Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 22
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta er ekki mitt stærsta áhyggjuefni um þessar mundir.“ n Fréttir bárust frá Englandi um að Hermann Hreiðarsson landsliðsfyrirliði hefði verið gripinn á 174 km hraða. - Fréttablaðið „Þetta er umfangsmesta frumsýning íslenskrar kvikmyndar í Bandaríkj- unum og þótt víðar væri leitað.“ n Myndin Sólskinsdrengurinn eftir Friðrik Þór Friðriksson verður sýnd í sjötíu borgum í Bandaríkjunum. - Fréttablaðið „Það er nokkuð ljóst að við verðum með víta- keppni á næstu æfingu hér á Algarve.“ n Íslensku landsliðskonurnar í fótbolta klúðruðu tveimur vítaspyrnum í 2-0 tapi sínu gegn Bandaríkjunum á æfingamóti í Algarve. - Morgunblaðið „Hann potaði aðeins með tánni í djásnið.“ n Guðmundur Benedikts- son, knattspyrnulýsandi á Stöð 2 Sport, orðaði það pent þegar einn leikmaður Chelsea steig á kynfæri leikmanns Inter. - Stöð 2 Sport Verðleikasamfélagið Eitt mesta áfall Íslands var hrun verð-leikasamfélagsins í góðærinu. Það gerðist þegar fjármagnið fór að flæða til manna sem áttu það ekki skilið og höfðu ekki hæfileika til að skapa verðmæti. Nýja-Ísland verður byggt á grunni þessa hruns. Hugmyndin með kapítalismanum er að peningarnir fari til þeirra sem kunna að skapa verðmæti. Í einfaldaðri mynd er það þannig að þeir sem eru hæfastir til að skapa verðmæti muni sjálfkrafa fá aukið fjármagn, sem skap- ar síðan meiri verðmæti öllu samfélaginu til heilla. Þar mætast sanngirni og hagsmunir samfélagsins í heild. Þessi virkni hrundi á Ís- landi þegar lánaflóðið kom til landsins. Upp- haf þessa hruns markast af því þegar pólitísk ákvörðun var tekin um að selja Landsbankann í hendur manna sem enga hæfileika höfðu á sviði bankastarfsemi. Og sem fengu hann að láni af annarlegum ástæðum. Fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi hagn- ast um milljarða með því að fá milljarða að láni í gegnum kunningsskap eða frændsemi, til dæmis með áhættulausum viðskiptum með hjálp kúlulána. Vanhæft fólk náði yfirráðum yfir fyrirtækjum landsins og réð stjórnendur af vanhæfni, sem reyndust síðan auðvitað líka vera vanhæfir. Stundum voru þeir einfaldlega strengjabrúður sem tryggðu að eigendur gætu mergsogið fyrirtæki, líkt og Þór Sigfússon virð- ist hafa verið hjá Sjóvá. Fjölgun vanhæfra í valdastöðum er svipuð í lánadrifnu þjóðfélagi og þegar pólitíkin fær vald yfir fyrirtækjum í viðskiptalífinu. Van- hæfnin á efstu stigum hefur síðan margfeldis- áhrif og smitast út í allt viðskiptalífið. Margir útrásarvíkingar byggðu allt sitt á getunni til að veðsetja og fá lán, en ekki get- unni til verðmætasköpunar. Undantekning- ar eru til dæmis Bakkabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem svífast nú einskis í tilraun til að endurheimta veldið sem þeir byggðu upp frá grunni en glutruðu svo nið- ur. Önnur undantekning er Jóhannes Jónsson í Bónus. Hann fékk ekki veldi sitt að láni eða að gjöf. 80 prósent þjóðarinnar vilja ekki að Jó- hannes fái forkaupsrétt á 10% hlut í verslunar- veldinu Högum. Það snýst ekki nauðsynlega um andstöðu fólks við Jóhannes, heldur getur það verið andstaða við fyrirgreiðslusamfélag- ið sem hér var við lýði. Fólk vill að menn vinni sér inn fyrir hlutunum á jafnræðisgrundvelli í verðleikasamfélagi, en fái þá ekki upp í hend- urnar eins og áður. Stærstu ákvarðanir yfirvalda í hruninu voru að bjarga ríkasta fólki landsins en fórna framtíð venjulega fólksins. Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ákváðu að bjarga peninga- markaðssjóðunum og borga upp innistæður milljónamæringa. Venjulega fólkið, sem á fast- eign með láni og jafnvel bíl á láni, er hins vegar skipulega svipt eigum sínum með ósanngjörn- um lánasamningum til að halda uppi bönkun- um. Þess vegna hefur það ekki efni á að taka þátt í dreifðri eignaraðild fyrirtækjanna sem nú er verið að útdeila. Í fyrirgreiðsluþjóðfélaginu var auðvelt fyrir vanhæfa og siðlausa að verða ríkir óháð verð- leikum. Margir þeirra náðu að koma undan illa fengnu fé, sem var síðan bjargað af Geir og Ingibjörgu. Þetta er fólkið sem mun kaupa upp Nýja-Ísland. