Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 2
Hornfirðingar hafa undanfarið fylgst með furðu- verkum náttúrunnar. Hreindýr synda út í eyjarnar á Skarðs- firðinum sem liggja úti við bæinn. Heimamenn vita ekki hvað dregur hreindýrin á sundi út í eyjarnar. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI LEITUÐU TIL BJÖRGVINS Milestone þrýsti á Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi við- skiptaráðherra, að heimila færslu á Tortólafélaginu Leiftra til Íslands. Færslan var hönnuð þannig að eigendur Milestone hefðu ekki þurft að greiða skatt af henni. Eigendur Milestone ætluðu sér að selja Milestone-samstæðuna og græða vel á því. Ekki var heimild til þess í lögum að færa eignarhaldsfélög frá Bresku Jóm- frúaeyjum og til Íslands en viðskiptaráð- herra hafði heimild til að setja reglugerð um þetta í samvinnu við fjármálaráð- herra. Ef ráðherrarnir hefðu orðið við þessari beiðni hefði Milestone getað fært Leiftra beint til Íslands frá Jómfrúaeyjum. Viðskiptaráðherra sendi fjármálaráðherra bréf um málið en það dagaði uppi í fjármálaráðuneytinu. HARMLEIKURINN Á LAUGAVEGI „Þetta er búin að vera löng og erfið barátta. Það er engin spurning að atburðurinn var hroðalegur. Það hefur verið ofsalega erfitt að horfast í augu við þetta allan þennan tíma,“ segir Sigurður Kristinn Einarsson, faðir Harðar Heimis Sigurðssonar laganema sem andaðist um nýliðna helgi. Hann örkumlaðist þegar ekið var á hann á Laugavegi í janúar í fyrra. Hann lést aðfaranótt sunnudagsins, 27 ára að aldri, á endurhæfingardeildinni við Grensásveg þar sem hann hafði ver- ið í líknarmeðferð. Ekið var á Hörð Heimi við gatnamót Vegamótastígs og Laugavegar laugardaginn 24. janúar í fyrra. Jón Kristinn Ásgeirsson ók á hann með þeim afleiðing- um að Hörður Heimir hlaut alvarlega höfuðáverka. Jón Kristinn var dæmur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ákeyrsluna, og önnur brot. LÚXUSLÍF VIÐ ÍTALÍU Starfsmenn Miles- tone og makar þeirra fóru í þriggja daga siglingu um Miðjarðar- hafið sum- arið 2006. Mynd- irnar frá ferðinni sýna að ekki væsti um Milestone- mennina. Þeir áttu kósí stundir undir teppi, brugðu á leik í grímubúningum, borðuðu góðan mat og nutu samvista hver við ann- an eins og sjá má á myndum sem birtust í DV á mánudag. Sama dag kom fram í DV að Karl og Steingrímur Wernerssynir veðsettu hluta- bréf sínum í Lyfjum og heilsu hjá Íslandsbanka í mars í fyrra. Reikna má með að eignarhaldsfélag þeirra, Aurláki, skuldi Íslandsbanka um 3 milljarða króna í dag. Skiptastjóri Milestone skoðar hvort hægt sé að rifta kaupum Aurláka á Lyfjum og heilsu. Þá má áætla að bankinn þurfi að afskrifa kröfuna á hendur Aurláka. 2 3 1 FRÉTTIR 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 embætti saksóknara ræði einungis við hann sem vitni í málinu. Bjarni ekki á radarnum Heimildir DV herma hins vegar að sérstakur saksóknari hyggist ekki ræða við bróðurson Einars, Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi stjórnarfor- mann BNT, en hann fékk umboð til að veðsetja hlutabréf í eigu félaga Ein- ars og föður síns í Vafningi fyrir láninu frá Glitni. Í tilfelli BNT var Bjarni einn af þremur stjórn- armönnum BNT sem veitti sér um- boð til að veðsetja hlutabréf BNT í Vafningi. Þrátt fyrir þetta segir heim- ildarmaður DV: „Bjarni er ekki inni á radarnum,“ og verður því að teljast ólíklegt að sérstakur saksóknari muni ræða við Bjarna vegna Vafningsmáls- ins. