Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Síða 20
20 föstudagur 11. september 2009 helgarblað árum verður ekki séð að þeir Ágúst og Lýður standi utan við núverandi klíkur í íslensku viðskiptalífi, líkt og Ágúst Guðmundsson sagði í við- talinu við DV árið 2001: „Við tilheyr- um engu sjávardýri,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður að því hvort bræðurnir tilheyrðu einum af þeim hópum sem kenndir voru við kol- krabbann, hákarlinn eða smokkfisk- inn en hins vegar er spurning hvað kalla á þá klíku sem þeir tilheyra núna - Kaupþingsklíkan er vissulega ein hugmynd. Lúxuslíf Bakkavararbræðra Samhliða velgengni liðinna ára byrjuðu að birtast fréttir af lúxuslífi Bakkabræðra og fólksins í kringum þá. Til að mynda keyptu þeir bræður sér einkaþotu af gerðinni Gulfstream sem metin er á um fjóra milljarða króna. Einkaþotan hefur vafalítið verið hugsuð meðal annars til þess að flytja þá Bakkabræður frá Bret- landi til Reykjavíkur en þeir eru bú- settir í Bretlandi ásamt fjölskyldum sínum. Einnig rataði það í fréttir að þeir Bakkavararbræður hefðu keypt sér lystisnekkju sem áður var í eigu ít- alska tískukóngsins Giorgios Arm- anis. Bræðurnir tóku meðal annars 300 milljóna lán frá Kaupþingi til að kaupa snekkjuna en hún er met- in á um tvo milljarða króna. Nýlega gekk tölvupóstur manna á milli á Internetinu þar sem snekkjueign þeirra bræðra var gagnrýnd af mikilli hæðni í ljósi þeirrar kreppu sem nú ríkir í landinu eftir bankahrunið. Framkvæmdir þeirra bræðra við sumarhús sín í Fljótshlíðinni og við Þingvallavatn vöktu einnig nokkra athygli þegar greint var frá byggingu þeirra síðasta haust. Sumarhús Lýðs í Fljótshlíðinni er um 900 fermetrar að stærð og er meðal annars fjög- ur hundruð fermetra kjallari undir því. Hús Ágústs er látlausara, um 90 fermetrar, en kostnaðurinn við það er samt áætlaður um 250 milljónir króna. Hluti kostnaðarins er meðal annars vegna þess að Ágúst notað- ist við þyrlu þegar verið var að steypa húsið; þyrlan flaug með steypusíló yfir byggingarstaðinn og sturtaði úr því ofan í grunninn. Íslenska efnahagsundrið hjálp- aði því þeim bræðrum við að komast óravegu frá hrognavinnslunni í Garði og karfavélahreinsunum í Reykja- vík á níunda áratugi síðustu aldar; í stað þess byrjuðu þeir að kaupa lúx- usleiktæki af heimsþekktum tísku- hönnuðum. Kampavínsklúbburinn í Óman Eiginkonur þeirra bræðra, þær Guð- rún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs, og Þuríður Reynisdóttir, eiginkona Ág- ústs, hafa heldur ekki farið varhluta af velgengni þeirra bræðra, eins og eðlilegt er. Þannig greindi DV frá því í maí að þær tilheyrðu svoköll- uðum kampavínsklúbbi, sem í eru eiginkonur og fyrrverandi eiginkon- ur nokkurra helstu útrásarvíkinga þjóðarinnar, sem væri á leiðinni til Óman í Asíu í mikla lúxusferð. Guðrún, eiginkona Lýðs, skrif- aði ítarlega lýsingu um ferðina til Ómans og vitnaði DV í hana. Ljóst var að mikil spenna ríkti í kampa- vínsklúbbnum fyrir ferðina. „Elsku bestu vinkonur. Trúi þessu bara ekki, við erum að fara á morgunn (sic). Er núna orðin skuggalega spennt,“ sagði Guðrún í tölvupósti til vinkvenna sinna þar sem hún ræddi dagskrána og lýsti yfir gleði sinni með að það væru einungis 24 fjórir tímar til stefnu áður en þær legðu í hann til Óman. Þær stöllur dvöldu í góðu yfirlæti