Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR og ekki skorast ég undan því. Hitt er það að ég neita að gera þetta að ein- hverju séríslensku eða þröngu banka- vandamáli. Ég væri að segja eitthvað þvert á staðreyndir og eigin viðhorf ef svo væri. Allir við hrunmörkin – það réð ákvörðunum Hvernig var ákvörðunum háttað í Landsbankanum? Stór hópur stjórnenda kom að við- skiptalegum ákvörðunum og tvær starfsnefndir, lánanefnd og fjármála- nefnd, hittust vikulega og voru vett- vangur stærri ákvarðana. Bankaráð og bankastjórn fóru með yfirstjórn samkvæmt tiltekinni verkaskiptingu. Í nefndunum voru annars vegar teknar ákvarðanir um útlán og reglulega farið yfir þróun útlána til stærstu viðskipta- vina og hins vegar farið yfir helstu eigna- og skuldaliði, meðal annars hlutabréfaeign, skuldabréfaeign, þró- un innlána, stöðu erlendrar lántöku og lausafjárstöðu. Þá var farið yfir mat á efnahagsþróun og verðþróun á markaði. Í nefndunum sátu helstu framkvæmdastjórar og lykilforstöðu- menn. Málin gátu borist frá helstu starfstöðvum, meðal annars voru mörg stór mál undirbúin í útibúinu í London og voru lánasviðin þar und- ir stjórn þarlendra sérfræðinga. Skýr verkaskipting var milli helstu stjórn- enda og tók starfsemin mið af því. Dótturfélög bankans voru undir forystu forstjóra hvers fyrirtækis fyr- ir sig og þar störfuðu framkvæmda- stjórnir. Landsbankinn átti í samstarfi við alla stærstu banka heims og sótti ráð- gjöf til slíkra varðandi stefnumótun og starfshætti og á reglubundnum fund- um var leitað viðhorfa þessara aðila til rekstrarins. Vanmat gat orðið á við- skiptaforsendum hjá öllum bönkum heims þegar ytri aðstæður breyttust jafnhratt til verri vegar og gerðist árið 2008. Icesave er pólitískt mál Icesave er baggi sem lagst hefur sér- staklega þungt á þjóðina og valdið djúpstæðum deilum. Hvernig greinir þú vandann eins og hann er nú? Ísland lenti í miðri mjög alvarlegri evr- ópskri atburðarás sem varðaði stöð- ugleika alls kerfisins á erfiðustu dög- um alheimskreppunnar. Krafan um greiðslu innlánsreikninga var stjórn- málaleg og þrýst var á íslensk stjórn- völd af erlendum ríkisstjórnum sem voru við mörk þess að geta varið eig- in kerfi. Þetta varð því stjórnmálalegt vandamál við einar erfiðustu aðstæð- ur sem upp höfðu komið í evrópsku fjármálalífi frá upphafi og er ekki laga- legt úrlausnarefni. Ég vil ekki tjá mig um deilurnar um þetta mál. Viltu slá mati þínu á Icesave og lausn þess? Hvað fæst upp í kröfur, hve stór er vandinn, hvað um ríkisábyrgð og vexti? Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að eigna- safnið muni ná að endurgreiða meg- inskuldina. Safnið ber breytilega vexti og taka þarf mið af því. Þetta varð strax pólitískt mál og ekki lagalegt eða við- skiptalegt. Því vil ég ekki tjá mig um þetta meðan málið er óleyst. Ómarkviss viðbrögð snemma árs 2008 Hvenær grunaði þig að illa kynni að fara – var ekki gjaldeyrisvandinn og lausafjárstaðan orðin alvarleg hjá bankanum miklu fyrr en látið var í veðri vaka? Í febrúar 2008 áttu sér stað mjög al- varleg samtöl milli bankanna og stjórnvalda um viðbúnaðarstigið í efnahagskerfum í heild. Haldinn var fundur helstu stjórnenda bankanna með öllum lykilráðherrum og embættismönnum þeirra í ráð- herrabústaðnum 14. febrúar. Bankarnir lýstu áhyggjum af háu vaxtastigi í landinu sem hélt uppi of sterkri krónu og leiddi til hás vaxtakostnaðar heimila og fyrirtækja. Þá lýstu bankarnir yfir áhyggjum af rýr- um gjaldeyrisvarasjóði og hvöttu til styrkingar hans. Stjórnvöld hvöttu til eignasölu og minnk- unar efnahagsreiknings. Lítið vannst úr þessum samtölum. Eng- inn vissi á þessum tíma hversu langvarandi og djúp þessi kreppa yrði og því var hvatt til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn