísk stjórnvöld væru að „þröngva eigin lögum upp á aðrar þjóðir“. Hann var ekki sáttur við uppátækið. FIFA hefur ákveðið að Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verði haldin í Rússlandi árið 2018. Pútín sagði einnig að Blatter hefði orðið fyrir þrýstingi um að draga ákvörðunina til baka en ekki orðið við því. Fordæmir handtökurnar SEGIR BANDARÍKIN ÞRÖNGVA EIGIN LÖGUM UPP Á ÖNNUR RÍKI Vladimir Pútín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.