Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 23
Léku sér í snjónum Þessir hressu krakkar tóku snjónum í borginni fagnandi og fóru út að leika sér í vetrarríkinu. Það hefur varla snjóað í borginni í vetur og því snjórinn kærkominn. MYND RÓBERT REYNISSON UMRÆÐA 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 23 MYNDIN Þannig kvað Prince árið 1983. Sama ár gerði Reagan Bandaríkja- forseti innrás í Grenada, Margar- et Thatcher, þá nýbúin að vinna Falklandseyjastríðið, var endur- kjörin forsætisráðherra Bretlands og Steingrímur Hermannsson varð forsætisráðherra Íslands í fyrsta sinn. Prince-lagið vísar til þess að margir bjuggust við því að heim- urinn myndi farast á þessu síðasta ári aldarinnar (eða næstsíðasta, ef út í það er farið). Helstu rökin fyr- ir slíku voru líklega þau að 2000 er snyrtileg og kringlótt tala. Aðr- ir reyndu jafnframt að finna vís- indalegar útskýringar á yfirvofandi heimsendi, meðal annars í hinum svonefnda 2YK-vírus sem átti að þurrka út efnahagskerfi heimsins. 1999 var þó fremur viðburðasnautt ár, svona á heimsendismælikvarð- ann að minnsta kosti. Það voru loftárásir á Balkanskaga, í síðasta en ekki fyrsta sinn á áratugnum. Davíð Oddsson var kosinn forsæt- isráðherra Íslands, hvorki í fyrsta né síðasta sinn. Vinstrimenn á Ís- landi íhuguðu sameinað framboð, en skiptust þess í stað í tvo flokka, Samfylkinguna og VG. Evrunni var komið á fót en þó ekki enn sem peningaseðlum. Spongebob Squ- arepants birtist í fyrsta sinn í sjón- varpinu og Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið sem ár eldri borg- ara. Mestu máli skipti ef til vill að í nóvember voru lög sem bönnuðu bönkum að stunda áhættufjárfest- ingar afnumin í Bandaríkjunum. Hamfarirnar komu síðar. Sagan endurtekur sig Árið 1999 kom og fór. Og kom síð- an aftur. Rétt eins og þá situr nú stjórn við völd sem hefur tek- ið að sér það hlutverk að einka- væða bankakerfið. Nú eins og þá er einkavæðingin afar umdeild, en fer fram fyrir því. Nú eins og þá eru umfangsmikil virkjanaáform á borðinu, sem margir gagnrýna en virðast ekki fá rönd við reist. Nú eins og þá hafa margir áhyggjur af fákeppni, en engin samkeppnislög virðast vera til staðar. Og nú sem þá mæna menn á evruna en hrista samt hausinn. Breski blaðamaðurinn Richard Boyes, höfundur bókarinnar Melt- down Iceland, sagði að Ísland hefði aðeins misst tíu ár. Líklega er það rétt hjá honum. Efnahagur Íslands hrundi ekki, heldur færðist aftur um tíu ár eða svo. Því er undarlega svipað umhorfs og árið 1999. Við erum nú stödd við enda- lok eins góðæris og þurfum að fást við afleiðingarnar. En líklega erum við einnig stödd á byrjunarreit þess næsta. Ríkisstjórnin hefur um margt staðið sig ágætlega í efna- hagsuppbyggingunni sem miðar rólega áfram, en engar raunveru- legar breytingar hafa orðið á valda- kerfi landsins. Tímaskekkjan endurtekur sig Ég ræddi um daginn við mann í ferðaþjónustunni sem segir að fjölskyldufrí hafi nánast lagst af, en að jafnmikið sé um golfferðir til útlanda nú og áður. Venjulegt fólk lætur af öllum munaði, en þeir sem áttu pening áður eiga hann enn, þeir berast bara aðeins minna á. Líklega er ekki langt þar til þeir stíga fram í sviðsljósið á ný. Lausn Icesave-deilunnar færist nær og krónan styrkist örlítið. Hægt og rólega er fólk að jafna sig á þynn- kunni og farið að líta í átt að bar- skápnum á ný. Árið 1997 gaf rithöfundurinn Kurt Vonnegut út bókina Time- quake. Fjallar hún um atburð sem verður árið 2001 og leiðir til þess að heimurinn verður að endur- taka síðustu 10 árin lið fyrir lið, þar sem enginn hefur frjálsan vilja. Fólk þarf að gera öll sömu mistökin og ganga í gegnum alla atburðina aftur án þess að fá rönd við reist, hvort sem það er að horfa á for- eldra sína deyja eða keyra drukkið og valda slysum. Um leið og tíminn hrekkur aftur af stað leggjast svo allir í þunglyndi. Vonnegut hafði aðeins rangt fyrir sér með tímasetningarnar. 