verulega. Al- þingi samþykkti lög þar um í júní 2008 en af framkvæmd lántöku á markaði varð ekki. Ástandið breyttist til hins betra um vorið en það var um haust- ið sem vandinn kom. Ég áttaði mig ekki á hversu erfitt þetta yrði fyrr en fjármögnunarvandi Glitnis kom í ljós 26. til 27. september og forsvarsmenn Glitnis gerðu okkur grein fyrir þeim vanda. Hafðir þú áhyggjur af rýrum Tryggingarsjóði innstæðu- eigenda? Í sjálfu sér voru sjóð- irnir ekki í umræð- unni fyrr en undir lok þess tímabils sem innlánastarfsemin átti sér stað erlendis. Erlend innlánastarfsemi Landsbankans hófst 2003. Um alla álf- una var gert ráð fyrir að sjóðirnir væru ekki nema að litlu leyti fjármagnaðir fyrir fram. Gert var ráð fyrir fjármögn- un tjóna eftir á og engum kom til hug- ar að þar kæmi til altjóns eða kerfis- hruns. Við slíkar aðstæður höfðu þeir einfaldlega ekki hlutverki að gegna, eins og ummæli evrópskra ráða- manna, þar með talið ýmissa seðla- bankastjóra, gefa til kynna. Landsbankinn – gælubanki? Hver voru stærstu mistökin í sjálfu bankahruninu, örlagadagana í októb- er 2008? Ég vil eins og fleiri bíða skýrslu rann- sóknarnefndar áður en ég tjái mig ít- arlega um þetta. Eins og þetta blasti við haustið 2008 vildi ég nefna tvennt. Í fyrsta lagi bar þjóðnýting Glitnis ekki þann árangur sem stefnt var að, enda voru lánshæfiseinkunnir allra bankanna lækkaðar þá þegar 30. sept- ember 2008 og þá kom áhlaup meðal annars á innlán sem ekki var viðráð- anlegt. Í öðru lagi hefði átt að skoða mun betur samruna banka og heildstæð- ar aðgerðir til styrkingar eins og allir töldu að verið væri að vinna að helg- ina 4. til 5. október. Líklega hefði það þó þurft til að koma helgina 28. til 29. september. Þarna voru tækifæri sem ekki voru nýtt til fullnustu. Væntan- lega hefði þó þurft að taka þetta allt fastari tökum í byrjun árs eins og ég vék að áður. Naut Landsbankinn mikillar fyrir- greiðslu Seðlabankans undir lokin? Ég sagði í blaðagrein nýlega að Lands- bankinn hefði ekki verið í skuld við Seðlabankann sunnudaginn 5. okt- óber 2008 þegar óskað var eftir lausa- fjárfyrirgreiðslu í erlendri mynt og það ætti að svara þeirri spurningu best. Aðrir bankar, minni fjármála- fyrirtæki og sparisjóðir höfðu fengið mikla lausafjárfyrirgreiðslu frá Seðla- bankanum og í sumum tilvikum nýtt skuldabréf sem þessir aðilar áttu og meðal annars voru útgefin af Lands- bankanum sem veð. Seðlabanki Ís- lands mun tapa tilteknum hluta af þessum veðlánum sem veitt voru gegn veðum sem nú hafa verðfallið við kerfishrun, en ekki vegna Lands- bankans. Það má ekki rugla saman lántaka sem er skuldari og veði því sem við- komandi lántakandi býður fram. Naut ekki Landsbankinn óbeint þess- arar fyrirgreiðslu eins og hinir stóru bankarnir? Þessu hefur verið haldið fram. Það er hins vegar ekki þannig að Lands- bankinn hafi óbeint fengið aukið laust fé sem neinu nam vegna lántöku þessara aðila sem tóku lán og veð- settu í tilteknum tilvikum skuldabréf í Landsbankanum. Erfitt er að greina heildarfjárflæðið í kerfinu og hugs- anlega var það í einhverjum mæli svo að smærri aðilar nýttu laust fé feng- ið að láni í Seðlabanka Íslands til að greiða upp skamtímaskuldir við önn- ur fjármálafyrirtæki, þar með talið Landsbankann. Þar var þó um mjög óverulegar upphæðir að ræða. Þetta fjármagn var fyrst og fremst nýtt til fjármögnunar þess fyrirtækis sem í hlut átti og viðskiptavina þess. Aðalat- riðið sem ég var að koma á framfæri er að lausafjárstaða Landsbankans í krónum var góð, en það var lausa- fé í erlendri mynt sem var vandinn og stóð að baki þeirri ósk að fá fyrir- greiðslu í erlendri mynt til að mæta útflæði. Landsbankinn var því ekki í neinni sérstöðu nema síður væri. Enginn sá fyrir