Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR KLÚÐUR ÓMARS n Ómar Stefánsson, oddviti fram- sóknarmanna í Kópavogi, kom sér í klandur þegar hann greindi frá því að dæt- ur og tengda- synir Gunnars I. Birgissonar hefðu gengið í Framsókn fyrir prófkjör flokks- ins um helgina. Enda bann- að með öllu að upplýsa um slíkt. Ómar breytti þó bloggfærslu sinni eftir að DV.is og framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins spurðu hann út í málið og kynnti breytinguna þá með þessum orðum: „Hér fyrir neðan er því breytt færsla, svona eins og bjór auglýsing er bara auglýsing um léttöl.“ ÞÁTTUR GUNNARS n Eitt er athyglisvert við yfirlýs- ingar Ómars Stefánssonar um að Gunnar I. Birgisson vinni í því að fjölga í Framsóknarflokknum í Kópavogi til að styðja Einar Krist- ján Jónsson í baráttunni um oddvitasætið. Það er að fyrir fjórum árum gengu sögur um að Gunnar og stuðningsmenn hans hefðu hvatt fólk til að kjósa Ómar í prófkjöri Framsókn- ar. Ómar reyndist Gunnari hins vegar erfiður ljár í þúfu í hneyksl- ismálum síðastliðins árs þegar Gunnar varð að hætta sem bæj- arstjóri og draga sig í hlé úr bæj- arstjórn. Ekki virðist það gleymt núna. GAMLIR SAMSTARFSMENN n Einar Kristján Jónsson hefur löngum verið samstarfsmaður Ómars Stefánssonar en fer nú fram gegn honum. Auk þess að hafa setið í nefndum hjá Kópavogsbæ á vegum Framsóknarflokksins hef- ur hann tengst stjórnmálum með einum og öðrum hætti. Einar er bróðir Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þingmanns Fram- sóknarflokksins, og hefur lengi verið samstarfsmaður Finns Ing- ólfssonar og unnið hjá félögum hans eftir að Einar var ráðherrabíl- stjóri undir lok síðustu aldar. EKKI Í DÓMARASÆTI n Þriðji maðurinn sem berst um oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi er Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hann er lög- fræðingur að mennt og hefur það örugglega haft sitt að segja um að hann var valinn formað- ur laganefndar Framsóknar- flokksins sem gæti nú fengið það hlutverk að úrskurða um hvort Ómar Stefánsson hafi brotið gegn lögum flokksins með uppljóstrunum um nýskráning- ar í flokkinn. Ekki kemur þó í hlut Tryggva að setjast í dómarasæti, hann vék úr nefndinni þegar hann tilkynnti um framboð sitt. HVAÐ ÞÝÐIR NAFNIÐ? n Það er lenska að fá auglýsinga- menn til að spinna þráð þegar breytt er um nafn á fyrirtækjum. Nýjasta dæmið er Radisson SAS sem verður Radisson Blu. Enda er breytingin rökstudd með eftir- farandi orðum: „... nafnið endur- speglar allt sem Radisson SAS stóð fyrir og það sem menn leituðu eftir. Það er alþjóðlegt, einfalt, framsæk- ið, virðulegt og gefur hótelkeðj- unni nútímalegt yfirbragð... Nafn- ið minnir á söguna, þá virðingu og velgengni sem Radisson SAS hót- elin hafa notið frá upphafi.“ Já, en þurfti þá að taka það fram? Mark Sismey-Durrant, fyrrver- andi æðsti yfirmaður Icesave í Bret- landi, er formaður Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Ráðið er frjáls fé- lagasamtök en vinnur náið með Út- flutningsráði og utanríkisþjónustu Íslands að viðskiptatengslum á milli Bretlands og Íslands. Flest stærstu fyrirtæki Íslands eru félagar í Bresk- íslenska viðskiptaráðinu, ásamt sendiráði Íslands í London og Út- flutningsráði Íslands. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, yfir- maður alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands og framkvæmdastjóri Bresk- íslenska, segir að formennska Mark Sismey-Durrants í ráðinu hafi ekki valdið neinum vandræðum, þrátt fyrir að hann hafi verið andlit Ice save í Bretlandi. Starfsemin hafi gengið vel á síðustu misserum. Í október síðastliðnum hélt Bresk- íslenska viðskiptaráðið kleinuboð í sendiráðinu í London þar sem sendi- herra Íslands, Benedikt Jónsson, þáði kleinur og Prince Polo hjá Mark og félögum. Skipulagði og stýrði Icesave Breska dagblaðið Telegraph valdi orð Marks Sismey-Durrant þremur dög- um fyrir hrun Landsbankans sem orð ársins árið 2008: „Sparifjáreig- endur þurfa ekki að vera hræddir um stöðu bankans. Bankinn er sterkur og vel rekinn.