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skellti á blaðamann DV þegar hann hringdi í hann á þriðjudag. Ekki liggur því fyrir hvort rætt hafi verið við hann vegna rannsóknarinnar. Bjarni er ekki inni á radarnum. Rætt við Einar og Jóhannes Heimildir DV herma að rætt hafi verið Einar Sveins- son og Jóhannes Sigurðsson vegna Milestone-rannsóknarinnar. Jóhannes var aðstoðarforstjóri Milestone og Einar var hluthafi og stjórnarmaður í Vafningi. YFIRHEYRÐIR UM VAFNING Milestone þrýsti á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að heimila færslu á Tortólafélaginu Leiftra til Íslands. Færslan var hönnuð þannig að eigendur Milestone hefðu ekki þurft að greiða skatt af henni. Eigendur Milestone ætluðu sér að selja Milestone-samstæðuna og græða vel á því. Milestone þrýsti á Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra bréfleiðis og á fundi, að hann heimilaði samruna eignarhaldsfélaga frá Bresku Jómfrúa- eyjum við íslensk einkahlutafélög í október árið 2007. Eigendur Milestone, Karl og Stein- grímur Wernerssynir, áttu eignar- haldsfélagið Leiftra ltd. sem skráð var á Jómfrúaeyjum, nánar tiltekið á Tor- tóla, og vildu færa það heim til Íslands og sameinga það Milestone-sam- stæðunni. Leiftri hélt utan um tæp- lega þriðjungshlut þeirra bræðra í Milestone og mun félagið meðal ann- ars hafa verið notað til að greiða laun starfsmanna Milestone. Ekki var heimild til þess í lögum að færa eignarhaldsfélög frá Jómfrúaeyj- um og til Íslands en viðskiptaráðherra hafði heimild til að setja reglugerð um þetta í samvinnu við fjármála- ráðherra. Ef ráðherrarnir hefðu orð- ið við þessari beiðni hefði Milestone getað fært Leiftra beint til Íslands frá Jómfrúaeyjum en í bréfinu var einnig minnst á þann möguleika að færa fé- lagið fyrst til Lúxemborgar og þaðan til Íslands. Færslan á Leiftra til Íslands var köll- uð Project Forward hjá þeim Mile- stone-mönnum. Endanlegt markmið með færslunni var að eigendur Mile- stone ætluðu sér líklega að selja Mile- stone og græða vel á því. Gunnar sendi bréfið Það var Gunnar Gunnarsson, yfirmað- ur skatta- og lögfræðisviðs Milestone og kennari í skattarétti við Háskólann í Reykjavík, sem sendi Jóni Ögmundi Þormóðssyni, skrifstofustjóra við- skiptaráðuneytisins, bréf með þessari beiðni þann 4. október 2007. Í bréfinu er óskað eftir því að við- skiptaráðherra skoði ofangreindan möguleika. Björgvin G. Sigurðsson tók á móti Gunnari Gunnarssyni á fundi í ráðuneytinu í kjölfar bréfsins þar sem efni þess var rætt. Heimildir DV herma að viðskipta- ráðuneytinu hafi ekki litist illa á hug- mynd Milestone þar sem verið væri að flytja félag til Íslands sem myndi leiða til þess að tekjur sköpuðust á Íslandi. Erindi Milestone var því sent frá við- skiptaráðuneytinu til fjármálaráðu- neytis þar sem það dagaði uppi. Heimildir DV segja að lendingu málsins beri að skilja sem svo að ekki hafi verið áhugi fyrir því í fjármála- ráðuneytinu að verða við beiðni Mile- stone. Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, segist í samtali við DV muna eftir erindinu frá Miles- tone. Hann segir að á endanum hafi ekki verið tilefni til að verða við beiðni Mile stone. Mánuði áður en þetta gerðist, þann 27. ágúst, hafði endurskoðenda- skrifstofan KPMG sent embætti ríkis- skattstjóra beiðni um að unnið yrði bindandi álit um hvaða skattalegu af- leiðingar færslan á Leiftra til Íslands frá Jómfrúaeyjum myndi hafa fyrir eig- endur Milestone. Eitt atriðið var til að mynda hvort færslan á félaginu myndi fela það í sér að skattskyldar tekjur mynduðust hjá álitsbeiðendum. Rökstutt með gagnsæi Í bréfinu frá Gunnari er þessi beiðni þeirra Milestone-manna um flutning á Tortólafélaginu til Íslands rökstudd með því að auka þurfi gagnsæi í eign- arhaldi og fjármögnun Milestone og sagt er að ekkert sé því til fyrirstöðu að ráðherra innleiði reglugerðina. „Í ljósi aukinna umsvifa erlendis hafa kröfur um gagnsæi í eignarhaldi og fjármögn- un aukist. Er því svo komið að einfalda þarf eignarhald Milestone ehf. nánar tiltekið að eignarhaldið sé eingöngu í gegnum íslenska einstaklinga og lög- aðila […] Að mati undirritaðs ættu ís- lensk félög að fagna því að félög, sem í flestum tilfellum eru eignarhaldsfé- lög, vilji færa starfsemi sína til Íslands,“ sagði Gunnar í bréfinu. Gunnar vildi í bréfinu jafnframt leiðrétta þann misskilning, sem verið hafði í umræðunni um skattaparad- ísir, að tekjur félaga í þeim hefðu ekki verið skattlagðar og að þess vegna væri óeðlilegt að hleypa þeim með óskatt- lagt fé heim til Íslands. Gunnar útskýrði í bréfinu til ráðu- neytisins að hægt væri að sleppa því að greiða skatt af arði og söluhagn- aði eignarhaldsfélaga á ákveðinn hátt. „Niðurstaðan er því í raun sú að meg- intekjur eignarhaldsfélaga eru ekki skattlagðar,“ sagði Gunnar en mat hans var jafnframt það að ekkert væri því til fyrirstöðu að ráðherra innleiddi reglugerðina um félögin frá Bresku Jómfrúaeyjum. Aðrar ástæður í minnisblöðum Aðrar ástæður en gagnsæi og hagur þjóðarbúsins virðast hins vegar hafa legið fyrir ætlaðri færslu Leiftra til Ís- lands, eins og fram kemur í minnis- blöðum Milestone um Project For- ward. Til að mynda kemur það fram í lýs- ingu á færslunni, sem átti að vera í sex skrefum, að hún var hönnuð þannig að eigendur Milestone ætluðu sér að losna við að greiða skatta af færsl- unni. „Allar ofangreindar aðgerðir eru mögulegar án þess að til komi skatt- greiðsla,“ segir Gunnar á einum stað í minnisblaðinu „Leiftri heim“ sem DV hefur undir höndum. Ein af afleiðingum viðskiptanna hefði hins vegar verið sú að kross- eignaskuldir Leiftra í Milestone- samstæðunni hefðu horfið. Meðal annars rúmlega 13 milljarða króna skuld Leiftra við félagið Milestone limited. Sú skuld Leiftra hefði horf- ið í einu af þrepunum í færslunni þar sem Tortólafélagið var samein- að íslenskum félögum. Líkt og segir í einu af minnisblöðum Milestone: „Þetta hverfur þegar Leiftri og MIE II [Milestone Im port Export II, inn- skot blaðamanns] verða samein- uð,“ en breyta átti nafni Milestone í Leiftra að færslunni lokinni. Af færslunni til Íslands varð þó aldrei. UNDIR ÞRÝSTINGI VEGNA TORTÓLA INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Úr bréfi Gunnars Gunnarssonar til við- skiptaráðuneytisins: „Að mati undirritaðs ættu íslensk stjórnvöld að fagna því að félög, sem í flestum tilvikum eru eignarhaldsfélög, vilji færa starfsemi sína til Íslands. Forsvars- menn eignarhaldsfélaga