Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 VERÖLD TVÖ ÞÚSUND AFKOMENDUR Yitta Schwartz frá New York-borg í Bandaríkj- unum, sem lést fyrir nokkrum vikum, átti 15 börn, 200 barnabörn og fjölmörg barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Talið er að afkomendur hennar séu um 2.000 talsins. Yitta var gyðingur og lagði stund á svokallaða hasidíska bókstafstrú, en meðlimir söfnuða af því tagi eignast að meðaltali 9 börn. Hún fæddist árið 1916 í litlu þorpi í Ungverjalandi. Í seinni heimsstyrjöldinni var hún send ásamt eiginmanni sínum og börnum í Belsen-Bergen-útrýmingarbúðirnar. Fjölskyldan lifði óhugnaðinn af og flutti til Bandaríkjanna árið 1953. Þar hefur fjölskyldan dafnað vel síðan og niðjar þessarar einu fjöl- skyldu sem flýði yfir hafið eru orðnir 2.000 talsins, eins og áður segir. Afkomendur hennar sinna ýms- um störfum, eru til dæmis rabbínar, kennarar, verslunarmenn, pípulagningamenn og vörubílstjórar. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is RISAVAXIN LETIDÝR n Mílódonar, risavaxin letidýr, bjuggu í sunnanverðri Suður-Ameríku fyrr á tíð en urðu útdauð fyrir um tíu þúsund árum. Árið 1896 fundust leifar dýrsins í dularfullum helli syðst í Chile sem gefa góða mynd af útliti þess. Risaletidýrin tilheyrðu ætt jarðletidýra en síðustu tegundirnar af þeirri ætt dóu út á Kúbu fyrir um 500 árum. Dýrin voru um 200 kíló og sköguðu um þrjá metra upp í loftið. Þau gengu á afturfótunum og báru stærðarinnar klær. Dýrið var hugsanlega skylt gríðarstórri skepnu sem kölluð er Megatherium á latínu og bjó í Suður-Ameríku. Sú teg- und var uppi fyrir fimm milljónum ára og er talið eitt allra stærsta landspen- dýrið sem uppi hefur verið. Megatheri- um vó fimm tonn og var um sex metrar á hæð. Stærstu manngerðu holur heims urðu til við námuvinnslu: Dropinn HOLAR STEININN Demantanáman Mír í austurhluta Síberíu er næststærsta manngerða hola veraldar. Hún er 525 metra djúp og 1200 metra víð. Geysimikill námugröftur hófst undir lok sjötta áratugar síð- ustu aldar og varð holan stóra til þegar jarðveg- inum var smám saman mokað í burtu. Námu- vinnslunni var hætt árið 2001 þegar menn hættu að finna demanta á yfirborðinu. Þó er enn unnið úr neðanjarðarnámum í grennd- inni. Bannað er að fljúga þyrlum yfir Mír því gríðarlegt lofstreymið í holunni getur við viss- ar aðstæður sogað fljúgandi hluti ofan í hana. Jarðfræðingurinn Júrí Khabardín uppgötvaði námuna árið 1955 og hlaut Lenínorðuna fyr- ir, sem var ein æðsta viðurkenningin sem veitt var borgurum í Sovétríkjunum sálugu. Heimamenn kalla demantanámuna við Kimber- ley-borg í Suður-Afríku „Stóru-holuna“. Upphaf- lega stóð myndarleg hæð á blettinum en mikill námugröftur hófst á henni árið 1871 þegar land- nemar urðu varir við demanta. Til ársins 1914 unnu 50.000 manns linnulaust að greftri í nám- unni með skóflum. Sagt er að Kimberley-holan sé stærsta hola heims sem grafin var eingöngu með mannafli. Hún er um 240 metra djúp en stöðuvatn myndaðist í holunni stuttu eftir að námugreftrin- um lauk. Séu neðanjarðargöng, sem mynduðust í námugreftri undir Kimberley-námunni, tekin með er dýpt holunnar um kílómetri. Norðvestursvæðin eru stórt en strjálbýlt fylki í Kanada. Á afskekktu svæði í fylkinu er ein stærsta náma heims, Diavik-demantanáman. Þar hófst námu- vinnsla árið 2001 og hefur mikið verið unnið úr henni síðan. Talið er að hún endist til ársins 2020. Hið umdeilda námufyrirtæki Rio Tinto á stóran hlut í námuvinnslunni en náttúruverndarsinnar hafa gagnrýnt verkið harðlega. Við hlið námunnar er stór flugvöllur þar sem flugvélar fljúga með starfs- menn til og frá vinnu en náman er eins og áður segir á mjög afskekktu svæði. Diavik-náman er umkringd miklum vötnum sem frjósa á veturna. Stórfyrirtækið Rio Tinto, sem á álverið í Straums- vík, sér um námuvinnslu í stærstu manngerðu holu veraldar í Bingham-gljúfri við Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Þar hefur verið unninn kopar úr jörðu frá árinu 1863 og mun gröfturinn halda áfram um ókomin ár. Holan er 1200 metra djúp og fjögurra kílómetra breið. Fyrr á árum var stór byggð við nám- una og í hlíðum holunnar. Náman hefur hins vegar löngu „kyngt“ þessum þorpum en hún stækkar mik- ið á hverju ári. Nú vinna aðeins um 2000 manns í námunni en fyrir daga nútímatækni í námugreftri unnu allt að 15 þúsund manns í Bingham-gljúfrinu. SPRENGD Í TÆTLUR n Helgóland er lítil þýsk eyja í Norðursjó. Þar búa 1.650 manns en eyjan er ekki nema 1,7 ferkílómetr- ar að flatarmáli en til samanburðar skal nefnt að Heimaey er um 13 ferkílómetrar. Eyjan hefur breyst mikið frá því er menn fóru að byggja hana fyrst. Helglendingar hafa ræst út landið að einhverju leyti og skapað hafnir. Þriðja ríkið hélt úti sjóherstöð í eynni í síðari heimsstyrjöldinni en hún varð fyrir gífurlegum loftárásum í stríðslok árið 1945. Klettar og klappir á eynni umturnuðust svo þegar breski herinn notaði Helgóland sem tilraunasvæði fyrir sprengingar. 18. apríl 1947 vörpuðu Bretar 6.800 tonna sprengju á eynna sem er talin hafa verið ein allra mesta sprenging sögunnar sem ekki var af völdum kjarnorkusprengju. Breska hljómsveitin Massive Attack gaf nýlega út plötu sem ber enska heiti eyjarinnar, Heligoland, og hef- ur hún hlotið góða dóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.