Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 67
HELGARBLAÐ 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 67 Það væri margt öðruvísi á Íslandi í dag ef efnahagshrunið hefði aldrei orðið, ef góðær- ið hefði haldið áfram eins og stjörnvöld, bankamenn og forkálfar viðskiptalífsins von- uðust til. Skúrkar og hetjur íslensks samfélags væru allt annað fólk sem og aðstæður almennt. DV tók saman nokkur atriði sem hefðu hugsanlega geta orðið að veruleika. ÍSLAND ÁN HRUNSINS FLOT-TÓN- LEIKASALUR Tónlistarhúsið hefði verið klárað sex mánuðum á undan áætlun og aukaflotsalur byggður við húsið. FJÖLMIÐLAVELDI 365 Auðmenn ættu enn næga peninga til þess að dæla í fjölmiðla og NFS 2 væri komið á laggirnar. Gunnar Smári hefði verið ráðinn á ný til þess að stýra veldinu. Sem hliðarverkefni væru Gunnar og 365 að gefa út fríblað á heimsvísu, NewsNews héti það. ALLT Í STOKK Gísli Marteinn væri orðinn borgarstjóri og hefði náð hugmynd- um sínum í gegn um að setja helstu akstursleiðir borgarinnar í stokk. Gott betur en það, allar götur væru komnar í stokk. Sundabrautin væri líka á sínum stað og ekki má gleyma göngunum til Vestmannaeyja. ÚTRÁSARORÐAN Ólafur Ragnar Grímsson hefði látið bæta við nýrri orðu. Hún væri æðri fálkaorðunni og skiptist líkt og hún í tvennt. Annars vegar væru menn heiðraðir sem útrásar- víkingar eða ofurútrásarvíkingar. EDDAN VÆRI Á RÚV Ríkissjónvarpið okkar, sjónvarp allra landsmanna, væri ekki með allt niður um sig. Landsbankinn myndi halda áfram að styrkja RÚV og væri á döfinni framhald af þáttaröðinni Ham- arinn sem héti Naglinn. Eddan væri heldur ekki komin á Stöð 2 í beinni útsendingu því RÚV gæti sinnt menningarhlutverki sínu með því að sýna frá menningarverðlaunum. DV LOKAÐ Þetta blað sem þú lest væri farið á hausinn hefði kreppan aldrei komið. Útrásarvíkingar sem hefðu horn í síðu blaðsins væru orðnir svo ríkir að þá mun- aði ekkert um að punga út milljónum á milljónir ofan til þess að kaupa blaðið og leggja það niður svo leyndarmálin þeirra og spillingin kæmi aldrei upp á yfirborðið. Þá gæti fullorðið fólk kúrt á snekkju og ekki þurft að hafa áhyggjur af að nokkur maður myndi sjá það. TÍU ÞÚSUND KRÓNU DAVÍÐ Davíð Oddsson hefði haldið áfram í hverju því sem hann vildi gera ef kreppan hefði ekki skollið á. Á endanum hefði þurft að prenta nýja seðla þar sem til væri svo mikið af gervipeningum. Tíu þúsund kallinn yrði nýjasti peningaseð- ill Íslands með mynd af Davíð Oddssyni að yrkja ljóð. Hann yrði að sjálfsögðu blár og fimm þúsund kallinn yrði gerður appelsínugulur. RISAPARTÍ    Bauhaus hefði opnað með pomp og prakt. Búðin hefði slegið í gegn og haldið október- hátíð með miklu partíi þar sem aðalvinningur í happdrættinu væri Range Rover. PÓLVERJARNIR VÆRU HÉR ENN   Íslendingar nenntu ekki að vinna í góðærinu og hefði það haldið áfram væru Pólverjar orðnir rúmlega fjórðungur þjóðarinnar. ÍHUGAÐI FRAMBOÐ Icesave hefði gengið upp og Björgólfur Guðmundsson væri enn þá hetja á Íslandi. Hann hefði verið valinn maður ársins á Rás 2 árin 2008 og 2009. Björgólfur væri að íhuga framboð til forseta. Ekki er ólíklegt að Ástþór Magnússon væri á meðal mótframbjóðenda. SKEMMTI- LÓNIÐ Bláa lónið stendur svo sannarlega fyrir sínu sem ein besta land- kynning sögunnar. Bláa lónið, eða Blue Lagoon, þætti þó ekki lengur nægilega töff fyrir peningamennina. Einn þeirra myndi kaupa Lónið og gera úr því stærsta lóns-vatnsrennibrauta- garð heims sem héti Fun-Lagoon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.