Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 24
A kstur sýnir innri mann“, las ég á einhverri bloggfærslu nýlega. Þetta er ágætlega smíðað máltæki og má eflaust til sanns vegar færa. Ef sú er raunin má á stundum ætla að íslenskir ökumenn séu agalitlir og afskaplega gallaðir andlega því umferðin, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, líkist meira frumskógi en umferð í til þess að gera lítilli höfuðborg. E ngu er líkara en að flestir séu að verða of seinir á útsölu í Smáralind eða opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar. Enginn gefur öðrum séns, eins og sagt er, (og því þurfa allir að taka séns) og oft og tíðum má teljast einskært lán að komast á rétta afrein tím- anlega. Ég viðurkenni fúslega að ég ek um götur borgarinn- ar sannfærður um að margir ökumenn eigi þar lítið erindi, enda tel ég þann þankagang líklegastan til að skila mér heim í heilu lagi. Svo gerðist það einn daginn þegar ég og sonur minn vorum á ferð að hann sagði mér að þeir ökumenn sem gæfu séns væru betur gefnir en hinir. Sonur minn vísaði ekki í neina rannsókn orðum sínum til stuðn- ings og ég innti hann ekki eftir upplýsingum þar að lútandi. En orð hans sátu í mér og ég hætti að muldra fyrir munni mér orð eins og „fífl“, „nefapi“, „ökonómískur fáviti“ og ýmis önnur í svipuðum dúr. Ég fór að gefa séns eins og ég fengi borgað fyrir það, en það skal þó tekið fram að mér fannst vitsmunir mínir ekkert aukast fyrir vikið. Lund mín hins vegar léttist til mikilla muna og þó að úti væri kaf- aldshríð þá skein sól í sinni mínu. Reyndar svo mikil að aðrir öku- þórar sem greinilega voru annaðhvort ekki jafn „vel gefnir“ og ég eða voru að haska sér á útsölu í Toys ‘R’ Us settu upp ygglibrún vegna þess hve brosmildur ég var í þeirra garð. Ég gruna marga þeirra sterklega um að hafa muldrað fyrir munni sér orð eins og „fífl“ og „nefapi“, en ég er ekki nógu vel að mér í varalestri til að geta sagt til um það með fullri vissu. Svo öllu sé haldið til haga skal það viðurkennt að enn á ég það til að muldra ýmislegt óviðurkvæmi- legt fyrir munni mér. Danskt kunningjafólk mitt sem sótti Ísland heim fyrir nokkrum miss- erum hugðist gallhart skella sér út í höfuðborgarumferðina. Innan eins sólarhrings féllu þau þó frá þeirri reginfirru og höfðu þá þegar sannfærst um að best væri að læðast með veggjum, eins innarlega á gangstéttum og unnt var, og fara sinna ferða á tveimur jafnfljótum. „Glöggt er gests augað“, segir máltækið, og eftir örstutt spjall við kunn- ingjafólk mitt hafði ég sannfærst um að skoðun mín á akstursvenjum og -máta Íslendinga væri ekki á fordómum byggð. Danirnir höfðu meðal annars á orði að engin þörf væri fyrir fleiri en eina akrein á Íslandi þar sem enginn virtist kunna að nota tvær eða þrjár akreinar sem skyldi og bílum væri ekið samhliða á þeim öllum og allir á sama hraða. Ég útskýrði það á þann hátt að Íslendingar væru fastir í hestaslóðum fyrri alda. Á mínum farmennskuárum kom ég víða við og kynntist lítillega umferðarmenningu í ótal borgum. Mér er minnisstætt þegar ég var í Alexandríu í Egyptalandi að lítið skipulag og regla virtist einkenna umferð á götum þar. Vert er að taka fram að þar sást ekki viðlíka fjöldi umferðarmerkja og hér á landi og því farsælast að álykta að hver væri sjálfum sér næstur. Þó gekk umferðin til þess að gera áfallalaust fyrir sig og bílar og önnur farartæki liðu áfram, reyndar