Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 VIÐTAL hefðum leikið okkur að því að taka peninga út úr bönkunum eins og okkur sýndist. Það er ekki þannig því bankarnir höfðu einfaldlega trú á því sem við vorum að gera og við keypt- um ekkert sem bankinn hafði ekki trú á sjálfur.“ MISTÖK VORU GERÐ Jóhannes viðurkennir að ýmislegt hafi brugð- ist í fjárfestingum og rekstri Baugs en það hafi einkum verið bankahrunið sem olli því að fyr- irtækið riðaði til falls. „Í öllum viðskiptum, þegar menn eru að reyna að gera eitthvað í stað þess að gera ekki neitt, getur farið svona. Við vorum að gera margt spennandi en vissu- lega var að finna í þessum miklu fjárfestingum hluti sem ekki gengu upp. Sú regla gildir víða í viðskiptum og í lífinu að á meðan flestir hlutir ganga upp eru aðrir sem gera það ekki. Eftir á að hyggja stóðu þessar fjárfestingar kannski of tæpt en þetta leit mjög vel út á meðan á þessu stóð,“ segir Jóhannes. „Jón Ásgeir hefur eðlilega verið gagnrýnd- ur því hann hefur gert marga hluti. Menn sem ekkert gera verða ekki gagnrýndir á meðan. Hann er duglegur og kraftmikill strákur sem á mjög marga öfundarmenn.“ OF GEYST „Jón Ásgeir sá meira um útrásina og það get- ur vel verið að hann hafi farið of geyst. Eftir á að hyggja gerðum við öll mistök en þjóðin fékk líka að njóta velgengninnar á meðan á henni stóð,“ bætir Jóhannes við. Þrátt fyrir að benda á að sonur sinn hafi haldið utan um útrásina þá neitar Jóhannes því ekki að hafa tekið þátt í henni. Aðspurð- ur segist hann ekki getað fullyrt að hann hefði átt að vera meira á verði gagnvart áhættunni. „Sjálfur sá ég að mestu um reksturinn hér inn- anlands en ég tók þátt í útrásinni, ég neita því ekkert enda voru margir mjög spennandi hlut- ir framkvæmdir. Eftir á get ég hins vegar ekki leyft mér að dæma hvort ég hefði átt að stíga meira á bremsuna,“ segir Jóhannes. HRUNIÐ HEFUR ÁHRIF „Ég á erfitt með að benda á ákveðin mistök. Ég bið fólk aftur á móti um að bíða aðeins átekta í stað þess að dæma fyrir fram. Starfsfólkið er- lendis er enn að koma eignum fyrirtækisins í verð og það á enn eftir að telja upp úr kössun- um. Það skyldi þó aldrei enda þannig að eign- ir Baugs komi til með að borga upp Icesave- skuldirnar,“ bætir Jóhannes við. Kaupmaðurinn segist sannfærður um að Landsbankinn komi ekki til með að tapa á Baugi og gjarnan gleymist það í umræðunni að íslensku bankarnir hafi hagnast töluvert á rekstri Baugs. Hann viðurkennir að fjárhags- staða sín og annarra nákominna sé ekkert sérstök enda hafi hrunið áhrif á fjölskylduna líkt og aðrar fjölskyldur í landinu. „Nei, ég er ekki í miklum skuldum sjálfur. Ég vona að ég komi ekki til með að horfa á börnin mín missa allt sitt en vissulega hefur margt gengið á. Það sleppur enginn við þetta hrun og það sem við höfum verið að gera hefur farið illa. Staðan er vissulega öðruvísi hjá okkur núna eftir hrunið. Við erum stödd líkt og þúsundir fjölskyldna í landinu en erum ekki tilbúin að leggja árar í bát. Við ætlum að halda áfram að lifa.“ Jóhannes hefur lögheimili sitt í húsi sem hann byggði í Vaðlaheiði á Svalbarðsströnd. „Fjárhagsstaða mín er ekkert sérstök í dag. Ég á ekki von á því að lenda í gjaldþroti og óttast það engan veginn. Ég á mitt hús á Seltjarnar- nesi. Mér þykir ákaflega vænt um þennan stað sem ég bý á,“ segir Jóhannes. LEIÐIR SKILJA Í BILI Jóhannes segir að leiðir hans og Jón Ásgeirs muni nú skilja í bili, þar sem Jón Ásgeir komi ekki að rekstri matvöruverslananna hérlend- is. Hann útilokar ekki að þeir nái saman síð- ar. „Nei, hann er ekki með í þessu núna og ég reikna með að hann verði mest erlendis. Úr þessu tekur það því ekki fyrir mig að halda áfram rekstri erlendis. Á milli okkar skilja nátt- úrlega aldrei leiðir en í viðskiptum skilja leið- ir í bili. Á meðan við báðum lifum höldum við hins vegar áfram að ræða viðskiptin og ég úti- loka ekkert með það að við gerum eitthvað saman síðar. Það hefur ekkert slesst upp á vin- skap okkar hvað það snertir og ekkert ósætti milli okkar,“ segir Jóhannes. Erfiðleikarnir undanfarið hafa ekki dregið úr tiltrú Jóhannesar á syni sínum og viðskipta- hæfileikum hans. Hann hefur óbilandi trú á syni sínum og er viss um að hann nái sér aftur á strik. „Jón Ásgeir hefur getið sér gott orðspor og það er ekki nokkur spurning að hann mun halda áfram í viðskiptum, á meðan hann hefur heilsu til. Ég er ekki í nokkrum vafa því hann er mjög fær í þeim. Jón Ásgeir á mikið inni enn þá og það líða ekki mörg ár, þó að hann sé hund- eltur í dag, áður en hann nær sér aftur á strik.