Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 4
TEKUR Á SKULDASÚPU n Um helgina verður haldið próf- kjör Sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ. Þar stefnir Árni Sigfús- son bæjarstjóri áfram á leið- togasætið. Árni hugaði reyndar að því fyrir síð- ustu kosning- ar að bjóða sig fram í Suður- kjördæmi og þá gegn frænda sínum Árna Johnsen. Þá var talið að hann vildi gjarnan losna úr skuldasúpu Reykjanesbæjar og tengdra fyrir- tækja. Nú er augljóst að hann ætl- ar að leggja krafta sína í að rétta af fjárhag bæjarins, sem verður væntanlega snúið verkefni. BÚRTÍKIN ÁRMANN n Halldór Jónsson, skoðunar- maður reikninga Kópavogsbæjar, er ævareiður vegna falls Gunnars Birgissonar í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins. Það hjálpaði Gunnari ekki í baráttunni að upp komst að sá fyrrnefndi hafði árum saman þegið milljón krónur á mán- uði fyrir eftir- litsstörf. Halldór bloggar um niðurstöðuna og tekur undir með vini sínum, Gunnari, að svínarí og smölun hafi átt sér stað. Kallar hann Gunnar kappa en líkir Ármanni Kr. Ólafssyni og félögum hans við hunda. „Það er oftlega að heimskar búrtíkur glefsa í hælana á slíkum köppum. Og komi þær margar saman geta þær bitið,“ skrifar Halldór. RAGNA GEGN SPILLINGU n Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra er á útopnu í að siðvæða dómskerfið sem Björn Bjarnason fóstraði eftirminnilega um árabil. Meðal fyrstu verka Rögnu er að koma skikk á skipan dómara. Fram að þessu hefur það verið alfarið á valdi dómsmálaráð- herra að velja dómarana. Það hefur aftur markað nokkuð arfleifð Björns sem var alla sína tíð einn þægasti þjónn Davíðs Oddssonar og hag- aði embættisverkum sínum gjarn- an þannig að leiðtoginn yrði ekki styggur. Á valdatíma Davíðs varð þannig til stór hópur dómara sem kenndur er við hann eins og DV hefur fjallað um. ÚTRÁSARVÍKINGUR Á FLUGI n Rífandi gangur er í rekstri World Class undir stjórn Björns Krist- manns Leifssonar. Mislukkað út- rásarævintýri Björns í Danmörku kostar hann um milljarð króna. Að hluta er ábyrgð vegna skulda á hans eigin kennitölu. Landsbank- inn mun hafa verið Birni innan handar til að tryggja að hann héldi rekstrinum. Svo er að sjá sem rofað hafi til því út- rásarvíking- urinn heldur enn stöðvun- um og hefur boðað að hann opni tvær nýjar í haust. 4 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR SANDKORN Allt að 15 menn verða leiddir fyrir dóm fyrir kaup á vændi á næstunni. Lögreglan segir rannsókn málsins á lokastigi og verða komna á borð rík- issaksóknara innan skamms. Verði þeir dæmdir sekir eiga þeir yfir höfði sér eins árs fangelsi að hámarki. Sveinn Andri Sveinsson er verj- andi tveggja manna úr þessum hópi og hafa þeir játað glæp sinn. Hann segir málið enn vera í biðstöðu og ekkert nýtt að segja af því í bili. Heimildir DV herma að menn- irnir verði ekki dæmdir til fangels- isvistar fyrir brot sín, heldur til fjár- sekta. Samkvæmt lagabreytingu Alþingis frá því í apríl í fyrra skal ein- staklingur er greiðir fyrir vændi sæta fangelsi allt að ári. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Catalinu Ncoco í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir vændisstarf- semi og fíkniefnasmygl. Tímaritið Vikan ræddi við Catalinu fyrir ári en þar sagðist vera með 12 vændiskon- ur í vinnu hjá sér á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar sagði hún að í kúnnahópnum væru „[í]slensk- ir menn“. „Þarna má finna ráðherra, pólitíkusa, eiturlyfjaneytendur, götumenn o.s.frv.,“ sagði Catalina í samtali við Vikuna. Kúnnar Catalinu eru taldir hafa millifært greiðslur fyrir vændisþjón- ustuna inn á bankareikninga henn- ar. helgihrafn@dv.is Allt að 15 menn verða ákærðir fyrir að kaupa vændi hér á landi: Vændiskúnnar játa sök Lögðu inn á Catalinu Lögreglan hefur 15 menn grunaða um að hafa keypt vændi af hinni miðbaugsgínesku Catalinu Ncoco. