Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 NAFN OG ALDUR? „Tinna Hrafnsdóttir, 34 ára.“ ATVINNA? „Leikkona.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Í sambúð.“ FJÖLDI BARNA? „Barnlaus.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, ég á lítinn, sætan cavalier-hvolp sem er fjögurra mánaða. Hann er algjör gullmoli.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Roger Waters í Egilshöllinni. Magnaðir tónleikar.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Nei, sem betur fer.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Svört, síð ullarpeysa sem ég keypti af hönnunarfyr- irtækinu Mosa. Sama hvernig ástandið á manni er, ég þarf nánast bara að fara í hana og þá er ég orðin fín.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Já, já, en megrun er tóm vitleysa.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆLUM? „Já, það hef ég gert.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „... hef ekki enn þá tekið afstöðu til þess.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Ég hef haldið upp á fullt af hallærislegum lögum í gegnum tíðina og sé enga ástæðu til að skammast mín fyrir það.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Þau eru svo mörg ... ég kemst alltaf í gott stuð þegar ég heyri The One með hljómsveitinni Trabant. Svo er ég algjör sökker á eighties-tónlist.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Ég hlakka til morgundagsins því þá hefst mergjaður fatamarkaður sem ég og kollegar mínir, Elma Lísa og María Heba, ætlum að halda í húsi Félags íslenskra leikara, Lindargötu. Svo eru Edduverðlaunin um kvöldið.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR? „Stand by me. Það er eitthvað við þessa mynd sem grípur mig alltaf.“ AFREK VIKUNNAR? „Að halda fatamarkað.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Já, og flestallt hefur ræst.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Því miður, nei.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Enn hef ég of takmarkaðar upplýsingar til að getað tekið skýra afstöðu til þess máls.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Að elska og trúa ... og þá á ég ekki við í trúarlegu samhengi.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Ráðamenn hafa nóg á sinni könnu í þessu ástandi og ættu því að verja tíma sínum í aðra hluti en að detta í það með mér.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Woody Allen og athuga hvort ekki væri grundvöllur fyrir einhvers konar samstarfi.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já, nú síðast til mömmu minnar í tilefni af sextugs- afmæli hennar.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Man ekkert í augnablikinu, þarf greinilega að prakk- arast meira.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Ömmu minni, Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Fæ reglulega að heyra það og er ég að sjálfsögðu stolt af því.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Get hreyft eyrun á góðum degi.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Nei.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Ég myndi segja Hornstrandir, íslensk og ósnert nátt- úra í öllu sínu veldi.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Kyssi manninn minn góða nótt.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Bjartsýni og það að læra af mistökum fortíðar.“ Tinna Hrafnsdóttir verður með fatamarkað ásamt þremur öðrum leikkonum á laugardaginn. Um kvöldið fer hún svo á Edduna en hún er tilnefnd sem besta meðleikkona ársins. MIKILVÆGAST AÐ ELSKA OG TRÚA www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - KOMIÐ ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.