myndu við flutning til Íslands takast á hendur skuldbindingar samkvæmt íslenskum lögum og félögin væru skattlögð samkvæmt íslenskum skattalögum. Í umræðum um þessi mál hefur oft komið fram að tekjur félaga sem koma frá svokölluðum skattaparadísum („off-shore”) hafi ekki verið skattlagðar og vegna þess sé óeðlilegt að hleypa þeim með óskattlagt fé heim til Íslands. Þetta er að mati undirritaðs rökstuðningur sem ekki á að hafa áhrif á umræðuna þar sem hann er á villigötum. Staðreynd er að megintekjur eignarhaldsfélaga eru arður og söluhagnaður hlutabréfa (eignarhluta í félögum) og slíkar tekjur eru í gegnum svokallaða „participation exemption” í flestum löndum Evrópu undan- þegnar skattlagningu, t.d. á öllum Norðurlöndum. Á Íslandi kemur ekki til skattlagningar arðs ef uppfyllt eru skilyrði 9. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt og einnig er heimilt að fresta skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa, sbr. 5. mgr. 18. gr. laga um tekjuskatt. Niðurstaðan er því í raun sú að megintekjur eignarhaldsfélaga eru ekki skattlagðar.“ Allar ofangreind-ar aðgerðir eru mögulegar án þess að til komi skattgreiðsla. Þrýstu á ráðherra Gunnar Gunnarsson, yfirmaður lögfræði- sviðs Milestone, sendi bréf til viðskiptaráðuneytisins um haustið 2007 þar sem beðið var um að Björgvin G. Sigurðsson ráðherra myndi heimila samruna einkahlutafélaga frá Bresku Jómfrúaeyjum við íslensk einkahlutafélög. MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 24. – 25. febrúar 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 23. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n FYRIRLIÐI BREIÐABLIKS Í VANDA 87 FANGAR LÁTNIRn TÍUNDI HVER DEYR „VIÐ FÁUM AÐ VERA SAMAN“ KEMST EKKI INN Í NÝJA BMW-INN FRÉTTIR FRÉTTIR FÓLK n MILESTONE ÞRÝSTI Á BJÖRGVIN G. VEGNA TORTÓLA n HÖRÐUR HEIMIR SIGURÐSSON BARÐIST Í ÁR EN GAFST SVO UPP n VAR Á GANGI VIÐ LAUGAVEG ÞEGAR HUMMER VAR EKIÐ Á HANN n FAÐIRINN SYRGIR: „HANN VAR DUG- LEGUR, KAPPSAMUR OG JÁKVÆÐUR“ n FJÖLSKYLDAN ÍHUGAR AÐ HÖFÐA EINKAMÁL GEGN BÍLSTJÓRANUM HARMLEIKURINN Á LAUGAVEGI: „STRÁKURINN MINN ER DÁINN“ EINAR SVEINSSON YFIRHEYRÐUR Hörður Heimir Sigurðsson Fæddur: 3. júní 1982 Dáinn: 20. febrúar 2010 FENGU 4 MILLJARÐA Í ARÐ n TÖPUÐU SVO42 MILLJÖRÐUM VELDU ÁVEXTI RÉTT TILBOÐ GILDIR TIL 28. FEBRÚAR 2010 Í SAL OG SÓTTGRENSÁSVEGI 10 HRAUNBÆ 121 www.rizzo.is NEYTENDUR FRÉTTIR FRÉTTIR ERTU MATAR- FÍKILL? 10 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR Starfsmenn Milestone og makar þeirra fóru í þriggja daga lúxus- siglingu um Miðjarðhafið á stórri snekkju sumarið 2006. Lagt var upp frá Napólí á Suður-Ítalíu og siglt um Miðjarðarhafið og áð í stuttan tíma á nokkrum stöðum áður en siglt var aftur til ítölsku borgarinnar. Snekkjan sem siglt var á var leigð og er að öllum lík- indum frönsk þar sem franski þjóðfáninn blakti við hún á fley- inu meðan á siglingunni stóð. Einn af gestunum sem var í siglingunni segir að ferðin hafi verið góð. „Þetta var virkilega skemmtilegt,“ segir gesturinn en hann vill ekki láta nafn síns getið. „Þetta var ferð sem starfsmönn- um Milestone og dótturfélaga var boðið í,“ segir gesturinn en af orð- um hans að dæma var það Mile- stone sem greiddi fyrir ferðina. Glaðværð og áhyggjuleysi Vel fór um Milestone-fólkið á sigl- ingunni, líkt