Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2009, Blaðsíða 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Gunnþór I. Svavarsson sjómaður á Grenivík Gunnþór fæddist á Akureyri en ólst upp á Grenivík. Hann var í Grunnskóla Grenivíkur og í Stóru-Tjarnarskóla. Gunnþór vann við frysti- hús ÚA á Grenivík á ungl- ingsárunum og starfaði við beitningu hjá föður sínum. Hann hóf sjómennsku sex- tán ára og hefur stundað sjó- mennsku síðan sem háseti á bátum frá Grenivík. Hann er nú á bátnum Hákoni EA. Fjölskylda Eiginkona Gunnþórs er Guðrún Árnadóttir, f. 7.8. 1974, kennari við Greni- víkurskóla. Börn Gunnþórs og Guðrúnar eru Kara Eik Sigþórsdóttir, f. 3.5. 1997; Guðni Sigþórsson, f. 4.3. 1999; Elmar Ingi Gunn- þórsson, f. 23.5. 2006. Foreldrar Gunnþórs eru Hall- grímur Svavar Gunnþórsson, f. 11.7. 1941, sjómaður á Grenivík, og Dórót- hea Hallgrímsdóttir, f. 8.5. 1940, d. 17.10. 2004, húsmóðir. 30 ára á föstudag 80 ára á mánudag Brynleifur H. Steingrímsson fyrrv. yfirlæknir oG forseti bæjarstjórnar á selfossi Brynleifur fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1950, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ í ársbyrjun 1956, stundaði fram- haldsnám í Svíþjóð 1958-68, nám við University of Bristol á Englandi 1972- 73 og við Óslóarháskóla vorið 1973. Þá dvaldi hann við nám við Lasarett- et í Lundi, lyflæknisdeild, 1988-89, stundaði námskeið í heilbrigðis- og réttarlækningum við Folkhálsan Kar- olinska Institutet í Stokkhólmi 1965 og i hjarta- og æðasjúkdómum við Centrallasarettet í Linköping 1968. Brynleifur var héraðslæknir í Kirkjubæjarhéraði 1957-58, læknir í Svíþjóð 1958-68, héraðslæknir í Sel- fosshéraði 1969-82, sérfræðingur í lyf- lækningum við Sjúkrahús Suðurlands frá 1983, síðan yfirlæknir lyfjadeildar þar og auk þess starfandi yfirlæknir við Vinnuhælið á Litla-Hrauni 1969- 87. Þá var hann læknir við Heilsu- gæslustöðina í Reykjanesbæ í þrjú ár eftir að hann hafði hætt læknisstörf- um fyrir aldurs sakir á Selfossi. Brynleifur var kennari við fram- haldsdeildir Gagnfræðaskóla Selfoss, við Fjölbrautaskóla Suðurlands og við Hjúkrunarskóla Islands. Brynleifur sat í stúdentaráði HÍ 1953-54, var formaður Læknafélags Suðurlands 1969-72, 1977-79 og 1982- 84, formaður Krabbameinsfélags Ár- nessýslu 1969-74, formaður kjara- nefndar Læknafélags Íslands 1970-72 og formaður læknaráðs Sjúkrahúss Suðurlands 1992-99. Brynleifur var hreppsnefndarmaður á Selfossi 1974- 78 og bæjarfulltrúi á Selfossi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1986-90, sat í bæj- arráði og var forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs um skeið. Þá sat hann í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, í héraðsnefnd Árnes- sýslu og var formaður Veitustjórnar Selfosskaupstaðar frá 1987 auk fleiri nefndarstarfa. Fjölskylda Fyrri kona Brynleifs var Þorbjörg Sig- ríður Friðriksdóttir, f. 6.7. 1930, d. 19.12. 1975, húsfreyja. Hún var dótt- ir Friðriks Hans Guðmundssonar, verkamanns á Raufarhöfn, og k.h. Guðrúnar Hansdóttur húsfreyju. Börn Brynleifs og Sigríðar eru Guðrún Helga, f. 22.6. 1954, lögfræð- ingur og hagfræðingur í Reykjavík, gift Gunnlaugi Jónssyni dr. theol, prófess- or við guðfræðideild HÍ; Helga, f. 4.3. 1956, cand. pedag. frá KHÍ, kennari í Reykjavík, gift Jóni G. Haukssyni, viðskiptafræðingi og ritstjóra Frjálsr- ar verslunar; Friðrik, f. 15.5. 1958, d. 22.12. 1990, stud. pharm. við HÍ, var kvæntur Ólöfu Halldórsdóttur kaup- manni; Brynja Blanda, f. 11.8. 1971, BA í þýsku og stjórnmálafræði og við- skiptafræðingur, gift Ingvaldi Einars- syni, MBA í viðskiptafræði. Brynleifur kvæntist 27.6. 1976 seinni konu sinni, Huldu Guðbjörns- dóttur, f. 27.12. 1951, B.Sc. í hjúkr- unarfræði. Hún er dóttir Guðbjörns Guðjónssonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og k.h., Hrafnhildar Helga- dóttur meinatæknis. Þau skildu. Sonur Huldu er Hrafn Tryggva- son, f. 8.3. 