Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Side 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Gunnþór I. Svavarsson sjómaður á Grenivík Gunnþór fæddist á Akureyri en ólst upp á Grenivík. Hann var í Grunnskóla Grenivíkur og í Stóru-Tjarnarskóla. Gunnþór vann við frysti- hús ÚA á Grenivík á ungl- ingsárunum og starfaði við beitningu hjá föður sínum. Hann hóf sjómennsku sex- tán ára og hefur stundað sjó- mennsku síðan sem háseti á bátum frá Grenivík. Hann er nú á bátnum Hákoni EA. Fjölskylda Eiginkona Gunnþórs er Guðrún Árnadóttir, f. 7.8. 1974, kennari við Greni- víkurskóla. Börn Gunnþórs og Guðrúnar eru Kara Eik Sigþórsdóttir, f. 3.5. 1997; Guðni Sigþórsson, f. 4.3. 1999; Elmar Ingi Gunn- þórsson, f. 23.5. 2006. Foreldrar Gunnþórs eru Hall- grímur Svavar Gunnþórsson, f. 11.7. 1941, sjómaður á Grenivík, og Dórót- hea Hallgrímsdóttir, f. 8.5. 1940, d. 17.10. 2004, húsmóðir. 30 ára á föstudag 80 ára á mánudag Brynleifur H. Steingrímsson fyrrv. yfirlæknir oG forseti bæjarstjórnar á selfossi Brynleifur fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1950, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ í ársbyrjun 1956, stundaði fram- haldsnám í Svíþjóð 1958-68, nám við University of Bristol á Englandi 1972- 73 og við Óslóarháskóla vorið 1973. Þá dvaldi hann við nám við Lasarett- et í Lundi, lyflæknisdeild, 1988-89, stundaði námskeið í heilbrigðis- og réttarlækningum við Folkhálsan Kar- olinska Institutet í Stokkhólmi 1965 og i hjarta- og æðasjúkdómum við Centrallasarettet í Linköping 1968. Brynleifur var héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði 1957-58, læknir í Svíþjóð 1958-68, héraðslæknir í Sel- fosshéraði 1969-82, sérfræðingur í lyf- lækningum við Sjúkrahús Suðurlands frá 1983, síðan yfirlæknir lyfjadeildar þar og auk þess starfandi yfirlæknir við Vinnuhælið á Litla-Hrauni 1969- 87. Þá var hann læknir við Heilsu- gæslustöðina í Reykjanesbæ í þrjú ár eftir að hann hafði hætt læknisstörf- um fyrir aldurs sakir á Selfossi. Brynleifur var kennari við fram- haldsdeildir Gagnfræðaskóla Selfoss, við Fjölbrautaskóla Suðurlands og við Hjúkrunarskóla Islands. Brynleifur sat í stúdentaráði HÍ 1953-54, var formaður Læknafélags Suðurlands 1969-72, 1977-79 og 1982- 84, formaður Krabbameinsfélags Ár- nessýslu 1969-74, formaður kjara- nefndar Læknafélags Íslands 1970-72 og formaður læknaráðs Sjúkrahúss Suðurlands 1992-99. Brynleifur var hreppsnefndarmaður á Selfossi 1974- 78 og bæjarfulltrúi á Selfossi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1986-90, sat í bæj- arráði og var forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs um skeið. Þá sat hann í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, í héraðsnefnd Árnes- sýslu og var formaður Veitustjórnar Selfosskaupstaðar frá 1987 auk fleiri nefndarstarfa. Fjölskylda Fyrri kona Brynleifs var Þorbjörg Sig- ríður Friðriksdóttir, f. 6.7. 1930, d. 19.12. 1975, húsfreyja. Hún var dótt- ir Friðriks Hans Guðmundssonar, verkamanns á Raufarhöfn, og k.h. Guðrúnar Hansdóttur húsfreyju. Börn Brynleifs og Sigríðar eru Guðrún Helga, f. 22.6. 1954, lögfræð- ingur og hagfræðingur í Reykjavík, gift Gunnlaugi Jónssyni dr. theol, prófess- or við guðfræðideild HÍ; Helga, f. 4.3. 1956, cand. pedag. frá KHÍ, kennari í Reykjavík, gift Jóni G. Haukssyni, viðskiptafræðingi og ritstjóra Frjálsr- ar verslunar; Friðrik, f. 15.5. 1958, d. 22.12. 1990, stud. pharm. við HÍ, var kvæntur Ólöfu Halldórsdóttur kaup- manni; Brynja Blanda, f. 11.8. 1971, BA í þýsku og stjórnmálafræði og við- skiptafræðingur, gift Ingvaldi Einars- syni, MBA í viðskiptafræði. Brynleifur kvæntist 27.6. 1976 seinni konu sinni, Huldu Guðbjörns- dóttur, f. 27.12. 1951, B.Sc. í hjúkr- unarfræði. Hún er dóttir Guðbjörns Guðjónssonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og k.h., Hrafnhildar Helga- dóttur meinatæknis. Þau skildu. Sonur Huldu er Hrafn Tryggva- son, f. 8.3. 