Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR Fjármálaeftirlitið veitti tryggingafélag- inu Sjóvá, sem þá var í eigu Mile stone, að minnsta kosti fjórum sinnum frest til að laga eignastöðu félagsins svo það uppfyllti lögbundin skilyrði um lagmarksgjaldþol tryggingafélaga. Frestirnir voru veittir frá október 2008 og fram í apríl 2009. Eigendur Sjóvár urðu hins vegar ekki við ábendingum Fjármálaeftirlitsins og er líklegasta skýringin sú að þeir hafi einfaldlega ekki átt þá fjármuni sem vantaði upp á eignasafn Sjóvár til að gjaldþols- skilyrðið væri uppfyllt. Eignastaða Sjóvár var þá orð- in það slæm að félagið átti ekki fyrir vátryggingaskuld sinni en það eru þeir fjármunir sem trygg- ingafélag skuldar viðskiptavinum sínum vegna greiddra iðgjalda, svonefndur bótasjóður. Eigendur Milestone, sem sá um fjár- festingar Sjóvár, höfðu gengið þannig á eignasafn félagsins, meðal annars bótasjóð- inn, að trygginga- félagið gat ekki stað- ið við lög- bundnar skuld bind- ingar sínar gagnvart viðskiptavinum félagsins. Á endanum þurfti íslenska ríkið að lána Sjóvá um 12 milljarða króna sumar- ið 2009 svo það uppfyllti skilyrði um gjaldþol og gæti staðið við vátrygg- ingaskuldbindingar sínar. Upplýsingarnar um frestina ítrek- uðu sem Milestone-menn fengu koma fram í bréfi frá Fjármálaeftirlit- inu sem sent var til Karls Wernersson- ar, aðaleiganda Milestone og stjórnar- formanns Sjóvár, og Þórs Sigfússonar, forstjóra tryggingafélagsins, og var dagsett 3. mars 2009. Undir bréfið rit- uðu starfsmenn Fjár- málaeftirlits- ins, Rúnar Guðmunds- son, og Inga Birna Einars- dóttir. Fengu frest til ársloka Í bréfinu segir að Fjármáleftirlitið hafi fyrst haft samband við stjórnendur Sjóvár út af gjaldþoli félagsins þann 27. október 2008. Þetta var tæpum mánuði eftir fall Glitnis en Sjóvá hafði verið hluthafi í Glitni ásamt Einari og Benedikt Sveinssonum í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt Internation- al. Í bankahruninu varð 7 prósenta hlutur Þáttar í Glitni verðlaus og kom það sér afar illa fyrir Milestone og þá Sveinssyni, eins og gefur að skilja. Eftir samskipti Fjármálaeftirlitsins og Sjóvár í kjölfar bréfasendingarinn- ar var Sjóvá veittur frestur þar til í árs- lok 2008 til að uppfylla skilyrðið um gjaldþol tryggingafélaga. Fresturinn rann þó út án þess eignastaða Sjóvár væri lagfærð. Fengu fresti í skjóli óvissunnar Í ársbyrjun 2009 fékk Sjóvá tvívegis frekari frest til að bæta eignastöðu félags- ins, samkvæmt bréfinu. Þar segir að ástæðan fyr- ir því að frestirnir voru veittir hafi verið að fjár- hagstaða Sjóvár og eig- enda þess hafi verið óljós en í árslok 2008 og ársbyrjun 2009 áttu eigendur í Milestone í samningaviðræðum við Glitni, stærsta kröfuhafa félagsins, um fjár- hagslega endurskipulagningu félags- ins. Í bréfinu segir: „Ástæða framleng- ingar er sú óvissa sem ríkt hefur um fjárhagsstöðu félagsins og eigenda þess.“ Nokkrum mánuðum síðar var fjár- hagsstaða félagsins hins vegar orðin afar ljós. Framtíð Milestone ráðin í lok febrúar Í ársbyrjun 2009 var ekki ljóst hvort gamli Glitnir myndi leggja Mile- stone til fjármuni svo félagið gæti lif- að íslenska efnahagshrunið af. Þessi stuðningur Glitnis var háður því að sænska fjármálaeftirlitið og kröfuhaf- ar félagsins myndu samþykkja stuðn- inginn við Milestone. Af þessu varð þó ekki þar sem stjórnendur dótturfélaga Mile- stone lýstu sig andvíga hugmynd- inni, ástandið á fjármálamörkuðum í Svíþjóð var neikvætt auk þess sem sænska fjármálaeftirlitið setti mjög ströng skilyrði fyrir endurskipulagn- ingunni. Í lok febrúar var Milestone tilkynnt að Glitnir myndi ekki geta stutt fjár- hagslega endurskipulagningu félags- ins og sama dag greindi Karl Wern- ersson stjórnendum Milestone frá þessari ákvörðun Glitnis. Í kjölfar- ið var því ljóst að Milestone yrði ekki