Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 50
María M. Guðmundsdóttir BANKASTARFSMAÐUR Á HÓLMAVÍK María Mjöll fæddist á Hólmavík og ólst þar upp. Hún var í Grunnskóla Hólmavíkur og stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. María starfaði við leikskól- ann Lækjabrekku á Hólmavík um skeið en hóf störf hjá Kaupþingi á Hólmavík í ársbyrjun 2004 og hefur starfað þar síðan. María syngur með kvennakórn- um Norðurljós á Hólmavík. Hún tók þátt í uppfærslu á leikritinu Karlinn í kassanum með Leikfélagi Hólmvíkur. Fjölskylda Maður Maríu er Snorri Jónsson, f. 11.10. 1977, starfsmaður hjá Strandabyggð. Börn Maríu og Snorra eru Fann ar Freyr Snorrason, f. 24.12. 1997; Guð- mund- ur Ragnar Snorrason, f. 26.6. 2003; Arna Maren Snorradóttir, f. 18.8. 2009. Systur Maríu eru Ragnheiður Harpa Guðmunds- dóttir, f. 7.5. 1963; Ingimunda Maren Guðmundsdóttir, f. 27.3. 1967; Jóhanna Björg Guðmunds- dóttir, f. 7.6. 1974. Foreldrar Maríu: Guðmundur Ragnar Jóhannsson, f .12.6. 1943, starfsmaður Menntaskólans við Sund, og Guðrún Guðmundsdótt- ir, f. 13.11. 1946, d. 22.12. 1995, bankastarfsmaður. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Elías Frímann Elvarsson SJÓMAÐUR Á HÚSAVÍK Elías fæddist á Akranesi og ólst þar upp til sex ára aldurs en síðan á Húsavík. Hann var í Grunnskóla Húsavíkur. Elías fór fyrst til sjós er hann var fjórtán ára, stundaði fiskverkun hjá Korra á Húsavík á unglingsárunum, var á loðnu frá Húsavík um skeið og hefur síðan verið sjómaður á bátum og togurum frá Húsavík og víðar. Hann er nú skráður á Sigurð VE og starfar jafnframt við fiskeldið Rifós í Kelduhverfi. Elías er formaður Skotfélags Húsavíkur. Fjölskylda Eiginkona Elíasar er Kristjana Lilja Einarsdóttir, f. 27.12. 1982, hjúkrun- arfræðingur. Börn Elíasar og Kristjönu Lilju eru Brynja Kristín Elíasdóttir, f. 3.10. 2006; Einar Örn Elíasarson, f. 22.8. 2009. Alsystir Elíasar er Brynhildur El- varsdóttir, f. 29.1. 1979, hjúkrunar- fræðingur á Húsavík. Hálfsystkini Elíasar, sam- mæðra, eru Heiður Sif Heiðars- dóttir, f. 4.3. 1987, húsmóðir á Húsavík; Halldór Heiðarsson, f. 13.9. 1994, grunnskólanemi; Helga Björk Heiðarsdóttir, f. 13.9. 1994, grunnskólanemi. Hálfsystkini Elíasar, samfeðra, eru Karitas Hrafns Elvarsdóttir, f. 16.5. 1988, nemi á Akranesi; Rut Hrafns Elvarsdóttir, f. 8.1. 1995, grunnskólanemi; Salka Hrafns El- varsdóttir, f. 6.7. 2006. Foreldrar Elíasar eru Hrafn El- var Elíasson, f. 27.12. 1958, sjó- maður á Akranesi, og Brynja Björk Halldórsdóttir, f. 7.12. 1962, húsmóðir á Húsavík. Ætt Hrafn er sonur Elíasar Magn- úsar, verslunarmanns og sjó- manns á Akranesi, sonar Þórðar Frímannssonar, og Guð- rúnar Magnúsdóttur. Móðir Hrafns: Hrefna Daníelsdóttir, smiðs Vigfússonar, og Sigrúnar Sigurðardóttur. Brynja Björk er dóttir Hall- dórs Jóns, netagerðarmanns og knattspyrnukappa á Akra- nesi Sigurbjörnssonar, og Hildar Bjarkar Sigurðardóttur. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 80 ÁRA Á FÖSTUDAG Sverrir Hermannsson FYRRV. ALÞM., RÁÐHERRA OG BANKASTJÓRI Sverrir fæddist að Svalbarði í Ögur- vík í Ögurhreppi í Norður-Ísafjarð- arsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1951 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1955. Sverrir var fulltrúi hjá VSÍ 1955- 1956, skrifstofustjóri hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur 1956- 60, formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra verslun- armanna 1957-72, fulltrúi hjá dag- blaðinu Vísi 1960-62 og fasteignasali 1962-71. Auk þess starfaði Sverrir að útgerðarmálum með bræðrum sín- um. Sverrir var vþm. 