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Gestur Grjetarsson kerfisfræðing- ur keypti trúnaðargögn með fjár- hagsupplýsingum einstaklinga á út- sölu þrotabús SPRON á dögunum. Það gerði hann óafvitandi því hann keypti þar tölvu og í geisladrifi henn- ar var að finna geisladisk með upp- lýsingunum. „Á þessari útsölu keypti ég nokkr- ar tölvur sem ég ætlaði að nota í varahluti. Það sem ég ekki vissi, en uppgötvaði þegar ég var að rífa vél- arnar í sundur, var að einni vélinni fylgdi geisladiskur sem inniheld- ur viðkvæmar fjárhagsupplýsingar einstaklinga sem hver sem er getur opnað og skoðað. Ég ímynda mér að viðskiptavinir bankans hafi treyst honum fyrir gögnunum og geti ekki verð hrifnir af því að upplýsingarnar hafi verið seldar með þessum hætti,“ segir Gestur. Fleiri gögn Slitastjórn SPRON stóð fyrir útsölu á ýmsum munum úr þrotabúi bank- ans á dögunum en salan fór fram í stóru geymsluhúsnæði á Kjalarnesi. Þar voru seldar ýmsar vörur búsins, til að mynda borð, skápar, stólar, ís- skápar og tölvubúnaður. Vörurn- ar voru ýmist nýjar eða notaðar og komu úr útibúum SPRON á höfuð- borgarsvæðinu. Nóg var að gera hjá starfsfólki sölunnar og gerðu margir viðskiptavinir þar góð kaup. Trúnaðargögnin á geisladiskin- um sem Gestur fann voru ekki þau einu sem var að finna á útsölunni. Á einu sölubretti frá slitastjórn bank- ans var að finna pappakassa sem innihéldu trúnaðarskjöl og segir við- skiptavinur að skjölin sýni upplýs- ingar um árangurslaus fjárnám hjá fjölda einstaklinga. Því hafnaði tals- maður slitastjórnarinnar en sagði það vissulega óheppilegt að kassinn hefði endað á útsölunni. Ekki hrifin Fjármálaupplýsingar um Hönnu Maríu Hjálmtýsdóttur var meðal annars að finna á diskinum og að- spurð er hún mjög hissa á því að upplýsingar um hana hafi verið seld- ar á útsölunni. „Reyndar eru hlut- irnir hættir að koma manni á óvart. Auðvitað verða bankarnir að passa upp á svona trúnaðargögn og vissu- lega er mér aðeins brugðið. Ég er ekki hrifin af því að hver sem er geti komist yfir fjárhagsupplýsingar mín- ar en viðkomandi hefur reyndar ekki komist í feitt því minn fjárhagur er ekki nógu spennandi,“ segir Hanna María. Gestur segir það hafa komið sér verulega á óvart að hafa gengið fram á pappakassana á útsölunni og enn meira hissa hafi hann orðið þegar hann fann geisladiskinn í drifi tölv- unnar. „Mig hryllir orðið við hvað rosalega illa er haldið utan um gögn í bankakerfinu. Mér finnst fáránlegt að þetta geti gerst,“ segir Gestur. Kerfisfræðingurinn Gestur Grjetarsson keypti tölvu á útsölu þrotabús SPRON og í drifi hennar reyndist vera tölvudiskur með fjárhagsupplýsingum um viðskiptavini bankans. Meðal annars um Hönnu Maríu Hjálmtýsdóttur sem er nokkuð brugðið þó svo hún telji upplýsingar um fjárhag sinn ekki spennandi upplýsingar. FLEIRI TRÚNAÐARGÖGN Á ÚTSÖLU HJÁ SPRON TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég er ekki hrifin af því að hver sem er geti komist yfir fjárhagsupplýsingar mínar en viðkomandi hefur reyndar ekki komist í feitt því minn fjárhagur er ekki nógu spennandi. Diskur í tölvunni Í tölvudrifi segist kaupandi á útsölu þrotabús SPRON hafa fundið geisladisk með viðkvæmum upplýsingum um viðskiptavini bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.