svörtustu myndina Yngvi Örn Kristinsson, áður yfirmað- ur í Landsbankanum, sagði í opnu- viðtali við DV að hann hefði varað við og farið á fund FME síðla árs 2007 og hvatt til aðgerða. Varst þú jafná- hyggjufullur á þeim tíma? Við Yngvi áttum afar gott samstarf og ég virti hans sjónarmið og hafði þau mjög í huga í mínum störfum. Það sem hann ræddi við FME var af svip- uðum toga og rætt var við stjórnvöld í ársbyrjun 2008, það er að styrkja þyrfti viðbúnaðarstig til að mæta óvissu og vera viðbúin því að lausafjárkrepp- an lengdist. Enginn sá þó fyrir hvað varð. Það er staðreynd að alþjóðleg- ir greiningaraðilar sáu þetta alls ekki fyrir. Alþjóðlegur samanburður stað- festir þetta. Þér er tíðrætt um alþjóðlegt samhengi málsins. Hvernig metur þú það eftir að hafa unnið í alþjóðlegu umhverfi stærsta hluta ævinnar? Alþjóðlega lausafjár- og efnahags- kreppan er heimskreppa sem hef- ur reynst þeim þjóðum, sem höfðu lagt áherslu á uppbyggingu alþjóð- legrar fjármálaþjónustu sem mikil- vægrar stoðar í atvinnusköpun, afar kostnaðarsamar. Grikkland, Belgía, Spánn, Portúgal, Eystrasaltsríkin og Danmörk eru meðal ríkja, auk Bret- lands, Bandaríkjanna, Íslands og Ír- lands, þar sem viðskiptaleg mat- skennd atriði þróuðust á verri veg. Umfjöllun um fjárhagslegar af- leiðingar alþjóðlegu lausafjár- og efnahagskreppunnar hefur ekki gert greinarmun á umfangi þjóðhags- legra afleiðinga efnahagshrunsins. Þetta á annars vegar við hjá ríkj- um sem markvisst höfðu byggt fjár- málaþjónustu sem sjálfstæða og al- þjóðlega atvinnugrein. Hins vegar hjá ríkjum sem afmörkuðu fjármála- þjónustu við þarfir eigin markaða. Ísland var meðal þeirra þjóða sem höfðu markað metnaðarfulla stefnu- mótun í anda fyrrgreindu stefnuá- herslunnar. Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkis- stjórnar sem mynduð var vorið 2007, með mikinn meirihluta að baki, seg- ir: „Í umbreytingu íslensks atvinnu- lífs á undanförnum árum felst meðal annars aukið vægi ýmiss konar al- þjóðlegrar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórn- in stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásar- fyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi.“ Vængjasláttur fiðrildis ... Nú hófst þetta í Bandaríkjunum. Hvernig varð þetta alþjóðlegt? Síðsumars 2008 lokuðust fjármögn- unarmarkaðir nánast alveg eftir stórfellt tap vegna svokallaðra undir- málslána og tengdra fjármálagjörn- inga. Hafa verður í huga að Lands- bankinn hafði ekki fjárfest að neinu leyti í þessum flóknu fjármálagjörn- ingum. Í Bandaríkjunum skapaðist vantraust milli bankastofnana sem hefti verulega allt flæði fjármagns. Kom þá berlega í ljós hversu sam- tengdur vandi var kominn upp al- þjóðlega. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í ræðu á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins 3. apríl 2009: „Áður en þessi kynslóð fæddist hefði verið erfitt að ímynda sér að sú staðreynd, að ekki væri hægt að borga fyrir hús í Flórída, gæti stuðlað að falli bankakerfisins á Íslandi.“ Þetta er einföldun en forseti Bandaríkjanna með allt sitt greining- arfólk setur ekki svona á blað nema efni séu til. Meðal annars var gripið inn í góðan rekstur Heritable Bank, einnar traustustu eignar í safni íslensku bankanna, og af því varð veruleg eignarýrnun sem lítið hefur verið fjallað um. Í febrúar 2008 áttu sér stað mjög alvarleg sam- töl milli bankanna og stjórnvalda um viðbún- aðarstigið í efnahags- kerfum í heild. Svartur dagur Myndin af Halldóri er tekin daginn sem Landsbanki Íslands hf. féll og skipuð var skilanefnd til að fara með eignir bankans. Sólon lítillátur „Persónulega finnst mér ummæli Sólons sérstök og gera of lítið úr hans persónu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.