undir stöðugu og háværu bíl- flauti. Á Íslandi, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, fyrirfinnst fjöldi merkinga; bannað að beygja hér; 30, 50,70 eða 90 kílómetra há- markshraði; bannað að leggja; hægri beygja bönnuð og guð má vita hvað. Því til staðfestingar hve lítið mark íslenskir ökumenn taka á umferðarmerkjum nægir að benda á að sennilega eru hraðahindranir, „liggjandi löggur“, sennilega hvergi fleiri á byggðu vestrænu bóli og hér, og eru þær alla jafna í grennd við umferðarmerkin. Nokkuð ljóst má telja að í augum útlend- inga virka allar fyrrnefndar merkingar, og ótal ónefndar, traustvekjandi og þeir draga þá ályktun að hér séu reglur í heiðri hafðar af ökuþórum, ungum sem öldnum. Að mínu mati fer því fjarri og þessi dulbúningur sem umferðarmerkin eru missa fljótt sannfæringarkraft. Vissulega má ef- laust til sanns vegar færa að tiltölulega fá umferðarslys eigi sér stað á höfuð- borgarsvæðinu miðað við þann umferðarþunga sem þar er. Ég tel að það megi rekja til þess að hér aka allir um eins og næsti ökuþór sé „fífl“, „nefapi“eða „ökonómískur fáviti“. Það eru fyrst og fremst útlend- ingar, sem fengið hafa þá flugu í höfuðið að þeim sé óhætt að skella sér í djúpu laugina, sem eiga á hættu að komast að því að hér sé betur heima setið en af stað farið, enda sjá þeir fljótlega að þeir eru nánast þeir einu sem taka mark á umferðarmerkjum og haga akstri sínum samkvæmt þeim. Það gera þeir, vel að merkja, í mikilli óþökk Íslend- inga sem liggja á flautunni fyrir aftan þá. MAÐURINN Á BAK VIÐ MEISTARADEILDINA ÚTI AÐ AKA „Ég er búinn að vera hér í níu ár,“ segir Kári Snædal, útsendingastjóri Stöðv- ar 2 Sport. Kári er sonur Gunnlaugs Snædal sem einnig vinnur á hinu svo- kallaða gólfi 365 og hljóp í skarðið þegar vantaði árið 2001. Kári sá fyrst um gra- fíkina í útsendingum en hefur nú fært sig yfir í að stjórna útsendingum. DV hitti Kára þegar hann var að undirbúa útsendingu fyrir Meistaradeildarkvöld. „Meistaradeildarkvöld er í raun stöðug keyrsla frá því hálftíma fyrir út- sendingu og þangað til við erum komnir úr loftinu. Frá svona hálfsjö til tíu. Þá er varla pása til að fara á kló- sett. Þetta er mikill hraði í umhverfinu og oft erfitt en þetta er ógeðslega gaman.“ Mætir tímanlega Kári segir að um flest- ar helgar sé mikið um að vera og oft mikil læti enda sýni Stöð 2 Sport mikið af íþróttaefni um hverja helgi. „Ég passa mig að mæta nógu tímanlega til að und- irbúa útsendinguna og til að allt virki. Að allt efni skili sér heim í stofu. Ég skipti mér ekkert af því hvað íþróttalýsendurnir segja. Maður yrði líklega geðveikur ef maður þyrfti líka að pæla í hvað þeir ætluðu að segja,“ segir Kári og hlær en Guðjón Guðmundsson, Arnar Björnsson, Hans Steinar Bjarnason, Guðmundur Benediktsson og Hörður Magn- ússon standa vaktina og lýsa því sem fyrir augum ber. Hlutverk Kára er að stytta áhorfandanum heima í stofu stundir þegar útsending fer í loftið og gamlir leikir rifjaðir upp og staðan í viðkomandi deildum skoðuð. Þegar DV bar að garði var Kári einmitt að reyna að finna mark með Laurent Blanc, núverandi þjálfara Bordeaux frá 2002. „Ég veit ekkert hvort það er til en ég mun allavega leita að því.