1970, sjómaður á Akur- eyri. Sonur Brynleifs og Huldu er Steingrímur, f. 30.3. 1977, starfsmað- ur Norðuráls. Foreldrar Brynleifs: Steingrímur Árni Björn Davíðsson, f. 17.11.1891, d. 9.10.1981, skólastjóri og vegaverk- stjóri á Blönduósi, og k.h., Helga Dýrleif Jónsdóttir, f. 8.12. 1895, d. 7.6.1995, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Brynleifs var Lúðvík Nordal læknir, afi Davíðs Oddssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Steingrím- ur var sonur Davíðs, vinnumanns á Neðri-Mýrum, bróður Þorgríms, afa Önnu, forstöðumanns Kvennasögu- safnsins, og Valborgar, fyrrv. skóla- stjóra, móður Stefáns Snævarr, dokt- ors í heimspeki, og Sigríðar Snævarr sendiherra. Davíð var sonur Jón- atans, b. á Marðarnúpi Davíðsson- ar. Móðir Jónatans var Ragnheiður, dóttir Friðriks, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund, Jónssonar, ættföð- ur Thorarensenættar. Móðir Frið- riks var Sigríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólíns sagnaritara og systir Ólafs, stiftamtmanns í Viðey, ættföð- ur Stephensensættar. Móðir Davíðs var Guðrún Benjamínsdóttir, b. í Tún- garði, Þórarinssonar. Móðir Stein- gríms var Sigríður Jónsdóttir. Helga Dýrleif var dóttir Jóns Hró- bjartssonar, b. og smiðs á Gunnfríð- arstöðum i Langadal í Svínavatns- hreppi, og k.h., Önnu Einarsdóttur húsfreyju. Brynleifur verður að heiman á af- mælisdaginn en heilsar öllum sem vilja taka kveðju hans. Sverrir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Álftanesi á Mýrum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1950 og sveinsprófi í húsgagnasmíði og prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1960, og öðlaðist meistararéttindi í húsgagnasmíði. Sverrir starfrækti eigið húsgagna- verkstæði á árunum 1967-2002. Sverrir var formaður Félags hús- gagna- og innréttingaframleiðenda 1971-76 og er heiðursfélagi þess frá 1991. Hann var formaður Hesta- mannafélagsins Andvara í Garða- bæ 1976-83, formaður Lionsklúbbs Garðabæjar 1981-82 og heiðursfé- lagi beggja félaganna, svæðisstjóri Lions á Reykjanesi 1982-83, for- maður Sjálfstæðisfélags Garðabæj- ar 1983-86, í stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Garðabæ 1983-90 og formaður þess frá 1993, í flokks- ráði Sjálfstæðisflokksins 1993, vara- bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Garðabæ 1982-86, fulltrúi í bygging- arnefnd Garðabæjar frá 1982-94 og formaður hennar 1994. Sverrir bjó í Vesturbænum í Reykjavík til 1967 er hann flutti í Garðabæinn. Fjölskylda Sverrir kvæntist 29.1. 1955 Þórunni Ingibjörgu Árnadóttur, f. 24.5. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Árna Gísla- sonar, verktaka í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar P. Magnúsdóttur hús- móður. Börn Sverris og Þórunnar Ingi- bjargar eru Guðrún, f. 31.3. 1955, hárgreiðslumeistari í Garðabæ, gift Bjarna Geirssyni húsgagnasmíða- meistara og eiga þau tvo syni, Sverri og Geir; Þór, f. 7.12. 1961, húsgagna- smíðameistari í Garðabæ, kvæntur Bjarneyju Sigurðardóttur hjúkrun- arfræðingi og eiga þau fjögur börn, Kristínu, Fannar, Þórunni og Kol- bein; Guðríður, f. 18.8. 1966, hár- greiðslumeistari í Garðabæ, gift Lár- usi Halldórssyni fasteignasala og eiga þau tvö börn, Halldór Snæ og Lovísu Rós, en sonur Guðríðar frá því áður er Óliver Óskarsson; Frið- rik, f. 21.4. 1968, iðnfræðingur, við- skiptafræðingur í alþjóðaviðskipt- um og framkvæmdastjóri en kona hans er Lilja Bergmann og eiga þau tvo syni, Victor og Dag. Systkini Sverris: Sveinn Hall- grímsson, f. 25.12. 1928, d. 13.9. 1988, tæknifræðingur, var kvæntur Margréti Sigurðardóttur viðskipta- fræðingi og eru börn þeirra tvö, Hallgrímur og Björg; Elína Helga Hallgrímsdóttir, f. 24.12. 1935, fyrrv. gæðastjóri hjá Granda hf., gift Ing- ólfi Örnólfssyni viðskiptafræðingi og eru börn þeirra Ragnhildur, Hall- grímur, Guðrún Anna, Guðríður og Elína Margrét. Foreldrar Sverris voru Hallgrím- ur Sveinsson, f. 4.9. 