og myndirnar sýna, og var þjónustufólk um borð sem þjónaði þeim meðan á ferðinni stóð. Á myndunum sést Milestone- fólkið meðal annars að snæðingi á þilfari snekkjunnar: sólin skín í heiði, rækjur með majonessósu virðast hafa verið bornar á borð og vatn og vín sést í glösum. Yfir myndunum hvílir glaðværð og áhyggjuleysi: Milestone-fólkið er að slaka vel á og njóta lífsins sam- an í sólinni í suðrinu enda fátt sem benti til þess að íslenska efnahags- hrunið væri á næsta leyti. Íslensku kaupsýslumennirnir eins og þeir Milestone-menn voru ennþá tald- ir vera galdramenn sem búið gátu til peninga nánast úr loftinu. Kúrðu og léku sér í búningum Á nokkrum myndum sjást farþeg- arnir á snekkjunni kúra saman undir hvítum teppum á mjúkum beddum á þilfari skipsins. Myrkr- ið er skollið á og himinninn er stjörnubjartur, værðin var kom- in yfir farþegana sem flatmöguðu á beddunum og héldu utan um maka sína. Á þilfari snekkjunnar var heit- ur pottur en engar myndir eru af Mile stone-fólkinu að lauga sig í honum. Hvítvínsglas sést hins vegar hálffullt og síðar tómt á bakkanum á pottinum á meðan eiginkonurnar bronsa sig á bikin- íum í Miðjarðarhafssólinni. Aðrar myndir sýna Milestone- fólkið bregða á leik og klæða sig upp í grímubúninga eða einhvers konar dulargervi: Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, er með gerviyfirvaraskegg og hatt, Þór Sigfússon er með gerviskegg og hálsklút og eiginkonurnar eru í alls kyns furðulegum búning- um. Af myndunum að dæma er því ekki nema von að gaman hafi verið í ferðinni, líkt og gesturinn ónafngreindi segir enda virðist ekkert hafa skort í aðbúnaðinum um borð í snekkjunni. Myndirn- ar eru enn ein staðfestingin á því hversu gaman var hjá íslenska út- rásarfólkinu á góðæristímunum fyrir hrunið en jafnframt hversu aðstæður þess hafa breyst síðan þetta var. Á SNEKKJU MILESTONE Starfsmenn Milestone og makar þeirra fóru í þriggja daga siglingu um Miðjarðarhafið sumarið 2006. Myndirnar frá ferð- inni sýna að ekki væsti um Milestone-mennina. Þeir áttu kósí stundir undir teppi, brugðu á leik í grímubúningum, borðuðu góðan mat og nutu samvista hver við annan. Steingrímur og frú Steingrímur Werners- son sést hér ásamt konu sinni, Dina Akhmetz- hanovu, um borð í snekkjunni. Steingrímur hefur átt við erfið veikindi að stríða síðustu ár. Kósí stemning Stemningin á Milestone-skútunni var afar kósí. Þeir Milestone-menn hreiðruðu um sig á þilfari snekkjunnar ásamt mökum sínum og nutu siglingarinnar. Stundin endaði á því að allir fóru undir teppi. Karl Wernersson, Jóhannes Sigurðsson, Guðmundur Ólason og Þór Sigfússon sjást hér slaka á. Við borð Milestone Karl Wernersson, Jóhannes Sigurðsson og Þór Sigfússon sjást hér við borð á þilfari snekkjunnar ásamt nokkrum mökum starfsmanna Milestone. Á boðstólum voru rækjur og sést Þór kreista sítrónu yfir sínar. Þjónústustúlka sést á bak við Jóhannes. Brugðið á leik Af myndunum frá snekkjunni að dæma virðast Milestone-menn hafa brugðið á leik í siglingunni og klætt sig í grímubún- inga. Guðmundur Ólason sést hér með pípuhatt og yfirskegg. Engin smásmíði Snekkjan sem siglt var á var engin smásmíði, líkt og sést á þessari mynd. Snekkjan sést hér í Napólí-höfn. Hún mun hafa verið leigð fyrir siglingu þeirra Milestone-manna. Franskur fáni var á snekkjunni. Á snekkju Milestone Þór Sigfússon, Guðmundur Ólason og Karl Wernersson sjást hér á þilfari Mile stone-snekkjunnar á Miðjarðarhafinu árið 2006. Með þeim í för eru eiginkonur nokkurra starfs- manna Milestone. Í baksýn sést önnur snekkja. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Þetta var virkilega skemmtilegt. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, eigendur lyfjaversl- ananna Lyfja og heilsu, komust að samkomulagi við Íslandsbanka í mars 2009 að bankinn tæki hlutabréf þeirra í verslunum að veði vegna úti- standandi skuldar þeirra við bank- ann sem stofnað var til árið 2004. Félagið Aurláki heldur utan um hlutabréf þeirra bræðra í lyfjaversl- unum en það keypti Lyf og heilsu af öðru félagi í þeirra eigu, L&H Eign- arhaldsfélaginu, í lok mars 2008 fyrir rúma 3,4 milljarða króna. Skuld Aur- láka við Íslandsbanka nemur líklega um 3 milljörðum. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, skoðar nú hvort hægt sé að rifta sölunni á hlutabréf- um L&H Eignarhaldsfélags til Aur- láka á þeim forsendum að félagið hafi ekki verið gjaldfært á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað og að því hafi salan snúist um að koma eign- um undan búinu. L&H Eignarhalds- félag var dótturfélag Milestone. Lyf og heilsa eru eina eignin sem eftir er í viðskiptaveldi þeirra Wernerssona en meðal þess sem þeir hafa misst frá bankahruninu 2008 eru Sjóvá, Askar, Avant og eignarhlutur í Glitni. Aurláki greiddi ekkert fyrir Lyf og heilsu heldur tók félagið yfir 2,5 milljarða skuld L&H Eignarhalds- félags við Glitni, sem í dag heitir Ís- landsbanki, auk þess sem 900 millj- ónir voru greiddar með skuldajöfnun með viðskiptakröfum sem keyptar voru í skattaskjólinu Seychelles-eyj- um. Í kaupsamningnum á milli L&H Eignarhaldsfélags og Aurláka kom fram að fyrrnefnda félagið veitti því síðarnefnda seljendalán sem greið- ast skyldi „við fyrsta hentugleika“. Þessi upphæð var svo greidd með áðurnefndri skuldajöfnun. Bankinn mun líklega tapa Ef viðskiptunum verður rift mun þrotabú Milestone eignast fjárkröfu á hendur Aurláka sem nemur kaup- verðinu á Lyfjum og heilsu, rúmlega 3,4 milljörðum króna. Þar sem Aur- láki, sem stofnað var gagngert til þess að kaupa Lyf og heilsu af L&H Eign- arhaldsfélagi árið 2008, á ekki aðrar eignir, svo vitað sé, en Lyf og heilsu má því áætla að þrotabú Milestone muni þurfa að leysa til sín hluta- bréf Aurláka til að fá fjármuni upp í kröfu sína á hendur félaginu. Þrota- búið mun svo líklega selja lyfjaversl- anirnar. Sú þróun myndi hins vegar leiða til þess að Íslandsbanki myndi ekki fá neitt upp í um þriggja milljarða kröfu sína á hendur Aurláka þar sem þrotabúið væri búið að leysa til sín hlutabréfin sem bankinn á veð í. Því myndi bankinn þurfa að afskrifa kröfu sína á hendur Aurláka. Ljóst er að annaðhvort tapar þrotabú Milestone - Lyf og heilsa var selt út úr Milestone-samstæðunni án þess að greiðsla hefði komið fyrir lyfjaverslanirnar - eða bankinn sem lánaði fyrir kaupunum á Lyfjum og heilsu og tók veð í bréfunum. Færði lánið til Aurláka Ástæðan fyrir því að Aurláki, skuld- ar Íslandsbanka þessi fjármuni er sú að félagið tók yfir skuldir L&H Eign- arhaldsfélags 31. mars 2008, sama dag og Aurláki keypti Lyf og heilsu af L&H Eignarhaldsfélagi. Skuld- in þá