1999 er hafið á ný. Sjáumst aftur haustið 2008. Partí eins og það væri 1999 KJALLARI Reykjavíkurborg var valin af bandaríska ferðatímaritinu Business Traveler besta borg heims til að skella sér í sund í. STEINÞÓR EINARSSON er skrifstofu- stjóri íþróttasviðs hjá Reykjavíkurborg og yfir sundlaugum borgarinnar. FER SJÁLFUR Í LAUGARDALSLAUG Hver er maðurinn? „Steinþór Einarsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Að njóta lífsins.“ Hvar ertu uppalinn? „Á Stokkseyri, flutti í bæinn til að fara í skóla fimmtán ára.“ Hvar vildir þú helst búa ef ekki á Íslandi? „Ætli ég myndi ekki vilja búa einhvers staðar sunnarlega, nálægt golfvelli.“ Hvað eldaðir þú síðast? „Ég eldaði kálfafillet sem var svakalega gott.“ Hvert fórstu síðast í frí? „Heyrðu, ég fór í október suður á Spán að spila golf.“ Hvað þýða svona viðurkenningar fyrir sundlaugar Reykjavíkur? „Við fáum ógrynni af erlendum ferðamönnum í laugarnar þannig að við sjáum þetta sem tækifæri til að nýta okkur, ekki bara gagnvart útlendingum heldur einnig Íslendingum. Það fer gífurlegur fjöldi í sund, á síðasta ári fengum við 1.833.000 gesti sem var 12 prósenta aukning á milli ára.“ Eru sundlaugarnar okkar í heims- klassa? „Sundlaugarnar okkar eru mjög góðar. Það sem útlendingarnir dást að eru útilaugarnar sem við höldum í rúmum 29 gráðum allt árið um kring. Við erum líka með opið 364 daga á ári. Svo er opnun- artíminn frá 6:30-22:30 alla daga. Svona þjónusta er ekki víða.“ Hefur aðsókn ferðamanna aukist í sund á síðustu árum? „Já, rosalega mikið og við finnum líka fyrir því á öðrum tímum en sumrin. Sund er afþreying sem ferðamönnum líkar og það kostar ekki nema tvær evrur í sund. Þetta þekkja menn ekki.“ Hvað er það sem gerir laugarnar okkar svona góðar? „Heita vatnið og sérstaklega hreinlætið, það er ekki sjálfgefið.“ Hvar ferð þú sjálfur í sund? „Ég fer nú oftast í Laugardalinn en allar hafa sundlaugarnar sinn sjarma.“ Eru útlendingar farnir að fatta að það þarf að þvo sér áður en gengið er til laugar? „Já, en gagnvart sumum þarf að ganga hart eftir því.“ MAÐUR DAGSINS ÁTTUÐ ÞIÐ ERFITT MEÐ AÐ KOMAST LEIÐAR YKKAR ÚT AF FÆRÐINNI Í REYKJAVÍK Á FIMMTUDAG? „Ég og systir mín festumst á bílnum hennar á leiðinni í skólann. Ég mætti því aðeins of seint.“ ÁSHILDUR M. GUÐBRANDSDÓTTIR 17 ÁRA NEMI Í MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND. „Já, ég mætti næstum því of seint í skólann því við vorum svo lengi á leiðinni úr Árbænum.“ HEIÐDÍS ARNA PÉTURSDÓTTIR 16 ÁRA NEMI Í MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND „Nei, ég náði að mæta í skólann á réttum tíma. Annars er erfitt að fara út og fá sér að borða þegar það er svona mikill snjór.“ ÁSDÍS EIR GUÐMUNDSDÓTTIR 16 ÁRA NEMI Í MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND „Já, mér seinkaði á leiðinni í skólann.“ TELMA JÓHANNSDÓTTIR 16 ÁRA NEMI Í MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND „Já, ég var lengur á leiðinni í skólann en venjulega og mætti of seint. En það skipti ekki máli þar sem kennarinn mætti líka of seint og á eftir mér.“ RAKEL HALLDÓRSDÓTTIR 16 ÁRA NEMI Í MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND DÓMSTÓLL GÖTUNNAR VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Two thousand zero zero party over, oops out of time/ So tonight I’m gonna party like it’s 1999.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.