Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Brjóstakrabbamein ræðst á og veikir beinin svo að það eigi auð- veldara með að dreifa sér. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Há- skólans í Sheffield sem birtist í tímaritinu Nature. Rannsóknin sýn- ir að hægt er að verja beinin gegn afdrifaríkum afleiðingum krabba- meinsins og hefta útbreiðslu þess. Um 85% brjóstakrabbameins sá sér í beinin, þá er mun erfiðara að lækna það auk þess sem það er lífs- hættulegra. „Við teljum að þetta sé þýðingar- mikil uppgötvun og hjálpi okkur að koma í veg fyrir að krabbamein greinist aftur að nýju,“ sagði dr. Al- ison Gartland við BBC. Tilraun á músum leiddi í ljós að lyfið bisphosphonate varði beinin gegn árás krabbameinsins á þau og styrkti beinin. Lyfið hefur þegar verið gefið krabbameinssjúklingum en rannsóknarteymið telur að lyfið geti haft mun meiri og betri áhrif en áður var talið. thorunn@mbl.is Hægt að verja beinin mun betur  Ný rannsókn á brjóstakrabbameini Morgunblaðið/G.Rúnar Röntgenmynd Hægt er að verja beinin gegn brjóstakrabbameini. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær tveggja daga ferð sína til meginlands Evrópu, þar sem hann vildi tala fyrir nauð- syn þess að tryggja umbætur á Evr- ópusambandinu áður en Bretar ákveða í þjóðaratkvæðgreiðslu hvort þeir vilji tilheyra sambandinu áfram. Cameron ferðaðist fyrst til Haag og snæddi þar hádegisverð með Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, áður en hann lagði af stað til Frakklands, þar sem hann hitti Francois Hollande Frakklands- forseta og snæddi kvöldverð með honum. Í dag ferðast Cameron til Varsjár og ræðir við Ewu Kopacz, forsætis- ráðherra Póllands, áður en hann heldur til Berlínar og ræðir við Angelu Merkel kanslara. „Hættuleg atkvæðagreiðsla“ Laurent Fabius, utanríkis- ráðherra Frakklands, gagnrýndi fyrirhugaða þjóðaratkvæða- greiðslu Breta og sagði hana geta verið stórhættulega fyrir Evrópu- sambandið. „Þú gengur ekki í knattspyrnulið og ætlast til þess í hálfleik að það fari að spila ruðn- ing,“ sagði Fabius. Í atkvæðagreiðslunni verða Bret- ar spurðir hvort þeir vilji að Bret- land verði áfram hluti af Evrópu- sambandinu, en Cameron vill semja um breytingar áður en kosið verð- ur. Embættismaður í forsætisráðu- neytinu breska líkti verkefni Cam- erons við 27 hnetur sem þyrfti að opna með handafli. sgs@mbl.is Þarf að „brjóta 27 hnetur“ AFP Á ferðalagi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Francois Hol- lande Frakklandsforseti takast í hendur við upphaf fundar þeirra í gær.  Cameron á ferðalagi um Evrópu  Hittir Merkel í dag Tvær fataverksmiðjur í úthverfi Dhaka, höfuðborgar Bangladess, urðu í gær þær fyrstu í landinu til þess að fá sérstaka vottun um öryggi. Samtök evrópskra fataframleiðenda komu vottunarkerfinu á fót í kjölfar Rana Plaza-slyssins árið 2013, þar sem níu hæða verksmiðjubygging hrundi fyrirvaralaust, og að minnsta kosti 1.138 manneskjur létust. Í vott- uninni felst að eigendur verksmiðj- anna tveggja hafa tryggt það að hús- næðið sé öruggt fyrir starfsfólk þeirra. Brad Loewen, yfirmaður öryggis- mála hjá samtökunum, sagði að vott- unin markaði tímamót fyrir fataiðn- aðinn í Bangladess, en hann veltir um 25 milljörðum Bandaríkjadala á hverju ári. Verkalýðsfélög í landinu segja hins vegar að vottunarferlið sé of hægfara og að enn eigi eftir að tryggja öryggi fjölmargra starfsmanna í fataverk- smiðjunum. sgs@mbl.is Fataverk- smiðjur fá öryggisstimpil Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ObanTanton Taddley herraskór Frábært úrval af jakkafötum fyrir útskriftina frá Bertoni og JAY-PI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.