Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 44
1 Skerið hrámassann,1,5 kg, í bita. Setjið í hrærivél ásamt flórsykri og eggjahvítum. 2. Gætið þess að hræra varlega svo flórsykurinn fari ekki út um allt, gott er að hafa rakan klút yfir í byrjun. Hitið ofninn í 200°C. 3. Deigið á að vera svolítið blautt en ekki svo blautt að það festist við hendur. Hnoðið meira af flórsykri í masann ef ykkur finnst þurfa. 4. Deigið tilbúið 5. Penslið formin vel með matarolíu. Það er grundvallaratriði að smyrja formin vel svo kakan festist ekki við þau. 6. Dýfið formunum í hveiti og sláið síðan hveitið úr þeim. Farið vel yfir formin og blettið ef þið sjáið auðan blett og dustið aftur. 7. Rúllið marsípanið í jafnar fingur- breiðar lengjur. 8. Setjið deigið í formin og raðið formunum á ofnplötur. Endilega raðið litlu formunum inn í stóru til að spara pláss. 9. Byrjið á því að baka einn hring til að athuga hvernig tekist hefur til og til að prófa ofnhitann. Ofnar eru mis- jafnir og erfitt að gefa upp sama hita fyrir alla. Bakið hringina í miðjum ofni í 8-10 mín. Fylgist vel með. 10. Mörgum þykir ómissandi að hafa marsípanskraut á kökunni. Rúllið marsípan í mjóar jafnlangar lengjur. 11. Formið S-laga stafi og setjið á bökunarpappír á ofnplötu. Gætið þess að láta helminginn af S-unum snúa öfugt. 12. Ef þið eigið afgang af marsípani eða viljið gera svolítið af smákökum til að hafa í kringum kökuna, þá eru þessar kökur fallegar. Hnoðið kúlur og setjið á ofnplötu með bökunar- pappír. Gerið djúpa holu í miðjuna með áhaldi (hér kom dósaopnari að góðum notum). Bakið kökurnar í 6-8 mín. eða þar til þær eru fallegar og örlítið gylltar á litinn. Fylgist vel með. 13. Klippið ferhyrning úr bökunar- pappír. Gerið tvo þríhyrninga úr bökunarpappírnum. 14. Haldið í sitthvort 60° hornið og snúið bökunarpappírinn upp í kramarhúsið eins og sést á myndinni. 15. Lagið kramarhúsið svolítið til með því að toga aðeins í hornin svo góður spíss myndist neðst. 16. Brettið pappírinn niður þeim megin sem samskeytin eru. 17. Hrærið 450-500 g flórsykur og 2 eggjahvítur vel saman. Gætið þess að hafa glassúrinn í passlegri þykkt. Of þunnur glassúr lekur út um allt og of þykkum glassúr er erfitt að sprauta. Þetta kemur allt með æfingunni. Setjið glassúrinn í tvö kramarhús, notið annað fyrst. Klippið gat, ekki of stórt, prófið fyrst hvernig stærðin er. 18. Sprautið sikksakk-mynstur á hringina. Ef hringirnir eru ójafnir eða einhverra hluta vegna ekki alveg nógu fallegir er ekki ástæða til að örvænta. Það er hægt að stækka gatið aðeins á kramarhúsinu og hafa glassúrinn svolítið þykkari, það felur vel misfellur. 19. Flottir hringir tilbúnir. 20. Sprautið glassúr á S-in ef þið notið þau. Á þessu stigi má frysta kökuna. Hún geymist vel innpökkuð í allt að 9 mánuði. 21. Raðið kökunni saman á disknum sem þið ætlið að bera hana fram á. Diskur á fæti er alltaf glæsilegur. Skoðið kökuna frá öllum hliðum og gætið þess að hún sé ekki skökk. Sumir líma kökuna saman með sykri en þá vill oft verða erfitt að ná henni sundur. Eins er harður sykur ekki mjög bragðgóður. 22. Setjið 2-3 dl af sykri á pönnu. Hitið þar til sykurinn er brúnaður en gætið þess að hann verði ekki of dökkur. Notið sykurinn sem lím og dýfið því sem þið skreytið með ofan í sykurinn. 23. Festið skrautið á kökuna, reynið að vera ekki of lengi því sykurinn stífnar frekar fljótt. 24. Bræðið mjúkt núggat, setjið í kramarhús og sprautið í holurnar. F Ö S T U DAG U R 26 . FEB R ÚAR 201044 Mörgum þykja kransakökur ómissandi hluti af fermingunni. Þær kosta oft á bilinu 15.000–20.000 krónur. Efnis- kostnaður í þær er hins vegar ekki nema um 5.000 krónur en þá er vinnan eftir. DV leitaði ráða hjá fagfólki Gest- gjafans um hvernig ætti að baka kransakökuna. Í nýjasta tölublaði Gestgjafans sem kemur út eftir helgi er einnig að finna uppskrift að súkkulaðikransaköku sem er ódýrari og einfaldari í framkvæmd en hefðbundin kransakaka. Bakaðu kransakökuna Það sem þarf í kökuna n 1,5 kg kransakökuhrámassi n 3-4 eggjahvítur n 600-700 g flórsykur n Matarolía n Hveiti n Bökunarpensill n Kransakökuform Kransakaka fyrir 35-40 25.Kransakakan tilbúin. Það er gaman að bera fram heimabakaða kransaköku!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.