“ Þarf að vera á tánum Stöð 2 Sport hefur yfir nokkrum stúdíóum að ráða og flestir leikir fara í gegnum stúdíó 2. Þar er annars öllum enska boltanum lýst um helgar. Fyrir aftan lýsendurnar er grænn bakrunnur - kallaður green screen en þar er skellt bakrunni fyrir enska boltann og Meistaradeildina. „Við sjáum um alla grafíkina og að hafa allt tilbúið - fyll- um svo inn í eyðurnar þegar leikirnir eru búnir. Við setj- um einnig inn stöðuna í leikjum sem kemur inn á skjáinn þegar mark er skorað. Maður þarf því að vera á tánum og fylgjast vel með.“ Mikið prógramm í kringum Meistaradeildina Þegar hálfleikur kemur í fótboltaleik taka flestir sér smá hlé en þá kemur hlutverk útseningarstjóra Stöðvar 2 Sports í ljós. Gaml- ar viðureignir eru klipptar niður og passað upp á að auglýsingar og allt efnið passi í 15 mín- útur. „Það er nú yf- irleitt selt það mik- ið af auglýsingum að við þurfum ekki að klippa hálfa bíó- mynd fyrir hvern hálfleik.“ Kári segir að þegar Meistara- deildin sé í gangi þá sé mest að gera. „Það eru lang- stærstu verkefnin, Meistaradeildin og Pepsi- deildin. Það er svo mikið prógramm í kring- um þessi tvö verk- efni. Í Meistara- deildinni erum við komnir í loftið þremur korterum fyrir leik og erum hálftíma eftir leik. Það þarf að fylla það prógramm af myndefni.“ Meistaradeild- armörkin fara í loft- ið nánast um leið og flautað er af á völlunum í Evrópu og því rosalegur hamagangur að koma öllum mörkunum í loftið. „Þátturinn er ábyggilega sá eini í heiminum þar sem ekkert er tilbúið þegar hann fer í loftið. Ég veit ekki um neinn annan sjónvarpsþátt sem er þannig. Þegar efn- ið er farið í loftið þá er verið að græja hlutina og ef það koma viðtöl þá eru þau sýnd svona tveimur til þremur mínútum eftir að þau eru sýnd erlendis.“ Stundum ótrúlegt að allt fari í loftið Alls vinna 16 manns að einu Meistaradeildarkvöldi bæði bak við tjöldin og fyrir framan vélarnar. Útsendingar- stjórar, sminkur, klipparar, lýsendur, gestir, sviðsmaður og fleiri og fleiri. „Það eru flestir að vinna þegar Meistara- deildin er. Við erum, held ég, 11 á bak við tjöldin.“ Pepsi-mörkin fara í loftið klukkan 22:00, aðeins 45 mínútum eftir lokaflaut og hlær Kári þegar talið berst að því prógrammi. „Það er ótrúlegt stundum hvernig allir leikirnir fara í loftið. Það er ein tölva hér sem við getum klippt á hér og tvær í Skaftahlíð þar sem Stöð 2 er. Við get- um líka klippt á spólur sem við gerum stundum en allt fer þetta í gegnum tölvur. Stöð 2 Sport sendir út nánast allt sitt efni í beinni út- sendingu og oft gerast skrýtnir hlutir. Lýsendur þurfa að fara á klósett, síminn hringir og fleira og fleira. Kári segist oft verða vitni af ansi skemmtilegum atvikum. „Ótrúlegt en satt þá er samt lítið um klúður hjá okkur, miðað við all- ar þær útsendingar sem við erum með.“ benni@dv.is Kári Snædal hefur unnið sem framleið- andi á Stöð 2 Sport í níu ár. Kári segir starfið mjög skemmtilegt, það sé mikill hraði í því og gríðarleg keyrsla. Kári sendir meðal annars út Meistaradeildina og segir Meistaradeild- armörkin einstakan þátt því þegar hann fari í loftið sé ekkert efnið tilbúið. Því þurfi að hafa hraðar hendur. 24 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 UMRÆÐA Í myndveri Kári í myndstjórn Stöðvar 2 Sports. Stúdíó 1 heilsar. MYNDIR KRSTINN MAGNÚSSON Enska bolta stúdíóið Stúdíó 2 þar sem enski boltinn er sendur út. Að undirbúa sig Það þarf gríðarlegan undirbúning til að koma einum fótboltaleik í loftið. KOLBEINN ÞORSTEINSSON skrifar HELGARPISTILL DAGBÓK ÚTSENDINGARSTJÓRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.