Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Það væri margt öðruvísi á Íslandi í dag ef efnahagshrunið hefði aldrei orðið, ef góðær- ið hefði haldið áfram eins og stjörnvöld, bankamenn og forkálfar viðskiptalífsins von- uðust til. Skúrkar og hetjur íslensks samfélags væru allt annað fólk sem og aðstæður almennt. DV tók saman nokkur atriði sem hefðu hugsanlega geta orðið að veruleika. ÍSLAND ÁN HRUNSINS ENGINN SKANDALL Fjölmiðlar landsins hefðu aldrei fjallað svo ítarlega um misnotkun fjármálastjóra KSÍ á kreditkorti sambandsins á nektarstaðnum Moulin Rouge í Sviss. Gert hefði verið lítið úr ásökunum femínsta á í garð KSÍ. ÁRSHÁTÍÐ Í GEIMNUM Jón Ásgeir Jóhannesson væri búinn að kaupa Al- þjóðlegu geimstöðina til sinna einkanota. Árshátíð Glitnis yrði haldin þar og Beyoncé Knowles fengin til þess að koma fram. Öll lögin myndi hún semja sérstaklega fyrir árshátíð- ina og þau væru rík af alls kyns vinnustaðagríni. ROBERTO CARLOS Í FYLKI Í fyrsta lagið hefði efsta deildin hér heima enn þá heitið Lands- bankadeildin, KSÍ hefði samið við Björgólf út árið 2025. Launabólan hefði haldið áfram að blása út og væri Ísland orðið úrvalsafdrep fyrir gamlar knattspyrnuhetjur. Roberto Carlos væri kominn í vinstri bakvörðinn hjá Fylki í Árbænum, Teddy Sheringham hefði eytt síðustu árunum í FH og Drillo væri að þjálfa Framara. WALL STREET Í BORGARTÚNINU Ef ekki hefði verið fyrir kreppuna hefði Borgartúnið haldið áfram að stækka og á endanum fengið hinn alþjóðlega stimpil European Wall Street eða Fjármálagata Evrópu. Svo mörg hús hefðu bæst við að gatan hefði náð frá Laugardalshöll inn að Hljómskálagarði. ALLT IÐAÐI AF LÍFI     Korputorg væri mið- stöð gleði og glaums. Allar búðir og bílastæði væru troðin frá morgni til kvölds og það væri verið að tala um að byggja aðra hæð ofan á verslunarmiðstöðina. FLUGVÖLLINN BURT    Reykjavíkurflugvöllur yrði loksins færður úr Vatns- mýrinni og út fyrir borgina. Flugumferð myndi þó lítið minnka því þar kæmi einka- þotuflugvöllur auðmanna. BÍLL ÚTVARPSSTJÓRA    Páll Magnússon væri ekki lengur á Audi Q7 jepplingi heldur hefði RÚV gert samning við Bugatti og fengið kraftmesta sportbíl jarðarinnar – Bugatti Veyron. SIGMUNDUR ERNIR Í GÓÐUM GÍR    Sigmundur Ernir hefði aldrei farið inn á þing. Hann hefði haldið áfram hjá 365 og væri orðinn einn launahæsti fjölmiðlamaður Norð-urlanda. Hann fengi svo feitan launatékka fyrir að hóta því að hætta að alheimsstjörnur 60 minutes hefðu gert innslag um kappann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.