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Í fyrirgreiðsluþjóðfélaginu var auðvelt fyrir vanhæfa og siðlausa að verða ríkir óháð verðleikum. Blóðug bylting Fullur af stolti fagnaði ég þegar minni dásamlegu þjóð auðnaðist að kjósa yfir sig félagshyggjustjórn. Ég fagnaði vegna þess að ég trúði því og treysti að núna ætluðu heiðar- legir stjórnmálamenn að kviksetja það glæpahyski sem hér hafði mót- að samfélagið með helmingaskipt- um, einkavinavæðingu og frjáls- hyggju. Fámenn klíka hafði alltof lengi fengið að blóðmjólka lýðinn og fögur fyrirheit birtust einsog sól- argeislar að morgni dags. En svo breyttist ekkert. Ef heildin þarf stöðugt að stóla á mylsnuna sem fellur af borðum burgeisa þá er eitthvað verulega bogið við samfélagsbygginguna. Valdahlutföllin eru ekki í sam- ræmi við það sem ætti að vera rétt- mæt krafa í lýðræðissamfélagi. En þannig er okkar samfélag, engu að síður, upp byggt. Í efsta lagi eru ör- fáir einstaklingar sem njóta forrétt- inda og eru um eilífð verndaðir af valdhöfum, í næsta lagi fyrir neð- an eru örfáir vinir forréttindastétt- arinnar. En í neðsta laginu er fjöld- inn – fólkið sem greiðir skuldir, ber byrðar og tekur á sig hækkun vöru- verðs og vísitölu. Í efsta lagi samfélagsins eru þeir sem veljast í skilanefndir – þeir sem gæta þess vandlega að skila peningum til þeirra sem eiga nóg fyrir. Við erum að tala um skila- nefndir sem eru ósnertanlegar og virka einsog hjálparsveit sem vinn- ur samkvæmt útboði. Og kostnað- urinn leggst á þá sem minna mega sín. Það er einsog hræsnarahjörðin sé að biðja um blóðuga byltingu. Ég er viss um að við hefðum kallað það hneisu ef sú hjálpar- sveitin sem mest heimtaði í laun hefði fengið að einoka hjálparstarf á Haítí, eftir hörmungarnar sem þar riðu yfir fyrir skemmstu. Ætli það hefði ekki þótt skjóta skökku við að mæra þá sem mest vildu þiggja fyrir miskunnsemi sína. Núna er rætt um það að fjórð- ungur heimilanna í landinu búi við svo þröngan kost að nauðung- aruppboð verði sú réttláta leið sem samfélagið best má bjóða. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig að því hvort verið geti að u.þ.b. 70.000 Ís- lendingar verðskuldi refsingu fyrir afglöp stjórnmálamanna. Þjóð mín er seinþreytt til vand- ræða og varla verður okkur gefinn sá kjarkur sem ýtt hefur öðrum þjóðum í átök. Jafnvel þótt á okkur sé troðið, þá munum við bara bíða ... bíða, bíða og bíða. Döpur þjóð við dagsins brún má drauma sína lofa, af þraut og pínu þjáist hún og þráir helst að sofa. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Það er einsog hræsnarahjörðin sé að biðja um blóðuga byltingu.“ 22 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN LOKAORRUSTAN VIÐ DAVÍÐ n Brottrekstur Jóns Kaldal af rit- stjórastóli Fréttablaðsins í vikunni vakti mikla athygli. Fríblaðið hefur þótt lítt afgerandi í fréttum en eigi að síður hald- ið lestri og lagt Morgunblaðið að velli í samkeppn- inni. Talið er að Ari Edwald sé að friðmælast við hluta Sjálfstæðis- flokksins með því að ráða Ólaf Steph- ensen sem ritstjóra og einnig að leggja til lokaorrustu við Davíð Odds- son og Morgunblaðið sem er á barmi gjaldþrots. Ólafur er fagmaður fram í fingurgóma og líklegur til að skapa Fréttablaðinu virðingu. KOLBRÚN Í KLÓM TRÖLLA n Með ráðningu Ólafs Stephensen á Fréttablaðið velta menn fyrir sér hvaða mannabreytingar fylgi komu hans. Fréttadeild fríblaðsins hefur verið aðgerðalítil og full þörf á nýju blóði. Því er spáð að Ólafur muni reyna að fá sinn gamla starfs- mann Björgvin Guðmundsson af