nam rúmum 2,3 milljörðum króna en L&H hafði stofnað til henn- ar 8. júlí 2004 og var það lán til fimm ára. Lánið nam upphaflega rúmum 2 milljörðum króna og var í erlendum myntum. Eftir því sem næst verður komist fékk L&H Eignarhaldsfélag lánið frá Íslandsbanka árið 2004 til að kaupa Lyf og heilsu. Ólíkt öðrum lánum til Milestone-samstæðunnar var það lán hins vegar fært yfir til Íslands- banka, eftir bankahrunið en varð ekki eftir inni í þrotabúi gamla bank- ans, Glitnis, líkt og gilti um önnur lán félagsins. Undir skuldayfirfærsluna 31. mars 2008 skrifuðu lögmaðurinn Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarfor- stjóri Milestone, og Guðmundur Hjaltason, starfsmaður Glitnis, en hann skrifaði undir nánast alla lána- pappíra sem snertu Milestone fyrir hönd Glitnis. Guðmundur var síðar, á sumarmánuðum 2008, rekinn frá Glitni og réð hann sig til Milestone eftir það. Ástæðan fyrir því var meðal annars sú að aðkoma Guðmundar að lánveitingum til Milestone þótti ekki eðlileg. Þegar þessi lánasamningur frá 2004 rann út í fyrra þurftu Karl og Steingrímur Wernerssynir að end- urnýja lánasamninga við Glitni og leggja fram haldbær veð. Þetta var gert með því að veðsetja bréf Aurláka í Lyfjum og heilsu sem líkast til voru tekin út úr Milestone með ólögmæt- um hætti. FRÉTTIR 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 11 INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is ISK 896.457.408 skal fært sem viðskiptaskuld milli kaupanda og seljanda og greiðast við fyrsta hentugleika. FENGU FYRIRGREIÐSLU FRÁ ÍSLANDSBANKA Karl og Steingrímur Wernerssynir veðsettu hlutabréf sín í Lyfjum og heilsu hjá Ís-landsbanka í mars í fyrra. Reikna má með að eignarhaldsfélag þeirra, Aurláki, skuldi Íslandsbanka um 3 milljarða króna í dag. Skiptastjóri Milestone skoðar hvort hægt sé að rifta kaupum Aurláka á Lyfjum og heilsu. Þá má áætla að bankinn þurfi að afskrifa kröfuna á hendur Aurláka. Skrifuðu undir Jóhannes Sigurðsson og Guðmundur Hjaltason skrifuðu undir yfirfærsluna á skuldum á L&H Eignarhaldsfélags við Glitni yfir til Aurláka í lok mars 2008. Skiptastjóri Milestone skoðar nú hvort rifta eigi viðskiptunum. Bréfin veðsett hjá Íslandsbanka Hlutabréf Aurláka voru veðsett hjá Íslandsbanka í mars í fyrra til tryggingar fyrir um 3 milljarða króna skuldum Wern- ersbræðra við bankann. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone og Guðmundur Ólason var forstjóri félagsins. 2 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR Hádegistilboð á hollustu 990 kr. Allir réttir Á næstu grösum Laugavegi 20b Opið mán - lau 11:30 - 22:00, sun 17:00 - 22:00 FLUGSYND HREINDÝR „Þetta byrjaði í fyrravetur þegar hreindýr hafðist við í eyju sem kallast Hellir. Síðan voru komin dýr í Mikl- ey í haust. Auk þess hafa verið um 15 dýr hérna á Ægissíðunni sem liggur við austurenda bæjarins. Þau leita stundum inn í bæinn og má segja að þau fari alla leið upp að bakgörð- um hjá fólki þegar mest lætur,“ segir Björn Gísli Arnarson, safnvörður hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Bæjarbúar í Höfn í Hornafirði hafa undanfarið séð hreindýr úti í eyj- unum á Skarðsfirði sem liggja fyrir utan bæinn. Þangað hafa dýrin synt en hreindýr eru gríðarlega sundfim að eðlisfari. Djúpir álar liggja á milli lands og