endurskipulagt með hjálp stærsta kröfuhafa félagsins. Framtíð Milestone var því nokkurn veginn ráðin um það leyti sem Fjár- málaeftirlitið sendi Sjóvá bréfið í byrj- un mars í fyrra: Félagið færi annað vort í nauðasamninga eða í þrot. Bréfaskipti Fjármálaeftirlitsins og Sjóvár sýna fram á hversu langan frest tryggingafélagið fékk til að bæta eignastöðu félagsins svo það ætti fyrir vátryggingaskuld sinni. Fjármálaeft- irlitið hóf afskipti sín af Sjóvá vegna bótasjóðsins skömmu eftir bankahrun 2008 og lauk rétt áður en eignir Mile- stone voru yfirteknar í mars 2009. AÐVARAÐI SJÓVÁ OFT ÚT AF BÓTASJÓÐNUM INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fengu fjórum sinnum frest Karl Wernersson fékk bréf frá Fjármálaeftir- litinu í byrjun mars 2009 þar sem Sjóvá fékk enn einu sinni frest til að bæta eignastöðu tryggingafélagsins svo hún stæðis lög. Guðmundur Ólason var stjórnarformaður Milestone. Sjóvá í gæslu Bréfa- skipti Fjármálaeftirlitsins og Sjóvár sýna að stofn- unin reyndi hvað hún gat til að fá eigendur Sjóvár til að bæta eignastöðu tryggingafélagsins svo hún stæðist lög. Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins til 1. mars 2009. Fékk líka bréf Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, fékk einnig bréf frá Fjármálaeftirlitinu þar sem trygginga- félaginu var sagt að laga þyrfti eignastöðu þess. SAMÞYKKTI DRÁPSHVALINN n Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, tengdist heldur óvænt inn í furðufrétt utan úr heimi um háhyrning sem drap þjálfara sinn í sædýra- safni í Orlando. Í ljós hefur komið að háhyrningur- inn er íslensk- ur að uppruna. Bandarískur vef- miðill rifjaði það upp á fimmtudaginn að sædýragarð- urinn Sea World keypti háhyrning- inn árið 1991 af öðru sædýrasafni, en ekki fyrr en forsvarsmenn garðsins höfðu sannfært sjávarútvegsráðherr- ann Þorstein um að hvalurinn myndi drepast ef honum yrði sleppt aftur hafið við Ísland. Þorsteinn mun hafa fallist á þau rök. HENT ÚT n Margrét Erla Maack, útvarpskona á Rás 2, bættist nýlega í hóp þekktra Íslendinga sem hafa verið útskúfaðir af Fésbókinni. Áður höfðu Ragnheið- ur Clausen og Ásdís Rán einnig verið gerðar brottrækar, ásamt nokkrum frambjóðendum stjórnmálaflokka. Enginn veit hvers vegna Margréti var hent út, hún getur sér til um það á bloggi sínu að einhver hafi tilkynnt hana sem óæskilega, sem henni finnst skrítið, miðað við fólkið sem fær að vera inni á samskiptavefn- um: „Maður sem táldregur ferming- arstúlkur leikur enn lausum hala. Fokking hell, hvað ætli ég hafi gert af mér?“ GAMALL SJÓÐUR TIL BJARGAR n Áróður kvikmyndagerðarmanna vegna mikils niðurskurðar í framlög- um til kvikmyndagerðar virðist vera að bera einhvern árangur. Katrín Jakobsdóttir og Páll Magnússon hafa verið undir mikilli pressu, meðal ann- ars hafa Ólafur Ragnar og Dan- íel Sævarsson úr Næturvaktinni verið kallaðir til, til að setja pressu á að hið opinbera hækki framlögin á nýjan leik. Rík- isstjórnin ákvað í vikunni að veita 88,5 milljónum króna til innlendrar dagskrárgerðar. Peningarnir munu vera afgangur úr Menningarsjóði út- varpsstöðva og verður þeim úthlutað í ár og á næsta ári. Sjóðurinn hefur staðið óhreyfður og ávaxtast vel í nokkur ár. BÍÐA EFTIR ÁLYKTUN n Smáfuglarnir á AMX, vefsetri öfga- hægrimanna, tísta um það af mikilli undrun að Blaðamannafélag Íslands skyldi ekki senda frá sér harðorða ályktun þegar Ól- afur Stephensen var ráðinn rit- stjóri Fréttablaðs- ins líkt og félagið gerði þegar Davíð Oddsson tók við sem ritstjóri á Mogganum. Vetrarhörkurnar leggj- ast þungt á smáfuglana, sem meta að jöfnu að ráðinn sé ritstjóri með 20 ára reynslu úr fjölmiðlum og að ráða hrunamann sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir smásjánni fyrir að koma Íslandi á vonarvöl. SANDKORN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.