Viðskiptablaðinu. Þá er reiknað með því að Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarblaðamaður á Mogganum, horfi til þess að losna úr klóm tröll- anna í Hádegismóum og fá vinnu hjá Ólafi aftur. ÚTVARPSEINVÍGI n Teitur Atlason, bloggari á DV.is, hefur hrist rækilega upp í samtök- unum Nýja-Ísland sem hefur það meðal annars á stefnuskrá sinni að halda Teiti áfram í Svíþjóð. Teitur hefur skrif- að fjölda færsla um samtökin sem hann kennir við fasisma. Snilling- arnir í þættinum Harmageddon á X-inu fengu Teit og Lúðvík Lúðvíksson, forsvarsmann Nýja-Íslands til að takast á um málið. Úr því varð eitt eftirminnilegasta út- varpseinvígi allra tíma. Þráspurður um ástæðu þess að Teiti hafði verið komið í stefnuskrána gat Lúðvík engu svarað. HANNES VILDI KLAGA n Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti í eftirminnilegri rit- deilu við Hrein Loftsson, lögmann og útgefanda DV. Hannes hafði lýst því yfir að hann og Hreinn hefðu ekki átt samskipti um árabil eftir að slitnaði upp úr vináttu þeirra. Hreinn sýndi þá tölvupósta sem Hannes sendi honum og var að hvetja til þess að Stefán Ólafsson, sam- starfsmaður Hannesar, yrði klagaður til rektors fyrir trúnaðarbrot í tengsl- um við skoðanakönnun um fylgi Dav- íðs Oddssonar sem forseta Íslands. Hreinn vildi ekki klaga en þá íhug- aði Hannes að klaga sjálfur og koma þannig höggi á Stefán. LEIÐARI BÓKSTAFLEGA Svarthöfði er, eins og aðr-ir Íslendingar, við það að bugast af áhyggjum. Þetta hefur þær afleiðingar að í umferðinni verður hann að hinum versta dólgi. Ef bíll vill færa sig yfir á akgrein Svarthöfða gætir hann þess að sá hinn sami komist ekki þangað. Menn eiga að halda sig sín megin. Og honum er fokkfingur- inn laus þegar eitthvað óvænt gerist á ferðum hans um borgina. Allt er þetta hið versta mál því Svarthöfði er í raun maður jafnvægis og geð- prýði. Hann fór, eins og þúsundir annarra, andlega illa út úr hruninu. Það versta við daglegt líf þjóðarinnar er að allir dag-ar eru eins. Þegar kveikt er á morgunútvarpinu er eitthvert fólk, venjulega karlar, að rífast um Icesave. Stundum eru það sprenglærðir hagfræðingar með skoðanir sem ganga gjörsam- lega í tvær áttir. Stundum eru það álitsgjafar sem æpa sig hása um að þjóðin eigi að fá að ráða. Og svo eru það stjórnmálamennirnir sem rífa sig niður í rassgat um málið. Svart verður hvítt og öfugt. Gleðin yfir að vakna til nýs dags víkur fyrir end- urnýjuðu þunglyndi við að hlusta á sömu apakettina sem sjá um að viðhalda sömu deilunni á hverjum degi. Undir Icesave-söngnum klæðir Svarthöfði sig og nærir. Síbyljan held-ur áfram þegar hann er kominn út í bíl. Og hann umbreyt- ist í óargadýr sem liggur á flautunni og sýnir fokkmerki út í eitt. Aðrir ökumenn eru álíka stemmdir og það eru óeirðir um allt gatnakerf- ið. Þarna liggur vandi þjóðarinnar. Allt gengur í sólarhringi og sömu deilurnar spretta upp á hverjum morgni og standa allt fram á kvöld. Þarna þarf lausnir. Hugsanlega má setja neyðarlög um að bannað sé að taka sér í munn orðið Icesave eða ræða fyrirbærið opinberlega. Ólík- legt er þó að sú löggjöf dygði til að létta lund landsmanna. Mun farsælla væri að grípa til annarra lausna. Og ein er til. Það þarf aðeins að framkvæma hana. Landlæknisembættið verður tafarlaust að útfæra pöntun á árs- skammti af gleðipillum. Til að ham- ingjan nái svo til sem flestra verður að blanda lyfinu í neysluvatn þjóð- arinnar. Þetta á þó fyrst og fremst við um Reykjavík. Fólkið á lands- byggðinni fékk aldrei góðærið en hefur lifað við kreppu árum saman. Þegar lyfið fer að verka mun færast jafnvægi á ný yfir höfuðborgarbúa. Þetta er eina ráðið til að rjúfa víta- hringinn. Aðgerðarleysi stjórnvalda gulltryggir að hefðbundin lækning er ekki á borðinu. PILLUR FYRIR ÓARGADÝR SVARTHÖFÐI SKÁLDIÐ SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.