1963-71, alþm. Austurlandskjördæmis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1971-88 og forseti neðri deildar Alþingis 1979-83 og alþm. Reykjavíkur fyrir Frjálslynda flokkinn 1999-2003. Sverrir var forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1975-83, iðnaðarráðherra 1983-85, mennta- málaráðherra 1985-87 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1988-1998. Sverrir var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1954-55, sat í Stúdentaráði HÍ 1954-55, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957-58 og sat í stjórn SUS 1953-57. Hann sat í stjórn útgerðarfélaganna Eldborgar hf., Ögra hf. og Vigra hf., i stjórn Kirkjusandshf. og var stjórn- arformaður útgerðarfélagsins Ögur- víkur hf. 1970-88. Sverrir sat í Rannsóknarráði rík- isins 1971-74, var fulltrúi í Norður- landaráði 1975-83 og 1987-88 og hef- ur setið í ýmsum milliþinganefndum og öðrum stjórnskipuðum nefndum um ýmis málefni. Hann var í stjórn Sjóminjasafnsins 1979-83 og var for- maður Frjálslynda flokksins 1998- 2003. Sverri var veitt gullugla MA 1986, gullstjarna Stúdentafélags Reykja- víkur og gullstjarna LÍV og VR. Bókin Skýrt og skorinort - Minn- ingabrot Sverris Hermannsson- ar, skráð af Indriða G. Þorsteins- syni, kom út 1989 og bókin Sverrir - Skuldaskil - Ævisaga Sverris Her- mannssonar, skráð af Pálma Jónas- syni, kom út 2003. Fjölskylda Sverrir kvæntist 27.12. 1953 Grétu Lind Kristjánsdóttir, f. 25.7. 1931, d. 20.11. 2009 húsmóður. Foreldrar hennar voru Kristján Tryggvason, klæðskerameistari á Ísafirði, og k.h., Margrét Finnbjörnsdóttir húsmóðir. Börn Sverris og Grétu eru Hulda Bryndís, f. 6.2.1953, fil. cand. í þjóð- háttafræði og sviðsstjóri við Þjóð- minjasafn Íslands en maður hennar er Guðni Albert Jóhannesson; Krist- ján, f. 14.10. 1956, framkvæmda- stjóri eigin lyfsölufyrirtækis í Kaup- mannahöfn en kona hans er Erna Ragnarsdóttir; Margrét Kristjana, f. 8.9.1958, varaborgarfulltrúi og for- maður Kvenréttindafélags Íslands, en maður hennar er Pétur Sæv- ald Hilmarsson; Ragnhildur, f. 28.8. 1960, sjálfstætt starfandi blaðamað- ur, gift Hönnu Katrínu Frederiksen; Ásthildur Lind, f. 23.2.1964, flug- freyja í Reykjavík en maður hennar er Matthías Sveinsson. Fósturdóttir Sverris og Grétu er Gréta Lind, f. 18.10.1973, starfsmað- ur við Reiknistofu bankanna. Barnabörn og langafabörn Sverr- is eru nú þrettán talsins. Systkini Sverris: Anna, f. 14.11. 1918, 2.7. 2002, lengst af húsmóðir á Ísafirði; Þuríður, f. 6.8. 1921, d. 12.6. 2007, lengst af húsmóðir á Húsa- vík, Gunnar Haraldur, f. 2.12. 1922, d. 8.6. 1977, skipstjóri í Hafnarfirði; Þórður Guðmundur, f. 19.4. 1924, d. 8.9. 1985, framkvæmdastjóri Ögur- víkur; Karítas Kristín, f. 10.11. 1927, d. 5.8. 1994, lengst af húsmóðir á Húsavík; Sigríður Ragna, f. 7.1. 1926, d. 10.6. 1999, húsmóðir í Reykjavík; Gísli Jón, f. 30.6. 1932, framkvæmda- stjóri Ögurvíkur; Halldór, f. 2.1. 1934, framkvæmdastjóri á Ísafirði; Guðrún Dóra, f. 7.6, 1937, húsmóðir í Reykja- vík; Birgir, f. 22.9. 1939, stórkaup- maður í Reykjavík. Foreldrar Sverris voru Hermann Hermannsson, f. 17.5. 1893, d. 26.11. 1981, búfræðingur, útvegs- bóndi á Svalbarði í Ögurvík, síðar sjómaður og verkamaður á Ísafirði, og k.h. Salóme Rannveig Gunnars- dóttir, f. 24.4. 1895, d. 20.11. 