1970, sjómaður á Akur- eyri. Sonur Brynleifs og Huldu er Steingrímur, f. 30.3. 1977, starfsmað- ur Norðuráls. Foreldrar Brynleifs: Steingrímur Árni Björn Davíðsson, f. 17.11.1891, d. 9.10.1981, skólastjóri og vegaverk- stjóri á Blönduósi, og k.h., Helga Dýrleif Jónsdóttir, f. 8.12. 1895, d. 7.6.1995, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Brynleifs var Lúðvík Nordal læknir, afi Davíðs Oddssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Steingrím- ur var sonur Davíðs, vinnumanns á Neðri-Mýrum, bróður Þorgríms, afa Önnu, forstöðumanns Kvennasögu- safnsins, og Valborgar, fyrrv. skóla- stjóra, móður Stefáns Snævarr, dokt- ors í heimspeki, og Sigríðar Snævarr sendiherra. Davíð var sonur Jón- atans, b. á Marðarnúpi Davíðsson- ar. Móðir Jónatans var Ragnheiður, dóttir Friðriks, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund, Jónssonar, ættföð- ur Thorarensenættar. Móðir Frið- riks var Sigríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólíns sagnaritara og systir Ólafs, stiftamtmanns í Viðey, ættföð- ur Stephensensættar. Móðir Davíðs var Guðrún Benjamínsdóttir, b. í Tún- garði, Þórarinssonar. Móðir Stein- gríms var Sigríður Jónsdóttir. Helga Dýrleif var dóttir Jóns Hró- bjartssonar, b. og smiðs á Gunnfríð- arstöðum i Langadal í Svínavatns- hreppi, og k.h., Önnu Einarsdóttur húsfreyju. Brynleifur verður að heiman á af- mælisdaginn en heilsar öllum sem vilja taka kveðju hans. Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Álftanesi á Mýrum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1950 og sveinsprófi í húsgagnasmíði og prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1960, og öðlaðist meistararéttindi í húsgagnasmíði. Sverrir starfrækti eigið húsgagna- verkstæði á árunum 1967-2002. Sverrir var formaður Félags hús- gagna- og innréttingaframleiðenda 1971-76 og er heiðursfélagi þess frá 1991. Hann var formaður Hesta- mannafélagsins Andvara í Garða- bæ 1976-83, formaður Lionsklúbbs Garðabæjar 1981-82 og heiðursfé- lagi beggja félaganna, svæðisstjóri Lions á Reykjanesi 1982-83, for- maður Sjálfstæðisfélags Garðabæj- ar 1983-86, í stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Garðabæ 1983-90 og formaður þess frá 1993, í flokks- ráði Sjálfstæðisflokksins 1993, vara- bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Garðabæ 1982-86, fulltrúi í bygging- arnefnd Garðabæjar frá 1982-94 og formaður hennar 1994. Sverrir bjó í Vesturbænum í Reykjavík til 1967 er hann flutti í Garðabæinn. Fjölskylda Sverrir kvæntist 29.1. 1955 Þórunni Ingibjörgu Árnadóttur, f. 24.5. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Árna Gísla- sonar, verktaka í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar P. Magnúsdóttur hús- móður. Börn Sverris og Þórunnar Ingi- bjargar eru Guðrún, f. 31.3. 1955, hárgreiðslumeistari í Garðabæ, gift Bjarna Geirssyni húsgagnasmíða- meistara og eiga þau tvo syni, Sverri og Geir; Þór, f. 7.12. 1961, húsgagna- smíðameistari í Garðabæ, kvæntur Bjarneyju Sigurðardóttur hjúkrun- arfræðingi og eiga þau fjögur börn, Kristínu, Fannar, Þórunni og Kol- bein; Guðríður, f. 18.8. 1966, hár- greiðslumeistari í Garðabæ, gift Lár- usi Halldórssyni fasteignasala og eiga þau tvö börn, Halldór Snæ og Lovísu Rós, en sonur Guðríðar frá því áður er Óliver Óskarsson; Frið- rik, f. 21.4. 1968, iðnfræðingur, við- skiptafræðingur í alþjóðaviðskipt- um og framkvæmdastjóri en kona hans er Lilja Bergmann og eiga þau tvo syni, Victor og Dag. Systkini Sverris: Sveinn Hall- grímsson, f. 25.12. 1928, d. 13.9. 1988, tæknifræðingur, var kvæntur Margréti Sigurðardóttur viðskipta- fræðingi og eru börn þeirra tvö, Hallgrímur og Björg; Elína Helga Hallgrímsdóttir, f. 24.12. 1935, fyrrv. gæðastjóri hjá Granda hf., gift Ing- ólfi Örnólfssyni viðskiptafræðingi og eru börn þeirra Ragnhildur, Hall- grímur, Guðrún Anna, Guðríður og Elína Margrét. Foreldrar Sverris voru Hallgrím- ur Sveinsson, f. 4.9. 