Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 46
F Ö S T U DAG U R 26 . FEB R ÚAR 201046 Röndótt strípuhár, bólur og hárgel á fermingardaginn Með röndótt strípuhár n „Ég var í beislitaðri flauelsdrakt úr Mangó, með röndótt strípuhárið sett upp í snún- inga,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning Íslands, þegar hún er spurð út í fermingardaginn. Alex- andra Helga fermdist í Grafarvogskirkju árið 2003 og man vel eftir deginum. „Þetta var ofsalega skemmtilegt, enda eitthvað sem maður gerir aðeins einu sinni. Ég var búin að hlakka mikið til og var mjög ánægð með daginn, enda fékk ég fullt af gjöfum og peningum og meðal annars myndbandsupptökuvél frá mömmu og pabba og DVD-spilara,“ segir Alexandra Helga sem er ágætlega ánægð með ferm- ingarmyndina sína. „Ég hefði samt alveg mátt mála mig aðeins meira,“ segir hún hlæjandi. Fermdist vegna peninganna n „Ég man mjög vel eftir þessum degi og man sérstaklega eftir að hafa staðið fremst- ur í kirkjunni því ég var minnstur í bekkn- um,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem fermdist í Dalvíkurkirkju. „Veislan fór fram í Freyjulundi sem er gamalt leikhús og þar sem ég fór ekki í hina hefðbundnu ferm- ingarmyndatöku var ég myndaður þar fyrir framan gamla sviðsmynd úr Skugga Baldri,“ segir Friðrik Ómar og bætir við að hann hafi greinilega verið afar barnalegur á þessum aldri. „Þetta er ferlega hallærisleg mynd og sérstaklega með þessa sviðsmynd þarna á bak við en hún er kannski svolítið lýsandi fyrir það sem á eftir kom. Það hefði verið gaman að fara í alvöru- myndatöku en það var ekki siður í minni fjölskyldu, enda er þetta ferlegur aldur. Á fermingaraldrinum eru flestir með bólur og óvissir um sína stöðu því þarna er maður hvorki krakki né full- orðinn.“ Friðrik Ómar segist hafa fengið hell- ing af peningum í fermingargjöf. „Pen- ingarnir voru aðalásetningurinn með þessari fermingu. Mig vantaði peninga til að kaupa mér trommusett og gat keypt það fyrir fermingarpeningana.“ Rakaði sig þrisvar n „Ég var svakalegur töffari, vatnsgreiddur með hálft kíló af geli í hárinu og hafði rakað mig þrisvar yfir daginn svo þetta væri nú almennilega gert,“ segir líkamsræktarkóngurinn Arnar Grant og bætir við að hann hafi alfarið stjórnað útliti sínu á fermingar- daginn. „Ég byrjaði snemma að hafa áhuga á útlitinu og hvorki mamma né einhver annar mátti skipta sér af þessu. Ég var í hvítri skyrtu með rauða slaufu og með rauðan linda og verð að segja að ég er bara ansi stoltur af þessari mynd. Ég var kannski viðkvæm- ur fyrir henni á unglingsárunum og reyndi að fela hana en í dag er ég bara ánægður með hana,“ segir Arnar og bætir við að rak- vélin sem hann hafi fengið í fermingargjöf hafi verið besta gjöfin. „Ég var ekki kominn með mikið skegg á þessum tíma, var meira svona loðinn en hafði gaman af því að raka mig.“ Fermingardagurinn er stór dagur í lífi flestra ungmenna og oftast fylgir myndataka í kjölfarið. Helgarblað DV fékk að kíkja á fermingarmyndir nokkurra hugrakkra þekktra einstaklinga. Flestir voru á einhverjum tímapunkti viðkvæmir fyrir þessari mynd en hafa komist yfir það og eru stoltir af sér í kirtlinum í dag. Var ritstjóri Fermingarbarnablaðsins n „Ég var mjög trúuð á þessum árum og tók ferminguna alveg rosalega alvarlega,“ segir leikkonan Helga Braga Jónsdóttir þegar hún rifjar upp fermingardaginn sinn. „Dagurinn var alveg yndislegur og ég man að það var sól og gaman og öll ættin kom í svakalega kökuveislu,“ segir Helga og bætir við að fermingarmynd hennar sé alls ekki svo slæm. „Sem betur fer voru öfgarnar ekki miklar þetta árið og ég sé þegar ég skoða fermingar- myndir vinkvenna minna hvað ég hef verið heppin. Í rauninni gæti ég tekið upp þetta útlit í dag,“ segir hún hlæj- andi og bætir við að hún hafi látið blása hárið og plokka augabrúninar af tilefninu. „Svo setti ég á mig gloss en málaði mig ekki meira. Fötin voru ljós skokkur sem ég notaði mikið næstu sumur, enda frekar klassískur.“ Helga segist hafa verið alvarleg- ur krakki á þessum tímum sem lýsi sér best í því að hún hafi verið valin ritstjóri Fermingabarnablaðsins. „Þar sem ég var hæst í íslensku í mínum árgangi bauð presturinn mér þá stöðu sem ég þáði. Ég var ung og upprennandi leikkona á Akranesi sem lék helst alvarleg hlutverk og tók hlutina alvarlega. Ritstýra Fermingarblaðsins hefði líklega dottið niður dauð ef henni hefði verið sagt þá hvar hún yrði stödd í dag, sem gam- anleikkona sem flakkar um og kennir maga- dans,“ segir Helga Braga, hlæjandi að vanda. Sætari Alexandra Helga Ívarsdóttir er ekki viðkvæm fyrir fermingar- myndinni sinni. Sæt Ungfrú Ísland 2008 leit svona út á fermingardaginn. Með pabba og mömmu Arnar Grant vissi alveg hvernig hann vildi hafa hlutina á fermingardaginn og leyfði engum að skipta sér af útlitinu. Minnstur í bekknum Friðrik Ómar man vel eftir fermingardeginum og þeirri staðreynd að hann hafi staðið fremstur af bekkjarfélögum sínum í kirkjunni þar sem hann var lægstur af þeim. Friðrik Ómar Viðurkennir fúslega að tilgangurinn með fermingunni hafi verið að eignast peninga svo hann gæti keypt sér trommusett. Trúuð fermingar- stúlka Helga Braga var alvarleg fermingarstúlka, ritstjóri Fermingarbarna- blaðsins og upprennandi leikkona á Akranesi. Ánægð með myndina Helga segist þess vegna geta klæðst fermingarfötunum í dag. Hún hafi nefnilega verið það heppin að lenda á ári þar sem öfgarnar voru litlar sem engar. Töffari Arnar viður- kennir að hafa verið það viðkvæmur fyrir ferming- armyndinni á unglingsár- unum að hann hefði helst viljað láta hana hverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.