1977, húsmóðir. Ætt Faðir Hermanns var Hermann, b. í Hagakoti í Ögurhreppi Þórðarson- ar á Melum í Víkursveit Hermanns- sonar, b. á Melum Jónssonar. Móð- ir Hermanns í Hagakoti var Venedía Jóhannesdóttir, systir Þorgerðar, langömmu Gunnsteins Gíslasonar kaupfélagsstjóra. Móðir Hermanns á Svalbarði var Guðrún Bjarnadóttir, b. á Firði í Múlasveit Jónssonar. Salóme var dóttir Gunnars, b. á Eyri í Skötufirði og garðyrkjumanns á Bessastöðum, bróðir Halldóru, móður Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins. Gunn- ar var bróðir Kristínar, langömmu Þorsteins Pálssonar, fyrrv. ritstjóra Fréttablaðsins. Gunnar var son- ur Sigurðar, b. í Hörgshlíð, bróðir Rósinkrans, langafa Friðfinns, föð- ur Björns. Sigurður var sonur Haf- liða, b. á Borg, bróður Jóhannesar, langafa Hannibals Valdimarsson- ar, föður Jóns Baldvins, fyrrv. fjár- málaráðherra og formanns Al- þýðuflokksins. Hafliði var sonur Guðmundar sterka, b. á Kleifum Sigurðssonar. Móðir Salóme var Anna Haralds- dóttir, járnsmiðs og skyttu á Eyri í Skötufirði Halldórssonar, bróður Kristjáns, langafa Önnu, móður Sig- ríðar Stefánsdóttur, fyrrv. bæjarfull- trúa á Akureyri, og Einars Kárasonar rithöfundar. Móðir Önnu var Salóme Halldórsdóttir, b. í Hörgshlíð Hall- dórssonar. Móðir Halldórs var Krist- ín Guðmundsdóttir, b. í Arnardal Bárðarsonar, ættföður Arnardalsætt- arinnar Illugasonar. Sverrir verður að heiman á af- mælisdaginn. Viktoría fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún var Fellaskóla, Breið- holtsskóla og Varma- landi í Borgarfirði. Hún lauk prófum í förðunar- fræði við Förðunarskóla Íslands, stundaði nám við Tækniskólann og lauk þaðan prófum í hár- greiðslu. Viktoría var í unglingavinnunni á unglingsárunum. Hún hefur unn- ið sjálfstætt við förðun í nokkur ár. Fjölskylda Unnusti Viktoríu er Sverr- ir Stefán Sigurjónsson, f. 26.4. 1981, matreiðslumað- ur og lagermaður. Synir Viktoríu eru Theo- dór Fannar Benediktsson, f. 30.6. 1998; Kristófer Jós- úa Sverrisson, f. 12.1. 2006. Alsystir Viktoríu er Ág- ústa Jónasdóttir, f. 31.8. 1983, nemi við Tækniskólann, búsett í Kópa- vogi. Hálfsystkini Viktoríu, sam- mæðra, eru Emilý Kalla Kvaran, f. 29.8. 1972, nemi; Karl Arnar Ólafs- son, f. 11.3. 1997, grunnskólanemi. Hálfsystkini Viktoríu, samfeðra, eru Hallgrímur Jónasson, f. 26.3. 1970, íþróttakennari í Reykjavík; Agnes Jónasdóttir, f. 17.4. 1992, matreiðslunemi; Ólafur Steinn Ing- unnarson, f. 31.7. 1977, leikari. Foreldrar Viktoríu eru Lóa Edda Eggertsdóttir, f. 24.6. 1954, hús- móðir í Reykjavík, og Jónas Theo- dór Hallgrímsson, f. 2.1. 1949, pípu- lagningamaður í Reykjavík. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Viktoría Jónasdóttir NEMI Í REYKJAVÍK Kristinn Magnússon SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR Kristinn fædd- ist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Siglufjarðar, Garðaskóla í Garðabæ, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ og lauk prófi í pípulögnum frá Borgarholtsskóla. Kristinn var pípulagningamað- ur 2003-2008. Þá hóf hann störf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Eiginkona Kristins er María Fjóla Björnsdóttir, f. 28.1. 1980, hús- móðir. Börn Kristins og Maríu Fjólu eru Gabríel Breki Kristinsson, f. 21.7. 2002; Salome Vilbergs Krist- insdóttir, f. 17.6. 2006; Ísak Logi Kristinsson, f. 11.10. 2008. Systkini Kristins eru Guðbrand- ur Magnússon, f. 11.9. 1967, sjó- maður í Reykjavík; Ásgeir Rúnar Magnússon, f. 19.5. 1970, fyrrv. sjó- maður, búsettur í Garðabæ; Anna Júlía Magnúsdóttir, f. 24.2. 1975, starfsstúlka við leikskóla. Foreldrar Kristins eru Magn- ús Guðbrandsson, f. 16.12. 1948, bifvélavirki í Reykjavík, og Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir, f. 17.2. 1949, leikskólakennari. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG 50 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 ÆTTFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.