á Chedi-lúxushótelinu í höfuðborg Óman, Múskat, þar sem nóttin kost- ar á bilinu 60 til 160 þúsund krónur og stunduðu morgunleikfimi, lík- amsrækt, sunset yoga og tennis auk annarra athafna sem ekki voru eins heilnæmar. Fréttin vakti nokkra athygli þar sem mörgum meðal almenningi blöskraði að eiginkonur útrásarvík- inganna færu í slíka lúxus- og dekur- ferð á meðan nokkuð hart væri í ári hjá mörgum hér á landi út af banka- hruninu; bloggsíður loguðu og marg- ir viðhöfðu stór orð um þessa ferð eiginkvennanna til Miðausturlanda. Af henni er alveg ljóst að þó að ís- lenska góðærið sé á enda fyrir þorra þjóðarinnar þá á það ekki við um alla. Kreppan er því víða en ekki alls staðar og virðast Bakkabræðurnir og þeirra nánustu vera meðal þeirra sem halda áfram að njóta lífsins til hins ítrasta í skugga íslenska efnahagshrunsins. Hvort það verður til frambúðar er hins vegar annað mál. Exista stefnt; framtíðin óljós Nær öruggt má telja að framtíð þeirra Bakkabræðra og fyrirtækja þeirra verði ekki síður dramatísk en fortíð þeirra. Skilanefndir Kaup- þings og Glitnis munu stefna Exista út af skuldum félagsins við bank- ana og þá er óljóst hvort Exista get- ur borgað bönkunum kröfurnar og eins hvort þeir fái að koma áfram að stjórnun félagsins. Sömu sögu er að segja um Bakkavör en kröfuhafar Exista eiga enn eftir að samþykkja söluna á tæplega 40 prósenta hlut félagsins yfir til eignarhaldsfélags í eigu þeirra Bakkabræðra. Af orðum Lýðs á aðalfundi Exista að dæma virðast einhverjir kröfu- hafar félagsins, skilanefndir Glitnis og Kaupþings, vera staðráðnir í að koma stjórnendum þess frá jafnvel þó að einhverjir af hinum kröfuhöf- unum, sérstaklega erlend fjármála- fyrirtæki, kunni að sætta sig við að stjórnendur leiði félagið áfram. Lýð- ur talaði um þessa baráttu sem líf- róður: „Varnarbaráttan hefur verið bæði löng og ströng. Henni er ekki lokið enda þótt við séum öll von- góð um að ná settu marki og tryggja félaginu trausta framtíð. Ég er afar hreykinn af frammistöðu þess fólks sem setið hefur undir árum í þess- um lífróðri...“ Samkvæmt heimildum DV mun framtíð Exista og Bakkabræðra skýr- ast fljótlega, þá mun meðal annars koma í ljós hvort þeir bræður og for- stjórar félagsins, Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, stjórni því áfram. Ef þeim verður komið burt úr félaginu verður það enn einn nagl- inn í líkkistu íslensku útrásarinnar því Exista er eina stóra eignarhalds- félagið sem enn lifir eftir bankahrun- ið, þó lífsmarkið með því sé heldur veikt vegna skuldsetningar félagsins og þess hreðjataks sem kröfuhafarn- ir hafa á því. Tengslanet Sigurðar og Lýðs Tengslanet Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Bakkavarar, og Lýðs Guðmundssonar, fyrrverandi aðaleiganda Kaupþings og stjórnarformanns Exista og Bakkavarar. Þeir tengjast meðal annars í gegnum Kaupþing og tengsl eru í gegnum Hreiðar Má Sigurðsson, Finn Ingólfsson og Panikos Katsouris. „Við tilheyrum engu sjávardýri.“ 4 milljarða einkaþotu Ágúst og Lýður festu kaup á glæsilegri Gulfstream einkaþotu sem metin er á um 4 milljarða króna. Þyrla notuð í steypuvinnu Þyrla var notuð í steypuvinnuna við sumarhús Ágústs Guðmundssonar við Þingvallavatn í fyrrasumar. Kostnaðurinn við er talinn vera um 250 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.