Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR Pálmi Haraldsson, fjárfestir og eig- andi Fons, lét eignarhaldsfélagið greiða fyrir sig ýmiss konar kostnað á árunum fyrir hrun. Til að mynda leigu lúxusíbúðar í London, per- sónulega skuld við annan mann, leigu á bifreiðum ásamt einkabíl- stjóra, veitingar á dýrum veitinga- húsum og gjaldeyri til einkanota. Þrotabú Fons hefur stefnt Pálma vegna þessa og krefst búið þess að fjárfestirinn greiði Fons til baka þá fjármuni sem hann lét Fons greiða fyrir einkaneyslu sína. Nokkrar stefnur þess efnis eru meðal þeirra 13 stefna gegn Pálma, Jóhannesi Kristinssyni, Einari Þór Sverrissyni og Jóni Ás- geiri Jóhannessyni sem hafa verið eða verða þingfestar fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Tíu stefnur voru þingfestar á fimmtudaginn. Það er þrotabú Fons sem stefnir í mál- unum og er markmið búsins með stefnunum að fá til baka um níu milljarða króna. Fjárkröfurnar á Pálma vegna einkaneyslu hans eru þó langt í frá þær stærstu í málunum níu. Hæsta fjárhæðin sem um ræðir er vegna greiðslu Pálma og Jóhannesar á 4,2 milljarða króna arði frá Fons til eignarhaldsfélagsins Matthews Holding í Lúxemborg fyrir rekstrar- árið 2006. Þrotabúið krefst riftunar á viðskiptunum. Eins mun þrotabúið stefna Pálma vegna riftunar á kaupum hans á breska flugfélaginu Ast- reus og krefjast þess að hann greiði nærri 3,5 milljarða aftur til búsins. Sú stefna verður þingfest í apríl. Lunginn úr þeirri fjárhæð sem þrotabúið vill ná til baka er því í þessum tveimur málum: Arðsmál- inu og kaupunum á Astreus. Fons leigði íbúð af Pálma fyrir Pálma Hinar stefnurnar eru þó forvitnileg- ar fyrir ýmsar sakir. Í einni stefnunni kemur til dæm- is fram að Pálmi lét Fons greiða fyrir sig leigu á lúxusíbúð í Lond- on upp á rúma milljón á mánuði. Íbúðin var í eigu eignarhaldsfé- lagsins Chalk Investment Ltd., sem skráð er á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Chalk Investment var aftur í eigu eignarhaldsfélagsins Núps sem var í eigu Pálma. Pálmi lét því Fons borga eignarhaldsfé- lagi sem hann átti sjálfur leigu fyrir íbúð sem hann átti sjálfur. Samtals greiddi Fons leigu íbúðarinnar fyr- ir Pálma í meira en þrjú ár, frá því í desember 2004 og þar til í apríl 2008. Jafnframt segir í stefnunni að af framburði fyrrverandi starfsmanna Fons að dæma hafi Pálmi verið sá eini sem notaði íbúðina en ekki aðrir starfsmenn Fons. „Greiðslur á leigu voru því að mati skiptastjóra til málamynda, óþarfar og til hags- bóta fyrir stefnda Pálma á kostnað Fons hf. Í sömu stefnu kemur jafnframt fram að Pálmi hafi látið Fons end- urgreiða fyrir sig ýmsan kostnað. Til að mynda símreikning, gjald- eyriskaup upp á tæpar 4 milljónir, leigu á bifreiðum auk símakostnað- ar samstarfsmanns hans. Í stefnunni segir að ekkert hafi réttlætt þessar greiðslur frá Fons til Pálma og því verði að „... líta á fram- angreindar greiðslur sem gjafa- gerninga.“ Samtals er Pálmi kraf- inn um endurgreiðslu á rúmlega 47 milljónum króna í stefnunni. Lét Fons borga 500 þúsund króna hótelreikning Önnur stefna snýst um að Pálmi greiði Fons til baka rúmar 9 millj- ónir króna sem hann lét félagið greiða fyrir sig vegna „ófrádrátt- arbærs ferða- og fundakostnað- ar“ eins og það er orðað í bókhaldi hans og haft er eftir í stefnunni. Í stefnunni segir: „Á reikninginn LÉT FONS BORGA BRÚSANN INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Kaupverð Fengs Matsverð Jóhannes Kjarval. Landslag. Olía á striga. 1948. 105x175. 1.750 þúsund 1.400 þúsund Gunnlaugur Scheving. Hús og skip. Olía á striga. 69x89. 1.000 þúsund 1.750 þúsund Salvador Dali. Blönduð tækni. 35x46. 200 þúsund 500 þúsund Eiríkur Smith. Landslag. Olía á striga. 118x119. 400 þúsund 1.000 þúsund Ásgrímur Jónsson. Landslag. Vatnslitir. 39x66. 800 þúsund 1.000 þúsund Málverkin hans Pálma n Athyglisverð stefna gegn Pálma snýst um kaup hans á málverkum út úr Fons skömmu eftir hrun. Þrotabú Fons vill að kaupum Pálma á 23 málverkum verði rift vegna þess að fimm millj- ónum króna muni á kaupverðinu og matsverðinu. Mörg verkanna voru áður í eigu Skeljungs en Pálmi seldi sér þau út úr olíufélaginu þegar hann átti það á sínum tíma. Pálmi lét gera verðmat á verkunum áður en eignarhaldsfélag hans, Fengur, keypti verkin út úr Fons í desember 2008 á tæpar 15 milljónir. Verðmat skiptastjóra er hins vegar hærra, rúmar 19 milljónir. Pálmi vill ólmur halda málverkunum en hugsanlegt er að hægt sé að fá hærra verð fyrir þau og því vill skiptastjóri Fons fá þau aftur inn í búið. Nokkur af málvekunum: Pálmi Haraldsson lét Fons borga ýmiss konar kostnað fyrir sig á árunum fyrir hrun. Þrotabú Fons hefur þingfest nokkrar stefnur gegn honum þar sem hann er krafinn um endurgreiðslu á tugum milljóna króna vegna þess. Alls voru tíu stefnur þingfestar gegn hon- um á fimmtudag og er hann krafinn um milljarða. 500 þúsund fyrir hótel Pálmi greiddi nærri 500 þúsund krónur til Gramercy Park-lúxus- hótelsins í New York. Þrotabú Fons vill að hann greiði um 9 milljónir aftur til þrotabúsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.