eyjanna á sumum stöðum. Rán Halldórsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir vel þekkt að hreindýr séu afar sund- fim dýr. Þau séu þó miklu þekktari fyrir að synda yfir ár inni í landi en fyrir að synda á milli eyja í söltum sjó. Leita ævintýra í eyjunum „Hreindýrin hafa verið í eyjum og innan um rollurnar á Ægissíðunni og alveg inni í bænum á stundum,“ segir Björn Gísli Arnarson en hann er safnvörður hjá Menningarmið- stöðinni á Höfn, en þar er með- al annars rekið náttúrugripasafn. Hann segir að Hornfirðingar hafi orðið varir við dýrin í Mikley, en það er stór eyja sem liggur nálægt bæjarstæðinu. Þá hafi hreindýrin sést á ráfi við tjaldsvæði bæjarins sem veki oft dálitla furðu og kátínu á meðal bæjarbúa. Í Mikley voru starfræktar ver- búðir fyrr á tíðum. Nú mótar fyr- ir rústum húsanna er áður stóðu á eynni. Á eynni er þó ekki úr miklu að moða en þar er þó eitthvert gras- lendi. „Menn beita þarna á sumr- in með sauðfé. Hreindýrin eru eitt- hvað að narta þarna en það virðist þó ekki mikið að hafa þarna fyr- ir þau,“ segir Björn. „Ég hef aldrei heyrt skýringu á því hvers vegna dýrin leita til eyjanna, þau eru kannski í ævintýraleit. Sagt er að tarfarnir vilji vera einir á veturna. Manni skilst að þetta séu vel synd dýr og ég hef oft séð þau úti á leirun- um hér úti við. Skemmtileg dýr Björn segir sambýli Hornfirðinga og hreindýranna ganga vel. „Ég hef ekki orðið var við að fólk byrsti sig yfir þeim en dýrunum yrði eflaust stugg- að ef þau væru komin í húsgarða og stæðu þar að laga runnana. En það hefur ekki reynt á það enn þá.“ Björn segir að mjög gaman sé að búa í þessu nána sambýli við hrein- dýrin. „Hreindýr eru mjög skemmti- leg dýr og það er mikið af þeim hér austur í Lónum og vestur á Mýrum og Nesjum. Svo er þetta mjög túrista- vænt. Hreindýrin bíða í vegkantinum eftir ferðamönnunum og í bakgörð- unum,“ segir hann og nefnir að er- lendir ferðamenn sæki Höfn í Horna- firði og Suðaustur-landið í auknum mæli á veturna. Ferðamennirnir virði fyrir sér norðurljósin og lítist auðvitað vel á að sjá hreindýrin líka. Náttúruleg björgunarvesti Rán Þórarinsdóttir, hjá Náttúrustofu Austurlands, segir að hreindýr séu af náttúrunnar hendi mjög sundfim dýr. „Þau fljóta mjög vel og fara jafn- vel yfir jökulár á vorin með nokkurra daga gamla kálfa. Hreindýr eru mjög vel einangruð af hárunum sem eru hol að innan. Þetta myndar hálfgert björgunarvesti utan um skrokkinn og kuldinn fær því ekki á þau. Látin hreindýr sjást fljóta í vatni, sem önn- ur húsdýr gera ekki,“ segir Rán og bætir við að á Íslandi verði ekki sér- staklega vart við hreindýr á sumrin þar sem stórir farartálmar hefti þeim ekki för. „En annars staðar í heim- inum, þar sem farleiðir þeirra eru jafnvel nokkur hundruð kílómetrar, þurfa þau að fara yfir mörg stórfljót. Jökulárnar okkar blikna í saman- burði við þau.“ Ég hef aldrei heyrt skýringu á því hvers vegna dýrin leita til eyjanna, þau eru kannski í ævintýraleit. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Hafast við í eyjum Dýrin virðast kunna vel við sig í eyjunum sem umlykja Horna- fjarðarkaupstað. MYND: BJÖRN GÍSLI ARNARSON Sækja í sjóinn Hreindýrin við Hornafjörð synda glöð í hafinu í kringum bæinn. MYND: BJÖRN GÍSLI ARNARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.