Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 62
ÓVANALEG EN VINSÆL Chatroulette eða spjallrúllettan, ný vefsíða sem fór í loftið í nóvember síðastliðnum, hefur hlot- ið gífurlega aðsókn síðustu vikur og mánuði. Helsta ástæðan fyrir vinsældunum er myndspjall við algjörlega ókunnugt fólk en síðan virkar þannig að þegar maður kveikir á vefmyndavél tölvu sinnar tengist maður sjálfkrafa við einhvern annan ein- stakling sem hefur farið inn á síðuna og kveikt á sinni mynda- vél. Val spjallfélagans er algjörlega tilviljanakennt. TÆKNILEGIR BÍLAÞJÓFAR Ræningjagengi víðsvegar um veröldina hafa nú nýtt sér tæknina á heldur óvanalegan máta. Það er ekki óalgengt að flutningabifreiðar sem flytja verðmætan farm séu búnar sérstökum GPS-staðsetning- arsendum en þá er hægt að staðsetja ökutækið nákvæmlega ef því hefur verið rænt. Bíræfin þjófagengi hafa hins vegar séð við þessu og keypt sérstakan búnað frá Kína sem „blokkerar“ slíkan sendibúnað bifreiða og hverfur hún þá hreinlega af radarnum! WINDOWS PHONE 7 Microsoft lyfti aðeins hulunni af nýjustu útgáfu Windows Mobile í vikunni. Nýja útgáfan hefur breytt nafn og kallast nú Windows Phone 7. Gjörbreyting hefur átt sér stað á öllu viðmóti og útliti kerfisins en enn er margt á huldu varðandi hvernig staðið verður að aðlögun forrita annarra aðila fyrir kerfið. Líkt og Apple ætlar Microsoft að selja forrit fyrir kerfið gegnum sérstaka vefverslun sem hægt er að tengjast með símanum. Talið er að fyrsti síminn með nýja stýrikerfinu komi á markað í haust. TÍU MILLJARÐAR LAGA SELDIR Vinsældir iTunes-verslunarinnar virðast aldrei ætla að dala en verslunin náði þeim áfanga á dögunum að hafa selt tíu milljarða laga. Verslunin var opnuð árið 2003 og varð stærsta verslun tónlistar á netinu árið 2008. Söluhæsta lagið frá upphafi er I Gotta Feeling með Black Eyed Peas en í öðru sæti er Lady GaGa með Poker Face UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Sala á snjallsímum er nú orðin jafn- mikil og á ferðatölvum í heiminum og er gert ráð fyrir því að á árinu 2012 fari hún fram úr samanlagðri sölu á heimilis- og ferðatölvum. Snjallsímar og smátölvur eins og Apple iPad eru dæmi um þá þróun sem þegar hefur átt sér stað. Og það má segja að Apple-fyrirtækið hafi frá upphafi verið leiðandi í þessari þró- un, fyrst með tilkomu iPod-spilarans árið 2001, síðan með iPhone árið 2007 og nú með iPad. Það forskot sem fyrirtækið hef- ur haft á aðra tölvu- og vélbúnað- arframleiðendur hefur nýst því vel. Vélbúnaðarrisar eins og Hewlett Packard virðast ekki getað fótað sig á þessum markaði og markaðsgrein- endur telja að mörg fyrirtæki í þess- um geira séu að missa af lestinni. Brautryðjandi En hvað er það sem gerir Apple frá- bugðið öðrum fyrirtækjum í tölvu- heiminum? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er samhæfing vélbún- aðar við hugbúnað en Apple er ein- stakt að því leyti að fyrirtækið hefur frá fyrstu tíð verið bæði vél- og hug- búnaðarframleiðandi. Ef við horf- um til baka kemur í ljós að það var Apple sem átti stærstan þátt í þróun gluggakerfisins, notendaviðmóts- ins sem við búum að enn þann dag í dag og Microsoft tók síðan upp. Það var líka Apple sem gerði músina að ómissandi fylgihlut heimilistölv- unnar (1983). En það er einnig stað- festa og áræði sem kemur upp í hug- ann þegar Apple á í hlut, það voru til dæmis ófáar efasemdaraddirnar sem heyrðust þegar hinn fyrsti iPod leit dagsins ljós. Framtíðarsýn Það er fyrst og fremst framtíðar- sýn Steve Jobs, stofnanda og fram- kvæmdastjóra Apple, sem hefur gert vörur fyrirtækisins eins vinsælar og raun ber vitni. Jobs hefur þann ein- stæða hæfileika að skynja hvað al- menningur vill áður en hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. Jobs hefur einnig lag á því að ráða starfsmenn sem einnig eru brautryðjendur á sínu sviði. Þar má fremstan í flokki nefna Bretann Jonathan Ive, sem hefur gegnt stöðu yfirmanns iðn- hönnunarsviðs Apple (Industrial Design) frá árinu 1997. Jonathan Ive Ive er samofinn þeirri velgengni sem fyrirtækið hefur átt að fagna en hann er aðalhönnuður iMac, Powerbook, Macbook, iPod, Ip- hone og iPad. Hann hefur síðustu árin safnað á hilluna nánast öll- um hönnunarverðlaunum sem veitt eru vestanhafs og tvisvar ver- ið útnefndur „Áhrifamesti Bretinn í Bandaríkjunum“, fyrst árið 2005 af The Sund- ay Times og síðan árið 2008 af Daily Telegraph. Það er ekki að undra því hönnun hans ber dag- lega fyrir augu okkar í sjónvarpsþáttum og kvik- myndum. Þessi hægláti fyrrum Lundúnabúi, sem er nánast óþekktur meðal almenn- ings, hefur með samstarfi sínu við Steve Jobs orðið einn helsti áhrifavaldurinn á sviði iðn- hönnunar síðastliðinn áratug. palli@dv.is 62 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Nýtt tímabil er hafið í tölvuheiminum, tæknin ferðast nú með þér í sífellt smærri og meðfærilegri vélbúnaði. Apple virðist standa öðrum fyrirtækjum framar í þessum geira. Steve Jobs Hefur framtíðar- sýn sem aðra skortir. Jonathan Ive Fyrrum Lundúnabúinn hefur valdið straumhvörfum í iðnhönnun. HÖNNUN, ÁRÆÐI OG FRAMTÍÐARSÝN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.