“ GEFST EKKI UPP Í ljósi þess að undanfarinn áratug hefur Jó- hannes þurft að berjast fyrir að sanna sakleysi fjölskyldu sinnar viðurkennir hann að sú bar- átta hafi tekið svo mjög á hann að hann geti ekki fyrirgefið óvinum sínum. Hann segist þó aldei hafa verið kominn að því að gefast alfar- ið upp. „Heilsan er númer 1, 2 og 3. Þetta sí- fellda einelti hefur tekið á heilsuna og á köfl- um hefur þetta verið nánast óbærilegt. Inn á milli hafa komið stundir þar sem mig hef- ur langað að gefast upp en það hefur iðulega varið stutt. Við fjölskyldan höfum innprentað okkur það að við ætlum ekki að gefast upp. Það hefur aldrei komið sá tímapunktur að ég hafi ekki séð neina leið út og ég vona innilega að ég þurfi ekki að óttast að börnin mín lendi í þeirri stöðu,“ segir Jóhannes. „Nú er það ekkert annað en að horfa fram á veginn. Nú eru þetta orðin tíu ár í orrahríð- inni og við höfum einfaldlega ekki verið látnir í friði. Það er mjög erfitt þegar við höfum ver- ið dæmd fyrir fram og ályktað um hlutina að ósekju. Ég kalla þetta ekkert annað en einelti og það eru greinilega einhverjir sem þola ekki hversu stórir við urðum og hversu vel okk- ur hefur gengið. Það er náttúrlega afskaplega þreytandi að hafa þurft að standa í þessari bar- áttu og sérstaklega þar sem börnin mín hafa verið bitbein.“ ÞUNGAR ÁHYGGJUR Aðspurður viðurkennir Jóhannes að orrahríð undanfarinna ára hafi tekið mjög á fjölskyldu sína. „Náttúrlega hef ég áhyggjur af mínu fólki, það hefur farið mjög illa í mig að skítkast- ið hefur verið gagnvart börnunum mínum. Ég get þolað það sem er lagt á mig sjálfan en skítkastið hefur oft keyrt um þverbak og iðu- lega verið á mjög veikum grunni byggt, bæði ósanngjarnt og rætið. Þetta fer ekki vel í dóttur mína og móður barnanna minna. Ég held að hver sem er myndi taka það mjög nærri sér,“ segir Jóhannes. Jóhannes hefur efasemdir um að halda í málarekstur og krefjast réttlætis. „Það eru ákveðin öfl sem þola okkur ekki. Ég kalla þetta hreinlega atlögu að minni fjölskyldu því þetta hefur ekkert verið neitt eðlilegt. Eftir að hafa verið grunaður í mörg ár hef ég ekki leitað rétt- ar míns með það en ég er orðinn þreyttur á þessu öllu saman. Í huganum er ég að reyna að leggja þetta til hliðar því ég vil frekar nýta þann tíma sem ég á eftir í eitthvað skemmtilegra en að glíma áfram við þessa vitleysu.“ GETUR EKKI FYRIRGEFIÐ Þegar Baugsmálið byrjaði voru flest barna- börn Jóhannesar á þeim aldri að þau vissu sjálf lítið hvað gekk á í þjóðfélagsumræðunni. Í dag segir hann þau taka umræðuna nærri sér og að erfitt sé að horfa upp á það. „Eftir því sem barnabörnin hafa elst hafa þau byrjað að skilja og fylgjast með. Því miður hefur þetta brennt þau og þetta hefur sært þau mjög,“ segir Jó- hannes. „Ég skil ekki á hvaða grunni þessi herferð gegn mér er reist. Ég er enginn glæpon. Á meðan ég veit hverjir óvinir mínir eru þá er ég rólegur. Þó að ég leggi málshöfðun til hliðar þá er erfitt að fyrirgefa framkomuna í garð fjöl- skyldu minnar. Þetta hefur gengið of langt til þess að ég geti fyrirgefið.“ trausti@dv.is Þetta fer ekki vel í dóttur mína og móð- ur barnanna minna. Ég held að hver sem er myndi taka það mjög nærri sér. Mikið barnalán Jóhannes á miklu barnaláni að fagna en hann á tvö börn, Jón Ásgeir og Kristínu. Hér er hann á sextugsafmælinu með barnabörnunum en frá vinstri má sjá Anton Felix, Stefán Franz og Rósu Karen Jónsbörn og þá þær Gunnhildi og Berglindi Kristínardætur. Þrjár ástir Jóhannes hefur elskað þrjár konur á lífsleiðinni; fyrrverandi eiginkonu sína, Ásu Karen, fyrrver- andi ástkonu sína, Jónínu Ben, og núverandi sambýliskonu, Guðrúnu, sem hér sést með kaupmanninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.