Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR Þú gætir dottið í lukkupottinn Í hverri viku drögum við út einn heppinn sem fær matarkörfu frá Bónus að andvirði 15 þúsund krónur! Skráðu þig í netklúbb DV á DV.IS Vertu með í netklúbbi DV! MÁL FALSAÐRA VEGABRÉFA Morðið á Hamas-liðanum Mahmoud al-Mabhouh hefur verið gagnrýnt víða innan Evrópusambandsins. Þó virðist sem morðið sjálft fari ekki fyrir brjóstið á evrópskum ráðamönnum heldur sú staðreynd að tilræðismennirnir notuðu við verkið fölsuð vegabréf. Þeir voru ekki einir um það því fórnarlambið átti mörg vegabréf. Vestræn ríki hafa farið mikinn í gagnrýni á Mossad, leyniþjón- ustu Ísraels, og á Ísraelsríki vegna morðsins á Mahmoud al-Mabhouh í Dúbaí þann 19. janúar. Það sem einna helst hefur farið fyrir brjóst- ið á vestrænum ríkisstjórnum er að við verknaðinn voru notuð fölsuð vegabréf, meðal annars bresk, írsk og frönsk. Samkvæmt frétt á vefsíðu Reut- ers hefur Mahmoud al-Mabhouh ekki verið hótinu skárri en bana- menn hans hvað vegabréf varð- ar því hann viðhafði sömu vinnu- brögð og þeir; notaði vafasöm vegabréf og dulargervi í ferð sinni til Dúbaí þar sem ætlunin var að afla Hamas-samtökunum vopn. Þetta hefur Reuters eftir ónafn- greindum trúnaðarvini Mabhouh. Að sögn trúnaðarvinarins tók Mabhouh eigið öryggi afar alvar- lega og skipti þá engu hvort hann skaut að bifreið sem hafði verið ekið ítrekað fram hjá heimili hans í Sýrlandi eða forðaðist herbergis- þjónustu á hótelum. Skurðaðgerð, litaðar linsur, litað hár „Hann var vanur að nota litaðar linsur og lita á sér hárið þegar hann ferðaðist til Evrópulanda,“ sagði trúnaðarvinurinn sem að eigin sögn eyddi tveimur árum í útlegð með Mahmoud al-Mabhouh. Mahmoud al-Mabhouh útveg- aði Hamas-samtökunum og sam- tökum hliðhollum þeim fé og vopn. „Hann var með mörg vegabréf fyrir ólík þjóðerni – öll arabísk. [...] Ný- lega gekkst hann undir skurðað- gerð til að breyta á sér nefinu. Það varð mjórra,“ hafði Reuters eftir trúnaðarvininum. Lögreglan í Dúbaí hefur ekki upplýst með formlegum hætti hvaða vegabréf Mahmoud al-Mab- houh notaði við komuna til lands- ins en Reuters hefur eftir bróður hans að Mabhouh hefði komið til Dúbaí með palestínskt vegabréf og samkvæmt því hefði fjölskyldunafn hans verið Hassan. Trúnaðarvinur Mahmoud al- Mabhouh sagði hann hafa lifað óvenjulegu lífi: „Hann var tortrygg- inn, varkár, og hann sagði aldrei nokkrum manni, ekki einu sinni konu sinni, frá fyrirætlunum sín- um.“ Stækkandi hópur grunaðra Síðan morðið komst í hámæli hef- ur vart liðið sá dagur að ekki fjölgi í hópi grunaðra morðingja. Sam- kvæmt yfirvöldum í Dúbaí voru það tuttugu og sex einstaklingar sem fylgdust með ferðum Mah- moud al-Mabhouh og stóðu síðan að morðinu á honum. Hópurinn notaði fölsuð bresk, írsk, frönsk, þýskt og áströlsk vegabréf. Fólk með sömu nöfn og margir hinna grunuðu búa í Ísrael og full- yrðir það að persónuupplýsingum þess hafi verið stolið. Misnotkun vegabréfanna hefur vakið hörð við- brögð hjá Evrópusambandinu og nú síðast hjá áströlskum yfirvöld- um og ríkisstjórnir sumra þeirra landa sem tengjast málinu fyrir tilstilli fölsuðu vegabréfanna hafa kallað sendherra Ísraels á sinn fund. Krítarkort frá sama banka Af þeim sem grunaðir eru um morðið á Mahmoud al-Mabhouh notuðu tólf bresk vegabréf, sex not- uðu írsk vegabréf, þrír notuðu ástr- ölsk, fjórir frönsk og einn notaði þýskt vegabréf. Sex konur eru í hópi hinna meintu tilræðismanna. Hin grunuðu komu með flugi til Dúbaí frá München, París, Róm, Mílanó og Hong Kong. Lögreglan í Dúbaí telur að nýj- asta viðbótin í hópi grunaðra hafi haft með hendi flutningastjórnun vegna verkefnisins. Margt af þessu fólki hafi í fórum sínum krítarkort sem gefin höfðu verið út af sama bandaríska bankanum sem ekki hefur verið upplýst hver er. Ísraelar hafa sagt að Mabhouh hafi leikið lykilhlutverk í smygli á flugskeytum frá Íran til Gaza og að hann hafi verið viðriðinn í ráni og morði á tveimur ísraelskum her- mönnum fyrir tuttugu árum. Drápið lofað Ísraelskir embættismenn hafa vís- að á bug fullyrðingum um aðild Mossad, utanríkisleyniþjónustu landsins, að drápinu á Mahmoud al-Mabhouh, en hafa ekki með neinum afgerandi hætti neitað ein- hverju hlutverki í því sambandi. Ríkisstjórn Ísraels hefur alla jafna haldið sig við „tvíræðni“ hvað varðar starfsemi Mossad og sú er einnig raunin nú. En Tzipi Livni, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks- ins Kadyma, gekk þó svo langt á þriðjudaginn að lofa drápið á Mah- moud al-Mabhouh: „Sú staðreynd að hryðjuverkamaður var drepinn, og þá skiptir engu máli hvort það var í Dúbaí eða á Gaza, eru góð- ar fréttir fyrir þá sem berjast gegn hryðjuverkum.“ Trúnaðarvinur Mabhouh, sem Reuters vitnar í, sagði að hann hefði verið á sífelldum ferðalögum og bókað ferðirnar sjálfur á ferða- skrifstofum eða á netinu, en að hann hefði ekki farið til Íran síðast- liðin þrjú ár. Stuðningur Írans við Hamas hefur ekki verið neitt laun- ungarmál. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hann var tor-trygginn, var- kár og hann sagði aldrei nokkrum manni, ekki einu sinni konu sinni, frá fyrirætlunum sínum. Sífellt fjölgar grunuðum Fjöldi meintra tilræðismanna í Dúbaí er kominn í tuttugu og sex. Maður margra vegabréfa Mahmoud al-Mabhouh notaði vafasöm vegabréf líkt og meintir morðingjar hans. MYND: AFP með erlendu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.