Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 67
HELGARBLAÐ 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 67 Það væri margt öðruvísi á Íslandi í dag ef efnahagshrunið hefði aldrei orðið, ef góðær- ið hefði haldið áfram eins og stjörnvöld, bankamenn og forkálfar viðskiptalífsins von- uðust til. Skúrkar og hetjur íslensks samfélags væru allt annað fólk sem og aðstæður almennt. DV tók saman nokkur atriði sem hefðu hugsanlega geta orðið að veruleika. ÍSLAND ÁN HRUNSINS FLOT-TÓN- LEIKASALUR Tónlistarhúsið hefði verið klárað sex mánuðum á undan áætlun og aukaflotsalur byggður við húsið. FJÖLMIÐLAVELDI 365 Auðmenn ættu enn næga peninga til þess að dæla í fjölmiðla og NFS 2 væri komið á laggirnar. Gunnar Smári hefði verið ráðinn á ný til þess að stýra veldinu. Sem hliðarverkefni væru Gunnar og 365 að gefa út fríblað á heimsvísu, NewsNews héti það. ALLT Í STOKK Gísli Marteinn væri orðinn borgarstjóri og hefði náð hugmynd- um sínum í gegn um að setja helstu akstursleiðir borgarinnar í stokk. Gott betur en það, allar götur væru komnar í stokk. Sundabrautin væri líka á sínum stað og ekki má gleyma göngunum til Vestmannaeyja. ÚTRÁSARORÐAN Ólafur Ragnar Grímsson hefði látið bæta við nýrri orðu. Hún væri æðri fálkaorðunni og skiptist líkt og hún í tvennt. Annars vegar væru menn heiðraðir sem útrásar- víkingar eða ofurútrásarvíkingar. EDDAN VÆRI Á RÚV Ríkissjónvarpið okkar, sjónvarp allra landsmanna, væri ekki með allt niður um sig. Landsbankinn myndi halda áfram að styrkja RÚV og væri á döfinni framhald af þáttaröðinni Ham- arinn sem héti Naglinn. Eddan væri heldur ekki komin á Stöð 2 í beinni útsendingu því RÚV gæti sinnt menningarhlutverki sínu með því að sýna frá menningarverðlaunum. DV LOKAÐ Þetta blað sem þú lest væri farið á hausinn hefði kreppan aldrei komið. Útrásarvíkingar sem hefðu horn í síðu blaðsins væru orðnir svo ríkir að þá mun- aði ekkert um að punga út milljónum á milljónir ofan til þess að kaupa blaðið og leggja það niður svo leyndarmálin þeirra og spillingin kæmi aldrei upp á yfirborðið. Þá gæti fullorðið fólk kúrt á snekkju og ekki þurft að hafa áhyggjur af að nokkur maður myndi sjá það. TÍU ÞÚSUND KRÓNU DAVÍÐ Davíð Oddsson hefði haldið áfram í hverju því sem hann vildi gera ef kreppan hefði ekki skollið á. Á endanum hefði þurft að prenta nýja seðla þar sem til væri svo mikið af gervipeningum. Tíu þúsund kallinn yrði nýjasti peningaseð- ill Íslands með mynd af Davíð Oddssyni að yrkja ljóð. Hann yrði að sjálfsögðu blár og fimm þúsund kallinn yrði gerður appelsínugulur. RISAPARTÍ    Bauhaus hefði opnað með pomp og prakt. Búðin hefði slegið í gegn og haldið október- hátíð með miklu partíi þar sem aðalvinningur í happdrættinu væri Range Rover. PÓLVERJARNIR VÆRU HÉR ENN   Íslendingar nenntu ekki að vinna í góðærinu og hefði það haldið áfram væru Pólverjar orðnir rúmlega fjórðungur þjóðarinnar. ÍHUGAÐI FRAMBOÐ Icesave hefði gengið upp og Björgólfur Guðmundsson væri enn þá hetja á Íslandi. Hann hefði verið valinn maður ársins á Rás 2 árin 2008 og 2009. Björgólfur væri að íhuga framboð til forseta. Ekki er ólíklegt að Ástþór Magnússon væri á meðal mótframbjóðenda. SKEMMTI- LÓNIÐ Bláa lónið stendur svo sannarlega fyrir sínu sem ein besta land- kynning sögunnar. Bláa lónið, eða Blue Lagoon, þætti þó ekki lengur nægilega töff fyrir peningamennina. Einn þeirra myndi kaupa Lónið og gera úr því stærsta lóns-vatnsrennibrauta- garð heims sem héti Fun-Lagoon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.