Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 KJÓSUM UM VERKFALLSBOÐUN OG STÖNDUM ÞÉTT SAMAN! - og aðildarfélög Það sem af er er yfirstandandi maímánuður sá fjórði kaldasti í Reykjavík frá 1949 og sá kaldasti frá 1979, að sögn Trausta Jóns- sonar, veðurfræðings. Ástandið hef- ur verið aðeins skárra fyrir norðan og austan en í höfuðborginni. Suð- vesturlandið hefur orðið hvað verst úti í nöprum, vestlægum áttum en aðrir landshlutar sloppið betur við þær. Auk þess að vera fræðimaður er Trausti einnig áhugamaður um veður. Hann skrifar bloggið Hung- urdiska og er með síðu á Fjasbók [Facebook] undir sama nafni. Und- anfarið hefur hann birt færslur um þennan kuldalega maí. Í fyrradag sagði Trausti í bloggi að maímánuður í heild yrði sá kald- asti um langt skeið. Í gær skrifaði hann á fjasbók að miðvikudagurinn 27. maí hefði verið kaldur. Lands- meðalhiti í byggð var +4,28 stig sem var -1,2 stigum undir með- allagi síðustu tíu ára. Þó var kald- ara 27. maí 2007 en í fyrradag. Þennan dag 2007 var meðaltalið +3,85 stig en sama dag 1949 var meðaltalið aðeins +1,67 stig. Frost mældist á þremur stöðvum í byggð í fyrradag og hiti fór í tíu stig á einungis fjórum stöðvum. Sólskinsstundir mældust 3,9 í Reykjavík og var mánuðurinn kom- inn í 10. sæti sólskinslistans. Eins og margir muna þá var byrjun þessa maímánaðar sú sólríkasta síðan mælingar hófust. gudni@mbl.is Kaldasti maí í höfuðborginni frá 1979  Það sem af er er maímánuður sá fjórði kaldasti í höfuðborginni frá 1949 Morgunblaðið/Eggert Kalt Maímánuður hefur verið óvenjukaldur á Suðvesturlandi. Til stendur að hækka bensíngjald sem rennur til Vegagerðarinnar eins og fram kemur í þingsályktunar- tillögu innanríkisráðherra um fjög- urra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018. Á árinu 2015 er áætlað að inn- heimta markaðra tekna verði með þeim hætti að bensíngjald verði 7.100 millj. kr., þungaskattur 780 millj. kr., olíugjald 7.700 millj kr. og vitagjald 274 millj. kr. Gert er ráð fyrir að fyrir fram ráðstöfun mark- aðra tekna verði 604 millj. kr. á árinu 2015. Fram kemur í tillögunni að gjaldskrár þessara mörkuðu tekna verði hækkaðar að minnsta kosti í takt við útgjöld. Gjaldskrárnar hafa ekki hækkað í takt við verðlag sem hefur rýrt tekjustofna Vegagerðarinnar veru- lega, segir í greinargerð með þings- ályktunartillögunni. Ef þær hefðu verð hækkaðar til samræmis við verðlag eins og flestar aðrar op- inberar gjaldskrár mundu tekju- stofnarnir skila hátt í 23 milljörðum króna á ári í stað 16 milljarða króna. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Bensín Hækka á ýmsa tekjustofna Vegagerðar í takt við verðlag. Hækkun bensín- gjaldsins  Gjaldskrár ekki í takt við verðlag Mennta- og menningar- málaráðuneytið hefur ákveðið að skipa Björn Þorsteinsson rektor Landbún- aðarháskóla Ís- lands til næstu fimm ára. Björn var að- stoðarrektor kennslumála við skólann og var skipaður tíma- bundið rektor frá 1. ágúst sl., eft- ir að Ágúst Sigurðsson lét af störfum. Embættið var auglýst og mælti háskólaráð með skipan Björns. Auk hans sóttu um starfið Guðmundur Kjartansson, Ívar Jónsson, Jón Örvar G. Jónsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Þór- unn Pétursdóttir. Skipaður rektor LBHÍ Björn Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.