1905, d. 9.10. 1948, skrifstofustjóri hjá Almennum tryggingum, og Guðríður Ottadóttir, f. 1.11. 1904, d. 11.3. 1964, húsmóð- ir. Ætt Hallgrímur var sonur Sveins, banka- gjaldkera í Reykjavík, Hallgrímsson- ar, biskups í Reykjavík Sveinssonar. Guðríður var dóttir Otta Guð- mundssonar, skipasmiðs frá Eng- ey, og Helgu Jónsdóttur frá Laxnesi í Mosfellssveit. Sverrir heldur upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 75 ára á sunnudag Sverrir Hallgrímsson húsGaGnasmíðameistari í Garðabæ Berglind Ásta Jónsdóttir húsmóðir í reykjanesbæ Berglind fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Keflavík og í Svíþjóð um fimm ára skeið. Hún var í Grunn- skóla Njarðvíkur og barna- skóla í Svíþjóð. Berglind vann í fisk- vinnslu í Vogum hf í Njarð- vík, vann við ræstingar og í flugeldhúsinu í Leifsstöð um skeið. Berglind er áhugasöm um hundaræktun, á fjóra cavalier- hunda og sækir hundasýningar með hunda sína. Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Trausti Pálsson, f .30.9. 1978, sjómaður. Börn Berglindar og Trausta eru Viðar Páll Traustason, f. 10.3. 1998; Elvar Þór Traustason, f. 24.4. 2002; Katrín Lilja Traustadóttir, f. 9.8. 2004; Almar Ingi Traustason, f. 23.1. 2009. Systkini Berglindar eru Ragnheiður Helga Jónsdóttir, f. 8.8. 1974, starfskona við flugeldhúsið í Leifsstöð; Arnór Elvar Jónsson, f. 24.1. 1978, sjómaður í Reykjanesbæ; Þóra Dögg Jónsdóttir, f. 25.6. 1982, búsett í Reykjanesbæ. Foreldrar Berglindar eru Jón Við- ar Gíslason, f. 8.4. 1956, vörubílstjóri í Reykjavík, og Hulda Þórsdóttir, f. 18.2. 1956, húsmóðir. 30 ára á föstudaginn Eva Dögg Jónsdóttir leikskólakennari á akureyri Eva Dögg fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Hún var í Lundaskóla, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá VMA og lauk B.Ed- prófi sem leik- skólakennari frá HA árið 2008. Eva Dögg vann í fiski við Hraðfrystistöð Þórshafnar og hjá ÚA á Akureyri, stundaði versl- unarstörf á Akureyri og í Reykjavík, starfaði í nokkur ár við leikskólann Síðusel.á Akureyri en hefur verið leikskólakennari við leikskólann Flúðir frá því hún lauk námi. Fjölskylda Maður Evu Daggar er Heiðar Valur Hafliða- son, f. 3.2. 1981, sjó- maður. Sonur Evu Daggar og Heiðars Vals er Mika- el Darri Heiðarsson, f. 16.5. 2005. Bróðir Evu Daggar er Ómar Örn Jónsson, f. 3.10. 1973, verktaki á Akureyri. Foreldrar Evu Daggar eru Jón Gestsson, f. 21.3. 1952, rafvirki, og Ásta Pálmadóttir, f. 24.12. 1953, skrifstofumaður. 30 ára á föstudag Þormóður Geirsson lyfjafræðinGur oG framkvæmdastjóri í reykjavík Þormóður fæddist í Svíþjóð en ólst upp á Akureyri frá þriggja ára aldri. Hann var í Barnaskóla Akureyrar, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA árið 2000 og lauk meistaraprófi í lyfjafræði frá HÍ 2008. Þormóður sinnti ýmsum störfum með skóla, m.a. við garðyrkju, var byggingaverkamaður og sinnti lagerstörfum. Hann starfaði við ap- ótek á námsárum sínum í lyfjafræði, starfaði á Lyfjastofnun að námi loknu 2008 og til áramóta en hefur verið framkvæmdastjóri Lipid Pharmac- euticals ehf. frá síðustu áramótum. Fjölskylda Kona Þormóðs er Erla Björk Jónsdótt- ir, f. 1.12. 1978, að ljúka MA-prófi í guðfræði við HÍ. Dætur Þormóðs og Erlu Bjarkar eru Auður Rós Þormóðsdóttir, f. 26.4. 2003; Freydís Lilja Þór- móðsdóttir, f. 21.8. 2006. Systur Þormóðs eru Steinunn Geirsdóttir, f. 4.3. 1971, dýralæknir í Reykjavík; Nanna Geirsdóttir, f. 23.1. 1975, bygg- ingafræðingur í Danmörku; Auður Geirsdóttir, f. 24.3. 1976, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þormóðs eru Geir Friðgeirsson, f. 18.8. 1947, barna- læknir í Reykjavík, og Kolbrún Þor- móðsdóttir, f. 11.1. 1952, grunn- skólakennari við Valhúsaskóla. 30 ára á föstudag 42 föstudaGur 11. september 2009 ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.