“ Það þóttu kaldhæðn- isleg orð í meira lagi. Sismey-Dur- rant stýrði Icesave-verkefninu í Bret- landi frá október 2006 til gjaldþrots um haustið 2008 en á þeim tíma náði teymi hans að safna hundruðum þúsunda viðskiptavina og milljörð- um dýrmætra punda í lánsfjársvelta sjóði Landsbankasamstæðunnar. Þegar óveðursskýin hrönnuðust upp árið 2008 kom Mark Sismey- Durrant fram í fjölmiðlum og reyndi að róa óttaslegna innstæðueigendur í Bretlandi. Kom hann meðal ann- ars margsinnis fram á BBC þar sem hann taldi upp ástæður þess að Landsbankinn væri ekki í neinni fall- hættu. Vinnur með utanríkisþjónustunni „Bresk-íslenska viðskiptaráðið er frjáls félagasamtök og hefur, ásamt öðrum alþjóðaviðskiptaráðum, að- setur á skrifstofum Viðskiptaráðs Íslands í Kringlunni. Þetta eru fé- lagasamtök sem rekin eru með ár- gjöldum félagsmanna,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri hjá ráðinu. Sé félagatali Bresk-íslenska flett má í því sjá nöfn stærstu fyrirtækja Ís- lands, Arion banka, Nýja- Landsbank- ans, Eimskipa, Icelandair, Landsvirkjun- ar og margra fleiri. Þar að auki eru sendiráð Ís- lands í Lond- on og Út- flutningsráð Íslands á list- anum. Á heima- síðu ráðsins segir að markmið þess sé „ ... að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Bretlands og Íslands“. Þá segir að helstu verkefni ráðsins séu að standa að fundum og ráðstefnum um mál- efni er tengjast viðskiptum á milli landanna og að vaka yfir viðskipta- legum hagsmunum félaga sinna, jafnt hjá breskum sem íslenskum stjórnvöldum. Enginn kvartað yfir Mark Aðspurð segir Kristín að enginn hafi kvartað yfir Mark Sismey-Durrant sérstaklega og það sé því ekkert sér- stakt mál að hann fari fyrir Bresk- íslenska ráðinu. „Við höfum getað fagnað nýjum félögum í öllum ráðunum, og því breska líka, þótt samskiptin hafi kannski verið erfiðust í Bret- landi. Formenn undirdeild- anna hafa kom- ið sterkir inn og unnið gott starf. Mark hefur ekki verið neitt áber- andi upp á síð- kastið og hefur ekkert verið að vinna mikið. Hann ákvað fyrir töluvert löngum tíma að hætta en næsta formannskosning er á aðalfundi ráðsins í haust,“ seg- ir Kristín. Kristín hefur umsjón með öðrum millilandaráðum, auk þess Bresk-ís- lenska, sem sjá um spænsk, ítölsk, þýsk, dönsk og sænsk viðskipta- tengsl við Ísland. Hún segir að starf- semi ráðanna gangi vel. „Bæði hefur verið ánægjulegt að heyra hve við- skiptasambönd eru í raun og veru traust. Birgjar erlendis hafa haft skilning á stöðunni á Íslandi. Sam- skiptin hafa verið jákvæð og menn hafa þjappað sér saman.“ Kleinuboð í sendiráðinu Í október síðastliðnum hélt Bresk- íslenska kleinuboð í sendiráðinu í London þar sem sendiherra Íslands, Benedikt Jónsson, stillti sér upp á mynd með Mark. Ekki er vitað hvað þeim félögum fór á milli í kleinuboð- inu. Ísland á nú í erfiðri milliríkja- deilu við Breta vegna uppgjörs Ice- save-reikninganna, eins og allir vita. Benedikt Jónsson hefur því væntan- lega unnið erfitt starf vegna þeirra vandræða sem hlotist hafa af hruni Icesave-reikninganna sem Mark Sismey-Durrant og félagar í Lands- bankanum buðu upp á. Einn æðsti maður Landsbankans sáluga og yfirstjórnandi Ice- save í Bretlandi er formaður Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Hann er því að vissu leyti andlit Íslands út á við í þessum efn- um þrátt fyrir hrun Icesave. Viðskiptaráðið hélt boð í íslenska sendiráðinu þar sem boðið var upp á kleinur og Prince Polo. ICESAVE-STJÓRI MEÐ BOÐ Í SENDIRÁÐINU HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Kleinukaffi í London Mark Sismey-Dur- rant hélt tölu í október síðastliðnum í kaffiboði sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið hélt. MYND BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Með sendi- herranum Mark Sismey-Durrant og Benedikt Jónsson, sendi- herra Íslands í London, í októ- ber síðastliðnum. MYND BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Grillað rétt fyrir hrun Mark Sismey-Durrant, yfirmaður Icesave í Bretlandi og formaður Bresk-íslenska viðskiptaráðsins, heldur ræðu í grillveislu ráðsins í veitingastaðnum Dell í Hyde Park í London sumarið 2008. MYND BRESK-ÍSLENSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Stoltur Icesave-stjóri Í innanhússblaði Landsbankans, Moment, var að finna frétt með fyrirsögninni „Icesave í sjöunda himni“ þar sem Mark Sismey-Durrant reifaði ágæti Icesave. SANDKORN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.