1905, d. 9.10. 1948, skrifstofustjóri hjá Almennum tryggingum, og Guðríður Ottadóttir, f. 1.11. 1904, d. 11.3. 1964, húsmóð- ir. Ætt Hallgrímur var sonur Sveins, banka- gjaldkera í Reykjavík, Hallgrímsson- ar, biskups í Reykjavík Sveinssonar. Guðríður var dóttir Otta Guð- mundssonar, skipasmiðs frá Eng- ey, og Helgu Jónsdóttur frá Laxnesi í Mosfellssveit. Sverrir heldur upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 75 ára á sunnudag Sverrir Hallgrímsson húsGaGnasmíðameistari í Garðabæ Berglind Ásta Jónsdóttir húsmóðir í reykjanesbæ Berglind fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Keflavík og í Svíþjóð um fimm ára skeið. Hún var í Grunn- skóla Njarðvíkur og barna- skóla í Svíþjóð. Berglind vann í fisk- vinnslu í Vogum hf í Njarð- vík, vann við ræstingar og í flugeldhúsinu í Leifsstöð um skeið. Berglind er áhugasöm um hundaræktun, á fjóra cavalier- hunda og sækir hundasýningar með hunda sína. Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Trausti Pálsson, f .30.9. 1978, sjómaður. Börn Berglindar og Trausta eru Viðar Páll Traustason, f. 10.3. 1998; Elvar Þór Traustason, f. 24.4. 2002; Katrín Lilja Traustadóttir, f. 9.8. 2004; Almar Ingi Traustason, f. 23.1. 2009. Systkini Berglindar eru Ragnheiður Helga Jónsdóttir, f. 8.8. 1974, starfskona við flugeldhúsið í Leifsstöð; Arnór Elvar Jónsson, f. 24.1. 1978, sjómaður í Reykjanesbæ; Þóra Dögg Jónsdóttir, f. 25.6. 1982, búsett í Reykjanesbæ. Foreldrar Berglindar eru Jón Við- ar Gíslason, f. 8.4. 1956, vörubílstjóri í Reykjavík, og Hulda Þórsdóttir, f. 18.2. 1956, húsmóðir. 30 ára á föstudaginn Eva Dögg Jónsdóttir leikskólakennari á akureyri Eva Dögg fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Hún var í Lundaskóla, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá VMA og lauk B.Ed- prófi sem leik- skólakennari frá HA árið 2008. Eva Dögg vann í fiski við Hraðfrystistöð Þórshafnar og hjá ÚA á Akureyri, stundaði versl- unarstörf á Akureyri og í Reykjavík, starfaði í nokkur ár við leikskólann Síðusel.á Akureyri en hefur verið leikskólakennari við leikskólann Flúðir frá því hún lauk námi. Fjölskylda Maður Evu Daggar er Heiðar Valur Hafliða- son, f. 3.2. 1981, sjó- maður. Sonur Evu Daggar og Heiðars Vals er Mika- el Darri Heiðarsson, f. 16.5. 2005. Bróðir Evu Daggar er Ómar Örn Jónsson, f. 3.10. 1973, verktaki á Akureyri. Foreldrar Evu Daggar eru Jón Gestsson, f. 21.3. 1952, rafvirki, og Ásta Pálmadóttir, f. 24.12. 1953, skrifstofumaður. 30 ára á föstudag Þormóður Geirsson lyfjafræðinGur oG framkvæmdastjóri í reykjavík Þormóður fæddist í Svíþjóð en ólst upp á Akureyri frá þriggja ára aldri. Hann var í Barnaskóla Akureyrar, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA árið 2000 og lauk meistaraprófi í lyfjafræði frá HÍ 2008. Þormóður sinnti ýmsum störfum með skóla, m.a. við garðyrkju, var byggingaverkamaður og sinnti lagerstörfum. Hann starfaði við ap- ótek á námsárum sínum í lyfjafræði, starfaði á Lyfjastofnun að námi loknu 2008 og til áramóta en hefur verið framkvæmdastjóri Lipid Pharmac- euticals ehf. frá síðustu áramótum. Fjölskylda Kona Þormóðs er Erla Björk Jónsdótt- ir, f. 1.12. 1978, að ljúka MA-prófi í guðfræði við HÍ. Dætur Þormóðs og Erlu Bjarkar eru Auður Rós Þormóðsdóttir, f. 26.4. 2003; Freydís Lilja Þór- móðsdóttir, f. 21.8. 2006. Systur Þormóðs eru Steinunn Geirsdóttir, f. 4.3. 1971, dýralæknir í Reykjavík; Nanna Geirsdóttir, f. 23.1. 1975, bygg- ingafræðingur í Danmörku; Auður Geirsdóttir, f. 24.3. 1976, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þormóðs eru Geir Friðgeirsson, f. 18.8. 1947, barna- læknir í Reykjavík, og Kolbrún Þor- móðsdóttir, f. 11.1. 1952, grunn- skólakennari við Valhúsaskóla. 30 ára á föstudag 42 föstudaGur 11. september 2009 ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.